Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 8
TT ^ SÍÐA — ÞJÓÐVILíJINN — Sunmrdagar 20. fetotém: IS66 Kristján Eldjárn • Vikulok • Kristján Eldjárn flytur há- degiserindi, fróður maður og skemmtilegur og ætti reyndar að láta sem oftast til sín heyra í útvarpi. Það var annars dá- lítið einkennilegt, að þei,ir sýnd voru sýnishom af hugs- anlegri dagskrá íslenzks sjón- varpSj þá var þjóðminjavörð- ur alltaf látinn mæta þar með forngripi að segja frá. Endyrtekin eru sönglög eftir Gylfa Þ. Gíslason menntamála- ráðherra. Er ekki tími til kom- inn að kynna Ijóðagerð ráð- herrans einnig; það getur varla verið að íslenzka ríkisstjórnin sé síður hagmælt en til að mynda sú kínverska? Svavar Gests mætir með þátt. Það er sama hvað menn segja um Svavar; hann er þó fagmaður kallánginn. Á mánudag er spurt og spjallað. Líklega verður talað um íþróttir. íþróttir er það sem auðveldast er að deila um á ISlandi, fyrir utan bjór og mink. 8.30 Fíladelfíusveitm leikur marsa eftir Joh. Strauss og Elgar, svo og rússneskt göngu- lag. 9.25 Morguntónleikar a) Kons- ert í G-dúr fyrir tvö mandó- lín og strengjasveit eftir Vi- valdi. del Vescovo, Ruta og 1 Musici leika. b) Sónötur e. Scarlatti. Marlowe leikur á semhal. c) Sönglög og aríur eftir ítölsk tónskáld. Gobbi syngur. d) Píanókonsert nr. 2 op. 21 eftir Chopin. Asjk- enazí og Sinfóníusveit Lund- úna leika; Zinman stjómar. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju. (Séra Erlendur Sigmundsson fyrrv. prófastur). 13.10 Séra Pétur Dass og kvæðaflokkur hans Norður- landstrómet Dr. Kristján Eld- járn flytur hádegiserindi. 14.00 Miðdegistónleikar. a) H. Riechling píanóleikari frá Þýzkalandi og Yannulla Papp- as frá Bandaríkjunum 1: Riechling leikur Adagio (K540) eftir Mozart og tvær prelúdíur eftir Debussy 2: Pappas sjmgur við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur lög eftir Wolf-Ferrari, Pizzetti, Villa-Lobos og Ginastera. b) Frá Berkshire-tónlistarhá- tíðinni i Bandaríkjunum Sin- fóníuhljómsveitin í Boston leikur sinfóníu í d-moll eft- ir Franck; Leinsdorf stjóm- ar. 16.30 Þjóðlagastund. Troels Bendtsen velur lögin og kynnir. 16.00 Hörður Gunnarsson lýsir helztu viðureignum í skjald- arglímu Ármanns 13. þ.m. 16.20 Endurtekið efni a) Viðtal Jónasar Jónassonar við Aðal- björgu Sigurðardóttur. (Áður útvarpað í vikulokin 9. októ- ber sl.) b) Sönglög e. Gylfa Þ. Gíslason ráðherra, flutt af Fóstbræðrum og þremur ein- söngvurum, undir stjóm Jóns Þórarinssonar (Áður útvarp- að á þrettándanum). 17.30 Bamatími: Anna Snorra- dóttir stjórnar. a) Flengingar- dagur í Mjóafirði. Austfirzk • Endasprettur sýndur í kvöld • Gamanleikurinn Endasprettur, hefur nú verið sýn,dur 18 sinnuum í ÞjóðleikHúsinu og verður næsta sýning leiksins í kvöíd kl(. 20.00. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur aðalhiutverk Ieiksins og hefur han,n hlotið mjög góða dóma fyrir túlkun sína á hinum áttræða rithöfundi í þessum gam- anleik. — Myndin er úr lokaatriði leiksins. í frönsku og þýzku. telpa segir frá. b) Síðasti þáttur framhaldsleikritsins Almansor konungsson, eftir Ólöfu Ámadóttur. Leikstjóri: Helgi Skúlason. c) Faðir skrifar dóttur: Bréf frá Nehru til Indiru dóttur hans. Borghildur Einarsdóttir þýddi. Róþert Amfinnsson les. 18.30 Islenzk sönglög: Tónlist- arfélagskórinn syngur. 20.00 Tveir kvartettar fyrir flautu, fiðlu, viólu og selló, K631 og K285A, eftir Mozart. Hunt leikur á flautu, Bjöm Ólafsson á fiðlu. Ingvaí Jónasson á víólu og Einar Vigfússon á selló. 20.25 Upphaf enskrar byggðar í Ameriku. Jón R. Hjálm- arrsson skólastjóri flytur síð- ana erindi sitt. 20.45 Harry Simeon kórinn syngur. 21.00 Á góðri stund. Hlustend- ur í útvarpssal með Svavari Gests. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. títvarpið á morgun: 13.15 Búnaðarþáttur: Um fóð- urbirgðamál. Guðmundur Jósafatsson talar. 14.40 Sigríður Thorlacius les skáldsöguna Þei hann hlust- ar. 15.00 Miðdegisútvarp. Guðrún Tómasdóttir og Kristinn Hallsson syngja. Bolzano- tríóið leikur Dumky-tríóið e. Dvorák. Horowitz leikur létt lög eftir Skrjabín o. fl. 16.00 Síðdegisútvarp. Field, Fame, hljómsveitir Heaths, Ross og Slatkins, Espanoles, hljómsveit Pieskers o. fl. leifca og syngja. 17.20 Framburðarkennsla 17.40 Þingfréttir. 18.00 Ingimar Óskarsson talar um íslenzkar grastegundir. 18.30 Tónleikar. 20.00 Um daginn og veginn. Gísli Jónsson forstj. talar. 20.20 Spurt og spjallað í út- varpssal. Þátttakendur: Ás- geir Jóhannesson, deildarstj Óskar Jónsson félagsmála- fulltrúi, Unnar Stefáns.soh viðskiptfr., og Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi. Fund- arstjóri: Sigurður Magnús- son. 21.20 Gömlu lögin leifcin og sungin. 21.30 Utvarpssagan: Dagurinn og nóttin. 22.00 Lestur Passíusálma (12). 22.20 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.10 Sveinn Kristinsson flytur skákþátt. 23.45 Dagskrárlok. • Hitaveitan og viðreisnin • Síðunni hefur borizt enn einn botninn við vísupartinn um hitaveituna, að þessu sims utan af landi, og sagðist bréf- ritari hafa dottið í hug að gera tilraun með botn frá sínum bæjardyrum séð, þótt fyrri- parturinn snúi alveg að Reyk- víkingum. Vísupartur blaðsins var á þessa leið: Hitaveitan hentar bezt í hláku og sunnan vimdi. Og botninn: En „viðreisn“ okkar frystir flest, þó fjandinn undir kyndi, G.Þ.S. frá Drangsnesi. • Vandræði „ÉG GET VEL DÆMT UM ÁFENGI, ég drakk bæði þjór og brennivín og var kominn á fremstu nöf. Eg veit hvaða djöfladrykkur áfengið er. Og enn langar mig í brennivín og bjór, þó 48 ár séu iliðin síðan ég bragðaði þá ólyfjan.“ (Bréf til Hannesar á hom- inu, Alþbl.) m Gletta • „Mér líkaði vel hvemig þú horfðir beint í augun á honum og gerðir þegjandi og orðalaust allt sem hann skipaði þér“. Otsýni yfir þennan blómlega dal og snæfjöllin sem umgirða á alla vegu, er hið fegursta, en svo sem vinur okkar veitinga- maðurinn í þeirri dýrðlegu borg Orta San Giulio svaraði okkur þegar við lýstum yfir öfund okkar á honum fyrir að fá að dvelja þar. — Enginn lifir á útsýni eintómu. Ekki væri rétt að jafnaþessu unga fólki við þá sem hafa embætti sín til að raka að sér fé í von um að eiga náðuga daga, mega njóta vel lífsins og karríeristanna, sem svo eru kallaðir. Þetta eru nokkurskon- ar trúboðar, upptendraðir af vilja til að láta gott af sér leiða, án tillits til launanna. En ekki mundu þau vilja heyra þetta nefnt. Þau mundu fara öll hjá sér væri þeim borið slikt á brýn. Ekki gera þau sér heldur vonir um laun annars heims. Þessir læknar hljóta að hafa frétt af ásökunum Dalai Lama og þeirra sem með hon- um fóru til Indlands, um það að Kínverjar, landar og félag- ar þessara manna, væru að út- rýma Tíbetum með morðum og pyndingum, og að þeir sjálfir (þessir menn voru i Lhasaþeg- ar þessi villimennska var sögð hafa byrjað) hefðu verið látnir' leggja sinn skerf til óhæfuverk- anna með því að starfa að því að gelda tibezka karlmenn. Það hefði verið fróðlegt að vita hvað þeir hefðu sagt, ef við hefðum sagt þeim frá þessu, en með tilliti til þessara þús- unda af sjúku fólki, sem þeir voru að annast af mestu alúð, og við sáum margt af, hefði það verið ósæmilegt að færa þetta í tal. 1 stað þess fórum við að skoða þá læknisdóma, sem við hefðum orðið að sæta, ef við hefðum komið til Tíbet áður en þessir menn komu. Við komum í gamla spítalann, þar sem herra Liang Hung, for- stjóri heilsuvemdarstöðvarinn- ar, kynnti okkur fyrir fyrrver- andi yfirmanni stofnunarinnar, yfirmunkinum Chinrob Nobo. frægasta lækni í Tíbet. Þessi áttræði munkur var heimilis- læknir Calai Lama eða einka- læknir. Nú er hann orðinn ör- vasa og nærri blindur, og er hættur störfum og lifir á eftir- launum frá ríkinu og býr i skrautlegri fbúð. Hann hefur þjónustulið og mergð helgi- gripa sér við hönd, svo sem hæfir manni með svo háa tign — myndir úr gulli og silfri í löngum röðum og gerðar af mikilli list, ker með vigðu vatni og annað af sjaldgæfum dýr- gripum sem hafðir eru við helgiathafnir búddhatrúar- manna. Þessi maður, sem er nauðalíkur Páli ■ páfa, tók á móti okkur sitjandi á bekk, sem hann sefur líka á, sá bekkur var hulinn fagurlega ofnum teppum, og mjög útsaumuðum hægindum. Himinninn yfir sæt- inu var mjög skreyttur mynd- um af Búddha, fuglamyndum og blóma. Hann var klæddur rauðgulum silkikufli með gul- um ermum. Ennþá tekur harm á móti sjúklingum, en ekki nema ein- um eða tveimur á dag, og það þegar hann er bezt fyrirkallað- ur, og þá ekki nema vildustú vinum sínum eða sjúklingum sem enga bót hafa fengið hjá hinum yngri. Á meðan við stóð- um við tók hann á móti munki og litlu bami ungrar konu, lagði hendur yfir þau og gaf þeim góð ráð. Áður en Kinverjar komu ár- ið 1951, máttu engir læra lækn- isfræði nema munkar, og svo sem allir hinir 500 læknarsem þá voru í landinu, lærði Chin- rob Nobo við læknaskólann, sem er staðsettur efst uppi í JámfeHi, en það er sú bygging í borginni, sem hæst ber, og hærra en Potala. Þar vom þeim kennd þau læknavísindi, sem viðgengizt hafa í Kína frá alda öðli, þ.á.m. acupuncture og moxibustion, stjömuspá- fræði og galdralækningar. Slíkra merkilegra lækninga fengu ekki aðrir að njóta en hinir hæst settu af munkun- um, aðallinn og yfirmenn i hemum. Fátækir munkar og al- menningur urðu að láta sér nægja fyrirbænir og einföld húsráð, sem það kunni. 1 raun- inni var almúginn ekki ver settur en þeir sem efni höfðu á og rétt til að leita til „lærðra“ lækna, og mörgum kann að hafa orðið það lífgjöf og heilsu- bót að sleppa við að lenda í höndum slíkra '„heilagra vís- indamanna“. Þeir sem efnaðast- ir voru, fengu töflur, sem gerð- ar voru úr saur „lifandi Búdd- ha“ og glundur á glasi, sem I hafði verið heitt hland úr þeim hinum sama, en þetta taldist vera hið göfugasta og ginn- heilagasta af öllum lyfjum. Chinrob læknir og nótar hans trúðu því staðfastlega f sinni yfirvættis stóru vanþekk- ingu á vfsindalegri læknisfræði, að sjúklingur gæti ekki dáið nema fyrir vanrækslu þess læknis, sem stundaði hann, Búddha var óskeikull, og þess- vegna hlaut sá læknir, sem kunni til fullnustu fræði sín, að geta læknað allt. Ef það brást, hafði hann ekki lesið nógu vel, eða sleppt einhverju úr sem máli skipti. Þessi lær- dómur var miklu tímafrekari en nútíma læknisnám. Það þurfti níu ára nám við lækna- skólann í Lhasa til þess að læra utan að þessár f jórar bæk- ur, sem krafizt var, og var hin elzta þeirra fyrst gefin út fyrir 2000 árum, og álitin vera í fullu gildi allt ft'am til 1962, vegna þess að höfundur henn- ar var innblásinn holdtekja heilög, sem ekki gat hafa látið sér skjátlast. Bókin var endur- skoðuð af Hirrum uppljómaða Búddha íklæddum holdi manns, árið 125. Áður en stúdent var sleppt, var hann prófaður og þurfti þá að kunna allt utanbókar, ann- ars féll hann. En vegna þess að minni jafnvel hinna helg- ustu munka gat verið gloppótt, kom það víst fyrir að þeir sfc ifuðu ekki hið.réttalyf á lyf- seðilinn, og hlauzt af því sú ólukka, að sjúklingurinn dó. Engin þörf var á því að skoða lík hins látna, enda var það bannað. Dánarorsök var auð- velt að finna með því að líta í kennslúbækurnar, af þeim gat læknirinn séð, hvað honum hafði orðið á. Þessi virðulegi læknahöfðingi varð þreyttur af því að skoða þessa tvo sjúklinga. Svo sjón- lítill var hann, að hann grillti varla í okkur, og svo heyrnar- laus, að erfitt var að látahann heyra spuminganiar. Við skild- um við hann þar sem hann var farinn að dotta á rúmi síntLj og fórum að ræða þau um- skipti, sem orðin voru í lækn- ingum í landinu. Gamli skólinn er ennþá ein deild hins nýstofnaða lækna- skóla í borginni miðri. Hús þetta er í tveimur hæðum og hið vistlegasta, en milli álm- anna fjögurra er stór garður fullur af blómum, og rúm sjúk- linganna, sem úti mega vera, milli blómabeðanna. I salnum uppi, þar sem héngu silkifánar og gamlar helgimyndir, biðu hinir eldri af kennurum deild- arinnar á bekkjum sínum teppalögðum eftir okkur. Þeir voru klæddir í hvíta lækna- sloppa utan yfir munka- kufla sína og með hvítar húfur. Mjór og horaður, gamall hefð- armaður með hvíta skeggviska og tvö tindrandi augu bak við kúpt gleraugu, kynnti sig fyrir okkur oí' ságðist heita Ah Wang Chu Tza, og síðan kynnti hann fyrir okkur iæknana, sem við- staddir vora, og voru sérfræð- ingar í ýmsum greinum. Harm skýrði okkur kurteislega frá grandvallaratriðum tíbezkrar læknisfræði, en samkvæmt því era allir menn, dýr og jurtir, gerðir úr þessu femu, málmi, tré, vatni og mold. Ef þessi fjögur „frumefni“ vora í rétt- um hlutföllum, hlaut heilsan að vera í góðu lagi Ef of lítið var af málmi, olli það heilsuveiM- un, sem í því fólst, að beinin vildu e :ki vaxa eðlilega, og BtTU ÁSKRIFAND! ÁÐ RÉTTI? - CF SV0 ER FKKI, ÞÁ HRINCDU /17500. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.