Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 6
~r 0 SlÐA — I>JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. nóvember 19G5 við Penkovskí Skjölin sem kennd eru Fyrir skömmu kom út í Bandaríkjunum bókin „The Penkovsky Fapers“ („Penkovskí skjölin“) og hefur hún vakið talsverða athygli, enda er því haldið fram að hún hafi að geyma minnisgreinar Olégs Penkovskís, sovézka ofurstans sem dæmdur var til dauða árið 1962 og tekinn af lífi fyrir njósnir í þágu vesturveldanna. Enginn vafi þykir leika á því að útgáfa bókarinnar sé runnin undan rifjum bandarísku leyniþjónustunnar CIA sem hafi með henni viljað hefna fyrir marghátt- aðar ófarir sínar víða um veröld og ekki sízt svara endurminningum annars sovézks njósnara sem starf- aði á vesturlöndum undir nafninu Gordon Arnold Lonsdale þar til upp um hann komst og hann var dæmdur í 25 ára fangelsi í Bretlandi 1961. Lonsdale sem réttu lagi mun heita Konon Trofimovitsj Molodí var látinn laus þremur árum síðar þegar skipt var á honum og brezka „kaupsýslumanninum‘“ Greville Wynne sem dæmdur hafði verið í Moskvu með Pen- kovskí. „Endurminningar" Lonsdales eða Molodís voru birtar í Bretlandi fyrir nokkrum mánuðum og munu síðar hafa verið gefnar út í Sovétríkjunum. Lonsdale eða Molodí) gerir lítið úr leyniþ'jónustum vesturveld- anna og í „skjölum“ Penkovskís er honum svarað í sömu mynt. A.m.k. einn „Kremlinológ“, eða vestrænn „sérfræðingur“ um sovézk málefni, Edward Crank- shaw, glæptist á því að telja „Penkovskí skjölin“ ó- falsaðan vitnisburð og ritaði inngangsorð að bókinni. Aðrir starfsbræður hans höfðu vaðið fyrir neðan sig og kynntu sér bókina rækilega áður en þeir kváðu upp úrskurð. Einn þeirra, Victor Zorza, „sovétfræð- ingur“ brezka blaðsins „The Guardian“ hefur samið grein um báðar bækumar og vefengir sannleiksgildi beggja. Grein þessi birtist í bandaríska vikublaðinu „Life“ og fara hér á eftir helztu kaflarnir sem fjalla um „Penkovskí skjölin“ sem „Morgunblaðið“ hefur að undanförnu birt útdrátt úr. Olég Penkovskí, ofursti í leyniiþjónustu sovézka hersins, er sagður hafa byrjað að skrifa minnisgreinar sínar snemma árs 1961, þegar hann reyndi fyrst að komast í sam- band við leyniþjónustur vestur- veldanna. „Það sem er senni- lega síðasta greinin" er sögð hafa verið skrifuð 25. ágúst þegar sovézka gagnnjósnaþjón- ustan hafði þegar á honum nánar gætur. „Þetta er hripað niður“, er okkur sagt, „af ein- mana manni sem vissi að hann lék einmanalegan og örvænt- ingarfullan leik“. 1 formála er okkur sagt að „Penkovskí skjölin“ séu ekki dagbók, ekki frásögn af starfi hans í þágu vestræns málstað- ar, heldur eins konar uppgjör og afsökun fyrir lífi hans og vonbrígðum, ívafin ítarlegri lýsingu og mati á njósnaþjón- ustum Sovétríkjanna og stefnu- miðum Krústjofs. Það er ætl- azt til þess að við trúum því að þessi þaulreyndi njósnari hafi lagt í áhættu sem jafn- vel alger leikmaður myndi vita að hlyti að ríða honum að fullu — „allan þann tíma með- an Penkovskí lét vestrinu í té upplýsingar sat hann við það nótt eftir nótt að koma sam- an eins konar dagbók“. Hvernig er hægt að koma þessu heim við þá skýringu Penkovskís sjálfs í meginmáli bókarinnar að hann háfi orðið að skrifa í flýti „einfaldlega vegna skorts á tíma og rúmi“? A einum stað segir hann og það hljómar vissulega senni- lega að „þegar ég skrifa heima trufla ég svefn fjölskyldu minn- ar —> það eru aðeins tvö her- bergi í íbúð okkar — og það lætur mjög hátt í ritvélinni". En í vinnutímanum er hann „mjög önnum kafinn“, eða með mjög rússnesku orðalagi „hlaupandi eins og óður maður“ milli aðalstöðva leyniþjónust- unnar og annarra vinnustaða sinna. Hann er venjulega upp- tekinn á kvöldin — „það heyr- ir til vinnu minni“. Hann hafði heldur ekki næði til að skrifa þegar hann heimsótti vini sína upp í sveit — „alltaf gæti ein- hver komið og spurt hvað ég væri að gera“. Heima, bætti hann við „hef ég að minnsta kosti felustað í skrifborði mínu“. Var þessi felustaður nógu stór til að rúma handrit að því sem reyndist verða allstór bók? Nærri því á hverri ríðu hand- ritsins sem við höfum nú kynnzt í bókarformi má finna upplýsingar sem eru þess kon- ar að fyndust þær í fórum einhvers sovézks borgara myndu þær óhjákvæmilega leiða til handtöku hans eða stundum aftöku. Þegar Penkovskí var staddur á vesturlöndum fékk hann að sögn ákærandans í réttarhöld- unum gegn honum „sérstaklega meðhöndlaðan pappír til að semja á leyniskýrslur“. Það er harla ósennilegt að hann hafi notað jafnverðmætan pappir sem hann smyglaði inn í Rúss- land með mikilli áhættu til að skrifa á endurminningar sínar. öll frásögnin af því hvemig „skjölin“ eru upprunnin er ó- sennileg í sjálfri sér. Sumar frásagnir bókarinnar eru vafa- laust frá Penkovskí komnar og eru ófalsaðar; aðrar eru vafa- laust ósannar, þótt frá honum séu komnar — þær eru þess konar sparðatíningur sem njósnari tekur saman vegna þess að yfirboðarar hans kunna að hafa áhuga ó honum, þótt engin trygging sé fyrir því að reiða megi sig á hann. Og í bókinni eru einnig vissir kaflar sem sýna má fram á að ekki eru komnir frá Penkovskí sjálfum. Það er engin ein staðreynd sem sannar að bókin sé ekki það sem hún er sögð vera. Það er fremur samsafn gagna sem eru á vfð og dreif um bókina sem gerir kleift að hafna því. ★ Zorza viðurkennir að í „skjölum“ þeim sem kennd eru við Penkovskí séu ýms atriði sem fái staðizt og komi reynd- ar sérfræðingum á vesturlönd- •um um sovézk málefni ekki á óvart. Hann nefnir ágreining mi'lli Krústjofs og yfirmanna sovézka hersins sem hafi ver- ir andvígir þeirri stefnu Krúst- jofs að draga úr „venjulegum“ vopnabúnaði en leggja í þess stað megináherzlu á smíði „leynivopns“. Zorza vefengir ekki þá frásögn Penkovskís að meira en 300 manns hafi beð- ið bana þegar tilraun með slíkt „undravopn“ mistókst, þ.á.m. Nedelin marskálkur, yfirforingi flugskeytasveita Sovétríkjanna. Aðrir hafa orðið til að efast um sannleiksgildi þessarar frá- sagnar sem bar með sér að þarna hefði verið um að ræða kjarnorkuknúnaeldflaug; kjam- orkufræðingar á vesturlöndum telja fráleitt að Sovétríkin hafi verið komin svo langt áleiðis með smíði slíkrar eldflaugar að hún hafi verið komin á til- raunastigið. Síðan nefnir Zorza ýms atriði sem ýmist vekja grun um að það sem haft er eftir Penkov- skí sé ekki frá honum komið eða taka af allan vafa um að bókin sé fölsuð: Ibókinni er aðeins drepið lauslega á eina staðreynd sem gagnlegt hefði verið að fá nánari upplýsingar um, þó ekki nema til að skýra eina af mörgum mótsögnum bókarinn- ar. Það hefur fram að þessu verið haft fyrir satt að stjómir vesturveldanna hafi ekki feng- ið neina aðvörun um það frá njósnurum sínum um að sov- étstjómin hafi haft í hyggju að reisa Berlínarmúrinn og að síðbúin og klaufaleg viðbrögð þeirra eftir að múrinn var reistur í ágúst 1961 hafi að miklu leyti stafað af því að þær voru ekki við því búnar. En í bókinni er því haldið fram að meðal þeirra „þúsunda upp- lýsingaatriða“ sem Penkovskí komst yfir hafi verið „ná- kvæm ráðgerð stærðarhlutföll Berlínarmúrsins“. 1 meginmál- inu er Penkovskí sjálfur látinn segja að „ég frétti um Berl- ínarmúrinn fjórum dögum áð- ur en sovétstjórnin lokaði hon- um“. En af öðrum stað í bók- inni verður ljóst að fjórum dögum áður en það gerðist var Penkovskí enn staddur í Lon- don, á einni af þessum löngu skylduferðum þegar hann gaf sér tíma frá því að vaka yfir sovézkum sendinefndum til að dveljast klukkustundum sam- an með þeim f jórum brezku og bandarísku leyniþjónustufor- ingjum sem hafði verið falið að nota hverja stund sem gafst til að rekja úr honum gam- irnar. Hafi hann í rauninni frétt af Berlínarmúrnum meðan hann var enn í London, myndi hann þá hafa farið til Moskvu og komið boðunum til vest- ursins ekki fyrr en síðar? ÍEn sé bókin ófalsað safn minnis- greina hans sjálfs sem hann ritaði í Moskvu, myndi hann þá hafa látið þess getið sér- staklega að hann hefði vitað um Berlínarmúrinn fyrirfram? Hvorugt virðist sennilegt. Eina rökrétta svarið er að það sem hann er sagður hafa sagt haft í rauninni verið skrifað af ein- hverjum öðrum. Frásagnarhátturinn á endur- minningunum einkennist oft af mælgi, hann hefur allt að því e>nkenni talmáls. Þegar Penk- ovsk'í lýsir heræfingunum sem fylgdu átökunum um Berlín, er hann látinn spyrja: „Hver er tilgangur þessara æfinga?“ og síðan gefa ítarlegt svar. Myndi hann hafa skrifað á þennan hátt, hvort sem um var að ræða „minnisgreinar“ hans í Moskvu eða i njósnaskýrslu til vestursms? Eða var þetta öllu heldur spurning sem einn af yfirheyrslumönnum Penkovskís lagði fyrir hann, spuming sem síðan var af vangá látin halda sér í útgefnu niðurriti samtals- ins sem hefði getað verið und- irstaða þessa kafla bókarinnar? Það eru vissulega mörg dæmi um óvandvirkni útgefenda, eins og t.d. í kaflanum sem lýsir nýju sovézku flugskeyti sem vegna sérstaks hæðar- mælis og m'ðunartækja á að geta flogið yfir og umhverfis slíka vegartálma sem fjöll þeg- ar því er skotið í 600 til 1.000 „feta“ hæð. Ef það verður síð- an að fara yfir 3.000 feta hátt fjall, halda tækin því 850 fet yfir fjallshlíðunum, en síðan lækkar það flugið niður í 3.000 „metra“. tJtgefendur ákváðu vafalaust að breyta sovézka metramál’nu í brezk-bandarísk fetr en gleymdu síðan hvað var hvað. En séu „skjölin“ í rauninni verk Penkovskís sjálfs, hefði þá ekki_ átt að láta orðalag hans haldast í megin- máli með skýringum neðan- máls? X meginmálinu úir og grúir af orðum og orðasamböndum sem engin maður úr sovézku um- hverfi eins og Penkovskí myndi nokkru sinni nota. Hann er hvað eftir annað látinn taia um „Sovét-Rússa“ eða „Sovéta“ þegar hann á v'ð landa sína. Þetta orðalag myndi hljóma jafh ankannalega í eyrum Rússa og það hljómaði á ensku að talað væri um „United States American“. Og hér er ekki aðeins um að ræða skyss- ur sem verða þegar þýtt er úr rússnesk-u á ensku. Kommún- istar hafa fast orðalag til að lýsa pólitísku fráviki eins og því sem Súkof marskálki var vikið úr stöðu landvarnaráð- herra fyrir árið 1957 — „bóna- partískar tilhneigingar“. Þó er Penkovskí látinn hafa eftir Krústjof að Súkof marskálk- ur hafi gert sig sekan um „napoleónsk einkenni“ — slíkt orðalag hefði varla mátt draga af „bónapartískum tilhneiging- um“ í rússneska textanum. En héfði einhver s.krifað þennan kafla á ensku alllöngu eftir að hann las frásögn um mál Súk- ofs, hefði hið ranga orðalag getað slæðzt inn fyrir mis- minni. í frásögn af ágreiningi Sovét- ríkjanna og Kína er Penkov- ski látinn nefna sem dæmi um brevlta afstöðu Moskvu að upp- haflega hafi bamdamanninum verið lýst sem „Mikla Kína“, en síðan aðeins sem „Kfna“. En í rauninni gilda um hluti sem þennan mjög strangar reglur í Sovétríkjunum og þær eru ákvarðaðar tvisvar á ári í vígorðum sem flokkurinn gef- ur út og birt eru í öllum dag- blöðum. Viðkvæðið var aldrei „Mikla Kína“, en fram til árs- ins 1960 var það „Hin mikla kínverska þióð“. Leyniþjónust- ur vesturveldanna þurftu varla að láta Penkovskí segja sér að það orðalag var ekki lengur notað. Þær hefðu ekki heldur þurft að leita til hans til að fá að vita hverjir af hershöfðingjum Sovétríkjanna voru „fulltrúar í Æðstaráðinu“ — en það er meiningarlaus vegtylla sem of- an í kaupið er skráð í hverri einustu sovézkri uppsláttarbók. En þó er þess hvað eftir annað getið þegar sagt er frá emb- ættum háttsettra herforingja að þeir séu „fulltrúar í Æðsta- ráðinu“ — og vel að merk.ja er þá engu bætt við það sem stendur í uppsláttarbókunum. Það virðist einna helzt sem út- gefendurnir hafi ákveðið að auka við lýsingamar á her- foringjunum sem kunna að vera frá Penkovskí komnar með viðbótaratriðum úr upp- sláttarbókum, án þess þó að viðurkenna að þeir hafa hrófl- að við „texta“ Penkovskís. A svipaðan hátt láta þeir hann lýsa háttsettum flokksforingja sem „leiðtoga í Kommúnista- flokki R.S.S.S.L.*1, en þetta er orðalag sem sovézkur embætt- ismaður myndi aldrei nota, þar sem R.S.S.S.L. — Rússneska sambandslýðveldið — hefur engan kommúnistaflokk sem aðgreindur verði frá Komm- únistaflokki Sovétríkjanna. En þetta er hins vegar orðalag sem sérfræðingar á vesturlöndum um sovézk málefni hafa stund- um notað. Þegar Penkovskí kemur heim til Moskvu eftir langa ferð til Parísar, er hann látinn byrja nýjan kafla á þá leið að hann ætli nú að festa á blað nokk- ur atriði varðandi sovézkar njósnir erlendis, meðan at- burðirnir úr ferð hans „til Evrópu“ séu honum enn í fersku minni. Enginn Rú&si myndi tala eða skrifa um ferð sína til „Evrópu“ eða jafnvel til „Vestur-Evrópu". Rússi myndi segja að hann hefði far- ið „vestur“. í bókinni er rakin nákvæm- lega sjálfsævisaga Penkovskís, sem hann hlýtur að hafa lát- ið leyniþjónustum vesturveld- anna í té, svo að þær gætu fullvissað sig um að hann væri sá sem hann þóttist vera. En á einum stað verður sjálfs- ævisaga hans á bremur blað- síðum eða svo saga stríðsins, krydduð örstuttum frásögnum af þætti hans sjálfs í því. Það er ólíklegt að hann hefði gef- ið sér tlma eða rúm til að rekja þannig sögu stríðsins — en velviljaður útgefandi hefði getað bætt henni við til upp- fyllingar. En það er ekki á það hætt- andi að fylla í eyðurnar, ef maður þekkir ekki þau atriði sem eyðufyllurnar eiga að tengja saman. Arið 1939, þegar Penkovskí hafði verið tvö ár í herskóla í Kíef, höfuðborg Úkraxnu, var hann gerður að pólitískum foringja hersveitar á úkraínska herstjórnarsvæð- inu. Brátt komu nokkrir hátt- settir foringjar x heimsókn. Suma þeirra kannaði&t hann við, en meðal þeirra var mað- ur „sem ég hafði aldrei séð áður“. Síðar var honum sagt að þetta væri „N.S. Krústjof nokkur“. A þessum tíma hafði Krústjof verið fyrsti flokksrit- ari í TJkraínu og þannig f rauninni allsráðandi þar í nær tvö ár, eða um það bil jafn lengi og Penkovskí hafði vérið í Kíef. Myndir af Krústjof voru viða hafðar uppi og birt- ust oft í blöðum sem hefðu verið skyldulesning fyrir her- skólanema og bá ekki sízt mann sem ætlaði að verða póli- tískur foringi í hemum. Hver reginskyssan af annarri kemur fyrir í mörgum hlutum bókarinnar og þær eru af því tagi að ósennilegt er að þær stafi frá manni sem var eins vel að sér og Penkovskí. Hann er látinn segja að risa- sprengja Sovétríkjanna sem sprengd var 1961 hafi reynzt hafa tvisvar sinnum meira sprengimagn en þau 50 mega- tonn sem gert hefði verið ráð fyrir, og á öðrum stað segir hann að sprengimagn hennar hafi vei-ið 80 mégatonn. En sérfræðingar á vesturlöndum hafa aldrei farið neitt dult með það að nákvæmar mælingar sem þeir gerðu á sprengimagni sprengjunnar hafi leitt í Ijós að það hafi verið 58 mega- tonn. Svipuðu máli gegnir þeg- ar hann skýrir frá bví að bó nokkrum sinnum hafi komið fyrir að áhafnir mannaðra geimfara sem skotið hafi verið frá Sovétríkjunum hafi farizt. Það sanna í málinu er að allt frá því að Sovétríkin urðu fær um að koma hinum stærri spútnikum sx'num á braut, hef- ur verið fylgzt með hverju ein- asta sovézku geimskoti með mjög fullkomnum radar- og út- varpsleitarbúnaði, sem hefði komið upp um það hvort menn vonx í geimförunum. í bókinni er það einnig haft eftir Penkovskf að Tjúíkof marskálkur. yfirmaður sovézka landhersins. hafi verið leystur frá þvf starfi 1961 og skipaður yfirmaður almannavarna. Það er rétt að hann var þá skip- aður í nýia starfið, — en hafði það með höndum jafnframt sínu fyrra starfi. Arum sam- an eftir þetta var hans getið í sovézkum hertímaritum sem yfirforingja landhersins og hann var ekki leystur úr bví starfi fyrr en árið 1964 nærri Framhald á 9. síðu. Þessi leikning fylgdi grein Zorza í „Life“ og með henni var þessi skýring: Oleg Penkovskí, Rússi sem njósnaði fyrir vestrið, er meintxxr (,,supposed“) höfundur bókar sem nefnist „Penkovski skjölin“. t t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.