Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. nóvember 1965 — 30. árgangur — 272. tölublað. ' *' ' ' •• ' T Þannig líta áliorfendapaJIar nir út í dag — Ljósm. Bj. Bj. Tímamót í sögu íþróttamála hér á landi: íþróttahðllin í Laugardai tekin í notkun á laugardag 3 Nýja íþróttahúsið \ Laugardal verður tekið til notkun- ar næsta laugardag, — verður þá hörkukeppni milli úr- valsliðs HKRR og tékknesks handknattleiksliðs, — hef- ur verið unnið dag og nótt við að ganga frá húsinu und- ir þá keppni. ■ íþróttahúsið verður þó ekki fullfrágengið fyrr en næsta haust og verða gestir að láta sér nægja stæði til að byrja með, — þessum framkvæmdum hefur þó verið hrað- að með tilliti til þess, að handknattleikslið frá Tékkó- slóvakíu, Rússlandi og Noregi koma hingað til keppni fyrir jól. Bygginganefnd hússins boðaði blaðamenn á sinn fund í gær- dag og hafði Jónas B. Jónsson. fræðslustjóri orð fyrir henni. Þama verða ekki eingöngu í- þróttakappleikir og íþróttaæf- FYLKINGIN ÆFK efnir til fullveldis- ■ fagnaðar í Glaumbæ i ■ kvöld og hefst hann kl. 9 : og stendur til kl. 2 e.m. j Opið verður á báðum hæð- ■ um. Ö.B. kvartett og Tríó j Guðmundar Ingólfssonar j leika fyrir dansf. Aðgöngumiðar verða tekn- ■ ít frá í síma 17513 frá kl. : 5—7 í dag. Félagar í ÆFR eru j hvattir til þess að mæta og ■ hafa með sér gesti. Stjórnin. í ingar. — er húsið ehki síður reist fyrir vörusýningar, hljóm- leika, fyrirlestra, listsýningar, leiksýningar og hverskonar fjöl- mennar samkomur. Skömmu eftir vígslu hússins næsta haust verður haldin þarna mikil iðn- sýning og vorið 1967 verður haldin þarna mikil vörusýning, — þannig er þegar farið að skipuleggja notkun hússins fram í tímann. Húsið er að stærð 46.500 rúmmetrar og er hvolf- þakið með þeim stærstu í Norð- ur-Evrópu. Aðalhúsið er 2400 fermetrar og bakhús með bað- klefum og snyrtiherbergjum er 400 fermetrar. Gólfflötur í í- þrótta- og sýningarsal er 1620 fermetrar og er skínandi parket- gólf, — þarf að negla 18 þúsund nagla í gólfflötinn. Sæti eru ætluð fyrr tvö þúsund áhorfend- ur, en þeim hefur ekki ennþá verið komið fyrir. Eftir áramót verður félögum og skólurn gefinn kostur á aef- ingatímum í húsinu. Smíði húss. ins hófst fyrri hluta árs 1960 og hefur tafist vegna fjárskorts og skorts á vinnuafli. Síðustu vikur hefur þ)ó fjöldj af iðnaðarmönn um úr handknattleiksfélögum hér í bænum hlaupið undir Framhald Þungfœrt orðið víðo ó Norðurlandi VEGIR Á AUSTURLANDI TEPPTIR VEGNA SNJÓA Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Vegagerð ríkisins eru flestir vegir nú tepptir á Austurlandi vegna snjóa og sömu sögu er að segja í Þingeyjarsýslum báðum. Heiðar á Vestfjörðum eru tepptar og þungfært orðið í Eyjafirði, víðar á Norðurlandi og í Skaftafells- sýslum. Suðurland Hjörieifur Ólafsson hjá Vega- gerðinni sagði Þjóðviljanum að Suðurlandsvegur væri fær eft- ir aðalleiðunum i Árnes- og Rangárvallasýslum en þegar kæmi austur fyrir Jökulsá á ^ójheimasandi væri hann aðeins fær stærstu bílum. Útvegir í Árnes- og Rangárvallasýslum eru ekki færir nema stærri bíl- um, t.d. vegirnir til Þorlákshafn- ar, Stokkseyrar og Eyrarbakka, svo og Gaulverjabæjarvegur og V illingaholtsvegur. fjarðarsýslum eru allar heiðar ófærar en fært innan fjarða. Norðurleiðin Vegurinn norður til Akureyr- ar er vel fær norður yfir Framhald á 9. síðu. Vesturland Vegir í Borgarfjarðar- og Mýrarsýslum og á Snæfellsnesi eru færir öllum bílum en Brattabrekka er orðin þungfær og eins vegir í Svínadal í Dala- sýslu og í Gilsfirði. Vegir í Barðastrandasýslu eru færir nema Þingmannaheiði en í ísa- • Þorgeir Þorgeirsson svarar Sigurði A. Magnússyni — 5. s. ■ ■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ivu ■■■■■■■■■■■■■•■■■■■•■■■■(■ Vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 447.7 miij. kr: ] I Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Hagstofu íslands um verðmæti inn- og útflutnings í októbcr sl, varð vöruskiptajöfnuðurinn í mánuðinum óhagstæður um 14.7 miljónir króna en í sama mán- uði í fyrra var hann óhagstæður um 46.7 miljónir. □ Frá áramótum til októberloka i ár hefur viðskiptajöfnuðurinn verið óhagstæður um 447.7 miljónir króna en á sama tíma- bili í fyrra var hann óhagstæður um 584.7 miljónir króna. □ í októberlok nam heildarútflutningurinn frá áramótum 4204.8 milj. kr. (3785.7 í fyrra). Innflutriingurinn á sama tíma nam 4652.5 milj. kr., þar af skip og flugvélar 458.0 milj. kr. Á sama tíma í fyrra var innflutningurinn 4370.4 milj. kr., þar af skip og flugvélar 580.9 milj. kr. Úrskurður Kjurudéms s dug 1 dag kl. 6 síðdegis mun Kjaradómur kveða upp úrskurð sinn í máli BSRB fyrir hönd ríkisstarfsmanna gegn ríkissjóði og munu margir bíða úrskurðar hans með eftirvæntingu. B Eins og kunnugt er náðist ekki samkomulag með deiluaðilum, hvorki um niðurröðun ríkisstarfsmanna í launaflokka né um launa- stiga og önnur atriði er varða vinnutíma o.fl. Nær úrskurður Kjara- dóms því til allra þessara þátta kjaramála opinberra starfsmanna. ósanngirni er að húsbyggj- endur beri vísitölukvöðina - er verSbólgan heldur áfram aS magnasf ■ braskarar grœSa á verS bólgufjárfestingunni og ■ Á fundi neðri deildar alþingis í gær kvöddu þrír Alþýðubandalagsmenn sér hljóðs: Einar Ol- geirsson, Hannibal Valdimarsson og Ingi R. Helgason, en fram fór fyrsta umræða um frum- varp til laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins en efri deild afgreiddi frumvarpið óbreytt. í Bílstiéri eltist við tvo hnífamenn Aðfaranótt sl. sunnudags lenti vörubílstjóri hér í borg, Sigur- geir Eiríksson að nafni, í kasti við tvo pilta er höfðu gert sig hcimakomna i bílnum hjá hon- um og drógu þeir báðir upp vasahnífa i viðureigninni við bílstjórann. Hafði hann þó í fullu tré við þá og upphófst mikill cltingaleikur um götur borgarinnar. Kom lögreglan brátt á vettvang og náðust piit- arnir báðir um nóttina. Sigurgeir sem á heima við Bárugötu ætlaði nokkru eftir miðnætti um nóttina að skreppa í ökuferð. Fór hann út í bílinn og setti hann í gang, en skrapp síðan inn aftur. Þegar hann kom til baka sá hann að maður var seztur inn í bílinn og farinn að rjála eitthvað við hann. Snarað- ist Siggeir þegar að bílnum og lagði hinn þá á flótta en Sig- geir náði honum og þreif til hans f því bili kom annar maður á vettvang og veittist að Siggeiri með vasahníf á lofti. Sleppti Siggeir þá fyrri mann- inum og réðist gegn hinum síð- ari en hann lagði á flótta út í myrkrið. En nú hafði fyrri árás- armaðurinn einnig tekið upp vasahníf og bjóst til að ráðast á Siggeir en Siggeir snérist gegn honum og stökkti honum á flótta. Siggeir veitti flóttamönnunum eftirför og brátt kom lögreglan einnig á vettvang, en hún hafði verið kvödd á vettvang. Lyktaði eltingaleiknum með því að ann- ar árásarmannanna náðist fljót- lega og hinn nokkru síðar um nóttina eftir ábendingu Siggeirs. Voru piltarnir báðir settir í gæzluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar eru piltarnir báðir um tvítugt, sjómenn að atvinnu og utanbæjarmenn. Er mál þeirra í rannsókn. Siggeir hefur áður orðið fyrir árás hnífstungumanna, þvf fyrir nokkrum árum réðist svertingi á hann í Tívolí og særði hann í andliti með hnífi en Siggeir sló hann niður. sambandi við frumvarpið lagði Einar Olgeirsson áherzlu á þrjú meginatriði. í fyrsta lagi væri ekki sanngjarnt að ætla húsbyggjendum einum að greiða verðtryggingu á lán, á sama tíma cg verðbólgan héldi áfram að magnast og braskar- ar græddu á henni. í öðru lagi kvað Einar ekki rétt að fella úr gildi ákvæði um hámarkshúsa- leigu, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, heldur setti að setja inn í það ákvæði um há- markshúsaleigu til samræmis við breyttar að- stæður, en núgildandi ákvæði væru með öllu úr- elt. í þriðja lagi benti Einar á í sambandi við þá sex-földun fasteignamatsins, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, hvort ekki væri rétt að láta hækka skattana á verzlunarhöllunum til tekju- öflunar vegna almannaframkvæmda, til dæmis með því að taka 1% á ári af brunabótamati verzl- unar- og skrifstofuhallanna í sérstakan skatt. Sjá þingsjá á bls. 12 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.