Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 5
Suxmudagur 20. febrúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Til vinstri: tJr „Fando og Lis“ (Arnar Jón;sson og Margrét Guðmundsdóttir). Til hægri: „Atnalíu" (Arnar Jónsson og Kristín Magnús), GRÍMA: Fando og Lis eftir FERNANDO ARRABAL Amalía eftir ODD BJÖRNSSON LeikstjQri: Gísli Alfreðsson Það hefur dregizt allt of lengi úr hömlu af ýmsum á- staeðum að geta að einhverju frumsýningar tilraunaleikhúss- ins Grímu á tveimur nýtízkum verkum, og á sú sýning þó tví- mselalaust heiður skilinn; að þessu sinni sem oftar þurfa hinir ungu framsæknu leikhús- menn engan kinnroða að bera fyrir framlag sitt til þróunar og þroska íslenzkrár leiklistar, dugnag sinn og áræði. Félagið reynist trútt ætlan sinni og stefnu, það flytur fyrst ís- lenzkra leikhúsa verk eftir Fernando Arrabal, skáldið spænska sem flýr harðstjórn og fasisma síns marghrjáða, sögufræga föðurlands, sezt að í París og ritar á frönsku, og hefur getið sér gott orð víða um lönd þótt ungur sé að ár- um. Og að hléi loknu fáum við að líta stuttan einþáttung eftir Odd Björnsson, kunnasta og merkasta lærisvein þeirra leik- skálda fjarstæðna og fárnleika sem mikið hafa látið að sér kveða á síðustu árum. Á frumsýningu var Tjarnar- bær þéttsetinn þakklátum á- horfendum, leikendum og leik- stjóra var oft fagnað og lengi. Leikskáldin absúrdu á Signu- bökkum eru að sjálfsögðu ólík um margt, en eitt virðist þeim sameigið auk leitarinnar að nýjum formum: bölsýni, lífs- leiði, örvænting og ótti; mað- urinn er leiksoppur andstæðra og myrkra afla, einmana og framandi sjálfúm sér og öðr- um, og 3íf hans tilgangslaust og vonlaust, engin svíun fæst við meini hans. Og það er ekki fátítt í verkum hinna frægu framúrmanna að fólk þeirra bíði eftir einhverjum dularfull- um ókunnum lausnara sem aldrei birtist; við munum hin snjöllu leikrit „Beðið eftir Go- dot“ eftir Beckett og „Stólana“ eftir Ionesco. Arrabal fetar um sumt í spor hinna frægu fyrir- rennara sinna, þau Fando og Lis eru á stöðugri ferð til ó- kunns staðar Tar að nafni, það er fyrirheitna landsins, en ganga alltaf í hring og lenda áður en varir á sama blettin- um og lagt var frá, um kunn- ingja þeirra gegnir sama máli. Það er auðgert að verða dá- lítið leiður á slíkum hlutum, og táknmál höfundarins og speki virðist mér ósköp hvers- dagsleg og auðskilin, þótt að- dáendur og harðsnúnir fylgis- menn f jarstæðuskáldanna standi á öndinni af hrifningu; en vera má að þar liggi víða fiskur undir steini. En Arrabal hefur ekki að- eins kynnt sér verk þeirra Becketts og Ionesco — ætla má að hann hafi hrifizt af kenn- ingum þeim sem hinn fjölgáf- aði listamaður Antonin Artaud setti fram fyrir mörgum ára- tugum um „leikhús grimmdar- innar“ og haft hafa ólítil áhrif æ síðaru Fando er ungur maður^ sem ekur ástkonu sinni Lis í barnavagni, en hún er lömuð fyrir neðan mitti og á engan að nema hann. Fando reynir stundum að sýna henni barns- lega ástúð og blíðu, en skefja- laus grimmd hans, síngirni og ofboðslegur kvalaralosti ná jafnan undirtökum, hann sví- virðir hina umkomulausu stúlku án afláts, hlekkjar hana á fótum og höndum og ber loks til óMfis í æðiskasti. Arrabal virðist ekki gera sér hærri hugmyndir um mannlegt eðli en skáldbræður hans, vitfirr- ing og hrottaskapur ráða ríkj- um. Annars ætla ég sízt af öllu að reyna að skýra þetta hugtæka og nokkuð langdregna verk, það er ekki á mínu valdi. Það er að sjálfsögðu ærið torvelt ungu fólki að túlka til hlítar það sambland hrotta- skapar, hryllings og barnslegr- ar viðkvæmni sem í leiknum er falið, en ef á allar aðstséð- ur er litið kemst Gríma furðu- vel úr þeirri raun. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson og hefur ekki sofið á verðinum, sýning- in er snurðulítil, vel og vand- lega unnin; Bryndís Schram hefur þýtt leikinn á góða ís- lenzku. Arnar Jónsson er Fándo og Margrét Guðmundsdóttir Lis, þannig eru aðalhlutverkin bæði í góðum höndum. Arnar leikur af ósviknum þrótti og sýni- legri leikgleði, röddin er sveigj- anleg og hljómmikil, og stökk- fimur er hann og mjúkur í hreyfingum. Miklar vonir eru bundnar við hinn kornunga, efnilega leikara, en hann á ýmislegt eftir að læra sem að líkum lætur, skortir að von- um fyllingu og reynslu og sanna innlifun til þess að gera eins margslungnu og stórbrotnu hlutverki og Fando fullkomin skil, en átti engu að síður auð- sæja hylli áhorfenda. Margrét Guðmundsdóttir hefur oftlega lýst hrjáðum, umkomulausum stúlkum með sönnum ágætum, en sjaldan eða aldrei betur en í þetta sinn. Örvænting Lis og dauðastríð varð mjög átakan- legt og áhrifamikið í meðför- um hennar, og hinn þögli leik- ur yfirleitt til fyrirmyndar; hin látlausa og geðþekka leikkona hefur vaxið af þessu hlutverki. „Mennirnir 3 með regnhlífina" minna að sumu leyti á flæk- ingana í „Beðið eftir Godot“; og um þá msétti rita langt mál þótt hér verði' ekki gert. Flosi Ólafsson, Karl Guðmundsson, og Sigurður Karlsson eru sam- valdir og samtaka og flytja kyndugar orðræður sínar skipulega og skilmerkilega; en auðvitað mætti gera meira úr þessum kostulega efniviði. i +1 „Amalía“ Odds Bjömssonar er örstuttur þáttur, hann var áður sýndur á síðustu Lista- ma:mahátíð og hafði Erlingur Gíslason af veg og vanda og hlaut lof fyrir, en ekki sá ée þá sýningu. Sumir telja „Ama- líu" bezta verk Odds fram til þessa, en þeirri skoðun get ég Stretch-buxur röndóttar og einlitar. — Stærð 20 — 26. Verð írá kr. 137,00 — 174,00. R. Ó. búðin Skaftahlíð 28 — Sími 34925. RITARI Ritari óskast að Berklavarnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, til starfa við afgreiðslu, spjaldskrá og fleira. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist i skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur Barónsstíg 47. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR. ekki orðið sammála — mér virðist þátturinn fjarstæðu- kenndur um skör fram og ruglingslegri en góðu hófi gegnir, en hver getur annars dæmt um það, sem hann skil- ur ekki? Sjálf umgerðin eða uppistaðan er forvitnileg og smíðuð af sýnilegri hugkvæmni, en hitt álitamál hvort skáldinu tekst að marki að vinna úr efni sínu. Roskin kona situr fyrir framan þrískiptan spegil, og í honum birtast þrjár mann- verur, það eru ýmsar myndir hennar sjálfrar — raunveru- leiki, draumar, ímyndanir hvat- ir, fýsnir, hver veit? Helzt virð- ist um baráttu veruleika og óskhyggju að ræða, eða eru skuggaleg djúp undirvitund- arinnar skáldinu efst í huga? Um sögu Amalíu fáum við fótt að vita, og helzt það hún hafi trúlofazt ung að aldri, en kær- astinn horfið út í buskann og hún beðið hans árangurslaust í' hálfa öld; síðast er hún alger- lega einmana, sárfátæk og sljó og dauðinn á næsta leiti. Ein spegilmyndanna er fullorðinn, nöldursamur og lasburða karl- maður, og virðist Amalía þó ekki kynvillt á nokkum hátt, heldur þvert á móti. Þó virðist mér furðulegíist af öllu að kona sú sem situr fyrir framan speg- ilinn og er einskonar samnefn- ari allra hinna er ekki annað en karlmaður klæddur kven- fötum og búinn afkáralegu gervi; hann reytir reyndar af sér spjarimar áður en lýkur, hárkollu, kjól, gervibrjóst og lendapúða og stendur að end- ingu uppi allsnakinn. Leiknum lýkur á skelfilegu og skyndi- legu angistarópi — léttkeyptur og ólistrænn endir að mínu viti. Það er eins og Oddur Bjömsson stefni að því að skapa enn fáránlegri verk en meistarar hans, en vona má að hið unga og efnilega leik- skáld semji betrí verk áður en á löngu líður. Gísli Alfreðsson er leikstjóri og gengur rösklega að verki; ætla má að skilningur hans og skáldsins á eðli leiksins sé hinn sami og þeir hafi unnið saman. Leikmyndin er gott verk Þorgríms Einarssonar, húsgögnin „í neo-rokokostíl“ segir i hinni prentuðu frum- gerð leiksins. Arnar Jónsson leikur Ama- liu fyrstu, þá sem situr við snyrtiborðið, og er tæpast öf- undsverður af þvi hlutskipti; að túlkun hans kann ég ekkert af finna miðað við allar að- stæður. Bríet Héðinsdóttir dreg- ur upp látlausa, átakanlega og hnitmiðaða mynd gamallar konu, snurðulaus og mjög geð- felldur leikur; Kristín Magnús er aðsópsmikil í ágætu gervi skartbúinnar, glæsilegrar ' en nókkuð grófgerðrar. daðurdrós- ar; Kristín hefur áður sýnt góð tilþrif á sviðinu. Karl Guð- mundsson er öruggur og traust- ur sem karlmaðurinn í speglin- um; loks birtist Stefania Svein- bjarnardóttir snöggvast sem Amalía á ungum aldri, ástfang- in og búin þokka æskunnar. Stefanía er komung og lagleg, en lítt þroskuð og óráðin leik- kona. 1 raun og veru <ætti Ama- lía hin yngsta að vera ein myndin í speglinum og láta meira . til sín taka, hún er hálfvegis utangama í leiknum. — Grímu óska ég allra heilla og þakka lofsvert framtak og góða skemmtun. A. Hj. .Stórt farangursrvmi. Á Loftræsting með Iokaðar rúður. SVEINN EGILSSON H.F. JAABOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMf 22466 CORTINA .66’ Ford Cortina á íslenzkum vegum! CORTINA „66“ er rúmgóður fjölskyldubíll með: Stórt farangursrými. Diskhemla á framhjólum. Loftræstingu með lokaðar rúður. Þess vegna er CORTINA kjörinn FERÐABILL. CORTINA ER METSÖLUBÍLL, sem unnið hefur yfir 200 slgra í alþjóðjegum aksturskeppnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.