Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. febrúar 1966 Fréttasyrpa Irá Neskaupstað Ofan gefur snjó á snjó Loksins fengum við vetur, og mátti víst ekki seinna vera til að minna fólk á, hvar við er- um staðsett á hnettinum. Haf- ísinn í fyrra var einskonar for- leikur, og vonandi fáum við harm ekki sem intermesso á þessum vetri. Önnur eins snjóa- lög hafa ekki sézt hér síðan veturinn 1950—51, og er það met raunar ójafnað enn. Ein- hver snjór hefur legið hér nær óslitið frá því í nóvember, en iang mest munaði um hretið um daginn, en þá var hér bylur með litlum upprofum í heila viku. — Ekki varð umtalsvert tjón hér í bæ í því illviðri, nema á rafmagnslínum, en þær slitnuðu mjög víða af völdum feiknalegrar ísingar og snjó- klessu, sem á þær hlóðst, og urðu línumar víða um 25 cm í þvermál. Enn meiri mun snjórinn vera hér fyrir norðan okkur í Mjóa- firði, en hinsvegar er sagður talsvert minni snjór í Reyðar- firði. arins innan úr Norðfjarðar- sveit, en með dráttarvél og sleða hefur sá vandi nú verið leystur. Þótt nú sé liðin meir en vika frá því óveðrinu slotaði, hefur enn ekki tekizt að opna flug- völlinn, en á honum liggur yf- ir 80 cm þykkt snjólag. Er nú unnið að því dag og nótt að ryðja burt þeim snjó, og standa vonir til, að því verði lokið á morgun. Blöð og útvarp Það verður farið mesta nýja- bragðið af dagblöðunum, þeg- ar þau loks berast, en síðast sáum við þau 26. janúar. Ekki er bærinn þó blaðalaus, því að „Austurland" kemur hér út reglulega sem fyrr á hverjum föstudegi, og meir að segja sást framsóknarblaðið „Austri“ hér í byrjun mánaðarins, en útgáfa þess er næsta brokkgeng. Af „Austurlandi" komu út 50 tölu- blöð á síðasta ári, en af „Austra“ aðeins 5. Með opnun langbylgjustöðv- arinnar á Eiðum fyrir síðustu jól væntum við Austfirðingar ★ Margir Norðfirðingar brugðu sér á skíði um síðuslu helgi. Fréttaritari Þjóðviljans í Neskaupstað renndi sér upp að þessum á „Vatnshól“ um nónbilið sl. laugardag: Þær heita Bergljót Bjarkadóttir og Þórdís Kristinsd., báðar í 3. A í Gagnfræðask. Samgönguerfið- leikar Margvíslegt óhagræði og röskun á daglegum lífsháttum hefur hlotizt af fannferginu. Bærinn hefur verið samgöngu- laus nema af sjó nú í hart nær þrjár vikur, og miklir erfið- leikar hafa verið á að halda götum innanbæjar slarkfærum. Eina jarðýtan, sem.gangfær er í bænum, hefur haft í mörg hom að líta, en snjóplógur reynzt gagnslítill í viðureign við skaflana. Övenju mörg flutningaskip hafa komið hingað að undan- fömu til að sækja sjávarafurð- ir til útflutnings, og hefurver- ið mikið verk að ryðja snjó vegna afgreiðslu þeirra. Þá hefur olíu þrotið í mörgum hús- ura, en reynt hefur verið að bjarga því við eftir föngum. Vatnsskortur er orðinn tilfinn- anlegur i húsum ofantil í bæn- um, og lítil von að úr rætist fyrr en hlánar. Um tíma gekk erfiðlega að koma mjólk Xil bæj- Frá miðbænum í Neskaupstað. Til hægri: Kaup félagshúsið FRAM. Á götunni „mjólkuræð“ bæjar- búa — Hákon Guðröðarson við stjórn. að vera komnir í ámóta gott út- varpssamband við Reykjavík eins og við Noreg. En þær von- ir hafa nú dofnað, því að Eið- ar reyndust okkur engu betur í hretinu en símaútvarpið, og barst fátt annað en urg frá Útvarp Reykjavik um margra daga skeið. — ‘ Annars vakti það nokkra kátínu hér eystra dag einn í janúar, er hádegis- fréttirnar voru endurteknar með tilheyrandi afsökunum, þar eð hluti Reykvíkinga hafði heyrt þær miður vel af völdum truflana. Yrði líklega rólegt á dagskrárdeild stofnunarinnar, ef svipaðar kurteisisreglur giltu gagnvart okkur Austfirðingum. Fjárhagsáætlun 1966 S.l. föstudag var fjárhagsá- ætlun bæjarsjóðs fyrir yfir- standandi ár lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjóm. Fylgdi bæjarstjórinn Bjami Þórðarson, áætluninni úr hlaði, en hún er fyrir margra hluta sakir hin athyglisverðasta. — Eins og landfleygt varð f fyrra, hækk- uðu útsvör í Neskaupstað um 70%, en þrátt fyrir það var hægt að veita 16,6% afslátt frá gildandi útsvarsstiga, og ekk- ert var lagt á fjölskyldubætun Enn gerir fjárhagsáætlunin ráð fyrir hækkun útsvara, að þessu sinni þo aðeins um 20,8%, en um leið lýsir bæjarstjómar- meirihluti Alþýðubandalagsins því yfir, að afstéttur verði ekki lægri en í fyrra. — Niðurstöðu- tölur frumvarpsins eru annars 21,8 .miljónir, en voru 17,6 miljónir, hækkun 23,8%. Gerir áætlunin ráð fyrir meiri verk- legum framkvæmdum og hærri íramlögum til menningarmála en nokkru sinni fyrr í sögu bæjarins. Verður nánar greint frá þessari áætlun í einstökum atriðum hér í blaðinu áðuren langt um líður. Stund millí stríða Síldarvertíðinni lauk í janú- ar, er sú skepna hélt í sitt ár- lega vetrarfrí til Noregsstranda. Þó voru í þeim mánuði fryst 360 tonn af síld hjá Fiskvinnslu- stöð SÚN. Óvenju miklar birgð- ir útflutningsafurða höfðu safnazt fyrir hér í bæ um ára- mótin, en mikið hefur á þeim grynnkað að undanförnu. Fjail- foss tók hér í síðustu viku 3000 tunnur af saltsild, og nú er verið að afgreiða 600 tonn af freðsíld um borð í Goðafoss. Segja má að þeir mánuðir, sem nú fara í hönd séu stund milli stríða í viðureigninni við síldina, en enginn þarf þó að kvíða atvinnuleysi, nema kannski verður takmarkaða vinnu að hafa fyrir verkakon- ur. Framundan er mikil vinna við útskipun, yfirferð á vélum og öðrum framleiðslutækjum og margt fleira. Er mikil vönt- un á iðnaðarmönnum um þess- ar mundir. Fyrir atvinnurek- endur og bæjaryfirvöld er þetta tími mikilla áforma og ákvarð- Vaxandi útgerð Kaup Útgerðar Síldarvinnsl- unnar hf. á „tvíburunum“ Barða og Bjarti í fyrra virðast ætla að valda straumhvörfum i útgerðarsögu Neskaupstaðar Þegar hafa verið ákveðin kaup á þremur stórum fiskiskipum til viðbótar. ÚtgerðSíldarvinnsl- unnar og ölver Guðmundsson útgerðarmaður hafa samið urr smíði á sínu hvoru skipinu i No"egi. og verða þau um 300 lestir að stærð og væntanlega tilbúin að hausti. Þá hefur Sveinbjörn Sveinsson útgerðar- maður fest kaup á einu af þess- um klassísku aflaskipum frá A-Þýzkalandi, og fær það vænt- anlega að ári. Hefur bæjarfé- lagið auðveldað útgerðarmönn- um leikinn með því að taka á sig einnar miljón króna ábyrgð vegna lántöku fyrir hvom um sig. — Eflist floti Norðfirðinga stórum að fengnum þessum skip- um. Síldarbræðslur Nýlega hefur verið tekin á- kvörðun um, að stækka veru- lega verksmiðju Síldarvinnsl- unnar hf., þannig að afköst hennar verði 7000 mál á sól- arhring. Gengið hefur verið frá kaupum á nauðsynlegum vél- um í þessu augnamiði, en verk- inu verður vart lokið fyrr en að hausti. Aðalakbrautin inn i kaupstaðinn þrengir nú að verk- smiðjunni og hefur þvi verið ákveðið að færa hana í átt til fjalls. Ný löndunartæki verða sett upp við verksmiðjuna og útbúnaður til að vigta síldina við löndun. Viðgerðarverkstæði er í uppsiglingu. Síldarvinnslan hf., sem nú er eigandi Fiskvinnslustöðvar SÚN ásamt söltunarstöðinni Ás, hyggst einnig fljótlega ráðast í byggingu vandaðs íveruhúss fyrir starfsfólk ásamt mötuneyti og er það mikið nauðsynjamál. Bygging niðurlagningarverk- smiðju er í athugun, en engin ákvörðun liggur fyrir um það mál. — Af ofantöldu má sjá, að þetta öflugasta atvinnufyr- irtæki í bænum hefur mörg járn í eldinum um þessar mund- ir. Nýjustu fréttir í bræðslumál- um eru svo þær, að nokkrir valinkunnir athafnamenn hafa ákveðið að freista þess, að koma upp sérstakri 2500 mála síldarbræðslu, inni í Nausta- hvammi, og ætti hún að geta tekið til starfa með hálfum af- köstum næsta sumar, ef enginn óvæntur hnútur hleypur á snærið. Forgöngumenn umþetta mál eru Norðfirðingarnir Bjöm Bjömsson, kaupmaður, Jón Karlsson kaupmaður mm. og Reynir Zoéga bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hefur bæj- ai-stjóm úthlutað þeim lóð undir fvrirtækið þar innfrá. Það sem sérstaklega er at- hyglisvert í sambandi við upp- byggingu atvinnulífsins hér í bæ, og á það ekki sízt við um síldariðnaðinn, er sú staðreynd, að nær öll fyrirtækin eru í höndum hcimamanna, og veru- legur hluti I höndum hálfopin- berra aðila, þar á meðal bæj- arfélagsins sjálfs. Mættn marg- ir nágrannastaðir hér eystra nokkuð af því læra. Menningarmál 1 þeim efnum er margt á döfinni og í undirbúningi um þessar mundir fyrir forgöngu bæjaryfirvalda. Myndárlegt barnaheimili er í smíðum og verður væntaalega lokið við fyrri áfanga þess innan árs. Hafin er smíði íþróttahúss, þótt í litlu sé, en fullbúin verður sú bygging hin glæsilegasta sinnar tegundar á Austurlandi. Er stutt síðan skýrt var ítarlega frá þeim framkvæmdum hér í blaðinu. Lokið er undirbúningi að byggingu heimavistar við Gagn- fræðaskólann, sem jafnframt á að verða sumargistihús, og er nú aðeins beðið eftir grænu ljósi frá ríkisvaldinu til að framkvæmdir geti hafizt. Er hér um mikið nauðsynjamál að ræða, sem varðar fleiri en Norðfirðinga. Stækkun skóla- húsnæðis Gagnfræðaskólans er og orðið knýjandi nauðsyn, sem leysa verður hið allra fyrsta, og svipuðu máli gegnir um Barnaskólann, sem búið hefur við óbreytt húsnæði um meir en þrjátíu ára skeið. Iðnskólann þarf, líka að efla verulega, m.a. með heimavist- araðstöðu, því að þörfin fýrir vel menntaða iðnaðarmenn fer stöðugt vaxandi hér sem ann- arsstaðar. Sem betur fer ber frumvarp það að fjárhagsáætlun, sem nú liggur fyrir bæjarstjórn, vitni um það, að forráðamenn bæjar- ins skilja nauðsyn þess að nýta yfirstandandi góðæri til átaka í mennta- og menningarmálum, enda væri til lítils unnið, ef þau yrðu útundan. Er vonandi, að ríkisvaldið láti ekki sinn hlut eftir liggja. Skemmtanalíf Félagslíf í bænum hefur ver- ið með líflegra móti, það sem af er þessum vetri, þrátt fyrir mikið annríkí hjé" 'flestum. Mörg félög hafa gengizt fyrir árshátíðum og fleiri eiga eftir að fylgja. ' Alþýðubandalagið hélt velheppnað þorrablót um næstsíðustu helgi, og stóðst það á endum, . að sama kvöldið slotaði hríðinni. Leikfélag Neskaupstaðar sýndi leikritið „Svört á brún og brá“ í nóvember undir handleiðslu þess ágæta leikstjóra, Erlings E. Halldórssonar. Er hamn nú væntanlegur hingað aftur ein- hvern næstu daga til að færa á svið nokkra einþáttunga eft- ir Odd Björnsson, en einhverj- ir þeirra hafa aldrei verið sýnd- ir á leiksviði áður. Er hér um mjög lofsvert átak að ræða hjá Leikfélaginu, en formaður þess þriðja árið í röð er nú Birgir Stefánsson, bæjargjaldkeri. Fá væntanlega fleiri ' að njóta þessa . leiklistarviðburðar hér eystra en Norðfirðingar. Þess má og geta, að Leikfélagið efn- f Egilsbúð. Framhald á 9. síðu. „pao er skemmtileg tilöreytlng að rást víð snjó.og þó er hann furðu fastur Iyrir“. segir Jóhann Þórisson, ýtustjóri, sem vinnur hér ótrauður að því að ryðja þykku snjólagi af flugvellinum. „Sex tíma skakstur, sex tíma svefn , , ,. þannig hafa sólarhringarnir liðið hjá mér undangengnar þrjár vikur.“ v i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.