Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. nóvember 1965 j Ctgefandi: Sameiningarflokfcur alþýðu — Sósiallstaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartan>»son, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. rréttaritstjóri: Sigurður V. rriðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavðrðust U. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Varað við J£inn fremsti maður dönsku andspyrnuhreyfing- arinnar gegn hernámi og nazisma, maður úr „frelsisráðinu" danska, ritaði fyrir nokkru í Poli- tiken grein sem hann nefndi „Víetnam og Dan- mörk“. Höfundurinn, Frode Jakobsen, kvaðst rita þessa grein hryggur og kvíðinn. Hann spyr í greinarbyrjun: Kemur stríðið i Víetnam okkur við, svona langt í burtu? Og Frode Jakobsen svar- ar: „Já, stríðið í Víetnam kemur okkur við af tveimur ásfæðum. Átökin í Víetnam geta orðið að heimsstríði, sem gæti hafizt í Víetnam, en næmi ekki s'taðar fyrr en það næði til okkar eins og annarra. Hin ástæðan er að við erum með- ábyrgir, af því að við erum í Atlanzhafsbandalag- inu“ . , . Frode Jakobsen tekur til meðferðar ýms- ar algengustu röksemdimar sem fram eru færð- ar til stuðnings stríði og framferði Bandaríkja- manna í Víetnam, og hrekur þær lið fyrir lið. Greinarhöfundur er framarlega í flokki sósíal- demókrata og mun enginn telja hann hliðhollan kommúnisma, en hann varar sterklega við því að láta andkommúnisma ráða viðhorfum til þess sem er að gerast í Víetnam. „Sé ósk okkar um frið svo máttug að við tökum afstöðu með forréttinda- mönnum gegn hinum sem gera þjóðlega og félags- lega uppreisn í Asíu og Afríku, þá erum við komn- ir á villigötur. Þá erum við orðnir hægrisinnar, hvort sem við köllum okkur íhaldsmenn eða jafn- aðarmenn. Og við erum orðnir svo hræddir við kommúnismann, að við snúumst á sveif með órétti og einræði fyrir þá sök eina að meðal þeirra sem berjast gegn óréttinum eru einnig nokkrir komm- únistar. Þegar svo er komið erum við farnir að reka erindi kommúnista og famir að reka þá sem berjast fyrir rétti sínum í faðm kommúnistanna“. Qrein Frode Jakobsen skal ekki rakin hér, hún hefur birzt í heild í Tímanum. En henni hef- ur verið lyft með sérstökum hætti úr hópi venju- legra blaðagreina, svo vert er að minna á. Á fimmta tug kunnustu læknavísindamanna Dana hafa tekið sig saman og sent grein þessa sérprent- aða til allra danskra lækna, og sent hana líka til íslenzkra lækna. Svo mikils þykir hinum dönsku forvígismönnum í læknastétt við liggja að rökin sem greinin flytur komist til sem flestra, fari ekki framhjá mönnum sem vilja mynda sér sjálfstæða skoðun um það sem er að gerast í Víetnam og á* byrgð hvers manns í natólandi gagnvart því. Enda er þung aðvörun í grein hins danska stjómmála- manns, hann lætur ekki blekkjast af þeim fullyrð* ingum að Bandaríkjamenn séu að „hjálpa“ þjóð Víetnam. Hann segir: „Ég tel mig bera það mikil kennsl á andspyrnuhreyfingu að mér sé óhætt að fuílyrða að slíka baráttu sem þessa sé ekki unnt að heyja ár eftir ár gegn gífurlegu ofurefli nema því aðeins að skæruliðarnir hafi þjóðina á sínu bandi“. Fordæming hins danska stjórnmálamanns á stríði Bandaríkjanna í Víetnam er lærdómsrík. Og ekki síður framtak og ábyrgðartilfinning hinna mikilhæfu dönsku lækna og vísindamanna, sem ekki vilja heldur sitja hjá aðgerðarlausir. — s. 1 dag. 30. nóvember, er vin- ur minn Isleifur Högnason sjötugur. Á þessum tímamót- um hvarflar hugurinn til ár- anna kringum 1920, er hann, ungur að aldri, gjörðist mikil- virfcur forystumaður sam- vinnuhreyfingarinnar í Vest- mannaeyjum, varð fram- kvæmdastjóri Kaupfélagsins Drífanda, sem var stofnað af verkamönnum og smáútgerð- armönnum, svo ekki sé fleira getið að sinni. Kaupfélaginu Drífandi stjóm- aði hann um tíu ára skeið af miklum dugnaði, við auknar vinsældir og traust allra, sem við félagið skiptu. Kynni okkar ísleifs hófusi fyrst 1931, er hann hafði for- göngu um stofnun Kaupfélags verkamanna. Man ég enn er ég kom að kaupfélaginu sem af- greiðslumaður, óvanur og fá- kunnandí, hve Isleifur reynd- ist mér ráðhollur leiðbein- andi og hvemig hann af sinni alkunnu ljúfmennsku fræddl mig um samvinnustefnuna, til- gang hennar og þýðingu fyrir félagsmenn og alþýðu í land- inu og nauðsyn þess að starfs- fólk samvtinnuhreyfingarinnar leysti verk sín sem bezt af hendi. Mér eru sérstaklega minnis- stæðir fræðslufundimir, er fs- leifur hélt með starfsfólki sínu, þar sem hann las upp úr erlendum bókum og blöðum fræðslu um samvinnumál, sýndi okkur myndir af nýtízku verzlunum erlendis og fl. varðandi starfsemi samvinnu- félaga og glæddi með því áhuga okkar fýrir starfinu. Af þessum fræðslufundum höfðum við vissulega ómetanlegt gagn. Kaupfélag .verkamanna byrj- aði ekki í stórum húsakynn- um né hafði ráð á miklum fjármunum. Félagsmenn voru í byrjun um 80 talsins, en fé- lagið lækkaði stórlega vöru- verð í bænum, og undir traustri forystu Isleifs óx fé- lagið fljótlega, svo að eftir fá ár skiptu félagsmenn þess hundruðum. Jafnframt óx sala þess og fjárhagur þess batnaði. Eftir tíu ára starfsemi var félagið það fjárhagslega sterkt, að það átti skuldlausa húseign fyrir starfsemi sína og allt að 100% af rekstrarfé sínu. Talar þetta sínu máli um hið farsæla starf hans í samvinnumálum þá, og hefði það eitt þótt ærið verk. A þessum tímum áttu verka- menn f harðri baráttu við at- vinnurekendur, við atvinnu- leysi og ofsóknir á hendur þeim, sem voru félagsbundnir. Þeir þurftu þvf á traustum málsvara að halda. Einnig hér var Isleifur hinn trausti forystumaður sjó- manna og smáútvegsmanna í baráttunni fyrlr bættum kjör- um og öðrum réttindum þeim til handa, svo að ekki sé rak- in hér margþætt fyrirgreiðsla og leiðbeiningar f þágu fjölda fólks, sem leltaði til hans með persónuleg vandamál sín. Þá var Isleifur f bæjarstjóm Vestmannaeyja um tugi ára, oftast í fjárhagsnefnd, enda viðurkenndur fjármálamaður, Hann sat og um skeið á al- þingi sem fulltrúi alþýðunnar, og er ekki ofsagt að það sæti hafi þá verið vél skipað. — Alls þessa mikla og óeigin- gjarna starfs hans mun fjöldi fólks í Eyjum minnast með þakklæti og virðingu. -1943 flutti Isleifur og fjöl- skylda hans til Reykjavíkur, og munu þáverandi forystu- menn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis hafa leitað til hans og beðið hann að taka við framkvæmdastjórastarfi í Kron, en svo sem kunnugt er átti félagið þá í talsverðum fjárhagsörðugleikum. — Hið sjöfugur mikla og vandasama starf, sem hann leysti þar af hendi fyrir samvinnufólk í Reykjavík verður í stytztu máli gefin hugmynd um með því, að vitna í félagsskýrslu þá er birtist í félagsriti Kron á tíu ára starfsafmæli félagsins. En þar segir m. a.: „Fjárhagslega rétt- ir félagið mjög við á árunum 1943 og 1944. Eigið fé í rekstri þess eykst. Lausum s-kuldum er breytt í föst lán‘‘ .... Og ennfremur segir í sama félags- riti: „1946 hefst ný aukning og útþensla starfseminnar. Búðum er fjölgað, vörusala eykst, ráðizt er á nýjan leik í ýmis konar framkvæmdir. Samfara þessu batnar f járhags- staða félagsins mjög og hefur aldrei fyrr verið betri“. Leik- ur ekki á tveim tungum, að ár- angur þessa mátti auðveld- lega rekja til markvissrar fjármálastjómar Isleifs, þótt vissulega hafi fleiri góðir menn komið þar vel við sögu. — En Isleifur leit á það sem eitt af grundvallaratriðum, að kaup- félögin væru sterkust fjár- hagslega, til þess að geta verið félögum sínum og viðskipta- vinum að sem mestu gegni f lífsbaráttunni. félagsstjóri um 35 ára skeið. Má hiklaust telja hann með okkar mikilhæfustu samvinnu- mönnum og verkalýðsleiðtog- um. Við slíka menn er nú- timinn 1 mikilli þakkarskuld. Ekki sæmir að skiljast við þessa afmælishugleiðingu án þess að minnast hinnar ágætu eiginkonu Isleifs, Helgu Rafns- dóttur, sem hefur verið honum traustur félagi á löngum og gifturíkum s-tarfsferli. Undanfarin ár hefur ísleif- ur verið framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar í Reykjavík. Við hjónin þökkum Isleifi og Helgu áratuga vináttu og send- um þeim og fjölskyldu þeirra innilegar ámaðaróskir í tilefni af afmælinu. Guðmundur Gíslason. * Það væri ekki á allri færi að skrifa grein um Vilhjálm Stefánsson án þess að minnast á landkönnun, eða um Halldór Laxness án þess að skáldskap- ar væri að nokkru getið. Jafn- fráleitt virðist mér að minnast Isleifs Högnasonar á sjötugs- afmæli hans án þess að vikið sé að baráttu íslenzks alþýðu- fólks fyrir bjartari framtíð. Það var svo sannarlega eng- inn dans á rósum, er forustu- menn íslenzkrar verklýðs- hreyfingar- urðu að heyja á ár- unum 1920—1940 og lengur, enda dugðu þar til engir auk- visar. Þeim óbilandi kjarki er til þurfti væri kannski bezt lýst í þeirri gömlu vísu, er Isleifur stundum hafði yfir þegar hvetja þurfti til átaka: Aumra smámenna yfirráð aldrei máttu þola. Trúðu ekki á tudda náð taktu í homin á bola. Og Isleifur tókst svo sann- arlega á við nautsku samtíðar- innar, varð fyrir höggum og grjótkasti; og reyntvar jafn- vel stundum að koma honum í sjóinn, en táknrænasta vin- arkveðjan er hann hlaut frá afturhaldinu var þó byssukúla, er send var inn um glugga á fbúð hans. Stundum urðu þó Isleifur og félagar hans að láta undan síga í viðureigninni við þá, er meira mátu réttlætið til pen- inga en sanngimi, en þó höfðu þeir oftar sigur. Þegar þau ísleifur og kona hans, sú þekkta baráttuhetia Helga Rafnsdóttir taka sér stundarhvíld í tilefni þessa dags, skyldi þá ekki hugurinn hvarfla til þeirra tíma er þau hófu þátttöku í verkalýðs- hreyfingunni og horfumar þóttu varla glæsilegar fyrir þá, sem sett höfðu allt sitt traust á samtakamátt hinna snauð- ustu hér á landi og enn snauð- ari tötralýð austur í Rússlandi, sem ekkert auðvaldsríki þorði að lána fé til að reisa land'ð úr rústum eða bjarga sveltandi fólki frá hungurdauða. Síðan þetta var hefur miki'' vatn runnið til sjávar og marp* það sannazt sem ótrúlegt þn“' þá. Hið sovézka sameignarrík-' hefur brotizt frá fátækt or þekkingarleysi fram i fremst" röð menningarríkja og virðk' nú eiga stutt ófarið til þe''- að verða voldugasta forust’ ríki heims. Meira en þriðjung- ur alls mannkyns hefur nú u— skeið búið við sósíalistísk- skipulagsháttu og: flest hin ný frjálsu ríki velja sér einhver' leið til sömu skipulagshátta. sama tíma verða helztu rík: auðvaldsheimsins að grípa t;l vopna til þess að reyna p' stöðva hina óhjákvæmikr ■ þróun. Og hvað er það svo, sem blasir við þegar Isleifur og kona hans litast um á sínu eig- in föðurlandi? Hefur aftur- haldinu þar ekki tekizt „með öllu því harðfylgi, er heimsk- an gefur“ að kippa vagni þró- unarinnar aftur á bak? Því gætu þeir kannski bezt svarað, sem enn muna öskur og háðs- yrði íhaldsins, þegar minnzt var á að reisa þyrfti elliheim- ili, barnaheimili, koma á full- komnum þjóðfélagstryggingum, skipuleggja framleiðsluna, og greiða vinnulaun í peningum og gera áætlanir fram í tímann, en á öllum þessum sviðum hef- ur afturhaldið orðið að láta undan síga og meira enn. — Það hefur orðið að bíta í það epli, sem súra&t var, með því að viðurkenna, sem réttan samningsaðila um kaup og kjör, því nær hvert einasta stéttarfélag starfandi fólks í landinu. Ihaldið situr hér að vísu f valdastólum því þeirra er enn Framhald á 9. síðu. 1954 lét Isleifur af starfi hjá Kron og hafði þá verið kaup- vinsœlastir skctrtqripir ióhannes skólavörðustíg 7 fc'iá'ss

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.