Þjóðviljinn - 20.02.1966, Side 10

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Side 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Sunimdagur 20. febrúar 1966 STORM JAMESON: Ó, BLINDA HJARTA næstum orðið illt. En 'hann sá að tæmar voru ekki alvarlega meiddar: hver einasta nögl var svört og blóð vætlaði meðfram þeim, en enginn hafði rifnað af. Gott. hugsaði hann. En það sem honum þótti verst var hvernig farið hafði verið með fötin hans. Þeir höfðu notað hníf og skorið í jakkann hér og þar, svo að flipamir héngu nið’ur. — Góði jakkinn minn, tautaði hann. Varir hans skulfu. Hatm sneri sér frá speglinum og horfði andartak á borðið. Síðan braut hann enda af brauð- inu og reyndi að borða það. Hann gat það ekki og varð að skyrpa því útúr sér. Það olli ekki fyrst og fremst erfiðleikum að nota bólgna og rifna tung- una, heldur lokuðust kverkarn- ar á honum í hvert skipti sem hann reyndi að kyngja. Rétt eins og kvalarar hans hafði hann verið að gera ýmsar upp- götvanir undanfarna mánuði. Um þá og sjálfan sig. Um sjálf- an sig hafði hann komizt að raun um, að sársauki er bæri- legri en vamarleysið, að minnsta kosti þegar sársaukin er ekki verri en rifin kinn og marðar neglur. Það var vamarleysið í höndum þeirra sem var að gera út af við hann. Um hina hafði hann uppgötv- að dálítið undarlegt. Að jafnvel harðlyndasta barnið — ef hægt er að taka þannig til orða — á líka eitthvað gott til. Og ef til vill fyrirleit hann enn meira þá drengi sem sýndu honum goðvild, þegar enginn sá til. Hann settist, ýtti frá sér disk- inum, hvíldi andlitið í höndum Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steiim oor Dóáó Laugavegi 18 III hæð flyfta) SIMI 24-6-16 pnna Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMT 33-968 ÐÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi r.lARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstræt- ismegin — Sími '4-6-62 Há tníw^'nstoia AnclnrtiffiÍAr María Guðmundsdóttir. Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama staS sér og sökkti sér með áfergju niður i drauminn sinn. Nú var hann orðinn svo fast- mótaður og kunnuglegur, að hann gat byrjað hvar sem var._ ekki endilega á byrjuninni. Frá efra hluta þorpsins, þar sem á- ætlunarbíllinn til Grasse stanz- aði, hafði hann fundið leið til að komast til Marseilles, án 41 þess að þurfa að nota aðalgötur eða fara gegnum neinar stór- borgir. Þegar til Marseilles kom, myndi hann finna lítinn flutn- ingabát, auðvitað þýzkan, þar sem vantaði hjálparstrák, og með honum kæmist hann ekki beint til Þýzkalands, heldur til Afríku til að villa þá sem voru að elta hann. Frá Afríku kæm- ist hann á annað þýzkt skip á leið til Hamborgar, þarsemeinn- ig vantaði messastrák eða þjón eða kolameistara, og með því kæmist hann svo nálægt heimili sínu, að það tæki hann aðeins fáa daga að ganga þangað. Þarna endaðí draumurinn og svimandi sælukennd tók við. En þá þurfti hann ekki annað en fara til baka, ganga úr skugga um þjóðvegi og brýr yfir ár, rifja upp götunöfn í Marseilles sem lágu niður að höfninni — en þetta hafði hann kynnt sér á korti sem monsieur Michal hafði lánað honum, þegar hann sagðist vera að skrifa ritgerð — og þannig leið Mukkutími eða tveir tímar í unaði og sælu. Hann var enginn hálfviti. Innst inni vissi hann að þessi vandlega hugsaða áætlun var ó- framkvæmanleg. Hann dreymdi j um þetta um hábjartan daginn | og jafnvel á kvöldin áður en hann sofnaði og þetta var því eins konar aðferð til að deyfa sjálfan sig, rétt eins og þegar maður drekkur of mikið. Þótt ungur væri, vissi hann þetta. Það komu meira að segja þeir dagar að hann hafði hugrekki til að neita sér um draunjinn. Þetta kvöld — að tilefnislausu ■— meðan hann gekk eftir hafn- arbakkanum áleiðis að þýzka skipinu með fánanum og við Iandganginn stóð yfirmaðurinn, sem myndi ekki einusinni spyrja hve gamall hann var áður en hann réði hann, — og þá fór hann að gráta. Að tilefnislausu. Hann grét hljóðlaust, tárin streymdu niður vangana, milli fingranna sem hann þrýsti að andlitinu. Ekkert hljóð, ekki minnsta kjökur, af örvænt- ingu án upphafs eða endis, ör- værrtingu sem aðeins bam get- ur fundið til. Lágur smellur — hönd móð- tir hans á hurðarhúninum í ytra herberginu, herbergi henn- ar. Tár hans hættu að renna. Hann þurrkaði sér í framan í flýti, tárin og blóðið við munn- vikin. Hún gekk hægt inn í eldhúsið og hélt á þungum fataböggli eins og hún gerði ævinlega þeg- ar hún kom úr þessu húsi. Hún lagði böggulinn frá sér. Hann shéri andlitinu frá henni, og hún tók fyrst eftir borðinu. — En Jean þó. Þú hefur ekk- ert borðað! Hafðirðu ekki lyst á þessu? — Þökk fyrir, ég var ekki svangur, sagði hann stillilega. Hún gekk nær honum, sá kinnina á honum og sagði i hálfum hljóðum: Ö, og bar krepptan hnefann upp að munn- inum. Án þess að segja fleira hellti hún dálitlu vatni í skál sem hún setti á borðið, vatt upp vasaklút og reyndi að þvo djúpu skrám- umar. Drengurinn ýtti hendi hennar frá sér, alls ekki hranalega, og sagði: — Nei, ég skal gera það. Hann fór með skálina og klútinn að skápnum með litla speglinum, sneri að henni baki meðan hann hreinsaði á sér andlitið vandlega og með hægð; hann var að tefja tfmarm þang- að til hann neyddist til aö snúa sér við og hún færi að spyrja hann útúr. Hún talaði fyrir aft- an Jiann: — Hver gerði þetta? — Enginn. Ég sjálfur. Ég datt. Hann sneri sér við. Herbergið var svo lítið og svo stutt á milli borðs og skáps að hún hafði ekki tekið eftir berum fótum hans. Nú sá hún þá. And- lit hennar missti þann litla lit sem fyrir var, en hún reyndi að tala stillilega: — Þú hefur aldrei minnzt á þetta við mig. — Hví skyldi ég gera það? — Hefur þetta gengið svona til lengi? — Hvað áttu við? sagði hann kuldalega. Það er ekkert að mér. Til hliðar á eldavelinni var járnstampur, hálffullur af volgu vatni. Hún bar hann með erfið- ismunum að lága körfustólnum, sem hún hafði eitt sinn sagt honum að væri ,,sjúkrastóll‘‘ sem móðir hennar hefði átt, Sjómannafélag Reykjavíkur Viðbótarlán Sjómannafélag Reykjavíkur vill vekja at- hygli þeirra félaga sinna, sem hófu bygg- ingarframkvæmdir eftir 31. desember 1964, á því, að þeir geta sótt um viðbót- arlán til Húsnæðismálastjórnar, að fjár- hæð kr. 75.000,00, sem samkv. samning- um hefur verið gefið fyrirheit um til handa efnalitlum meðlimum verkalýðsfélaga. Eyðublöð fást í skrifstofu Húsnæðismála- stjórnar, Laugavegi 24 og í skrifstofu fé- lagsins. Skal umsóknum skilað til skrif- stofu Sjómannafélags Reykjavíkur Lindar- götu 9. Umsóknarfrestur rennur út 1. marz næst- komandi. Sjómannafélag Reykjavíkur Kaupi bækur í kvöld og næstu kvöld kl. 8—10 kaupi ég gaml- ar og nýjar íslenzkar bækur — Bókasöfn koma til greina. — Einnig kaupi ég allskonar ný og gömul tímarit, skemmtirit og danskar og norsk- ar pocketbækur. BALDVIN SIGVALDASON Hverfisgötu 59 (kjallara). þórður sióari 4667 — Það stendur á svarinu hjá Söru. Hvemig dettur honum í hug, svona karlbjálfa, að ætla að stöðva hana.........Ef eitthvað er athugavert við hana, verður hann að gjöra svo vel og koma með yfirrhanninn. Og einmitt það, sem hún ætlast til, verður Kallað er á yfirmanninn, og hann kemur. Hún hafði verið fóstra hans í bernsku og hann getur ekki neitað henni um neitt. Auö vitað má gamla konan fara út, hún fær alltaf undanþágu. Hún þakkar honum fyrir með tannlausu brosi og heldur síðan hratt leiðar sinnar. Þegar líður að kvöldi, fær hún ungum pllti körf- una og hann lofar að koma henri um borð eins 'fljótt og auðið er. PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og scf* þarf aldrei að mál'" Plasf þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi * GOÐAR FILMUR EVAERT TRYGGENGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SÍM! 22T22 — 21260 . Illlllll ■ III I Dátabuxur og terelynebuxur á drengi. — Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Verzlun Ö.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.