Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.11.1965, Blaðsíða 12
Tékkneskt handknattleikslið kemur i . í dag kom hingað til lands ei'tt fremsta handknattleikslið Tékka og nefnist það fullu nafni T. J. Banik 1. maí Karviná, en hefur hlotið munntamara heiti hér á iandi og er kallað blátt á- fram Karviná-liðið. Þetta harðsnúna lið keppir hér á næstu dögum við íslenzk úrvalslið, — verður fyrsti leikur þess að Hálogalandi næsta fimmtudag&kvöld og keppir þá við Reykjavíkurmeistarana síðan í fyrra, — KR og hefst leikur- inn kl. 8,15. Næsti leikur verður næsta laugardag og verður fyrsti kapp- leikurinn í hinni nýju íþrótta- höll í Laugardalnum og hefst sá leikur klukkan 16 um daginn. Þeir keppa þá við úrvalslið frá HKRR og má búast við, að þessi vígsluleikur í nýja íþrótta- húsinu verði hörkuspennandi. Þriðji leikurinn verður ásama stað daginn eftir, sunnudag, og hef&t kl. 16 og verður þá keppt við íslandsmeistarana FH. Þá verður fjórði leikurinn á þriðjudaginn 7. desember og hefst hann kl. 8,15 um kvöldið og keppa þá Tékkamir við úrval landsliðsnefndar. Síðasti leikurinn verður svo 9. desember um kvöldið og kepp- ■ Hér á myndinni eru tékknesku handknattleikske ppendurnir í vinnuklæðum sínum, en þeir eru allir námumenn og tæknifræðingar í námumann abænum Karviná. Fremri röð talið frá vinstri. Konrád, Pospech, Kudlák, Ciner, Sepánski, Kahn og Janik. Efri röð frá vintsri. Hadrava, Kanik, Novák, Brúna, Bielecký, Klnmoík, Kon,ecný og Spácil. ir þá liðið við Fram, — en þeir I Tíu manna móttökunefnd hef-1 Þ. Sigurðsson. Tékkarnir munu bjóða tékkneska liðinu hingað til ur verið skipuð á vegum Fram búa á Hótel Sögu á meðan þeir lands. 1 og er formaður hennar Hannes , dveljast hér á landi. um nusnæoismaiin Félagsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson mælti fyrir frum- varpi, um Húsnæðismálastofn- unina, en síðan tók Einar Ol- geirsson til máls. I upphafi ræðu sinnar benti hann á að hér hefði óvenjumörgum verið fært að eignast íbúð vegna verðbólgunn- ar og vinnuþrældómsins. Fólk hefði lagt upp í íbúðabyggingar með tvær hendur tómar, slegið fyrir fyrstu útborgun, en síðan treyst á sláttumöguleikana. Víxl- arnir lækkuðu síðan vegna verðbólgunnar, en kaupið hækk- aði í krónutölu. — En það er ekki hægt að setja vísitölukvöð á þessi lán ein, samtímis verða að koma hliðarráðstafanir til dæmis lækkun vaxtanna og lenging lánstímans. Og það væri rangt að verzlunarauðvaldið losnaði yið vísitölukvöðina um leið og hinn almenni húsbyggj- andi yrði að standa undir henni. Vék ræðumaður síðan að þeim fúlgum, sem bankarnir hafa Hægrá handar Frumvarpið um hægri handar umferð var til 1. umræðu í neðri deild í gær og mælti dóms- málaráðherra fyrir því. Hann kvað veigamestu ástæðuna fýrir flutningi frumvarpsins þá, að samskipti fslendinga við aðrar þjóðir færu vaxandi, og það færi í vöxt að íslendingar leigðu sér bíla og ækju erlendis þar sem hægri handar akstur er. Þá kvað hann ætlunina að leggja sérstakan skatt á bifreiðaeigend- ur vegna kostnaðar við breyt- inguna, sem áætlaður væri um 50 miljónir króna, þar af kostn- aður við breytingar á almenn- ingsbifreiðum 36 miljónir króna. Birgir Finnsson tók til máls og lýsti ánægju sinni með frum- varpið en síðan var málinu vís- að til nefndar og 2. umræðu. lánað til verzlunarinnar og benti á, að útlánaaukningin til hennar hefði verið svipuð árið 1963 og til iðnaðar og sjávarútvegs til samans. Og lánin til verzlunar- innar væru að líkíndum mest megnis rekstrarlán, þ.e. að þau væru til styttri tíma en svo að fyrirhuguð lagasetning um verð- tryggingu fjárskuldbindinga næði til þeirra. Þannig ættu, þrátt fyrir verðtryggingu fjárskuld- bindinga og verðtryggingu hús- byggingarlána, braskarar áfram að maka krókinn á verðbólgunni. Það væri þó sannarlega ekki meiri ástæða til þess að auka enn við sérréttindi þeirra. Hér er um tvennt að ræða til athugunar í sambandi við vísi- tölukvöðina. Annars vegar að afnema vísitöluálagið' á húsnæð- islánin þannig að allir gætu jafnt grætt á verðbólgunni og hins vegar að setja ákvæði um hámark vísitölugreiðslunnar, þannig að hún fari aldrei fram úr tveim til þrem af hundraði á ári. En ef það væri nú ætlun- in að stöðva verðbólguna væri ekki ástæða til að grípa til þess- arra ráðstafana. Þá mætti vísi- tölutryggja þessi lán eins og önnur, en þá yrði líka að grípa til rótækari ráðstafana. Fyrst af öllu yrði að afnema frjálsa verðlagningu og í öðru lagi að setja á sérstakan verðhækkunar- skatt. Þá beindi Einar því til þeirrar nefndar, sem málið fær til at- hugunar að athuga þetta at- riði með vísitöluálagið, en síðan vék hann að öðru atriðinu í frumvarpinu, en það er afnám ákvæðanna um hámarkshúsa- leigu. Þarna væri ekki rétt að málum unnið, þó að gömlu lög- in væru úrelt. Hér ætti að setja ný ákvæði inn í frumvarpið um hámarkshúsaleigu. — Ef ætlun- in er að ráða niöurlögum verð- bólguvandans verður að hafa eftirlit með húsaleigunni, sagði Einar. Til dæmis með því að stofna húsaleigumiðstöð, sem hafi eftirlit með leigunni. En það kæmi einnig til greina að hið opiribera lét byggja til dæm- is 500 leiguíbúðir, sem gæti orð- ið til að gjörbreyta ástandinu. Einar vék síðan að sexföldun fasteignamatsins og sagði að hún kæmi niður á þeim, sem lögin ættu að aðstoða við að eignast fasteign. En væri ekki rétt að láta skattinn ná til þeirra auðmanna, sem byggðu miljóna- hallir til dæmis með því að taka 1% af brunabótamat&verði árlega af verzlunarhöllunum? Loks benti þingmaður á að frumvarpið væri knúið fram að meginefni af verkalýðssamtök- unum, alþingi væri aðeins af- greiðslustofnun. Hér hefði það brugðizt hlutverki sínu, því það væri í verkahring þess að leiða slík mál til lykta. Hannibal Valdimarsson sagði að ekki væri nægilega undirbú- in og hugsuð sú ákvörðun að sex-falda fasteignamatið. Væri líklegt að &ú tekjulind væri ekki einasta hugsuð vegna húsnæðis- lánanna heldur einnig til að bæta upp á bágborna afkomu ríkissjóðsins. Vék hann síðan að vísitölu- kvöðinni á húsnæðismálastjórn- arlánin og sagði, að með júní- samkomulaginu hefði átt að binda endi á verðbólguvöxtinn með sameiginlegu átaki. En þeg- ar sú forsenda brast, hefði átt að breyta ákVæðinu um vísitölu- trygginguna. Kvað ræðumaður því óeðlilegt að hafa lánin með vísitölukvöð á tímum hraðvax- andi verðbólgu. Ræðumaður benti síðan á að fram hafa komið á alþingi ár eftir ár úrbótatillögur í húsnæð- ismálunum, sem alþingi hefði síðan þaggað niður. Síðan hefði verkalýðshreyfingin knúið þessar úrbótatillögur í gegn með samn- ingum. Þá innti Hannibal félagsmála- ráðherra eftir því hvort nokkuð hefði verið gert til að gera fólki auðveldara að gera upp gömul hús, og spurði hvort uppi væri hugmynd um lán til slíkra end- urbóta. Ingi K. Helgason benti á að verðbréf vísitölútryggt hefði á 6 ára tímabili tvöfaldazt að krónutölu. Vísitöluuppbótin á 10 þúsund króna verðbréfi hefði 1961 verið 1965 kr., 1962 1388 kr., 1963 813,50 kr., 1964 2312,10 kr., 1965 2254,30 kr. og 1966 væri áætlað að vísitöluuppbótin yrði samtals komin upp í 10.693,60. Eða á þessu tímabili hefði lán- takandi greitt höfuðstólinn tvisv- ar. En sá, sem fengið hefði ó- verðtryggt lán hefði aðeins þurft að greiða vextina. En þessi sam- anburður sýndi einnig rýrnun peninganna og mætti spyrja hvað hefði átt sér stað, ef á þessu sama tímabili hefði ekki átt sér stað veruleg verðhækkun útflutningsafurða og ennfremur hvernig ríkisstjórnin hefði á þessum tíma farið að því að eyða arðinum af útflutningnum í verðbólguhítina. Þetta dæmi væri spegilmynd af stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Félagsmálaráðherra tók að lokum til máls og kvað ekki unnt að veita lán til að gera upp eldri hús. Að lokum lagði hann áherzlu á að frumvarpið þyrfti að fá skjóta afgreiðslu, þar eð bað þyrfti að koma til framkvæmda strax eftir áramót- in. Umræðunni varð lokið én at- kvæðagreiðslu frestað. Msnkur gengur aftur á alþingi Frumvarpið um loðdýrarækt er nú aftur komið fram á al- þingi, en sem kunnugt er kom það til umræðu í fyrra í neðri deild og var afgreitt þaðan en hlaut ekki afgreiðslu efri deild- ar. Er frumvarpið nú flutt með þeim breytingartillögum, sem neðri deild samþykkti. Flutnings- menf nú eru Jónas G. Rafnar, Ingvar Gíslason, Jónas Péturs- son, Geir Gunnarsson og Pétur Sigurðsson. Þriðjudagur 30. nóvember 1965 — 30. árgangur — 272. tölublað. Brutust á bílum yfir Möðrudals- öræfi um helgina HALLORMSSTAÐ 29/11 — Um helgina komu tveir bíl- ar norðan yfir Möðrudalsöræfi úr Mývatnssveit hingað austur á Hérað og voru þeir hvor um sig með 7 tonn af vörum. Ferðin var alltorsótt' en bifreiðarstjóramir, Hrafn Sveinbjarnarson og Ingimar Þórðarson Egilsstöðum, eru báðir þaulvanir og harðfengir ferðamenn. Hrafn fór héðan úr Hallorms- stað á þriðjudaginn í fyrri viku norður í Reykjahlíg en þaðan héldu þeir Ingimar aftur til baka á fimmtudag. Hafði Hrafn frétt til ferða Ingimars sem var að koma að sunnan á stórum flutningabíl og beið eftir hon- um í Reykjahlíð, en sjálfur var Hrafn á stórum vörubíl. Ferðin byrjaði ekki vel því í Námaskarði festu þeir félagar bílana í brennisteinsleðju og urðu að fá ýtu til þess að ná þeim upp úr og fór mest allur dagurinn í það Höfðu þeir far- ið út af veginum vegna ófærð- ar. Frá Námaskarði var ágæt færð í Möðrudal og sæmijeg færð þaðan að eystri fjallgarði Möðrudalsöræfa en úr því fór að versna til mikilla muna. Varð kunnugleiki Ingmars á þessum slóðrim þeim til bjargar en þeir urðu að fara út af veg- inum og þræða hávaða en í öll- um lægðum urðu þeir að moka frá bílunum. Fór Ingimar á undan með stóra flutningabíl- inn og renndi honum í skafl- ana þar til hann sat fastur .en síðan mokuðu þeir frá honum. Þegar þeir félagar voru komn. ir langleiðina ofan að Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal brotnaði öxullinn í bíl Ingimars. Voru þeir þá staddir á svonefndri Lönguhlíð Héldu þeir þá áfram a bíl Hrafns e^ hann fór fljót- Laus hverfi Melar Tjarnargata Óðinsgata Njálsgata Kleppsvegur Sogamýri Þjóðviljinn, sími 17500 lega út af veginum. Gengu þeir þá niður að Gilsá og kcanu þangað á föstudagskvöldið. Á laugarc|ag fengu þeir bíl hjá Vegagerðinni sér til aðstoð- ar. Er hann með drifi á öllum hjólum og ýtutönn framan á sér. Bílstjóri á honum er Jón Egils- Framhald á 9. síðu. ÆFH Næstkomandi fimmtudag kl. 9 e.h. flytur Bjarni Jónsson list- málari erindi um málaralist í Góðtemplarahúsinu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••• Faðir stal borni sínu Sl. sunnudagsnótt gerð- ist sá atburður hér í R- vxk, að faðir stal tveggja ára gömlu barni sínu frá fráskilinnj konu sinni. Aðdragandi þessa máls er sá að hjónin eru skilin fyrir nokkru og hefur móðirin börn þeirra tvö. Maðurinn sem dvelur ut- anþæjar kom í bæinn um helgina og fór að skemmta sér á laugardagskvöldið. Hélt hann síðan í heim- sókn til konu sinnar fyrr- ■ verandi en hún tók honum miður vel og greip hann : bá yngra barnið — 2ja ára strák er bar nafn föð- ur hans — upp úr rúminu og hljóp út í kuldann og frostið. Mun hann hafa ætlað með það til systur sinnar er býr þar skammt frá. Móðirin hringdi hins vegar á lögregluna er kom skjótt á vettvang og náði manninum, tók af honum bamið og fékk móðiinmv' aftur í hendur en flutti manninn í Síðumúla. Krístim Gunnarsson forstjóri BæjarútgerB&r Haharfjarðar A fundi útgerðarráðs Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar í gær lagði íhaldið til að Kristinm Gunnarsson yrði ráðinn fram- kvæmdastjóri, en eins og Þjóð- viljinn hefur áður skýrt frá, sagði Helgi G. Þórðarson fram- kvæmdastjóri upp starfi sínu frá og með 1. desember. Á sínum tíma var auglýst laust starf framkvæmdastjóra bæjarútgerð- arinnar og óskað eftir umsókn- um fyrir 15. nóvember s.l., en engin umsókn barst. Starf framkvæmdastjóra Bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar erekki það fyrsta þar syðra sem erfið- lega gengur að róða mann í. t.d. er enn ekki búið að ráða í bæj- arritarastarfið, þó að leitað hafi verið að manni í það vítt og hreitt um landið. Kristinn Gunn- arsson mun hafa verið mjög tregur að taka að sér starf framkvæmdastjóra bæjarútgerð- arinnar í Hafnarfirði, en ekki talið annað ráðlegt en láta til leiðast vegna samstarfs íhalds og krata í bæjarstjórninni. Fundur um verkalýðsmál Verkalýðsmálanefnd Sósi- alistafélags Reykjavíkur 1 heldur fund með áhugs- ■ mönnum félagsins um verkalýðsmál í kvöld kl 20,30 í Tjarnargötu 20. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.