Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1965, Blaðsíða 1
Þá var honumlagt \ i j 1 síðustu viku kom einn af | togurum Bæjarútgerðar Rvík- j ur, Pétur Halldórsson, úr j sinni síðustu veiðiför — i i þágu lslen.dinga að minnsta j kosti — og var lokið við að j landa úr honum nær 300 lest- j um af ágætum fiski fyrir helgina, eins og áður hefur j verið getið hér í blaðinu. Tog- j aranum er sem sagt lagt nú, þegar hann er farinn að fiska j vel aftur eftir dauflegt tíma- bil — og er þar haldið áfram uppteknum hætti í þeirri við- leitni borgarstjórnarihalds'ns ,að draga sem mest saman rekstur bæjarútgerðarinnar, því að á liðnum vetri voru einmitt tveir bæjartogaranna seldir úr landi þcgar seldist hvað bezt erlendis. GóB afíabrögð togaranna í sumar, 27 eru nú gerðir út ■ Að undanförnu hefur afli togaranna verið betri en áður á undanförn- um árum og mikil vinna verið í frystihúsunum við vinnslu aflans. Nú eru gerðir út 27 togarar á íslandi, langflestir frá Reykjavík eða 19 talsins, 4 frá Akureyri, 3 frá Hafnarfirði og 1 frá Akranesi. Verður hér sagt hið helzta af löndun úr togurum á þessum stöðum nú síðustu vikur. Reykjavík 1 þessari viku hafa tveir tog- arar landað í Reykjavík, og tveir eru væntanlegir síðar í vikunni. Aflinn er að mestu karfi af heimamiðum. Fy.lkir landaði í fyrradag 250 f GÖMLU LAUGUNUM tonnum og í gær var verið að landa úr Aski 120 tonnum. Fyrir helgi kom Egill Skallagrímsson með 150 tonn og Pétur Hall- dórsson með 280 tonn. Geir er væntanlegur í dag og Hvalfell undir helgi. Flestir tog- ararnir eru á veiðum á heima- miðum og landa hér heima en nokkrir veiða fyrir erlendan markað. Akureyri Góður afli hefur verið hjá hinum fjórum togurum sem gerðir eru út frá Akureyri. Mest eru þeir að veiðum úti fyrir Norðurlandi frá Horni og aust- ur að Sléttugrunni. Aflanum er öllum landað á Akureyri og hef- ur hann verið að jafnaði 140— 160 tonn eftir um 8 daga veiði- ferð. Harðbakur landaði 122 tonnum á mánudag en í fyrri viku kom Sléttbakur með 209 tonn og Svalbakur 174 tonn, Kaldbakur var með 184 tonn í síðustu veiðiferð. Hafnarfjörður Togarinn Víkingur frá Akra- nesi kom til Hafnarfjarðar í fyrradag með 400—450 tonn af karfa sem veiddur er við Vest- ur-Grænland. Mest af aflanum Þessí mynd er tekin inn I íaugunum við Sundlaugaveg í gærmorgun. Krakkarnir voru ekkert a fer vjnnsju ; fry^tihúsi Bæj- móti því að láta taka af sér myndir og er þá heldur vægt að orði kveðið. Það var hópur af arútgerðar Reykjavíkur og er fólki í laugunum og mest krakkar um og undir tíu ára aldri. — (Ljósm Þjóðv. svg) ' fiskurinn fluttur á bílum sunn- Bæjarstjórn Hafnarfjariar ákveður að taka okurlán m eð 40% vöxtum! Á síðasta fundi bæjarstjórnar í Hafnarfirði samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að gera samning við Kaupfélag Hafnfirðinga um kaup á húsi félagsins, Vesturgötu 2, með einum fufðulegustu lánakjörum er um getur. Húseign þessi er keypt af bæj- arsjóði, vegna vegaframkvæmda, á kr. 2.156.000 án lóðar (fyrir þrem árum var bæjarsjóði boð- in þessi sama eign fyrir kr. 1.000.000 með lóð) og eru lána- kjörin þessi: Kaupfélagið lánar bæjarsjóði kr. 1.431.000 til 7 ára með 8% vöxtum, en því til viðbótar skal bæjarsjóður leigja kaupfélaginu, húsið endurgjaldslaust í 7 ár. Stytta á húsið um 4 metra vegna tengingar á Reykjavíkurvegi og Fjarðabraut og skal bæjarsjóð- ur bera allan kostnað af þvi verki. í samningnum er skýrt tekið fram, að bæjarsjóður má ekki segja Kaupfélaginu upp leigunni, nema því aðeins að borga upp lánið, og þá með eins árs fyrirvara. Fer því ekki á milli mála‘ að leigan á húsnæðinu er bund- in lánakjörunum en ekki kaup- verðinu og það að hún sé end- urgjaldslaus eru einungis dul- Islenzkt handrit til sölu í Kaupmannahöfn Sjá 0 síðu búnir vextir í formi leigu. Hvað er þá hægt að áætla þá upp- hæð, sem þannig á að greiða fyrir lánið? — Bæjarsjóður á að greiða á þriðju miljón að- eins fyrir húsið og þegar breyt- ingum á húsinu er lokið mun bæjarsjóður hafa fjárfest í eign- inni um 3 miljónir. Ef áætluð er eðlileg leiga af fjárfesting- unni, þá yrði ársleiga 300 þús- und krónur eða í sjö ár um það bil 2.100.000. Lánið kr. 1.431.000 krónur skal greiðast með jöfnum afborgunum á sjö árum og ber 8°/( ársvexti, sem munu verða í heild ca 450 þús- und krónur Þar við bætist að vextir í formi endurgjaldslausr- ar leigu í þessi sjö ár munu nema ca. 2.100.000 og því vext- ir alls í sjö ár 2.550.000 krónur. Meðaltalsvextir eru því yfir 40°/f, og hér um hrein okurkjör að ræða, Hafnfirðingar munu því ef- laust skilja eina af orsökum fyr- ir hækkun útsvara þeirra er þeir fá útsvarsseðla sína að viku liðinni. an úr Hafnarfirði. Togaraaf- greiðslan í Reykjavík gat ekki annað löndun úr togaranum. Maí landaði í Hafnarfirði í fyrri viku 180 tonnum eftir 10— 11 daga veiðiferð, og var aflinn karfi af miðunum við Austur- Grænland. Hinir tveir togarawiir í Hafnarfirði, Röðull og Surprise hafa verið á veiðum fyrir er- lendan markað, og var verið að ísa Röðul í gær. Stöðug vinna hefur verið í frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar í allt sumar, bæði við afla úr togurum og af bátum sem gerðir eru út á humar. Um 15 bátar eru á humarveiðum. B/V SIGURÐUR er einn af þremur nýjustu og stærstu tog- urum lslendinga og hefur hann verið aflahæstur sl. tvö ár. Hann er nú á veiðum við Aust- ur-Grænland og er væntanleg- ur heim eftir aðra helgi. Hann landaði í Bretlandi 20. júlí sL og seldi fyrir 14.500 pund. í JÚNlMANUÐI landaði hann tvívegis hér heima, 297 tonnum í Hafnarfirði og 317 tonnum á Siglufirði. | SKIPSTJÖRI á Sigurði er Auð- un Auðunsson, en í haust mun Guðbjörn Jensson, skipstjóri á Hvalfelli, taka við skipstjórn. árangurslaus leit í Hvítá Leitinni að líki Gunnars heit- ins Leóssonar, sem drukknaði í Hvítá, er haldið áfram. Hefur leitin enn engan árangur borið, en þess mun freistað að fá þyrlu til aðstoðar við leitina á ný. Sáttasemjari á löngum fundi í Vestmannaeyjum Klukkan hálf ellefu í gær- morgun hófst fundur í kjaradeilu atvinnurekenda og verkalýðsfér lagsins í Vestmannaeyjum. Ríkis- sátasemjari Torfi Hjartarson sat fundinn, sem haldinn var f skrifstofu Vinnslustöðvarinnar. Samningafundur hefur ekki verið haldinn i deilu Vestmanna- eyinga síðan fundurinn var haid- inn í alþingishúsinu í Reykja- vik. Er blaðið hafði samband yið Engilbert Jónasson, formarra Verkalýðsfélagsins í Eyjum laust fyrir miðnætti í nótt stóð sátta- fundurinn enn. Ósvífin hækkun á vinnuvélatöxtum Eins og Þjóðviljinn skýrði frá sl. sunnudag hafa sam- tök vinnuvélaeigenda nýlega tilkynnt 10—20% hækkun gjaldskrár fyrir vinnuvélar. Þessi hækkun er furðuleg fyrir margra hluta sakir: OFyrrnefnd gjaldskrá tekur aðeins til leigugjalds fyrir vinnuvélamar —— Iaun mannanna sem á vélunum vinna em reiknuð sérstaklega þar fyrir utan, og þessvegna geta vinnu- vélaeigendur ekki einu sinni varið hækkunina nú með þeirri röksemd að vinnulaun hafi hækkað með nýgerðum samningum verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda. ©Umtalsverðar hækkanir hafa ekki orðið á kostnaðarlið- um í sambandi við rekstur vinnuvélanna síðan Félag vinnuvélaeigenda gerðj síðast breytingar á gjaldskrá sinni ár- ið 1963. ©Með breytingunum á gjaldskránni 1963 urðu gífurlegar hækkanir á vinnuvélatöxtunum — og þær hækkanir voru gerðar í skjóli þess að verðlagseftirlitið hafði veriú afnumið í samræmi við stefnu núverandi stjómarvalda íhalds og krata. OFélag vinnuvélaeigenda er aðili að Vinnuveitendasam- bandi íslands. BSRB óskar endurskoð- unar á kjarasamningum Þjóðviljanum barst í gær svofelld frétt frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja: „Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti einróma á fundi sínum 3. ágúst að óska endurskoðunar á gildandi samningum um kjör ríkisstarfsmanna. Samþykkti stjómin að fara fram á breytingu á kjörum ríkisstarfsmanna, sem gildi frá 1. júlí til ársloka þessa árs, en frá þeim tíma tekur gildi nýr heildarsamningur. Kraf- izt er kjarabóta til samræmis við samninga stéttarfélaga, sem gcrðir hafa verið að undanförnu. Málsmeðferð þessi er í samræmi við heimild í 7. grein Iaga um kjarasamninga opinherra starfsmanna'*.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.