Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. nóvember 1965 ÞJfOÐVILJXNN StDA 7 Þjóðleikhúsið: Endasprettur eftir Peter Ustinov Leikstjóri: Benedikt Árnason Þjóðleikhúsið hefur oftlega verið undarlega seinheppið í vali sínu á gleðileikum og gamni, éinkum hin síðari ár, en ratar að þessu sinni rétta leið. „Endasprettur“ er skemmtilegt alþýðlegt verk og vel samið á flesta lund og vakti auðsæja og almenna á- nægju leikgesta; og á áreið- anlega langt líf fyrir höndum. Peter Ustinov ann leik hinn- ar léttu gígju, ósvikinn þús- undþjalasmiður og framar öllu það hafa margir gert áður, en. sennilega enginri á eins fynd- inn og skemmtilega*! hátt og hann. Tjaldið er dregið frá og við sjáum áttræðan mann liggja í rúmi sínu í stórri skrifstofu, ótal meðalaglös á aðra hlið, hjólastóll á hina; það er nótt. öldungur þessi er Samuel Kin- sale, frægt sagnaskáld og mik- ils metið, hann hefur að me&tu lokið við ævisögu sína, gert upp reikningana við sjálfan Herdis Þorvaldsdóttir og Kóbcrt Arnfinnsson. snjall leikari og vinsælt leik- skáld sem gerþekkir lögmál sviðsins, beitir hinum ótrúleg- ustu brögðum með fimi töfra- mannsins og trúðsins. Hann ristir sjaldnast djúpt, en er hressilegur og heilbrigður í skoðunum og gott að una í ná- vist hans. Það eru lögmál tíma og rúms sem Ustinov fjallar um í „Endaspretti“, hann vef- ur saman fortíð og nútíð. af ærnum hagleik, lætur aðal- söguhetju sína hitta sjálfan sig fyrir á ýmsum aldursskeiðum — sig og mislita fortíð, maður vitur og skammsýnn í senn, kaldhæðinn og viðkvæmur, breyzkur og hrösull á ýmsa lund eins og gerist og gengur, en hress og óbugaður andlega þrátt fyrir lasleiaa og elli, gamall maraþonhlaupari með lasna fætur. Áður en varir koma tii hans óboðnir og harla einkennilegir gestir hver af öðrum — það er hann sjálf- ur, sextugur, fertugur, tvítug- ur, skuggar fortíðarinnar; allir staddir á tvísýnum vegamót- um, eiga við efa og sár vand- kvæði að stríða. Þeir taka tal saman, rífast, ásaka og erta hvern annan og lifa á ný mik- ilvæg atvik ævinnar; þeir eldri reyna að kenna þeim yngri og vara þá við hættum og örlaga- ríkum axarsköftum, en auðvit- að til einskis. Samskipti þeirra eru forvitnileg í bezta lagi, á- rekstrar og orðsvör oftlega hlægileg og óvænt — hug- kvæmni Utinovs virðist fáar skorður settar, loks heldur öldungurinn á sjálfum sér í fanginu nýfæddum. En nokkur alvara fylgir öllu gamni, maðurinn er þúsund einstaklingar, segir Sam gamli, og það hlýtur óneitanlega að vera fróðlegt að kynnast sín- um foma manni í jafnskýru ljósi. En það er ekki nóg — Sam Kinsale hittir líka for- eldra sína og aðra ættingja, hann sættist jafnvel við föður sinn, sem hann hataði allt frá æsku. Ævi Sams ætla ég ekki að rekja, en hún er öllu fram- ar gráthlægileg saga um mis- heppnað hjónaband í sextíu ár, hjónaband sem var nærri ó- slitinn skæruhemaður og mar- tröð með undirhyggju og læ- víslegum brögðum á báða bóga. Rithöfundurinn hélt að sjálf- sögðu framhjá hinni þrætu- gjömu og ráðríku konu sinni þegar svo bar undir, en skilið við hana gat hann aldrei. Því verður ekki neitað að Ustinov er of langorður, þykir of gaman að barnagullum sínum og sjónhverfingum og er ekki með öllu laus við lágkúru og hversdagslega flatneskju; leik- ritið hefði grætt mikið á sam- þjöppun og styttingu, en sjálfs- agi og sjálfsrýni hafa víst aldrei verið hinar sterku hlið- ar skáldsins. En kostimir eru bæði fleiri og stærri og mér efst í huga: safarfk kímni, mik- il hugvitssemi, mannleg hlýja, næmt sviðsskyn og snjöll tækni. Ég fæ ekki annað séð en leikhúsið geri hinn alþýðlega spaugilega gamanleik vel úr garði, og efast um að hann hafi vakið meiri kátínu og á- nægju annarsstaðar, jafnvel ekki í heimalandi skáldsins, en ems og kunnugt er lék Ustinov sjálfur aðalhlutverkið við mik- -S> Þai er sem maður sjái doktor Goebbels hlæja Allt byrjaði þetta með þvi, nokkur vestur-þýzk kvik- myndahús tóku aftur til sýn- ingar nokkrar kvikmyndir, sem gerðar voru á dögum Hitlers — ómerkilegar gam- anmyndir í æsingastíl. Hvers- vegna. spurðu kvikmyndahúss- eigendur. eigum við að láta kvi'kmyndimar grotna niður. . cf þ*r eru ópólitískar? Þess; upphrópun um „ópóli- tískar“ kvikmyndir Göbbels var engin tilviljun. Og þeir menn. er að baki þessum að- gerðum standa, færast nú all- ir í aukana. Eitt dæmið um þessa ,,menn- ingarsókn“ er það, að kvik- myndafélagið ,,Atlas-film“ hef- ur nú ákveðið að hafa í Ob- erhausen kvikmyndahátíð náz- istakvikmynda, sem síðar er ætlunin að dreifa um Vestur- Þýzkaland allt. Eekhart Smidt segir í blaðinu ,,Súddeutsche Zeitung", að þessar kvikmynd- ir séu „hlaðnir áköfum and- sovézkum, and-enskum og and- pólskum áróðri“. Meðal þeirra mynda, sem ætlunin er að sýna, er „Kolberg". Sú mynd Framhald á 9. síðu. Hópatriði úr „ENDASPRETTI“. inn orðstír. Þessi gleðilega stað- reynd ‘ er mörgum listamönn- um að þakka, en einum öllum framar: Þorsteini ö. Stephen- sen. Hinn margsnjalli leikari hefur ekki sézt á sviði í mik- ilvægu hlutverki í hálfan ára- tug og að sjálfsögðu verið mik- ið og tíðum saknað, enda vakti það einlægan fögnuð leikgesta að fá að h'ta hann aftur í sín- um réttu heimkynnum. Vonirn- ar voru miklar en brugðust ekki heldur þvert á móti; Sam gamli varð verulega tilkomu- mikill og forkunnlega skemmt- inn í höndum hans, og leikurinn svo heilsteyptur og traustur frá grunni að óger- legt mun að segja hvar hann reis hæst; gervi og svipbrigði með sönnum ágætum. Þorsteinn er jafnan hann sjálfur í hinu stóra hlutverki, beitir engum leikbrögðum, fullkomlega lát- laus og eðlilegur á hverju sem gengur. Hann birtir margþætta skapgerð hins gáfaða og breyzka öldungs í skýru Ijósi, seiglu hans. og nærri ódrep- andi lífsfjör, orðsvörin hnitmið- uð, bráðfyndin og neyðarleg og geiga aldrei hjá marki, vekja ósjálfráðan og hressandi hlát- ur í salnum; við gætum vart hugsað okkur Sam gamla öðru- visi. Sam hinn áttræðl er mesta hlutverk leiksins, enda hýsir hann reynslu allra hinna, von- brigði og sigra, er sá eini sem þekkir ævi sína til enda. En einn getur hann ekki bjargað sýningunni, til þess þarf aðra mikilhæfa leikara, samvalda og áþekka manninum, örugga { hverri raun. Bæði Ævar R. Kvaran sem leikur Sam sex- tugan og hið fertuga skáld Róbert Amfinnsson eiga mikið hrós skilið, báðir túlþa hlut- verk sín með þeim ágætum að vart má á milli sjá; skyld- leikinn við gamla Sam leynir sér ekki. Aldursmunur og út- lit er sannfærandi, þeir eru eðlisskyldir og hæfilega ólíkir, orðsvörin mjög skilmerkileg og skýr og fara ekki framhjá nein- um. Ævar er heimsmaður og glæsimenni í útliti og fram- göngu, velmetinn og tekjuhár rithöfundur sem slakað hefur um stund á listrænum kröfum, og reynir að sýnast yngri og kvikari en hann er í raun og veru, enda í tygi við unga og dýrselda daðurdrós, en þvi miður. . . Róbert er mjög al- vörugefinn hugsjónamaður sem lætur alla lýðhylli lönd og leið, og ætlar að skilja við konu sína og lýsir þeim hjónaerjum með sannri innlifun, einlægni og sérstæðum þrótti, skapríkur maður og nærri átakanlegur, við hljótum að fá ríka samúð með honum. Sá fjórði er Gísli Alfreðsson, það er Sam um tvítugt og að vonum ekki jafn- oki hinna, kornungt skáld 00 hlaupakappi og slysast til að kvænast vegna mótþróa við föður sinn. Sam ungi er bezta frammistaða Gísla til þessa. þrátt fyrir eðlílegan ungæðis- brag, og þá þróttmest og ein- lægust er hann skorar á Sam gamla að ganga frá ævisögu sinni og þeirra allra, ljúka lokasprettinum mikla. Gísli le'kur einnig son Sams og er með „bjálfalegt glott á andlit- inu“ eins og ætlazt er til. Sá leikur er ef til vill nokkuð einhæfur og farsakenndur, en það er ósvikinn þróttur í orð- um hins unga leikara. Rúrvk Haraldsson gegnir miklu hlut- verki þar sem er faðir Sams, ríkur íhaldssamur iðjuhöldur og svo sannur sonur Viktoríu- tímans að hann dirfist ekki að nefna vissa hluti réttum nöfn- um. Rúrik gerir þennan blóð- heita og aðsópsmikla föður helzti skoplegan í fyrstu, leik- stíll hans er þá að sumu leyti annar en hinna, en túlkun hans miklu hógværari, mann- legri og eðlilegri er á leikinn líður. Mergjuð og magni þrungin kímni hans lætur aldrei að sér hæða, hann lífg- ar sýninguna og það til muna; það sópar vissulega að honum hvar sem hann fer. Af kvenhlutverkunum kveð- ur langmest að eiginkonunni, en hún birtist á hinum ýmsu æviskeiðum, allt frá ungri stúlku til háaldraðrar konu. Herdisi Þorvaldsdóttur er öll- um bezt trúandi til að bregða sér i hin ólíku gervi og fat- ast hvergi og skapgerðarlýsing- in ljós og sönn: Stella er sann- ur húskross og mjög erfið í sambúð, en dugleg og um- hyggjusöm húsmóðir engusíð- ur; ógæfan er ekki öll hermi að kenna. Bezt lýsir Herdis henni um fertugt og eirimitt er mest á reynir; skilnaður hjónanna virðist á næsta leiti, Guðbjörgu Þorbjamardóttur bregður aðeins fyrir, en hún er móðir Sams, glassileg ráð- rík og síbrosandi, h'tt þol- andi eiginkona á sína visu, enda allt annað en elskuð af manni sínum; Guðbjörg sómir sér hið bezta í hinu litla og einhæfa hlutverki. Anna Hers- kind á tvennum skyldum að gegna, hún leikur fyrst og fremst Clarice, hina ungu og fríðu gleðikonu sem heillar Sam hinn sextuga og hann fórnar ærnum fjármunum, og hún er líka Ada, einkaritari og viðhald föðurins, kven- maður af sama sauðahúsi. Anna Herskind vakti verðskuldaða athygli í „Virginíu Woolf“ fyr- ir skemmstu og sýnir enn að góðs má af henni vænta, þótt framsögn og túlkun hinnar kornungu leikkonu séu nokk- uð hikandi og ekki gæ-’d næg- um þrótti; darice er ekki nógu skartbúin fyrir minum sjónum. Loks er Bryndís Schram unn- usta sonarins, lagleg stúlka en ekki gáfuð að sama skapi; Bryndís fer vel með sitt litla pund. Leikstjóri er Benedikt Ama- son og á að, sjálfsögðu ólítinn þátt í sigrinum, sviðsetning hans og stjóm er smekkvís í bezta lagi og svo vel skipað í hlutverk að annálsvert má telja. Hann hefur eflaust ekki beitt leikendur sina neinum þvingunum, en tekizt að hitta á réttan tón. forðast öfgar og ýkjur og birta hið sanna eðli gamanleiksins. Sviðsmvnd Gunn- ars Bjarnasonar hæfir anda leiksins sem bezt má verða, þungbúin vistarvera, mjög stór stofa auðugs kaupsýslumanns frá liðinni öld, unnin af mikl- um hagleik og óbrigðulli vand- virkni. Þýðing Odds Björnsson- ar er eflaust nákvæm og vönd- uð, en sum orðsvörin nokkuð bókleg eða þvinguð: þýðandi slfkra leika þarf að kunna að ydda orð sín, gera bau veru- lega íslenzkuleg, fyndin og lifandi. Viðtökunum er ég f rauninni búinn að Iýsa, en leikstjóra og leikendum var lengi og inni- lega fagnað og ekki aðeins f lokin. Þótt jól séu í nánd og leikhúsáhuginn kunni að dofna um stund þarf víst engan spá- mann til að segja það fyrir að þessi skoplegi og hugstæði lokasprettur verði harla oft endurtekinn á næstu mánuð- um. Á.H.i, Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutverki sínu. i t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.