Þjóðviljinn - 05.10.1965, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.10.1965, Qupperneq 4
— ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 5. október 1965. urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Préttaritstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust 19. SímJ 17-500 (5 Línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Beðið um svör r>] ^ síðasta ári var sett á laggimar svokölluð skatta- lögregla, og átti verkefni hennar að vera það að berjast gegn einhverjum umfangsmestu lög- brotum sem tíðkast á íslandi, skattsvikum og skattþjófnaði. Fékk þetta nýmæli góðar undir- tektir meðal almennings, því engum gat dulizt að á þessum vettvangi var mikil nauðsyn að taka til hendi. Árum saman hafði það viðgengizt að há- tekjumenn fölsuðu svo fram'töl sín að þeir greiddu lægri opinber gjöld en verkafólk á lægstu kaup- töxtum, og það var almennt viðurkennd staðreynd að ýmsir kaupsýslumenn og f járaflamenn stungu í eigin vasa háum fjárfúlgum af söluskatti sem þeim var ætlað að innheimta fyrir ríkissjóð. Talið var víst að skattþjófnaður þessi næmi ekki aðeins tugum heldur og hundruðum miljóna króna, og þær fjárfúlgur voru greiddar af almenningi, því skattsligaða fólki sem Alþýðublaðið nefndi á dög- unum „þræla hins opinbera“. Þess vegna bundu menn miklar vonir við það að skattalögreglan gæti í senn aukið heiðarleika á sviði skattamála og létt ranglátum byrðum af alþýðu manna. gn það hefur verið undarlega hljótt um starfsemi þessarar lögregludeildar. Að vísu fóru sögur af því í upphafi að hún hefði flett harkalega ofan af ýmsum fyrirtækjum, sem uppvís hefðu reynzt að þjófnaði, en þær sögur hafa aldrei hlotið neina staðfestingu í opinberum greinargerðum. Einnig fóru sögur af því að skattþjófar hefðu bundizt samtökum til verndar lögbrotum sínum, beitt á- hrifum sínum innan stærsta stjómmálaflokks þjóðarinnar og stuðlað að því að Gunnar Thor- oddsen fyrrverandi fjármálaráðherra hraktist af landi brott í hefndarskyni fyrir lögin, en ekki hafa þær sögur heldur hlotið neina opinbera staðfestingu. Hins vegar er það staðreynd að rík- isstjómin mildaði fljótlega hina upphaflegu lög- gjöf sína og ákvað að uppvísir skattþjófar skyldu ekki dæmdir af venjulegum dómstólum, heldur var sett á laggirnar sérstök sektanefnd sem átti að semja við þá í kyrrþey um bætur fyrir brot. Og það er eins með sektanefnd þessa og sjálfa skattalögregluna að ekkert hefur um starfsemi hennar heyrzt opinberlega. það pukur sem umlukið hefur þessa starfsemi alla er fráleitt og vinnur gegn hinum upphaflega tilgangi laganna um hert skattaeftirlit. Því skal hér borin fram sú krafa að fjármálaráðherrá birti opinbera skýrslu um starfsemi hinna nýju stofnana og afrek þeirra. Hversu umfangsmikill er sá þjófnaður sem skattalögreglan hefur nú þeg- ar komizt á snoðir um? Hvaða fyrirtæki og ein- staklingar hafa reynzt afkastamest í skattþjófn- aði á undanförnum árum? Hvernig hefur verið háttað refsingum gegn þeim sem reynzt hafa sannir að sök? Hvenær kemur að því að aukinn heiðarleiki verði til þess að unnt sé að lækka hin almennu ákvæði um opinber gjöld og söluskatt? — m. Húsbyggingasjóð þyrfti að stofna fyrir þróunarlöndin Tillaga Ú Þants, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna □ Það ætti að koma á fót alþjóðlegum sjóði fyrir íbúðabyggingar og skipulagningu íbúðar- hverfa innan ramma Sameinuðu þjóðanna, sagði Ú Þant framkvæmdastjóri í nýrri skýrslu til nefndar þeirrar sem fjallar um vandamál bygg- inga og skipulags. Eins og stendur er*u einungis byggðar tvær íbúðir árlega á hverja 1000 íbúa í vanþróuð- um löndum. Tíu íbúðir á hverja 1000 í- búa var hið árlega lágmark sem nefndin hafði mælt með á yfirstandandi áratug, hinum svonefnda „þróunar-áratug". Nú er hálfur áratugurinn liðinn, og meðal þeirra mark- miða, sem ekki hafa náðst, er sem sé einnig næg framleiðsla íbúðarhúsnæðis, sagði Ú Þant. Fjöldaframleiðsla Tveir þriðju hlutar til helm- ingur allrar f járfestingar í van- þróuðum löndum gengur til húsbygginga. 20—25 af hundr- aði fjárfestingarinnar fer bein- línis til íbúðabygginga og skipulagningar íbúðarhverfa, og eigi að síður eykst húsnæðis- kreppan með voveiflegum hætti. Þesxi lönd verða því að fá hjálp til að byggja með ódýr- ara hætti, þ.e. með fjöldafram- leiðslu og aukinni hagnýtingu eigin hráefna, segir í skýrsl- unni. Húsbyggingasjóður Matvælasjóður Sameinuðu þjóðanna og Matvæla- og -land- búnaðarstofnunarinnar (FAO) hefur reynzt vel. Fram- kvæmdastjórinn leggur til, að settur verði upp hliðstæður alþjóðlegur sjóður fyrir íbúða- byggingar og skipulagningu borgarhverfa. Hann yrði undir stjórn iðnþróunardeildar skrif- stofu ' Sameinuðu þjóðanna (Center for Industrial Develop- ment). Húsbyggingasjóðurinn ætti að hafa til ráðstöfunar sár- fræðinga, efni, tæknilega og fjárhagslega aðstoð, auk SKÍPAUiGtRÐ RIKISINS M.S. HEKLA fer austur um land í hringferð 9. þ.m. Vörumóttaka á þriðjudag og miðvikudag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Raufar- hafnar, Húsavíkur og Akureyrar. Farseðlar seldir á íimmtudag. M.s. SKJALDBREIÐ fer vestur um land til Akureyrar frjálsra framlaga og lána frá ríkisstjórnum og einkaaðiljum. Tækniaðstoð Hugsanlegt er, að ýmis lönd hefðu hug á að leggja fram hjálp sína í byggingarefnum (sementi t.d.), rafmagns- og hreinlætistækjum, vélum <'g verkfærum (t.d. sementshræri- vélum), sem m( ttökulöndin gætu haft beint gagn af. Önnur ríki mundu kannski hafa áhuga á að leggja fram efni í verksmiðjur, þar sem framleitt yrði efni og útbún- aður í byggingar — og jafn- vel tilbúin hús. Eitt ríki gæti gefið vélamar, annað reist sjálfa verksmiðjuna, þriðja sent á vettvang starfslið til bráðabirgða, þar til innlendur mannafli gæti tekið við starfinu. Þriðj.i möguleikinn er sá, að einstök riki sendi á vett- vang hópa sérfræðinga sem taki að sér að skipuleggja og Ijúka við stór verkefni, en geti jafnframt þjálfað innlenda starfskrafta, Nýjungin við sjóðinn Sú margvíslega hjálparstarf- semi sem hér hefur verið rak- in er ekki ný af nálinni. Hún hefur lengi verið stunduð af einstökum ríkjum, sem gert hafa sérsamninga við móttöku- löndin. Nýjungin við húsbygg- ingasjóðinn yrði fólgin í því, að hjálpin yrði raunhæfari og árangursríkari innan hins al- þjóðlega ramma. Það yrði auð- veldara að samrasma verkefni og gera stórátak með miklum árangri, þegar ekki er um að ræða dreifða viðleitni margra aðilja, sagði Ú Þant. (Frá S.Þ.). BYGGIN GAVÖRUR MÚRHÚÐUNARNET TÚNGIRÐINGANET SLÉTTUR VÍR og LYKKJUR. Þ. Þorgrímsson & Co Suðurlandsbraut 6. Sími 38640- 8. þ.m. Vörumóttaka á þriðju- dag og miðvikudag til Patreks- fjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar Flateyrar Suðureyrar, Bolungavíkur, ísafjarðar og á áætlunarhafnir við Húnaflóa og Skagafjörð, Siglufjörð, Ólafs- fjarðar og Akureyrar. Farseðlar seldir á fimmtudag. M.s. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar á miðvikudag. Vörumóttaka til Homafjárðar á þriðjudag. Gerið við bílana ykkar sjálf - Við sköpum aðstöðuna — Bílajbjónustan Kópavogi Auðbrekku 53 — Siml 40145. Nordmende árgerð 1966 Er komin á markaðinn, aldrei fullkomnari en nú. Þér getið valið um 3 stærðir af skermum og 15 gerðir af sjónvarpstækjum. NORDMENDE sjónvarpstækin eru gæðaprófuð frá verksmiðju og með taransitorum, sem gefa þéttari mynd og betri endingu. NORDMENDE sjónvarpstækin eru NORM. 525 og CCIR-NORM 625. með báðum kerfunum US- Nú líður óðum að því, að íslenzkt sjónvarp taki til starfa. Lítið inn í staerstu sjónvarpsverzlun landsins og takið með ykkur myndalista. □ Ábyrgð á endingu Ö 0 o '| w □ Greiðsluskilmálar. Klapparstíg 26, sími 19800.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.