Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. nóvember 1965 Herhvöt tíl æskunnar ,Helmin.gur mannkyns býr vig matvaelaskort. Afleiðingin af því er sú, að árlega deyja margar miljónir ungmenna með jafn afdráttarlausum hætti og væru þær strádrepn- ar af harðstjóra. Enn fleiri bera mark hungursins á lík- ama og sál ævinlangt. Við full- vissum yður um, að þessar þjáningar er hægt að stöðva og það verður að gera. Þegar við öll. hvort sem við búum við þessar óhugnanlegu að- stæður eða í fjarlægum vel- megandi ríkjum afráðum að binda endi á þetta hungur, þá erum við þess megnug“. Þannig er komizt að orði í yfirlýsingu sem nýlega var samin af hópi æskulýðsleið- toga, sem komu saman í Rómarborg í boði B. R. Sens, forstjóra matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í sambandi við hina alþjóðlegu herferð gegn hungri. 1 yfirlýsingunni er æskulýður heimsins hvattur til að taka upp baráttuna gegn hungri og næringarskorti og stuðla þannig að eflingu friðar í heiminum. ' „Veröldinni er fyrst og fremst stjómað af mönnum. sem ekki eru í neinum tengslum við heim æskulýðsíns“ segir enn- fremur j yfiriýsingunni. „Menn vita, að miljónir jarðarbúa svelta og láta lífið. En það er talið mikilvægara að framleiða hergögn, sprengjur, herskip, heldur en að leggja fram sáð- kom, vatn, skóla og sjúkrahús, svo að við gætum mettag og þjónað hver öðrum“. „Við skulum öll gera ráða- mönnum heimsins það fullkom- lega ljóst. að skipting í ríka og fátæka verður að hverfa úr sögunni, og að okkur er ljóst að til þess að stuðla að ! þróun heimsins útheimtist 'framlag sem svarar til þeirra mörgu miljarða dollara sem nú • er sóað í herbúnað. Við skul- um einnig gera þeim ljóst, að séu það póiitísk eða efnahags- leg kerfi. sem hindra réttláta skiptingu fæðu og velmegun- ar í heiminum, þá verða þessi kerfi að hverfa og önnur betri að koma í stað þeirra“. Tíu daga hafnar- verkfall í Japan TÓKIÓ 24/11 — Hafnar- verkamannasambandið jap- anska hefur nú boðað tíu daga verkfall í 52 höfnum — frá laugardegi að telja. Að því er segir í fregnum frá Tókíó, munu eitthvað um 1-500 skip frá 269 útgerðarfélögum stöðv- ast um hríð, vegna þessa verkfalls. Hafnarverkamanna- sambandið krefst hærri launa fyrir meðlimi sína, 134.000 að tölu Krafan er rökstudd með því. að lífsnauðsynjar allar hafj hækkað. Sagt og skrifað „Stjórnmál er sá list að hafa atkvæði út úr fátækum og fé til kosningasjóðanna út úr þeim ríku — og heita hvorum aðilanum um sig vernd fyrir hinum“. (Ónefndur Bandarikjamað- ur. Það er sjálfur Pandid Nehru, sem frá þessum um- mælum segir í endurminn- ingum sínum). 500 BÖRN FÁ VERÐLAUN UMFERÐAÞRAUT BARNANNA LE KREGLUR Á teikninguTini að ofan eru merkt 25 atvik í umferð við fjölfarin gatnamót í Reykjavík. Þrautin er aðeins sú að skrifa niður öll 25 atvikin og útskýra, hver þeirra eru samkvæmt réttum umferðarreglum, hver eru brot á umferðarreglunum og hvers vegna. 1 i Lœrið umferðareglurnar Skrifið svörin á blað, nafn ykkar, aldur og heimilisfang undir og sendið í lokuðu umslagi, merkt: Jólasveinn Sam- vinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík. Lausnirnar verður að póstleggja sem allra fyrst og ekki síðar en 12. desember og verða þá jólagjafir sendar til 500 þeirra, sem réttar lausnir senda. Öll böm, sem búse’tt eru á Íslandi, 15 ára og yngri, mega taka þátt í keppninni. og takið þátt í keppninni SAMVINNUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK I t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.