Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 20. febrúar 1966 Dtgefandi: Ritstjórar: Sameiningarflokirur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurðux V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson, Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 llnur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Reimleikar i Aiþýðubiaðinu Qetur ríkisstjórn íslands tekið sjálfstæða afstöðu í utanríkismálum? Eða á íslenzka lýðveldið að láta reka á reiðanum fyrir hvérjum gusti frá ref- skák stórveldanna úti í heimi, láta segja sér fyrir verkum, láta Bandaríkin, Bretland eða Vestur- Þýzkaland ákveða stefnuna fyrir sig í reyndinni, taka örlagaríkustu ákvarðanir fyrir íslendinga? Eða á ríkisstjórn íslands að freista þess að leggja sjálf- stætt mat á gang alþjóðamála, hugsa og ákveða stöðu íslands þannig, að sem bezt sé í haginn búið fyrir komandi kynslóðir íslendinga, fyrir frjálst og fullvalda ísland? |>etta virðist vefjast fyrir núverandi ríkisstjórn og stjórnarflokkunum, Alþýðuflokknum og Sjálf- stæðisflokknum. Alkunnugt er hve langt þeir hafa gengið í undirgefni við Bandaríkin,og enn hefur ekki verið afmáður svikasamningur þeirra um land- helgina, þar sem þeir gáfu Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi heimild til að láta erlendan dómstól skera úr um lögmæti allrar frekari útfærslu ís- lenzkrar landhelgi. En tilefni þessara spurninga í dag er draugagangur í blaði utanríkisráðherrans. í forystugrein Alþýðublaðsins „Mál kemur aftur" af vakinn upp draugur sem lét allmikið að sér kveða fyrir nokkrum árum, er stjórnarflokkarnir hugðust þvinga fram inngöngu íslands í Efnahags- bandalag Evrópu. Nú segir málgagn utanríkisráð- herrans að vel gæti það orðið að Bretar gengju í bandalagið á þessu ári. Svo kæmi röðin að smáríkj- unum, skilst manni. „Og þá verður Island ekki undanskilið”, segir blaðið. gjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hugð- ust keyra Island inn í Efnahagsbandalagið um árið jafnskjótt og Bretland hefði gerzt aðili að því. Engin tilraun var gerð af stjórnarflokkanna hálfu að skýra fyrir þjóðinni hve örlagarík þátttaka ís- lands í bandalaginu væri sjálfstæði íslands, frá þessum flokkum fengu landsmenn ekkert nema hrá- an áróður og útmálun á þeim skelfingum sem ís- lendinga biðu ef þeir yrðu „utan við". Þar urðu aðr- ir að koma til og skýra fyrir þjóðinni hver hætta var á ferðum, að Island hefði orðið eins og valda- laus hreppur í þessari ríkjasamsteypu, að land- helgin og auðlindir íslands hefðu verið ofurseldar fiskiflotum og iðnaði hinna stóru ríkja Vestur-Evr- ópu, að íplenzk stjórnarvöld hefðu að verulegu leyti misst valdið yfir íslenzkum málum úr höndum sér. Þegar hindrað var að Bretland kæmist í bandalagið kipptu íslenzku bandalaasmennirnir að sér hend- inni og höfðu jafnvel við orð að þeim hefði ekki verið alvara. l\ú gengur draugurinn aftur í Alþýðublaðinu. Hug- myndin um inngöngu Breta er sjálfsagt enn mjög óljós og óviss. En Alþýðublaðið lýsir strax yfir vilja sínum oa þá sennilega ríkisstjórnarinnar til að elta Breta. Sjálfsagt upphefst bráðum gam- alkunnur áróður um hætturnar ef ísland lendi „ut- an við”, þá sé nær að farga efnahagslegu sjálfstæði ^andsins. Menn og flokkar sem eru þetta viðkvæmir fyrir gusti erlendis frá, ættu sízí að stjórna lanai ~a þjóð. Og afturgangan um inngöngu íslands í "'nahagsbandalagið verður máttlaus slæðingur. - s. „Kosmos“ 109 fór á braut í gær MOSKVU 19/2 — Gervitungl af gerðinni „Kosmos“, það 109. í röðinni, var sent á braut frá Sovétríkjunum í dag. „Kosmos“- tunglunum hefur verið skotið á loft með svo til viku millibili síðustu tvö árin og munu flest þeirra hafa verið tekin niður til jarðar aftur. Miðstjórnin á fundi í Moskvu MOSKVU 19/2 — Miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna' kom saman á fund í Moskvu í dag. Aðalmálið á dag- skrá er hin nýja fimm ára á- ætlun, en einnig verður undir- búið 23. flokksþingið sem hefj- ast á 29. marz. Þriðja sýningin í Lindarbæ fyrir SR og Dagsbrún Fimmtuddaginn 24. febrúar kl. j 20.30, verður leiksýning í Lind- ; arbæ fyrir meðlimi verkalýðsfé- laga á vegum Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Sýnd- ir verða einþáttungamir Hrólf- ur og Á rúmsió. Þetta er þriðja sýning á þess- um einþáttungum á vegum fé- lagsanna, og seldist upp á syip- stundu á báðar fyrri sýningam- ar. . Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Dagsbrúnar frá og með morgundeginum (mánud.). Verð aðgöngumiða er kr. 75.00. ! Verkamannafél. Dagsbrún, Sjómannafél. Reykjavíkur. Framhald af 1. síðu. bréf um málið 14. þm. og til- kynnti lokun þann 18. Var skuld bæjarsjóðs við rafveituna þá komin upp í 499.317,20 krónur. Lagði rafveitustjóri bréfið fram á fundi rafveitunefndar sama dag, 14. febrúar, og var efnis- legt innihald þess bókað í fund- argerðarbók^ nefndarinnar og orðrétt niðurlag þess um lokun- ina. Gerði rafveitunefnd engan fyrirvara um lokunartímanij á þessum fundi eins og hún hafði gert á fundinum 13. desember. Krafðist rafveitustjóri þess í bréfi sínu til bæjarstjóra að bæj- arsjóður greiddi rafveitunni a. m.k. 350 þúsund krónur upp í skuld sína til þess að rafveitan gæti staðið í skilum við Lands- bankann vegna ábyrgðar í sam- bandi við kaup á fyrrgreindum jarðstreng. Mál þetta sem hér hefur verið rakið er ágætt dæmi um fjár- málastjórn núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta í Hafnarfirði, en eins og kunnugt er jukust umsamdar skuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á sl. ári um 50 miljónir kr. auk lausaskulda eins og við rafveituna. Ritvélar Framhald af 12. síðu. og hefur viðgerðameistari fyrir- tækisins Hannes Arnórsson und- anfarið dvalizt á ftalíu til að læra viðhald og viðgerðir á hon- um og hinum nýju vélunum, því umboðið er skyldugt að veita fullkomna þjónustu og ársá- byrgð er á öllum vélunum. Kassinn hélt Sveini! Forstjóri Norðurlandadeildar Olivetti, dr. Podkrajsek og Ragn- ar Borg forstjóri umboðsins kynntu vélarnar og til að sýna fram á, hve sterkt væri í þeim var m.a. plastkassinn tekinn of- an af og blaðamönnum boðið að stíga á með öllum sínum þunga. Varð til þess Ijósmyndari JVIbl., þéttur á velli, og hélt kassinn honum. HEIMILISRAFSTÖÐVAR Ptsf$ 6 kw rafstöðvarnar eru hentugasta stærðin fyrir venjuleg sveitaheimili. Verðið er um kr. 60.000,00. — Raforkusjóðslán fyrir þessum stöðvum er kr. 52.000,00 til tíu ára og afborgunarlaust fyrstu tvö árin, en síðan jafnar árlegar afborganir. — Getum afgreitt þessar stöðvar í maímánuði, ef pantað er strax. Einnig eru fyrirliggjandi IV2, 3 V2 og 11 KW rafstöðvar, og aðrar stærðir /útvegaðar með stuttum fyrirvara. S. Stefánsson & Co. h/f Garðastræti 6 — Sími 15-5-76 — Pósthólf 1006. v Allt á sama stað ÞAÐ MÁ ENGU SKEIKA HJÁ KAPP- AKSTURSMANNINUM OG \ því treystir hann bezt CHAMPION kertum jjwdiii MMi '■m—" —- * Aflið eykst. Ræsing verður auðveldari. 10% eldsneytissparnaður. Kraftkveikjuneista- oddar erú úr Nickel — Alloy, sem endast mun lengur. Egill Vilhiálmsson h/f Laugavegi 118, sími 22240. GEYMSLUHÚSNÆÐI TIL LEIGU , * Geymsluhúsnæði um 360 fermetrar til leigu í Dvergshúsinu við Grandaveg. Leigutími til 15. júlí n.k. Bœiarútgerð Reykiavíkur Sími 24345. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.