Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. nóvember 19TO pítOOVILJINN SlÐA Einhver mesti ósigur Bandaríkialeppanna til þessa: Skæruliðar stráfella tvo herfíokka Saigonstíórnar SAIGON, WASHINGTON 28/11 — Þegar Robert McNamara, varnarmálaráðherra bandarísku stjórnarinnar, kom á sunnudagsmorgun til Saig. on, bárust honum fréttir af því, að tveir herflokk- ar Saigonstjórnarinnar, eitthvað um 800 manns samtals, hafi svo gott sem verið þurrkaðir út í mikilli viðureign daginn áður. Þessir tveir her- flokkar voru felldir í bardögum um stærstu gúmmíplantekru landsins, og er þetta einhver mesti ósigur, sem her Saigonstjórnarinnar bíður í stríðinu öllu. — Mikill mannfjöldi mótmælti í Washington á laugardag aðgerðum Bandaríkja- manna í Vietnam. Plantekra sú, sem hér um raeðir, Michelin-ekran svo- nefnda. liggur eitthvað um 65 km suðaustur af Saigon. Harðir bardagar hafa undanfarið verið háðir um þessa plantekru. í orustunum hafa svonefndir bandarískir ,,ráðgjafar“ stutt herlið Saigonstjórnarinnar og beðið mikið tjón. ,,Misgáningur“ enn Þá fylgir það þessum frétt- um, ag fyrir ,,misgáning“ hafi bandarískar sprengjuflugvélar kastað þrem sprengjum á stjómarliðið. Hafi þetta stafað af því að barizt hafi verið í ná- vígi og því nær útilokað að greina vin frá óvini. 2.000 manns f Saigon er talið, að um 2.000 skæruliðar Þjóðfrelsisfylkingar- innar hafi ráðizt á plantekruna, en rekstri hennar var hætt í síðasta mánuði vegna árása skæruliða. í fréttum sínum af þessum bardögum segir stjórn- arherinn í Saigon ennfremur. að yfirmaður stjórnarhersins á staðnum hafi verið tekinn hönd- um og pyndaður, og hermenn stjórnarhersins þeir er teknir voru til fanga, hafi verið sam- stundis skotnir. 300 skæruliðar fallnir? Bardagarnir fjöruðu svo út á laugardagskvöld en þá höfðu svokallaðar úrvalshersveitir stjórnarhersins hafið gagnsókn og beitt þyrlum. Vígvöllurinn milli gúmmítrjánna var þakinn vopnum og líkum. f Saigon er gizkað á, að skæruliðar hafi misst eitthvað um 300 manns. en þó hafa enn engar endanleg- ar tölur verið birtar um það at- riði. Bandarísk mótmæli í Washington var á laugardag haldin mikil mótmælaganga gegn hernaði Bandaríkjamanna í Vietnam og segir í frétt NTB, að milli 30.000 og 50..000 manns hafi tekið þátt í henni. í göng- unni voru borin spjöld þar sem hvatt er til friðarsamninga í Vietnam og að sprengjuárásun- um á N-Vietnam verði hætt. Mótmælagangan fór friðsamlega fram ef frá eru skildar smá- vægilegar ryskingár og hand- tökur. Fundurinn sendi og bréf Kekkonen vill að Noregur og Finnland geri samning til tryggingar landamærum þessara tveggja ríkja í hugsanlegum átökum stórveldanna til Ho Chi Minh. forseta Norð- ur-Vietnam og segir þar, að fundarmenn óski ekki eftir sigri skæruliða í stríðinu í S-Viet- nam, en óski þess, að friðar- samningar séu upp teknir, til þess að binda enda á stríðið, sem ógnað geti heimsfriðnum. — Á laugardag höfðu skærulið- ar tilkynnt það, að þeir hafi látið lausa tvo bandaríska her- menn, sem þeir höfðu tekið höndum, og er sennilegt talið, að það hafi verið gert með til- liti til þessa fundar í Washing- ton. Styðja stjórnina Þessi mótmælaganga. sem er hin mesta, sem farin hefur ver- ið vestra gegn stefnu Banda- ríkjastjórnar í Vietnam. hefur bersýnilega vakið ráðamönnum þar nokkurn ugg sem sést á því, að hópur þekktra Banda- ríkjamanna með þá Dean Ache- son fyrrum utanrikisráðherra. og Richard Nixon fyrrum vara- forseta, í broddi fylkingar. hef- ur látið frá sér fara yfirlýsingu, sem að sögn NTB er ætlað að vega á móti hugsanlegum á- hrifum mótmælafundarins. í yf- irlýsingunni er hvatt til opin- berra aðgerða. til þess að gera vinum jafnt og óvinum fullkom- lega Ijósan tilganginn með að- gerðum Bandarikjamanna í Suð- ur-Vietnam, eins og það er orð- að. ANDRÉS AUGLÝSIR NÚ er óþarfi að kaupa fötin erlendis, því við bjóðum: í HERRADEILD: Vönduð erlend karlmannaföt á kr. 1.490,00, 1.690,00 og 1.990,00. Stakir jakkar á kr. 895,00. Blazer-jakkar (bláir m/gylltum tölum) drengjastærðir kr. 650,00 til 750,00. karlmannastærðir kr. 895,00. Terylenebuxur: drengjastærðir kr. 495,00 til 565,00. karlmannastærðir kr. 575,00. Nælonskyrtur (hvítar, gráar og bláar): drengjastærðir kr. 150,00. karlmannastærðir 180,00. Vetrarfrakkar kr. 1.990,00. í DÖMUDEILD: Nælonsloppar kr. 245,00. Vatteraðir nælon greiðslusloppar kr. 595.00. Vatteraðar nælon nátt-treyjur kr. 295,00, og margt fleira. HELSINKI 29/11 — Urho Kekkonen, Finnlandsforseti, ítrekaði í dag áætlun sína um að gera Norðurlönd að kjarnorkuvopnalausu svæði. Jafnframt þessu leggur Finn- landsforseti til, að Noregur og Finnland geri með sér samning til tryggingar friði á landamærum þessara ríkja, ef til stórveldaátaka kunni að koma. Það var í ræðu í Helsinki í dag, sem Kekkonen setti þessi sjónarmið fram. Finnlandsforseti kvað slíkan samning og þann, er hann stingur upp á milli Nor- egs og Finnlands, mundu minka spennuna á norðurlandamærum þessara ríkja og auka mögu- leika þeirra til að halda óskertu sjálfstæði sínu, ef til átaka drægi með stórveldunum. Mikilvægt skref. — Því vil ég, sagði Kekkonen, enn einu sinni minnast á tillögu mína þess efnis, að Norðurlönd verði kjamorkulaust svæði. Slík ákvörðun væri skref í þá átt, að tryggja alþjóðlegt öryggi og minnka hættuna á kjarnorku- stríði. Svíar undrandf. Fréttamaður NTB í Stokk- hólmi skýrir svo frá, að þessi tillaga Kekkonens um samning milli Noregs og Finnlands til þess að tryggja landamæri þess- arra ríkja í hugsanlegum stór- veldaátökum — hafi komið sænskum stjómmálamönnum mjög á óvart. Undirbúningur sé nú hafinn að stjórnmálaviðræð- um utanríkisráðherra Finnlands Iðja, félag verksmiðjufólks. FÉLAGSFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 30. nóvember 1965, kl. 8,30 e.h. í Lindarbæ, Lindargötu 9, húsi Dags- brúnar og Sjómannafélagsins. Fundarejni: KJARAMÁLIN. Stjómin. og Svíþjóðar, en Svíar hafi ekk- ert vitað um þessar áætlanir Finnlandsforseta. Hafi þetta enn orðið til þess að auka áhuga manna í Stokkhólmi á heimsókn Karjalainens, utanríkisráðherra Finnlands, en hann er væntan- legur til Svíþjóðar næstkomandi þriðjudag. Svíar hafa tekið heldur illa í áætlanir Kekkonens um að gera Norðurlönd kjamorkuvopna- laust svæði, og stjórnmálafrétta- menn í Stokkhólmi eru þeirrar skoðunar flestir, að heldur sé ó- sennilegt, að Finnlandsforseti fái nokkrar undirtektir Svía eða stuðning við hugmynd sína um norsk-finnskan samning til trygg- ingar landamærunum. Hins- vegar benda opinberir embætt- ismenn á það í Stokkhólmi, að sögn NTB, að þetta sé mál sem fyrst og fremst varði Finnland og Noreg, og Svíar hafi tæpast beinna hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Bylting í Dahomey COTONU 29/11 — Yfirmaður hersins í. Dahomey, Christophe Soglo, hershöfðingi, gerði í dag byltingu í Dahomey, rak frá völdum forseta og forsætisráð- herra landsins og skipaði forseta þjóðþingsins nýjan þjóðhöfð- ingja í landinu. Hershöfðinginn greip með þessu fram í stjóm- máladeilu sem sífellt hefur harðnað síðustu dagana en á rætur sínar að rekja til valda- baráttu forsetans annarsvegar og forsætisráðherrans og varafor setans hinsvegar. 49 farast í fléðum BOGATA 29/11 — Að minnsta kosti 49 menn hafa látið lifið í Colombia síðustu tvo sólar- hringa _af völdum skriðufalla Qg flóða. í Caldas-héraðinu fórust 32 menn mest konur og börn, er sjö hús hrundu. Víða hefur verið lýst neyðarástandi j land- A Balsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Kópavogssóknar verður hald- inn í Kópavogskirkju eftir messu sunnudaginn 5. desember. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarnefndin. 8 IÐNAÐARFYRIRTÆKI TIL SÖLU Neðangreindar verksmiðjur eru nú til sölu: 1. Nærfataefna- og prjónlesverksmiðjan hf. 2. Sokkaverksmiðjan hf. 3. Verksmiðjan Iris. 4. Verksmiðjan Herkúles hf. 5. Sjófataverksmiðjan hf. 6. Nýja skóverksmiðjan hf. 7. Verksmiðjan MINERVA. 8. Verksmiðjan Fram hf. Fyrirliggjandi birgðir af efnivörum, að vísu mjög takmarkaðar, fylgja með í kaup- unum. Einnig eru komnar til landsins allmiklar hráefnabirgðir tilheyrandi verk- smiðjunum, þannig að veruleg starfræksla gæti hafizt fljótlega. Verksmiðjurnar eru yfirleitt búnar góðum vélakosti,. enda flestar þeirra starf- ræktar að einhverju leyti þar til fyrri hluta árs 1965. Hiá verksmiðiunum starfaði vel þjálfað og samhæft starfslið, jafnt iðnverkafólk sem verksmiðju- stjórnendur. Árleg framleiðslugeta ofangreindra verksmiðja er að heildsöluverðmæti um kr. 50.000.000,00 af samkeppnisfærum iðnaðarvörum. Verksmiðjurnar seljast sameiginlega eða hver fyrir sig. eftir samkomulagi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði, sem kann að berast, eða hafna þeim Ollum. — Nánari upplýsingar gefur: Magnús Víglunésson, Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík, frá kl. 9 til 12 f.h. og á öðrum tfmum eftir sam- komulagi. Símar: 22160 og 13057. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.