Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 1
Sunnudagur 20. febrúar [1966 — 31. árgangur — 42. tölublað. Spilakvöld Sósíalistafélágsins □ í kvöld kl. 20,30 efnir Sósíalistafélag Reykjavíkur til spilakvölds 1 Tjarnargötu 20. □ Að þessu sinni verður sýnd kvikmynd kvöldgestum til skemmt- unar. Ennfremur verða veitt spilaverðlaun og bornar fram veitingar af rausn. — Skemmtinefndin. Fulbright vefengir rök Rusks fyrir striðinu Bandaríkjastjórn „uppgötvar" allt í einu að stríðið í Vietnam sé háð á vegum SEATO WASHINGTON 19/2 - Rusk utanríkisráðherra mætti í gær fyrir utanríkismála- nefnd öldungadeildarinnar og reyndi aS réttlæta stríðið í Vietnam með því að það væri háð á vegum Suðaust- ur-Asíubandalagsins (SEA TO). Fulbright, formaður nefndarinnar, vefengdi þá röksemdafærslu. Fréttaritari brezka útvarpsins í Washington sagði það hafa vakið sérstaka athygli í fram- b’jrði Rusks að hann hefði nú lagt sérstaka áherzlu á að SEATO-sáttmálinn vaeri grund- völlur íhlutunar Bandaríkjanna í Víetnam. Bandaríkin væru skuldbundin til að verja Suður- Víetnam sem sáttmálinn tæki til, þar sem ekki væri um borgara- stríð að ræða í Víetnam, heldur árásarstríð af hálfu Norður- Víetnams. Fulbright vefengdi þessa rök- semdafærslu utanríkisráðherrans og taldi hana bera vitni um hæpið mat á eðli ^.ríðsins. Þess hefðu heldur varla sézt merki að önnur aðildarríki SEATO litu þannig á málin. Flest þeirra virtust ekki telja að þau væru Elehir í Alþýðu- brauðgerðinns Rétt fyrir hádegi í gær var slökkviliðið kvatt að Alþýðu- brauðgerðinni. Var þar talsverð- ur eldur í þaki viðbyggingar vestan við aðalhúsið og varð að rjúfa gat á þakið til þess að komast fyrir eldinn. Tókst fljót- lega að slökkva en talsverðar skemmdir urðu á þakinu. Elds- upptök eru ókunn. skuldbundin samkvæmt SEATO- sáttmálanum að taka þátt í sríðinu og enda þótt Ástralía og Nýja Sjáland hefðu sent her- lið til Víetnams, væri það að- eins gert til málamynda. Kvikmyndasýning ÆFR Að venju gengst ÆFR fyrir kvikmyndasýningu fyrir börn fylkingarfélaga og flokks- manna í dag og hefst hún klukkan tvö í Tjarnargötu 20. Félagar. Muni'ð sunnudags- kaffið á eftir. "W ... FRÁ NES-... Vanskil bæjarsjóðs Hafnarfjarðar við rafveituna: Lokað var fyrír rafmagn til áhaldaháss af þeim sökum □ S.l. föstudag lét rafveitustjórínn í Hafnarfirði loka fyrir rafmagn til áhaldahúss og vinnuskúra Hafnarfjarðarbæjar vegna nær hálfrar miljón króna óreiðuskuldar bæjarsjóðs við rafveituna. Hafði bæj- arstjóri í nóvember s.l. samið við rafveituna fyrir hönd bæjarsjóðs um ákveðna vikulega greiðslu á skuldinni eins og hún var þá, en við það sam- komulag var ekki staðið af bæjarins hálfu og hélt skuldin stöðugt áfram að vaxa. Rafveitustjóri hafði tilkynnt bæjarstjóra fyrirfram um lokun- ina með bréfi dagsettu 14. þm. og var bréf það lagt fyrir raf- Listi vinstrímanna i Múr- arafélaginu er B-Usti Nú um helgina fer fram stjórn- arkjör í Múrarafélagi Reykja- víkur. Hófst kosning í gaer og stendur í dag kl. 1—10 á skrif- stofu félagsins að Freyjugötu 27. Tveir listar eru í kjöri, A-listi horinn fram af stjórn félagsins, og B-listinn borinn fram af vinstrimönnum. B-listinn er þannig skipaður: Formaður: Ragnar Hansen. Vara- formaður: Stefán Jónsson. Ritari: Sigurður Ölafsson. Gjaldkeri fé- lagssjóðs: Antón Gunnarsson. Gjaldkeri styrktarsjóðs: Haf- steinn Sigurjónsson. Varastjóm: Einar Guðmundsson, Gunnar Sigurbjörnsson, Kolbeinn Þor- geirsson. _ Trúnaðarmannaráð: Halldór Ásmundsson, Sighvatur Kjartansson, Friðrik Friðriksson, Ásgeir Sigurðsson, Svavar Vé- mundsson, Eggert Kjartansson. Varamenn: Jón Guðnason, Guð- brandur Guðjónsson, Guðni Vil- mundarson. Eins og áður er sagt lýkur kosningu kl. 10 í kvöld og eru vinstrimenn hvattir til að vinna ötullega að sigri B-listans. veitunefnd sem gerði enga at- hugasemd við efni þess. Þegar lokunin hins vegar kom til framkvæmda á föstudaginn varð uppi fótur og fit í her- búðum bæjarstjórnarmeirihlut- ans í Hafnarfirðí en meirihluta- flokkarnir eiga alla fulltrúana í rafveitunefnd. Lét bæjarstjóri kveðja til fundar í rafveitu- nefnd í skyndi og samþykkja þar að opna aftur fyrir rafmagnið til fyrrgreindra fyrirtækja bæjar- sjóðs. Upphaf þessa máls er það að á fundi rafveitunefndar 8. nóv- | erhber sl. lagði rafveitustjóri fram bréf til bæjarstjóra, dag- sett 1. nóvember, varðandi skuld i bæjarsjóðs við rafveituna að að upphæð kr. 200.310,04. Gerði bæjarstjóri þá samkomulag við rafveituna um greiðslu skuldar- innar og lofaði að greiða 70 þúsund kr. á viku. Greiddi bær- inn eina greiðslu en síðan ekki meir. Komu þessi greiðslusvik bæjarins sér mjög illa fyrir raf- veituna er hafði í trausti greiðslu- loforðs bæjarstjóra gengizt undir skuldbindingu gagnvart Lands- bankanum vegna kaupa á jarð- streng. Á fundi rafveitunefndar 13. desember sl. lagði rafveitustjóri fram annað bréf til bæjarstjóra varðandi þetta mál, dagsett 6. des., þar sem tilkynnt var lokun fyrir rafmagn hjá fyrirtækjum bæjarsjóðs, ef hann greiddi ekki skuld sína við rafveituna, er 3. des. var komin upp í 315.438,40 krónur. Samþykkti rafveitu- nefnd á þessum fundi að fresta framkvæmd lokunarinnar í því trausti að bæjarsjóður greiddi umrædda skuld .að verulegu leyti fyrir. áramót. Hins vegar komu engar greiðslur frá bæjar- sjóði þrátt fyrir ítrekuð tilmæli rafveitustjóra til bæjarstjóra. Eins og áður segir ritaði svo rafveitustjóri bæjarstjóra enn Framhald á 4. síðu. KAUPSTAÐ ★ Myndin er tekin af Neskaup- ★ stað um síðustu helgi af ★ fréttaritara Þjóðviljans þar, ★ Hjörleifi Gutto'rmssyni, en ★. inni í blaðihu } dag er birt ★ fréttabréf frá honum og fleiri myndir frá Neskaupstað. Sjá síðu 0 Miðnefidarfandar Miðnefndarfundur verður á mánudagskvöld klukkan 8.30 í Aðalstræti 12. Lögð fram á- ætlun um starfið næstu sjö mánuði. Framkvæmdanefnd Samtaka hemámsandstæðinga Tveir listar til stjórnar- kjörs i Trésmiðafélaginu □ Framboðsfrestur í Trésmiðafélagi Reykjavíkur rann út 15. febrúar og höfðu þá borizt tveir listar, annar frá upp- stillihgarnefnd félagsins með Jóni Snorra Þorleifssyni sem formannsefni en hinn frá Haraldi Sumarliðasyni og fleirum með Jóhannesi Halldórssyni sem formannsefni. Tillaga uppstillingamefndar I er þannig: Trésmiðafélags Reykjavíkur um stjórn, endurskoðendur og trún- Stjórn: Jón Snorri Þorleifsson, aðarmannaráð félagsins árið ’66 ‘ ■t5k'1£ jp? Nýjungar í fískveiðum á Ceylon og Filippseyjum □ Einar Kvaran verkfræðingur sést þarna við □ trillubát, sem smíðaður var að undirlagi hans □ á Ceylon. Hliðstæðir bátar eru nú 2000 talsins □ en voru engir til þegar aðstoð FAO hófst. — □ Frá þessu er nánar sagt í viðtali við Einar um □ nýjungar í fiskveiðum á Ceylon og Filippseyj- □ um. rmty A á síðu 0 formaður, Benedikt Davíðsson, varaformaður, Sigurjón Péturs- son, ritari, Páll R. Magnússon, vararitari, Magnús Guðlaugs- son, gjaldkeri. Varastjórn: Leifur Guðmundsson, Marvin Hallmundsson, Einar L. Hagalínsson. Endurskoðendur: Sigurður Kristj- ánsson, Þórarinn Hallgrímsson. Varaendurskoðcndur: Einar Á. Scheving, Hafsteinn Tómasson, Trúnaðarm.ráð: Hólmar Magn- ússon, Kristján B. Eiríksson, Ásbjörn Pálsson, Kristján Guð- mundsson, Einar Þór Jónsson, Arnar Ágústsson, Ársæll Sig- urðsson, Finnbogi Guðmunds- son, Halldór Þórhallsson, Jón Sigurðsson, Bjarnhólast., Magn- ús Stefánsson, Hörður Þórhalls- son. Varamenn í trúnaðarráð: Gunn- ar Gunnarsson, Grétar Þor- steinsson, Jón Þór Þórhallsson, Árni Ingólfs^on, Albert Finn- bogason, Helgi Þorkelsson. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.