Þjóðviljinn - 28.10.1965, Side 1

Þjóðviljinn - 28.10.1965, Side 1
Fimmtudagur 28. október 1965 — 30. árgangur — 244. tölublað. Saksóknari kaupir hús af rikinu Er ekki sama viS hverja ríkissjóður á húsakaup? í nýlega útkomnum Kaup- sýslutíðindum er frá því skýrt að 7. september sl. hafi Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins keypt efri hæð húseignarinnar Ægissiðu 98 af ríkissjóði fyrir eina miljón, 575 þúsund krónur. Þjóðviljinn hafði samband v'ð Baldur Möller ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu og spurði hann nánari frétta af þessari nús- sölu. Sagði Baldur að salan hefði farið fram samkvæmt heimild í fjárlögum þessa árs og hefði borgardómari dómkvatt mats- menn til þess að meta eignina. Jóhannes Kjarval bið- ur blöðin fyrir kærar kveðjur til óteljandi fjölda fagrakyns og karla, frœnda og vina, sem sent hafa fagnað- arskeyti, blómagjafir og dýrlegar vísur og kvæði. Einnig kærar þakkir til blaðanna fyrir fram- úrskarandi viðmót um þennan langa tíma. Þetta gæti verið bráðabirgða lofgjörð, er hefði átt að koma miklu fyrr. Væri það helmingur allrar hús- eignarinnar sem ríkið hefði átt og saksóknari keypt. Þá sagði ráðuneytisstjórinn að húsið hefði á sínum tíma verið byggt af þeim Einari Bjamasyni og Henrik Sv. Björnssyni, en fyr- ir 13—14 árum keýpti ríkissjóð- ur helming húseignarinnar. efri hæð og ris, af öðrum þeirra sem embættisbústað handa Valdimar Stefánssyni, er þá var sakadóm- ari í Reykjavík. Síðan keypti Haukur Thorarensen hinn helm- ing eignarinnar, neðri hæð og kjallara. Þjóðviljinn aflaði sér upplýs- inga um brunabótamat og fast- eignamat húseignarinnar. Er brunabótamatið á húsinu öllu kr. 2.850.000.00 en fasteignamat lóð- ar og húss samtals kr. 329.000 00. Er söluverð hálfrar húseignarinn- ar því 150 þúsund krónum hærra en brunabótamat hennar og rösk- lega níu sinnum hærra en fast- eignamat hennar. Munu bessi hlutföll milli söluverðs og bruna- bóta- og fasteignamats mjög lík og gerist á frjálsum sölumarkaði húsa. Sé hins vegar gerður sam- anburður á þessari hússölú rikissjóðs og kaupum sama aðila á húsi Guðmundar f. Guðmun.dssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, Itemur í Ijós að lítið samræmi er í matinu á þessum tveim hús- um, því að ríkið keypti hús Guðmundar 1. á nær sautján- Togaradeilan leyst? * Á sáttafundi í togaradeilunni sem stóð fram á miðvikudagsmorgun náðist samkomulag og undirrituðu samninganefndirnar það með fyr- irvara um samþykki félaganna sem í hlut eiga. * Félögin unnu svo að því í gær að hafa sam- band við skipin sem eru dreifð víðsvegar en gert var ráð fyrir í gærkvöld að atkvæðagreiðsla kynni að taka tvo til þrjá daga. Verkfallinu verður því ekki aflýst fyrr en atkvæðagreiðslu er lokið og því aðeins að samn- ingarnir. hafi hlotið samþykki. Viðurstyggileg spellvirki unnin á fögru listaverki Enn hafa verið unnin and- styggileg spjöll á listaverki í einum almenningsgarði borgarinnar, að þessu sinni á styttunni Pómónu í Einars- lundi við Hringbraut. Hefur einhver eða cinhverjir læðzt þangaö í skjóli náttmyrkurs- ins í fyrrinótt og klesst ut- an á hana hvítri málningu í líkingu við brjóstahaldara og mjaðmabelti. — Þetta er alveg óheyri- legur verknaður og hneisa. að svona lagað skuli geta komið fyrir, sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustj. Reykja- víkurborgar, en við náðum földu fasteignamati þess og meira en tvöföldu brunabóta- mati. f hverju liggur þessi mikli munur? Hingað til hef-' ur þó vcrið talið, að hús við ! Ægissíðuna í Reykjavík væri ekki minna virði en gamatt hús við Brekkugötuna í Hafn- arfirði. Hver er skýringin? Það væri fróðlegt að fá svar frá réttum aðilum við þessari spurningu. Kiarvalssýninsn lauk í fvrrakvöld Kjarvalssýningunni í Lista- mannaskálanum lauk í fyrra- kvöld og seldust sýningarskrár fyrir tæplega átta hundrað þús- und krónur, — hefur verið mik- ið fjölmenni á þessari afmælis- sýningu og hefur þegar safnazt allstæðilegur sjóður í fyrirnug- aða byggingu listahúss á Mikla- túni, Sýningarskrárnar voru númer- aðár og gildir hver skrá sem happdrættismiði, — en vinningur Framhald á 2. síðu. Þan,nig leit styttan Pómóna út eftir spcllvirkjana. Myndina tók Ijósmyndari Þjóðviljans, A. K. í gærmorgun. tali af honum í gær, er ver- ið var að enda við að hreinsa styttuna. — Þetta var spred-máln- ing eða eitthvað þessháttar og tókst okkur að ná því af með sérstakri upplausn sem efnafræðingur lét okkurhafa. Það hefur oft komið fyrir áður að einhverju sé klesst og klínt á stytturnar og er oft erfitt að ná þessu burtu. Það tókst betur en á horfð- ist i þetta sinn. — Hvernig er það, fá blóm- in að vera í friði í skrúð- görðunum á sumrin? — Já, þau fá nú orðiá að vera nokkurn veginn í friði, enda er það 1000 króna sekt fyrir þá sem til sézt vera að taka þau. — Telur þú að þarna hafi verið unglingar eða fullorðið fólk að verki? — Maður trúir þvi ekki, að það sé heilbrigt fólk. sem hegðar sér svona, þetta eru einhverjir vanvitar. En það er full ástæða til að Ieita uppi þá sem gera þetta, sagði Hafliðj að lokum. Styttan af frjósemisgyðj- unni Pómónu var sett upp í Einarslundj 1955 O" er hún eftir frægan danskan mynd- höggvara Johannes C. Bjerg. Hún er eign Listasafns rík- isins gefin af Dananum Foght stórkaupmanni árið 1954. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem einhverjir skemmta sér við að reyna að skýla nekt Pómónu. Oft hefur komið fyrir, að hún hafi verið færð í buxur og einu sinni í bleik- an undirkjól og sjóhatt. En þær tiltektir hafa verið til- tölulega meinlausar miðað við það sem nú var gert. Rætt um vegartollinn á Reykjanesbraut á þingi Ekkert samkomulag gert við herliðið um vegartollmn! Hastarlegt að svipta vegakerfið framlagi ríkissjóðs og nota heimildina til innheimtu gjaldsins um leið ■ f fyrirspurnatíma á al- þingi í gær urðu miklar um- ræður um vegamálin, sem spunnust út af vegaskattin- um, sem nú nýlega er byrj- að að innheimta á Reykja- nesbrautinni. — Gils Guð- mundsson og Geir Gunnars- son báru fram fyrirspurn- ina um skattinn og hvort ætlunin væri að leggja hlið- stæðan skatt á í framtíðinni, ísndsssmband vörubifreiðastjóra mótmælir upphæð vegaskattsins Þjóðviljinn hefur snúið sér til Einars ögmundssonar, for- manns Landssambands vörubifreiðastjóra, og spurzt fyrir um það hver sé afstaða sambandsins til nýja vegaskattsins á Kefla- víkurveginum. Einar kvað fulltrúa sambandsins hafa gengið á fund Ingólfs Jónssonar samgöngumálaráðiherra í gær og mótmælt upphæð þeirra gjalda sem vörubílstjórum er ætlað að greiða. Jafnframt mótmæltu fulltrúar landssambandsins út- reikningum þeim sem birtir hafa verið um sparnaðinn af því að aka nýja veginn í samanburði við þann gamla, en því 'ief- ur verið haldið fram að skatturinn nemi aðeins svo sem helm- ingi af sparnaðinum! Bent var á það í þessum viðræðum að vörubílar og sérleyf- isbílar eru nú með samningsbundna gjaldskrá og geta ekki velt af sér áhrifum hins nýja skatts, og var ráðherrann var- aður við afleiðingunum ef gjöldin yrðu ekki endurskoðuð til Iækkunar. Ráðherrann tók máli fulltrúa landssambandsins vel og nét því að láta sérfræðinga sína reikna aftur þær tölur sem vé- fengdar höfðu verið í umræðunum. ef um meiri háttar vega- framkvæmdir væri að ræða. ■ Þingmenn Alþýðu- bandalagsins bentu m.a. á, hvílíkt ósamræmi væri fólg- ið í því að taka slíkan skatt til einnar framkvæmdar, hækka um leið benzín og þungaskatt en taka um leið frá vegunum það framlag, sem ríkiss'jóður hefur til þeirra lagt á undanförnum árum, og samgöngumálaráð- herra lofaði fyrir . tveim ár- um, að myndi hækka ár frá ári er vegalögin voru sett. ■ Þá kom það fram í umræðunum, að ekki hefur verið samið um neitt sér- stakt aukagjald af herliðs- bílum, sem um veginn aka og ennfremur er það eftir- tektarvert að tollskýlið er sett niður rétt sunnan við fvrirhugaðan stað alúmín- verksmiðjunnar, og þarf því ekki að greiða vegaskatt af flutningum til þess, ef af framkvæmdum verður. , Sjá frásögn af umræðum á baksíðu Bretinn dæmdur í 260 þús. kr. sekt Réttarhöldum er nú lokið á Seyðisfirði í málum brezka tog- arans St. Andonicus frá Hull og var skipstjórinn Hugh Leifherzt dæmdur í 260 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Skipstjórinn hefur skotið málinu til Hæstaréttar. Lítil síldveiði vegna brælu í gær 1 fyrrinótt var óhagstætt veð- ur á síldarmiðunum fyrir Aust- urlandi og lítil veiði. Fengu 43 samtals 13.450 mál og tunn- ur eða aðeins smáslatta hvert skip. Voru flest skipin komin í landvar í gærmorgun eða á !eið til hafnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.