Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 12
Hættir FiskmiSstö&in í Orfirisey brátt rekstrinum? □ Allar líkur benda til þess, að fyrirtækið Fisk- miðstöðin í Örfirisey hætti rekstrinum á næstunni. — Við erum að gefast upp á að reka fyrirtækið vegna skilningsleysis stjórnarvalda, sagði Sæmund- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri í viðtali við Þjóð- viljann í gærdag. Við sáum fyrir fiskskortinn á síSastliðnu sumri og gengum þá á fund viðskiptamálaráð- herra, —. fórum þá fram á ráð- stafanir til þess að tryggjafram- búðarlausn á rekstri fyrirtækis- ins, — fengum þá litlar úrbætur á okkar málum. Fiskskortur hefur verið meira og minna hér í borginni síðan í haust og vofir yfir borgarbú- um i framtíðinni, — sérstaklega Framkvæmdastj. Steingrímur Bjarnason og Sæmundur Úlafsson á tímabilinu frá því í október ^til febrúarloka að óbreyttum að- stæðum. Núna göngum við fyrir sama ráðherra á morgun og viljum taka upp þráðinn frá því í haust til þess að vinna að lausn. á þessum málum. Höfuðmeinsemdin í þessum Handtökur / Ungverjalandi fyrir samsæri gegn rikinu BUDAPEST 19/2 — Skýrt hefur verið frá því í Búdapest ’að all- margir menn hafi verið teknir höndum, sakaðir um samsærium að steypa ríkisstjórninni. Hinir handteknu eru sagðir hafa haft vitorðsmenn á vesturlöndum. „Nepszabadsag“ segir að hinir handteknu séu „svarnir fjand- menn kommúnismans", „póli- tískir afbrotamenn“ sem hafi verið handteknir eftir uppreisn- ina 1956, en síðan látnir lausir við sakaruppgjöf. Nokkrir þeirra hafa verið dæmdir í_ 4-5 ára fangelsi og jafnframt til að afplána þann hluta refsingarinnar frá 1956 sem þeim var gefinn eftir við sakaruppgjöf 1963. De Gaulle ræðir við blaðamenn PARÍS 19/2 —Eins og að venju í ársbyrjun ræðir de Gaulle við blaðamenn í París á mánudag og eins og jafnan áður er þess fundar beðið með talsverðri eft- irvæntingu, og nú líka vegna þess að fundurinn hefur dregizt nokkuð á langinn. Sá dráttur er talinn hafa stafað helzt af Ben Barka-málinu sem gerir forset- anum erfitt fyrir. Hin hálfopin- bera fréttastofa, AFP, hefur sagt að forsetinn muni gera hreint fyrir sínum dyrum í því máli. Einnig er talið víst að hann muni fjalla um Vietnam. Einn ráðbfirra Wilsons farsnn LONDON 19/2 — Flotamálaráð- herra brezku stjórnarinnar, Christopher Mayhew, sagði af sér í dag í mótmælaskyni við þá ákvörðun að kaupa bandarískar herþotur af gerðinni F-lll í stað þess að smíða flugvélaskip. Að- stoðarráðherra hans, Mallalieu, hefur tekið við embættinu. Talið er sennilegt að þessi afsögn muni verða til 'iess að Wilson hiki við að efna til kosninga í vor, sem búizt ■ hefur verið við. málum er enginn rekstursgrund- völlur fyrir báta til þess að stunda línuútgerð, — bátaflotinn er meira og minna lamaður, sjó- menn fást ekki á bátana og út- gerðarmenn geta ekki haldið úti bátunum vegna reksturskostnað- ar í dýrtíðinni vegna þess að fiskverðið er skammtað of naumt. Við höfum haldið úti tveim bátum frá því í haust og rekið þá með botnlausu tapi og greið- um sjómönnunum fjórtán til sextán þúsund króna mánaðar- laun. Það þýðir ekki að nefna minni kauptryggingu fyrir hásetana í samkeppni um vinnuaflið á markaðnum og aðrir rekstrarlið- ir eru eftir því við rekstur bát- anna, — þetta er botnlaust tap. Þó að bátarnir kæmu með fullfermi dag eftir dag gerir það ekki betur en láta enda ná sam- an, — hvað þá þegar aflabrest- ur er fyrir hendi eins og alltaf má gera ráð fyrir við fiskveið- ar. Það er mikil þjóðarógæfa að gefa línuveiðunum ekki lífsmátt eða öðrum liðum í bolfiskveið- um og skapar ekki aðeins skört á neyzlufiski í borginni helcUir ÚTSALA á skófatnaði hefst í fyrramálið Og margt margt fleira fyrir ótrú- lega lágt verð Karlmannaskór, fjölmargar gerðir Stærðir nr. 39 — 42. Kvenskófatnaður, ýmiskonar íyrír mjög lágt verð. Barnaskófatnaður úr leðri » i fyrir telpur og drengi, vandaðar gerðir. Verð frá kr. 175,00 Ennfremur kuldaskór úr leðri fyrir kvenfólk og drengi, stærðir nr. 35 fyrir aðeins kr. 198,00 — 41 SKÓKAUP, Kjörgarði Laugavegi 59. Sunnudagur 20. febrúar 1966 — 31. árgangur 42. tölublað. er þetta efnahagslegt áfall fyrir þjóðarbúið í hgild. Tuttugu og tveir fisksalar hér í borginni settu þetta fyrirtæki á stofn og hleyptu því af stokk- unum vorið 1964 og reyndist þetta stórt spor fram á við til þess að bæta fisksölumálin hér í borginni. Það er vonlaust að reka fyrirtækið í þeim efna- hagslega ramma, sem viðskipta- málaráðuneytið setur okkur. Fyrst og fremst erum við látn- ir þjóna undir falska vísitölu og falskan talnaútreikning á papp- írum sem er ekki í neinu sam- ræmi við raunverulegt mat líð- andi stundar. Við skulum rekja dæmi á tveim megin fisktegundum til neyzlu hér í Reykjavík. Þá er fyrst að taka ýsu, — slægða með haus. Við megum kaupa óslægða ýsu upp úr sjó á kr. 5,00 kílóið.. Þegar ýsan hef- ur verið slægð, þá hefur hún 72fl/0 af upphaflegri vigt, — það er kr. 2,84 á kíló í heildsölu að viðbættum þremur krónum nið- urgreiddum frá ríkinu eða sam- tals kr. 5,84 á kíló. Við fáum þannig 16,9% ágóða fyrir vinnsl- una. Af þorski, — slægðum með haus fáum við aðeins 4,4% á- góða fyrir vinnsluna, — þá er reiknað með 72% af upphaflegri vigt, — kr. 2,05 á kíló að við- bættum kr. 3,17 niðurgreiddum eða samtals kr. 5,22. Við greiðum hálfa miljón á mánuði í vinnulaun til land- fólks og sjómanna fyrir utan aðra rekstursliði við fyrirtækið. Af áðurgreindum ágóða þurf- um við að borga tapið á útgerð tveggja báta, — jafnframt flutn- ingskostnaði á fiski frá Suður- nesjum. í mesta fiskskortinum sóttum við um leyfi til þess a'ð flytja hingað .til borgarinnar fisk fife Breiðafjarðarverstöðvum, — við urðum að hætta við þann flutn- ing vegna flutningskostnaðar. Persónulega treysti ég mér ekki til þess að veita fyrirtæk- inu forstöðu lengur, sagði Sæ- mundur Ólafsson og nýr fram- kvæmdastjóri er að taka við fyrirtækinu,— hann heitir Stein- grímur Bjarnason. Við spurðum Steingrím, — hvernig honum litist á blikuna. Það verður stutt í mínum framkvæmdastjóraferli hjá fyr- irtækinu að óbreyttum aðstæð- um. Það fer eftir undirtektum ráðherra á morgun. Tveir sækja um irófessorsembætti Umsóknarfrestur um prófess- orsembætti í meina- og sýkla- fræði rann út 15. þ.m. Umsækjendur eru: Bjarki Magnússon, læknir og dr. Ólafur Bjarnason, settur prófessor. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>!■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Frá Kenya. Góð þátttaka í páskaferðum Enda þótt páskadagur sé ekki fyrr en 10. apríl hafa ferðaskrifstofurnar þegar auglýst páskaferðir sínar til útlanda, og er fullskipað í sumar þeirra. Þjóðviljinn hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofur og spurðist fyrir um páskaferðir, og fara svörin hér á eftir. Ferðaskrifstofan Lönd og leiðir hefur auglýst þrjár páskaferðir utanlands. Farið verður 18 daga ferð til Mið- og Austur-Afríku, og verður flogið héðan 26. marz til Diis- seldorf og þaðan 28. til Ken- ya. Fararstjóri í þessari ferð verður Þjóðverji og hafa margar pantanir borizt, verð- ið er frá kr. 24.400. Einnig skipuleggur ferða- skrifstofan Lönd og leiðir ferð til Rhodos, sem er stærsta eyjan í Gríska eyja- hafinu, skammt frá Litlu-As- íu. Flogið verður á skirdag til Hafnar og næsta morgun til Rhodos og dvalið þar á 1. flokks hóteli 3.—8. dag far- arinnar. Möguleikar eru á tveggja daga dvöl í Höfn eða Glasgow í bakaleiðinni. Ferð þessi kostar kr. 13.900 og er mikið búið að panta, en há- markið er 30 manns. Farar- stjóri verður íslenzkur. Skíðaferð til Noregs verður farin á vegum sömu ferða- skrifstofu 5. apríl. Flogið verður til Osló og gist þar eina nótt en síðan farið á skíði í Hösbjör. Um tvennt er að velja: tíu daga ferð á kr. 11.900 og 7 daga ferð, sem ■ kostar kr. 9.800. í verðinu er : innifalið fullt fæðL Farar- j stjóri verður Páll Guðmunds- j son, skólastjóri. Ferðaskrifstofan Saga ■ skipuleggur ferð til Jersey, ■ eyjdr við Frakklandsstrend- i ur. Verður flogið til London j 5. apríl og komið aftur þann 15. og kostár ferðin kr. 11.875. j Margir hafa spurzt fyrir um | ferðina og er búizt við 25 i þátttakendum. Fararstjóri i verður Hilmar Pálsson. Fimmtán daga ferð til Mal- j lorca og Kanaríeyja verður j farin á vegum ferðaskrifstof- | unnar Sunnu. Þegar hafa j fengizt 85 manns í þá ferð og i verða þátttakendur e.t.v. i fleiri, fara þá með áætlunar- i flugvél, en flestir fara með leiguflugvél. Dvalizt verður í 5 daga á Mallorca og viku á Kanaríeyjum. Fararstjórar verða þeir Guðni Þórðarson og Jón Helgason. Suður-Spánn hefur orðið fyrir valinu til páskaferðar ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Farið verður til Malaga, Costa Del Sol og baðstrandarinnar Torremolinos. Einnig verða kynnisferðir til Granada, Gí- braltar og yfir Njörvasund til Tangier í Afríku. í bakaleið- inni verður dvalið 3 daga í London. Fararstjórar verða Ingólfur Guðbrandsson og að- stoðarmaður hans. Fullskipað er í ferð þessa og verða þátt- takendur 85 talsins. Kynntar margar nýjar teg- undir rit- og reiknivéla Umboðsmenn hinna þekktu ít- ölsku Olivetti rit- og reiknivéla, G. Helgason og Melsted, buðu fréttamönnum sl. föstudag að skoða nokkrar nýjar gerðir véla frá fyrirtækinu, sem komnar eru á markað hér. Olivetti er gamalt fyrirtæki á Ítalíu og hefur framleitt rit- og reiknivélaii í um 60 ár og rafknúnar skrifstofuvélar um 15 ára skeið. Alls eru nú framleidd- ar 10 gerðir af Olivetti ritvélum og eru allar fáanlegar hérlendis, en allra nýjustu gerðirnar eru tvær tegundir ferðaritvéla, O. Dora sem er ódýrust á 3750 kr tilvalin skólaritvél, og O. Lettera De Luxe, sem er sérstaklega vönduð útgáfa af Lettera 32, auk tveggja rafmagnsritvéla, lítillar gerðar, Tekni 3, á 13.860 kr., sem þó er nógu breið fyrir víxla og tollskýrslur og Tekni 5, sem er mjög stór og fullkomin skrif- stofuvél. Þá eru einnig komnar fram nýjar gerðir reiknivéla, hand- og rafknúnar og bráðlega er von á rafeindareikni til notkun- ar í bönkum og stórfyrirtækjum Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.