Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 5
r Þriðjöriagiw 3ÖL nóMeenber 1965 — ÞÍÖBVILJINN — sn»A 5 SVOUTIL ÁBÓT HANDA S.A.M. Bréfkorn til menningarritstjóra Lesbókar Morgunblaðsins Sigurður minn: Þó ég raunar þykist eiga inni hjá þér fyrir einni ráðleggingu eða svo, er mér vissulega skylt að byrja þetta bréf á þvi að þakka þér fyrir þá á- bendingu í tilskrifi þínu í Les- bók Morgunblaðsins síðastlið- inn laugardag, sem þú orðar svo: ,,Hún (ritsmíð Þorgeirs, bréf til Einars Braga Þjv. 17. þ.m.) sýnisl vera ávöxtur ein- hverrar skyndilegrar hugljóm- unar. sem gripið hafi höfund- inn svo sterkum tö'kum, að hann hafi ekki gefið sér tíma til að velta sýninni fyrir sér áður en hann skellti henni hrárri á pappírinn“. Vissulega gerir enginn sér betri grein fyTir þvi en ég sjálfur. að það eru ekki nema tíu ár síðan á- hugi minn tók fyrir alvöru að beinast að kvikmyndum og þó ég hafi varið mestöllum tíma mínum síðan til að kynna mér þau mál og hugleiða þau eftir því sem getan hefur leyft. þá er það naumast burðugt veg- amesti til skilnings á jafn flóknu fyrirbrigði og kvik- myndamál eru, ekki sizt þar sem fjögur þessara ára fóru í fremur ófrjótt skólastagl og undirstöðulærdóm sem aldrei verður hjá komizt í neinni grein. Með þetta óburðuga veg- arnesti kom ég heim frá námi um það bil sem Keflavíkur- sjónvarpsmálið var á hvörfum sinum, árið 1961. Þó ég hafi síðan naér eingöngu fengizt við kvikmyndamál og jafnframt reynt eftir megn; að fylgjast með umræðum og þróun sjón- varpsmálsins, þá er áreiðan- lega óramargt sem ég enn hef ■ekki gert mér grein fyrir — sumt e.t v. aðalatriði nú þegar eða í nánustu framtíð. Samt hef ég leyft mér að hafa hér og nú nokkuð eindregna skoð- un á þessum málum og jafn- vel gerzt svo djarfur að flíka hluta hennar í bréfi til Einars Braga þann 17. þ.m Nú kem- ur mér það ekki beinlínis við hvort einhverjum þyki þetta hafa verið spjöll í sínum fagn- aði því það var a.m.k. engin tilviljun að ég leitaðist við að draga heldur fram og undir- strika það. sem mér hefur þótt vanta í málflutning ykk- ar, sem helzt hafið gefið tón- inn i andófinu gegn ósóman- um Ég ætla semsé ekkj að biðja neinnar afsökunar á veizluspjöllunum — þvert á mótj finnst mér heldur vera farið að lifna yfir samkvæm- inu svo dauft sem það annars var orðið Nú sem hugur minn er enn ekkj með öllu kominn út úr stellingum þakklætisins má ég heldur ekkj láta undir hö-fuð leggjast að þakka þér fyrir skilgreininguna a stíl mínum. sem þú kallar fullyrðingastíl og segir vera ölvandj (þarmeð einnig dregið af orðasamband- inu að vera fullur?) Að vísu grípur mig nú aftur vanþakk- lætið fyrst þér finnst fullyrð- ingastíll svona ljótur og mér fer hálfpartinn að finnast fullyrðingastíllinn ýmist for- kastanlegur eða hrein gersemi allt eftir þvj hvort fullyrðing- ar hans e^u rangar eða rétt- ar Samt hlýt ég að meta mik- ils svona ráðleggingar frá manni, sem hefur gert bók- menntir að sérgrein sinni, þvi eins og ég sagði áðan er mitt starf á öðru sviði. Og nú skal ég, þó í litlu sé, b ;a þér fyrix þessar góðu ráðleggingar þínar með hrein- skilni; í fyrsta lagi held ég að út- línur sjónvarpsmálsins í dag séu ekki alvóg svo fábrotnar, að Þjóðviljinn sé einfaldlega málgagn ríkisstjómarinnar og kanasjónvarpsins en Morgun- blaðslesbókin sómi íslands, sverð og skjöldur í því máli — því miður liggur mér við að segja. Sigurður minn! Þess vegna máttu heldur ekki eyði- leggja fyrir sjálfum þér og málstaðnum þann árangur, sem þú þegar hefur náð í skrifum þínum um þessi mál, með því að fara að halda fram svona lokleysu. 1 öðru lagi finnst mér eng- an veginn að sextíumenning- arnir verði ónýtir og ösku- haugamatur þótt þau sjónar- mið. sem ég benti á í bréfinu til Einars Braga um daginn séu rétt og skiptj máli — en það virðist þú halda. Þvert á- mót; var þetta innlegg einmitt tilraun til að trekkja ykkur ögn upp aftur með því að bæta við nýjum sjónarmiðum. Mér fannst hálfpartinn eins og þið væruð útgengnir. Viðleitni mín er eindregin í þá átf að þoka málinu úr blindgötu. sem svona mál geta komizf í þeg- ar ekkj er rýnt í þau frá nægi- lega mörgum hliðum. Þessi sjónarmið mip halda líka á- fram að vera til hversu oft sem þú og aðrir taka sér það fyrir hendur að rannsaka stíl framsetningarinnar og sanna með því óréttmæti innihalds- ins. Með slíkum stílrannsókn- um má sanna allan andskotann og á því stranda einmitt tíð- um þau nauðsynlegu skoðana- skipti, serh eru þó altént til- gangur svona ritdeilu ef hún á að verða eitthvað meira en hanaslagur og skemmtun fyrir óvandaðar manneskjur. Og nú skulum við snúa okk- ur að síðari hluta greinar þinnar, sem hégóma mínum finnst vissulega vera sönnun fyrir réttmæti þess að hlaupa með ,,skyndilega hugljómun‘‘ mína á almannafæri. Ég fæ sumsé ekki betur séð en þú. í síðarj hluta greinar þinnar (eftir að fyrrgreindum stíl- rannsóknum sleppir og þú ferð að tala út frá eigin brjósti um málið) komir æ oní æ með sjónarmið, sem mig rekur ekkj minni til að hafa séð áð- ur í öllum þínum ágætu og hugrökku skrifum um sjón- varpsmálin. Þetta finnst mér til að mynda einkar Ijóst af eftirfarandi upptalningu undir lok greinarinnar þar sem þú dregur saman aðalatriði máls- ins: ,,Hún (niðurlægingin) á i fyrsta lagi rætur sínar að rekja til þeirra ráðamanna. sem opnuðu leirborinni sora- bylgju Keflavíkursjónvarpsins leið inn á íslenzk heimili, í ann- an stað til þeirra menningar- forkólfa. sem látið hafa undir höfuð leggjast á undanförnum áratugum að örva og veita fjármunum til íslenzkrar kvik- myndagerðar, og í þriðja lagi til þeirra kvikmyndamanna. sem hafa haldið að sér hönd- um og virðast hafa sætt sig við doðann og framtaksleysið" StíU þessarar framsetningar er vitaskuld stíll hins þrautþjálf- aða atvinnumanns að undan- skilinnj einstöku órökstuddri fullyrðingu án gæsalappa (leir- borinsorabylgjao.fi.), en samt vil ég fullyrða að þarna sann- ist að þér hafi tekizt að eygja ný sjónarmið og að mínum m LET2TE MkM ívan groznij TiERBA m ?m DIARY OF k CHAMBERMAID BERG-EJVIND OCH HANS HUSTR „ . . . eini kvikmyndaklúbbur höfuðstaðarins hefur sofnað svefni réttlátra , . . ‘‘ S.A.M. Mbl. 28/11 1965, Myndin cr af kápusíðu rits, sem gefiö er út á vegum Kvikmyndaklúbbs Menntaskólans í Rvík, sem starfar nú í vetur af miklu fjöri eins og sjá má af efnisvalinu. dómj mikilsverð. Þetta er í lukkulegri mótsögn við árang- ursleysið fyrr í greininni með- an bein túlkun þín réð lögum og lofum. Tvö atriði af þrem er.u þannig vaxin. að annað (ábyrgð menningarforkólfanna á vöntun kvikmynda) er meg- ininntakið úr bréfi mínu til Einars Braga á dögunum og hitt atriðið (ábyrgð kvik- myndamanna) er afar rétt at- hugun í framhaldi af þessari skoðun — fullyrðing, sem ég er fyllilega sammála þó þar komi að vísu til forsaga skipu- lagsmála þessarar greinar hér- lendis. sem of langt yrði að rekja í svona stuttu bréfi enda mun ég gera grein fyrir þeim málum í bæklingi, sem er í undirbúningi og kemur út uPP-í úr áramótum; því mér er, Sig- urður minn. engan veginn á mótí skapi að halda áfram að skrifa um þess; mál eins og þú virðist ímynda þér. Þvert á móti ætla ég enn um sinn að halda áfram að hamra á hausum ykkar þverum og þrá- um þó svo það steli öllum mínum tíma frá bráðnauð- s^mlegu baxi við vanskapaða kvikmyndagerð. Um fyrsta atriði þessara þriggja. sem vitnað er í hér að framan, skal ég ræða við þig síðar í þessu bréfi. En gleymum því ekki að þama höfum við sameiginlegan grundvöll í þrem liðum að standa á. Lokafullyrðing þín kemur mér vissulega ekki á óvart. en hún byrjar svona: „Þorgeir Þorgeirsson misskilur tilveruna hrapallega, ef hann álitur að það hafi átt að vera hlutverk sextíumenninganna að vekja hérlenda ráðamenn til vitundar um mikilvægi kvik- myndagerðar“. Haunar er ég eindregið þeirrar skoðunar — og byggi hana að nokkru á verulegum heimildum — að sextíumenningamir þurfi fyrst að vekja sjálfa sig til vitund- ar um mikilvægi kvikmynda- gerðar. Hitt er ég öldungis óhræddur um,'að jafn hjarta- hreini,. menn mundu upp frá þvi lofa nokkrum ráðamanni að sofa í friði — það byggi ég einnig á verulega áþreifan- legum staðreyndum. Hér þyk- ir mér sumsé aftur örla hjá þér á verulegum leifum af því sem fullyrðingastíll minn kallar „forstokkaðan akadem- isma og hrokafullt vitneskju- leysi“. Fyrir mér eru sextíu- menningarnir fyrst og fremst samstaða borgaralegra lista- og ménntamanna, sem ég ber mikla virðirigu fyrir. Barátta þeirra í sjónvarpsmálinu er í mínum augum afstaða borg- aralegra menntamanna til þessa máls — mjög virðingar- vérð í viðleitni sinni, hrein og fögur en þröng. Má ég í þessu sambandi minna þig á það. að eitt djúptækasta vandamál kvikmyndagerðar í öllum lönd- um veraldar á rætur sinar að rekja til hlutlausrar fyrirlitn- ingar mennta- og listamanna á þessari grein, þvj slík afstaða þeirra hefur mjög auðveldað einokun peningavaldsins á þessari starfsemi. Þannig eru mennta- og listamenn einnig nokkur orsök í því skríls- ástandi. sem þeir ásaka þetta tæki fyrir. Og það átakanlega er, að á sama tíma og þeir visa líkt og ósjálfrátt frá sér öflugasta tækinu til sambands við almenning engjast þeir svo í einangrun og bölmóði. Samt þarf engin grein lista eins nauðsynlega á því að halda, vegna síns flÓkna framleiðslu- máta, að henni sé gefinn vak- and; gaumur einmitt þeirra sem gera burðugri vitsmuna- kröfur. Hefurðu aldrei velt þvi fyrir þér, að listamaður er kallaður þröngsýnn hafí hann engan áhuga á framvindu ann- arra listgreina en sinnar eig- in. Krafan um þátttöku rit- höfunda í baráttu málara, tón- smiða í hagsmunum leikhúss- ins er næsta sjálfsögð, en hins vegar er svartasta fáfræði um kvikmyndir enginn ljóður á ráði fagurfræðings? Einnig þetta á sér sitt sérstæða birt- ingarform hér á landi — mjög háskasamlegt birtingarform þegar tekið er tillit til fámenn- is þjóðarinnar og 'nauðsynjar menntamanna á sambandi við allan þorra alþýðu, þetta birt- ingarform er sjónvarpsmálið. Hafi menntamennirnir ekki þekkingar-legan grundvöll til að skapa mjög eindregnar kröfur á hendur væntanlegu sjónvarpi, kröfur sem strax í upphafi hefji það upp yfir menningarstig þess lægsta þá er framundan mikill hásk; á öllum sviðum lista og menn- ingar. Þessi þekkingarlegi og nauðsynlegi grundvöllur getur aldrei verið samfara neinskon- ar fyrirframsannfæringu um ófrávíkjanleik stórslysa heldur er hann einmitt öllu fremur samfara margs konar „ósk- hyggju“ og baráttu fyrir því að óskhyggjan verði fram- kvæmd, allir möguleikar nýtt- ir. Og nú skulum við um stund taka til athugunar fyrsta lið- inn af þessum þrem sem ég tiltók og við erum sammála um. Þetta með ábyrgð valda- mannanna á ástandinu — um það erum við sammála og ég skil sárindi þín þegar þú enn hamrar á þessu: „Sú „þörf“ fyrir sjónvarp sem nú mjög gerir vart við sig í landinu, var sköpuð þegar Keflavíkur- sjónvarpinu var dembt yfir landslýðinn". Vissulega skil ég þetta með tilvísun til þess sem þú segir í bæklingj þín- um „Sjónvarpið‘“ 3. hefti Helgafells 1964. Blaðsíða 11 til 19 eru mér enn í fersku minni sem eitt það skarpasta og ljósasta. sem ritað hefur verið Um þessi mál. Þú grein- ir þar frá gangi mála og rekur í sundur af frábærri glögg- skyggni misræmið og undir- ferlið í framgangi þessara •mála bak við tjöldin og einn- ig sýnirðu fram á haldleysið í rökum stjórnarmeðlimanna og ýmissa blásturshljóðfæra þeirra við Alþingisumræður. Allt þetta leiðir þig að tveim spumingum, sem að mínum dómi eru mjög mikilsverðar og krefjast svars. Þú segir á bls. 18; „Voru það yfirmenn vam- arliðsins. sem blekktu íslénzk stjórnarvöld, og þá hvers vegna? Eða vonx íslenzkir ráðamenn vísvitandi að blekkja íslenzkan almenning? í hvaða tilgangi gerðu þeir það?“ Hér vildi ég aðeins mega bæta við einni spurningu enn; Er hugs- anlegt að einhver eða einhverj- ir meðal íslenzkra ráðamanna hafi jafnframt því að blekkja íslenzkan almenning einnig verið að blekkja aðra ráða- menn, sem einfaldari voru? Og hvemig þá? Vissulega ertu staddur í nokkrnm lifsháska frammi fyrir þessum spurning- um þínum og þér er vorkunn full að láta sem þér nægi það svar sem felst í þessum orð- um þínum; „Margt rennir stoð- um undir þá ályktun að stækkun bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar fyrir þremur ár- um sé í einhverjum meira eða minna ljósum tengslum við baráttu metnaðargjamra á- hrifamanna fyrir íslenzku sjónvarpi“. Nú er þetta tilgáta vissulega sennileg en hún næg- ir samt ekki til að skýra allt það misræmi, sem þú bendir á og hún nægir ekki heldur til að skýra það ., — þegar sjónvarpsmálinu var blandað inní hátíðarræðurnar 17. júni eða þegar ábyrgur valdamaður réðst með offorsi og illyrðum að erlendum menntamönnum og velunnurum fslendinga fyr- ir það eitf að gagnrýna þá „djöfuls forsmán“ sem banda- ríska hermannasjónvarpið er ...“ Misræmið milli þessara ,,dulartfullu“ atvika Og um- mæla menntamálaráðherra á fundi með ykkur sextíumenn- ingum í Tjarnarbúð forðum verður heldur ekki skýrt á gmndvelli þessarar tilgátu þinnar einnar saman. Og vita- skuld hefurðu alibí með að falla í sömu freistnj og t.d. þráfaldlega hefur hent Her- námsandstæðinga sjálfa, að reikna fremur með fávísj und- irlægjuháttarins og gleyma þvi að retfskák stjómmálarma er líka kænska og vitsmunir, meðal stjórnarherranna eru einnig þeir. sem hafa rikulega vitsmuni til að bera. Þá má heldur ekki horfa fram hjá því að samsteypustjórn er aldrei fullkomin eining og því er ætíð athugandi að gera líka ráð fyrir tvenns konar afstöðu innan slikrar samvinnu. Ég hef þig fullkomlega afsakaðan, Sigurður, þó að þú hafir veigr- að þér við að bera fram eðli- legustu svörin við spumingum Þínum svo skarpar sem þær Framhald á 9. síðu. Gtteéoð S A L T CEREBOS í HANDHÆGI) BLÁU DÓSUNUWI HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Messrs, Kristján Ó. Skagfjörð Limit Post Box 411. Reykjavík, Iceland. 4 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.