Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 2
1 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. febrúar 1966 Jéhannes Ásgeirsson, verkamaður 75 ára í dag ■ Jóhannes Ásgeirsson, verka- maður er sjötíu og fimm ára i dag. Margir Reykvíkingar kannast við þennan aldna heiðursmann, og þrátt fyrir hrjúft yfírbragð og hvasst orðaskak á stundum, finna margir hlýjuna, sem und- ir býr, og fáir menn hafa reynzt raunbetri í viðkynningu eftir efnum og ástæðum. Hann átti um langt skeið heima á Nönnugötu 10 hér í bæ, og þá átti hann heimili á Kárastígnum og eignaðist þar marga granna að vinum. - Hann heldur upp á 26 ára starfsafmæli hjá hreinsunar- deild borgarinnar í júní í vor og hefur unnið þar oft á næt- urnar, — að deginum hefur hann verið innheimtumaður, — fyrst lengi vel hjá Olíuverzlun íslands hf., og frá olíunni fór hann yfir á Þjóðviljann og þekkir svona sitt af hverju í viðskiptaheiminum. Jóhannes segist nota stig- bundna innheimfcuaðferð. I fyrstu skiptin kemur hann á vettvang Ijúfur eins og lamb og fær þá vejulega borgað úrtölu- laust. Þetta er ekki alltaf svona auðvelt og það vantar stund- um peninga í kassa, — þegar hann kemur í fjórða skipti til sama aðilans með reikninginn, ’— þá fer að hvessa svona • til málamynda og slæðist þá svona ein og ein meinhæðni með og nær hámarki í mikilli dembu, þegar heimsóknirnar fylla tug- inn. Þeir sem reynsluna hafa í þessum efnum, segjast sjaldan hafa kynnzt annari eins orð- gnótt og orðkyngi og eru ekki samir menn á eftir. Stundum beitir Jóhannes setuverkfalli á skrifstofunum og situr þá þungbrýnn og þög- ull tímunum saman og bíður eftir forstjóranum, — það er alvarlegasta stigið í aðgerðun- um. En guð hjálpi þeim for- stjóra, sem fær yfir sig það samtvinnaða safn af orðgnótt, sem hefur hlaðizt upp í kluíku- tíma biðum, og þar er meining- in sögð skýrt og skorinort og ekkert skorið við nögl. En öllum þykir vænt um gamla manninn og virða kannski hreinskiptni hans og finna aldrei falskan tón í orði og æði þessa aldna heiðurs- manns. Jóhannes er upprunninn úr Dölum vestur og er fæddur að Saursstöðum f Hauksdal, — hét móðir hans Magdalena Sig- urðardóttir og faðir hans hét Ásgeir Ámason, Ámasonar bónda að Njörva í Hauksdal. Hann hóf snemma að vinna bakl brotnu og engan hefur Jóhannes svikið með vinnu sinni og þótti hörkuduglegur til vinnu á yngri árum og ósér- hlífinn. Hann var vinnumaður á ýms- um bæjum 1 Suður-Dölum og flutti hingað til Reykjavíkur árið 1922 og sagðist ekki hafa þolað við í sveitinni vegna heysýki. Jóhannes er Ijóðleskur maður og kann mikið af ljóðum og beitir fyrir sig vísuorðum í tíma og ótíma og kannski 'er hann viðkvæmari öðrum mönn- um í lund. Slíkir menn bera oft hrjúft yfirbragð og bregða fyrir sig meinhæðni, — glampi augn- anna er líka oft hlýrri í við- móti. Jóhannes kvæntist Þorbjörgu Friðjónsdóttur frá Þrándargili í Laxárdal, — stofnsettu þau heimiU hér í Reykjavík árið 1923 og eignuðust þau fjórar dætur og einn son og eru þrjár dætur þeirra á lífi. Fyrir þrem árum missti Jóhannes konu sína, — hafði sambúð þeirra verið farsæl og raungóð. Nú býr Jóhannes að Álfta- mýri 9 hér í borg. — gm, Ágúst Þorgrímur Guðmundsson Fæddur 16. ágúst 1892 — Dáinn 6. februar 1966. Hinn 12. febrúar sl. var Á- gúst Þorgrímur Guðmundsson jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Þorgrímur, eins og hann var j^JJ.aður í daglegu tali, var fæddur í Háamúla í Fljóts- hlíð og ólst þar upp við venju- leg sveitarstörf og sjósókn, eins og , tíðkaðist á þeim árum, Minnumst við þess, að hann sagði okkur frá göngu sinni austan frá Háamúla og alla leið suður í Garð á Garðskaga, til sjóróðra, aðeins fjórtán ára að aldri, um hávetur í iilri færð og allar ár óbrúaðar á þeim tímum. Síðan stundaði hann vertíðir frá Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum ásamt sveitarstörfum. Einnig minn- umst við þess, að hann sagði okkur frá sjávarháska sem hann lenti í tvívegis. í annað skiptið er hann var í flutn- ingum milli skips og Eyja, að báturinn sem hann var á sökk. Hann náði taki á tunnu er var með í flutningunum. Missti hann fljótt takið á henni, en náði í árarbút og gat fleytt sér á hon- um, þar til björgun barst frá öðrum bát. í hitt skiptið var það þegar hann tók út með dragnótartógi, og bjargaðist hann einnig þá, þó ósyndur væri. Okkur kom því ekki á óvart, þegar hann var heiðr- aður á Sjómannadaginn í Vest- mannaeyjum fyrir nokkrum ár- um. Árið 1917 kvæntist Þorgrím- ur sinni ástkæru eiginkonu, Guðnýju Pálínu Pálsdóttur, sem fædd var að Hlíðarenda í Fljótshlíð, en ólst upp í Orrrjs- koti í sömu sveit. Þau hjónin hófu búskap að Ormsvelli i Hvolhreppi á lítilii og rýrri jörð. Þau undu ekki lengi hag sínum þar, en fluttu til Vest- mannaeyja árið 1922 og áttu Matráðskona Matráðskona óskast að Farsóttahúsinu í Reykja- vík. Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 14015. SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR. TÍLKYNN/NG frá Vörubílastöð Hafnarfjarðar Stöðin verður framvegis opin frá kl. 7,30 til 23 alla virka daga. Sunnudaga kl. 9—12 og 13,30 — 19. Benzín og olíur afgreiddar á sama tíma. Ennfremur tilkynnist atvinnurekendum á vinnusvæði félagsins að þeim er óheimilt að taka í vinnu bifreiðar sem ekki eru merktar með merki félagsins. STJÓRNIN. þar heima upp frá því. Þor- grímur missti eiginkonu sína 19. júlí 1959 í Landsspítalan- um. Hann beið í Reykjavík við sjúkrabeð konu sinnar þar til yfir lauk, og flutti jarðneskar leifar hennar með sér heim til Vestmannaeyj a og bjó henni reit við hlið dóttur þeirra, Sveinbjargar, sem dó 20. ágúst 1949, aðeins tvítug að aldri, og var hún þeim hjónum mikill hamdauði. Minnumst við hvað hann, þrátt fyrir hnignandi heilsu, lagði mikla rækt við þennan reit og bjó hann vel út með aðstoð sona sinna. Börn þeirra hjóna voru 14 alls. Tvö þeirra létust nýfædd. Á lífi eru: Alfreð, vélstjóri, búsettur í Vestmannaeyjum, Laufey, húsfrú í Kópavogi, Sig- urður bóndi_, að Borgarkoti á Skeiðum, Ágústa búsett í Reykjavík, Þuríður, húsfrú í Reykjavík, Sigríður húsfrú í Keflavík, Hulda, húsfrú í Reykjavík, Valgerður, húsfrú í Kópavogi, Einar, bifreiðar- stjóri, búsettur í Vestmanna- eyjum, Svanhvít, búsett í Reykjavík og yngstur er Hall grímur, bifreiðarstjóri í Vest- mannaeyjum. Þrjú barnanna ólust upp að ‘heiman. Eitt í Ormskoti í Fljótshlíð, annað að Háamúla í sömu sveit og hið þriðja að Gaddstöðum á Rangárvöllum. Löngum, starfsömum og gifturíkum æviferli er lokið. Sjómannsskörungurinn aldni er nú lagztur til hinztu hvíldar við hlið ástvina sinna í reitinn sem honum var svo kær. Við getum ekki horft á eftir honum yfir landamæri lífs og dauða án þess að minnast hans og þakka honum fyrir allt það, sem hann hefur fyrir okkur gert, börn sín og barnaböm. Á heimili þeirra hjóna var ávallt yfrið nóg hjartarúm. Og gestrisnara heimili þekktist vart á þeim ámm. í hugum okkír vakir minning liðinna samverustunda, sveipuð þeirri heiðríkju sem ávallt einkenndi allt þitt líf, kæri tengdafaðir. Viljum við kveðja þig við jarðnesk leiðarlok með þessum orðum: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Tengdasynir Sundmót KR 2. ntarz n.k. Sundmót sunddeildar K.R. verður haldið í Sundhöll Reykjavikur miðvikudaginn 2. marz n.k. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m. bringusundi karla um Sindrabikarinrx, 100 m. skrið- sundi kvenna, 100 m. skriðsundi karla, 100 m. skriðsundi kvenna um Flugfreyjubikarinn, 200 m. bringusundi kvenna, 50 m. flug- sundi kvenna 100 m skriðsundi drengja, f. 1950 og síðar, 100 m. bringusund sveina, f. 1952 og síðar, 50 m. bringusund telpna, f. 1952 og síðar, 4x50 m. skriðsund karla. AFREKSBIKAR Í.S.Í. vinnst fyrir bezta afrek mótsins sam- kvæmt stigatöflu. Tilkynningar um þátttöku berist til Erlings Þ. Jóhanns- sonar Sundlaug Vesturbæjar f síðasta lagi þann 24. febrúar. FRAMLEIÐUM Aklæði 4 allaT tegundir bfla OTIIR Hringbraut 121. Símj 10659. BOK VIÐ MORGUTSrSÓL SMÁSÖGUR EFTIR STEFÁN JÓNSSON RITHÖFUND Almenna bókafélagiÖ Kópavogsbúar! Sunnudaginn 20. þ.m. opnaég brauðbúð að Auðbrekku 51 — Sími 4 15 39. Gunnar Jóhannesson Rafha þvottapottur 100 lítra, og Fisherþvottavél, til sölu, með tækifærisverði. Uppl. í síma 18736. FRÁ ENGLANDI Nýjar FERMINGAR- og VORKÁPUR teknar fram á morgun. BERNHARÐ LAXDAL Kjörgarði. FRÁ HOLLANDI Ný scnding af svörtum VETRARKÁPUM og KULDAHÚFUM BERNHARÐ LAXDAL Kjörgarði. Auglýsið i Þjóðviljunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.