Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 12
Þjóðhátíðin í Eyjum verður
sett / Herjólfsdul á morgun
— verður líklega sú fjölmennasta að sögn framkvæmdastjórans
-
■ Ef veðurguðir verða Eyja-
mönnum eins góðir og nú
virðist má búast við að þjóð-
hátíðin, sem hefst á morgun
verði sú fjölmennasta sem
haldin hefur verið.
B Á þjóðhátíðinni verður
mikið um dýrðir að vanda-
Má telja það fyrst nýjunga,
að dagskráratriði hafa verið
útbúin fyrir sunnudaginn, en
bað hefur ekki tíðkazt áður.
II Þessar upplýsingar og
þær. sem hér fara á eftir,
fékk blaðið hiá Hermanni
Einarssyni framkvæmda-
st]óra Þjóðhátíðarinnar í
gær.
Hátíðin verður sett á morgun
klukkan 2 af Reyni Guðsteins-
syni formanni Týs, sem sér um
mótið að þessu sinni. Á morgun
hefst einnig keppni í fimmtar-
þraut, sem stendur alla þrjá
dagana. Eigast við tveir flokkar
frá Skarphéðni, Breiðabliki og
,ÍBV. Verður keppt í tveim grein-
um á föstudag og laugardag, en
úrslit fara fram á sunnudag.
Ennfremur verður keppt i frjáls-
um íþróttum og f>ór og Týr eig-
ast við i handbolta. Þá verður
sýnt bjargsig í Fiskhellanefi.
Sigmaður verður Sigmundur
Skúli Theodórsson. Kl. 20 hefst
kvöldvaka, en á miðnaetti verð-
ur brenna á Fjóskletti. Dansað
verður til kl. 4 að morgni.
Og klukkan tvö á laugardag
er tekið til við dagskráratriði
á ný. Flutt verður hátíðarseða,
keppni fer fram í frjálsum í-
þróttum drengja og stúlkna og
Akurnesingar og ÍBV heyja
baejakeppni í knattspyrnu á í-
þróttavellinum við Hástein. Þá
verður skemmtun fyrir börn kl.
17, og síðan kvöldvaka með
sömu skemmtikröftum og kvöld-
ið áður, Svavari Gests. Ómari
Ragnarssyni o.fl. Á miðnastti
verður flugeldasýning og svo
dansað tii kl. 4 um nóttina.
Dagskrá á sunnudag
Undirbúningsnefndin hefur
líka útbúið dagskrá fyrir sunnu-
daginn og er það nýmaeli, þ\n
hingað til hafa engin skemmti-
atriði verið skipulögð fyrir
briðja daginn. Þá hefst íþrótta-
keppni kl. 2, m.a. verður grín-
aktugur knattspyrnuleikur; jafn-
vel milli stjöma Þórs og Týs. Og
dansað vérður til klukkan tvö
tim nöttina.
Undirbúningur fyrir þjóðhá-
tíðina í Eyjum hefur staðið allt
frá 10. júlí. Hefur verið unnið
á kvöldin og um helgar af kappi.
Allt er betta sjálfboðastarf Týs-
manna. sem sjá um hátíðina
að bessu 'inni.
Buferlaflutningar
Þetta er sannkölluð þjóðhátíð
Vestmannaeyinga. Hver einasti
maður í Eyjum leggur niður
vinnu hátíðadagana þrjá. Allir
sem vettlingi geta valdið flytja
Fimmtudagur 5. ágúst 1965
30. árgangur — 172. tölublað
Embættaveitingar:
Pétur skipaður í
Washington en
Henrik í París
A morgun hefst þjóðhátíðin í Eyjum. Síðdegis i dag verður hátíðarsvæðið í Herjólfsdal opnað og
byrja menn að reisa tjöld sín.
með sitt hafurtask inn í Herj-
ólfsdal. Þar er slegið upp hús-
tjöldum við fyrirfram skipulagð-
ar götur, sem bera sérstök heiti,
svo sem Ástarbraut og Veltu-
sund. Eru 70—80 tjöld við hverja
götu. Meðal farangurs þess, sem
meðferðis er má nefna koffort
eitt allgott, sem geymir þjóðhá-
tíðarmatinn; lunda, egg og fleira
hnossgæti.
Fjölmennasta hátíðin
Þegar er þó nokkur hópur
fólks kominn til Eyja, sem ætl-
ar að taka þátt í hátíðinni. Um
1000 manns hafa pantað sæti
hjá Eyjaflugi og Flugfélaginu og
alltaf kemur álitlegur hópur
undir það síðasta. Herjólfur
heldur uppi ferðum frá Þorláks-
höfn meðan hátíðin stendur yfir.
Hermann sagði, að búizt væri
við um 2000 gestum á þjóðhá-
tíðina. Yrði veðrið jafnhagstætt
og nú virtist væru það engar
gyllivonir.
BÁTARNIR AÐ VEIÐUM
VIÐ HROLLAUGSEYJAR
Blaðinu barst í gær svohljóð-
andi fréttatilkynning frá ríkis-
ráðsritara:
„Á fundi rikisráðs í dag að
Bessastöðum var Pétur Thor-
steinsson skipaður ambassador
í Bandaríkjum Ameríku o"
jafnframt í Kanada, Argen-
tínu, Brasilíu og Mexico, og
Henrik Sv. Björnsson skipað-
að ambassador fslands í
Frakklandi og við nokkrar
alþjóð'astofnanir í París og
jafnframt ambassador í Belg-
íu og Euxembourg. Árni
Tryggvason, ambassador i
Svíþjóð, var jafnframt skipað-
ur ambassador í Austurríki.
Þá var íslcifur Halldórsson
skipaður héraðslæknir í
Hvalshéraði frá 1. september
n.k. að telja.
Á fundinum voru einnig
staðfestar ýmsar afgreiðslur,
er farið höfðu fram utan
fundar“.
Pétur Thorsteinsson er faedd-
ur 7. nóvember 1917. Hann lauk
kandídatsprófi i lögum frá Há-
skóla íslands 1944. Hefur hann
starfað í utanrikisþjónustunni
lengst af siðan. M.a. verið sendi-
herra í Sovétríkjunum, Vestur-
Þýzkalandi og nú síðast am-
bassador í Frakklandi frá 1962.
Henrik Sv. Björnsson er fædd-
ur 2. september 1914. Henrik
iauk - lagaprófi frá Háskóla Is-
lands árið 1939. Hann var skip-
aður ambassador í Bretlandi
árið 1961, 1. jan., og hefur gegnt
því starfi síðan.
Eins og áður hefur verið getið
hér í blaðinu, mun Guðmundur
í. Guðmundsson ætla sér sendi-
herraembættið í London, en af
einhverjum undarlegum ástæð-
um hefur dregizt að tilkynna þá
ákvörðun.
Unglingaúrval vann
Blau Weiss með 4:1
f gærmorgun höfðu 49 skip
tilkynnt um afla sinn eystra,
samtals 33.300 mál og tunnur.
Hagstætt veður var á miðunum
Máli humar-
bátsins vísað
til saksóknara
Á sunnudaginn var tekið fyr-
ir hjá bæjarfógetanum í Vest-
mannaeyjum mál humarbátsins,
sem tekinn var 1 landhelgi á
dögunum undan Vestmannaeyj-
um.
Við rannsókn kom £ ljós, að
skipstjóri hafði ekki humarleyf-
ið um borð f bát sínum, en það
lá á borðinu á skrifstofu emb-
ættisins.
Var tekin réttarskýrsla af skio-
verjum, en málinu síðan vísað
til saksóknara og liggur það þar
og voru skipin einkum að veíð-
um við Hrollaugseyjar, 85 míl-
ur. A og ANA frá Gletting og
einnig 200 mílur svipaða stefnu
frá Gletting.
Tvö skip tilkynntu afla sinn
til Raufarhafnar, Dagfari ÞH
1700 mál og Oddgeir 350 mál,
en eftirtalin skip tilkynntu afla
sinn til síldarleitarinnar á Dala-
tanga.
Skímir AK 700, Búðaklettur
GK 2000 Guðbjörg GK 200, Eio-
ar Hálfdáns ÍS 250, Bjartur 'MK
600, Jón Finnsson GK 600, Ámi
Magnússon GK 2050, Ólafur Frið
bertsson IS 800, Keflvíkingur KE
1200, Jörundur III RE 500, Ás-
þór RE 200, Glófaxi NK 800,
Jón Eiríksson SF 300, Anna SI
200, Amkell SH 650, Húni II HU
100, Skarðsvík SH 1250, Amfirð-
ingur RE 1290, Reykjaborg RE
700, Jón Þórðarson BA 1010,
Fákur GK 500, Guðbjörg OF 500,
Engey RE 600, Jón Kjartansson
SU 750, Svanur IS 300, Ingvar
Guðjónsson SK 1100, Náttfari
ÞH 500,. Faxi GK 300, Áskell
ÞH 200, Sigurfari SF 800, Hug-
rún IS 900, Elliði GK 1400,
Sigurborg SI 1300, Fróða-
klettur GK 350, Þorlákur AR 200,
Hólmanes SU 900, Krossanes SU
200, Margrét SI 260, Siglfirðingur
SI 100, Hannes Hafstein EA 900.
Björg NK 250, Sif IS 200, Stapa-
fell SH 1000, Sæúlfur BA 800,
Bára SU 400, Óskar Halldórsson
RE 250, Helga RE 900.
1 gærkvöld Iék þýzka ung-
lingaliðið Blau Weiss við ungl-
ingalið Reykjavíkurfélaganna og
var leikurinn jafnframt sá síð-
asti, er BW leikur hér. Úrvaf-
ið bar sigur úr býtum, skoraði
4 mörk en Þjóðvcrjarnir eitt
mark. tírslitin gefa ekki rétta
mynd af Iciknum, því yfirburðir
unglingaúrvalsins voru litlir og
sýndu Þjóðverjar betri knatt-
spyrnu og meiri tækni og betra
skipulag. I heild var leikurinn
heldur slakur af beggja hálfu.
Fyrsta markið í leiknum skor-
aði Ragnar Kristjánsson á 9.
mín. eftir að hafa tekizt að
trufla þýzka markvörðinn með
útspyrnu — markvörðurinn
missti knöttinn og Ragnar varð
fljótari til og spyrnti í autt
markið. Skömmu síðar jafnar
vinstri útherji BW með góðu
flB aðstoðaði 460
bila um s.l. helgi
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
hafði 17 bíla í gangi um verzl-
unarmannahelgina til aðstoðar
ferðafólki.
Ekki höfðu borizt upplýsingar
um fjölda tilfella, sem F.I.B.
hafði aðstoðað við, er blaðið
hafði sssmband við Magnús
Valdimarsson í gærdag, en á
Suður- og Vesturlandsvegi hafði
verið gert við 390 bíla og 70
voru aðstoðaðir vegna smábil-
ana.
Nú var í fyrsta sinn F.I.B.-bill
á Vestfjörðum yfir verzlunar-
mannahelgina og kom hann að
góðum notum, að því er Magnús
sagði.
Bkkj höfðu enn borizt skýrsl-
ur frá bílunum, sem voru fvrir
norðan og austan.
BLAÐSKAK ÞJÓDVILJANS
l. BORÐ
REYKJAVÍK:
’ Svart:
1»
eo lí
-a !f§
o»
jSJ
cn
f
09
\ ** (» §
i§
abcdefgh
AKUREYRI:
Hvítt: Halldór Jónsson ng
Gunnlaugur Guðmundsson.
9. d4—d5
REYKJA’
VÍK
GEGN
^KUR-
EYRI
II. BORÐ
AKUREYRI:
Svart: Júlíus Bogason og lón
Ingimarsson.
wm&w fs&n
m m mtm*
t141 m m
T
'ðn m
V' WM TJ iPH
Rf -'A fSf
abcdefgh
REYKJAVlK:
Hvítt: Guðm. Sigurjónsson
. 0—0
skoti af löngu færi og hafði
Þorbergur enga möguleika á að
verja. 1 upphafi síðari hálfleiks
meiddist markvörður BW og
varð að yfirgefa völlinn um
stund. Fór þá einn leikmaður f
markið í hans stað svo Þjóð-
verjarnir léku aðeins 10 um,
stund. Á 12. mín. skoraði örn
Guðmundsson óverjandi eftir
góða sendingu frá Gunnsteini
Halldórssyni. Nokkru síðar varð
markvörður BW aftur að yfir-
gefa völlinn og léku Þjóðverjar
enn aðeins 10 talsins, unz
varamaður kom inn. Á 16. mín-
útu gerði úrvalið 3. markið upp
úr hornspyrnu. Var það fallegt
mark.
Fjórða markið var svo skorað
4 mín. síðar af Halldóri Einars-
syni. Var markið nokkuð laglega
skorað en klaufaskapur hjá
markverði BW að koma ekki f
veg fyrip það.
Ocvalið olli nokkrum von-
brigðum, því leikurinn var ekki
góður og voru sumar sending-
arnar æði ónákvæmar og sam-
leikur lítill. Beztir voru Antonj
Halldór og Elmar Geirsson.
Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi
leikinn vel nema hvað brott-
rekstur Sigurðar Jónssonar af
leikvelli rétt fyrir leikslok var
vægast sagt vafasamur.
Sáftafundur í
deilu farmanna
Sáttafundur hófst £ kjaradeilu
farmanna i alþingishúsinu f
eærkvöld kl. 21.
Aðaldeilumálið hjá formönn-
um er vinnutímastyttinugin og
hefur næstr. lítið miðað i sam-
komulagsátt.
Er blaðið hafði samband við
deiluaðila f gærkvöld skömmu
fyrir miðnætti var fundinum
r
4