Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 3
Stmraadagur 20. febröar 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 m* iiilillll iliwm Einar Kvaran í hópi fiskimanna á Ceylon vid einn af bátum þeim sem mest tíðkuðust við ströndina. Hliðstæðir bátar eru enn not- ftðir en eru margir komnir með utanborðsmótor. Rœtt viS Einar Kvaran verkfrœSing sem starfaS hefur oð fiskveiSum i hitabeltinu i þrettán ár r A HVÍLDAR- DACINN Enda þótt íslendingar séu fá- menn þjóð má finna spor þeirra víða í heiminum síðustu ára- tugina; þar er ekki einungis um að ræða ferðalanga sem flakka um sér til fróðleiks og skemmtunar, heldur og menn sem tekið hafa upp störf með- al ólíklegustu þjóða. Allmarg- ir íslendingar hafa til að mynda starfað í vanþróuðum ríkjum í Asíu og rómönsku Ameríku á vegum Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, einkanlega fyr- ir tilstilli fiskveiðideildarinnar, en íslenzkur maður, Hilmar Kristjónsson, veitir henni for- stöðu. Sá íslendingur sem’næst Hilmari hefur starfað lengst á vegum FAO er Einar R. Kvar- an verkfræðingur, en hann hef- ur átt lengur heima í Colombo á Ceylon en nokkrum stað öðr- um. Einar er annars fæddur í Reykjavík árið 1920, fluttist kornungur til Vesturheims á- samt foreldrum sínum, Ragn- ari Kvaran landkynni og Þór- unni Haftnesdóttur ráðherra Hafsteins, kom aftur til Reykja- víkur 1933 og lauk stúdents- prófi við menntaskólann hér 1941. Því næst fór hann enn til Vesturheims og lauk verk- fræðinámi, en var verkfræð- ingur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og. búsettur á Siglu- firði 1945-1952. Til Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna réðst hann í ársbyrjun 1953 og tók þá til við að stjórna vélvæðingu og bættri skipulagningu i fisk- veiðum á Ceylon. Þar dvaldist hann í 12 ár, en hefur nú ver- ið ráðinn forstöðumaður nýrr- ar áætlunar um aukna tækni og bætta skipulagningu í fisk- veiðum á Filippseyjum. Hilmar Kristjónsson sagði mér að hin langa dvöl Einars á Ceylon mætti heita undan- tekning; það væri yfirleitt reglan að sérfræðingar á veg- um FAO störfuðu ekki nema svo sem fimm ár á sama stað. En árangurinn á Ceylon hefði orðið mjög farsæll og breyt- ingar þar meiri en víðast hvar annarstaðar; því hefðu þarlend stjórnarvöld lagt á það mikla áherzlu að fá að halda Einari sem lengst og hefðu raunar ekki viljað sleppa honum þeg- ar hann fór að lokum. í gróðurhúsi Ég hitti Einar R. Kvaran í Rómaborg á dögunum, en hann var þá á leið til Filippseyja, á- samt dr. Jakobi Magnússyni fiskifræðingi sem einnig hefur verið ráðinn til starfa að hinni nýju fiskveiðiáætlun. Ég spurði Éinar fyrst hvort það hefðu ekki verið býsna mikil (um- skipti að flytjast frá Siglufirði norður við heimskautsbaug langt suður í hitabelti. — Jú, loftslagsbreytingin var ógnarleg. Ég gleymi því aldrei þegar við komum í fyrsta skipti til Ceylons; það var eins og að stíga inn í gróðurhús, ó- bærileg svækja og megn gróð- urlykt, enda fólkið léttklætt og annarlegt í okkar augum. Ekki bætti það úr skák þegar okkur var sagt að við værum mjög heppin að koma á kaldasta tima ársins. Við áttum því ekki von á góðu, en svo undarlega brá við að við fundum ekkert fyrir því þótt síðar hlýnaði enn í veðri. Eftir 2-3 ár fórum við svo að finna til árstíða- breytinganna á sama hátt og landsmenn sjálfir; okkur fannst líka svalt og gott á veturna en heitt á sumrin. Vetrarsval- inn er að vísu afstæður; með- alárshitinn er 30 stig, dag og nótt, og loftið mjög rakt, 85— 95% raki í loftinu. En Ceylon er fjallaland og víða mjögfag- urt; fjöllin eru heldur hærri en þau íslenzku, og þegar upp í þau kemur er hitabeltislofts- lagið horfið gersamlega. Fyrir Norðurlandamann sem dvelst þarna skiptir það öllu máli að geta skroppið upp í fjöll ann- að kastið. — Og margt hefur fleira ver- ið nýstárlegt en veðráttan. — Þarna er flest ólíkt því sem ég hafði áður kynnzt. Mat- urinn er til að mynda mjög frábrugðinn því sem við eigum að venjast, mjög mikið krydd- aður og kryddið afar sterkt; hrísgrjón eru undirstöðuréttur í öllum máltíðum. Ég kynntist landinu talsvert mikið, því ég var á stöðugum ferðalögum vegna starfa minna, einkanlega með ströndum fram, og hafði mjög náið samband við fiski- menn. Því miður lagði ég ekki á mig að læra tungumál heima- manna til nokkurrar hlítar, þau eru raunar tvö og mjög frábrugðin hvort öðru, en engu að síður kynntist ég fólki vel og féll mjög vel við'það; Cey- lonbúar eru ljúfir í viðmóti og fiskimennirnir einkar námfús- ir. • Drápu á vélinni — Og starfið var einmitt að leiðbeina fiskimönnum. — Starf mitt var í því fólg- ið að stjórna vélbúnaði, og með mér var fiskimaður sem að- stoð^ði við sjálfar veiðarnar. Þegar við komum til Ceylons var enginn vélknúinn fiskibát- ur gerður þar út í atvinnu- skyni. Að vísu voru gerðir út í landinu ,tveir togarar frá Grimsby með misjöfnum ár- angri, en á þá var litið sem einöngruð fyrirbæri og þeir stuðluðu ekki að neinni þróun. Við snerum okkur hins vegar að því að kanna hvað unnt væri að gera með litlum vél- bátum. Á norðurenda eyjarinn- ar höfðu frá alda öðli verið notaðir allstórir opnir seglbát- ar, og í þá var hægt að setja litlar dísilvélar. Ég setti fyrstu dísilvélina í bát í maí 1953. Þótti það auðvitað miklum tíð- indum sæta, og nokkur ótrú var í sjómönnunum. Eg fór með þessum bát í fyrsta róðurinn. 18 mílna sigl- ing var á miðin, 'en þegar við áttum fimm mílur ófarnar mælti skipstjórinn svo fyrir að drepið skyldi á vélinni til þess að fiskurinn fældist ekki, og varð engu tauti við hann kom- ið. Miðin voru skammt frá ströndinni og var notuð strand- nót; helmingurinn af áhöfninni var í landi, vöskustu mennirn- ir, og áttu að draga nótina með handaftL Þá hvesstí skyndilega og þeir tommuðu ekkL Ég gat þá fengið skipstjórann til að setja vélina í gang og nota afl hennar, og eftir það gekk allt ágætlega og aflinn*varð meiri eri almennt gerðist; fiskimenn- irnir sannfærðust um það að vélin fældi ekki fiskinn. Eig- andi þessa báts varð síðan svo ríkur á þessari nýbreytni að hann hætti útgerð eftir þrjú ár og gerðist spekúlant! En yfirleitt var það þannig á' hverjum nýjum stað að fiski- menn vildu læra af reynsl- unni, eins og vonlegt er, áður en þeir festu trúnað á stað- hæfingar okkar. Aflinn hefur þrefaldazt — Og vélariotkun hefur auk- izt mikið? — Þegar ég fór frá Ceylon í desember 1964 voru vélbát- arnir orðnir 2.000 talsins — þetta eru yfirleitt 8-9 metra langar trillur — og einnig höfðu verið settir utanborðs- mótorar í um það bil 1.000 ein- trjáninga og tvíbolunga. Og þessi vélvæðing hefur gefið góða raun; aflinn varð þrisvar til fimm sinnum meiri á mann þegar hægt var að leita á ný mið og fara fleiri aflaferðir; hann hefur aukizt að meðal- tali á þessum tíma úr rösklega Va úr tonni á fiskimann í 114 úr tonni. Og heildaraflinn hefur vaxið úr 30.000 tonnum í 90.000 tonn. Nú stendur fyrir dyrum næsti á- fangi í fiskveiðaþróun á Ceylon, ætlunin er að hefja útgerð með smáum dekkbátum sem geta sótt út fyrir þau mið sem nú eru næsta setin. Auk þess er nú að hefjast annar þáttur í útgerð. Ákveðið hefur verið að gera út fimm 2.000 tonna skut- togara, og landi minn Guðjón Illugason mun aðstoða við að nýta þá á sem hagkvæmastan hátt; hann vann með mér á Ceylon að trillubátaútgerðinni 1960-1961, en hefur annars starfað mest á Indlandi. Þessir togarar eiga ekki að veiða á heimamiðum, heldur fyrir ut- an suðvesturströnd Indlands, og aflamagn þeirra getur orðið 4-5 tonn á dag ef vel gengur. Stjórnarvöldin á Ceylon leggja mikla áherzlu á fisk- veiðarnar vegna þess að lands- menn þurfa mjög á auknum matvælum að halda; þar er víða næringarskortur þótt naumast sé hægt að tala um að menn svelti heilu hungri. íbúarnir eru nú um 11 miljón- ir talsins en fyrirsjáanlegt er að fjöldi þeirra muni tvöfald- ast á næstu 20 árum, og mat- vælaframleiðslan þarf að auk- ast í hlutfalli við það. Ceylon- búar flytja nú inn álíka mikið fiskmagn og þeir veiða, eink- anlega þurrkaðan fisk, eins- konar skreið, enda er neyzlan allmikil, um 20 kíló á mann. Stefnt er að því að reyna að ná þeim afla sem unnt er að veiða á grunnmiðum, án þess að ganga á stofnana, en það aflamagn er áætlað um 350.000 tonn á ári — um það bil fjór- falt meira en nú aflast. Þó eru niðurstöður þessara rannsókna engan veginn öruggar. — Og nú ert þú orðinn fram- kvæmdastjóri mikillar áætlun- ar um fiskveiðar og aukna tækni á Filippseyjum; eru vandamálin ekki önnur þar? — Filippseyingar kunna miklu betur til verka í fisk- veiðum en Ceylonbúar. Þeir veiða að vísu mikið með strönd- um fram líkt og gert er á Cey- lon, en senda líka báta sína langt frá höfnum, allt að 48 tíma siglingu. Bátar þeirra eru stærri, algeng bátsstærð er um 100 tonn. Og vélvæðing er lengra á veg komin; í stríðs- lok fengu Filippseyingar ókjör- in öll af vélum úr innrásar- prömmum og notuðu þær í báta sína. Segja má að útgerð- in þarna sé ekki nema 30-40 ár á eftir tímanum, miðað við ástandið á íslandi. Heildarafl- inn er nú 6-700.000 tonn, eða ámóta og meðalaflinn var á ís- landi fyrir nokkrum árum — og hefur aflamagnið meira en tvöfaldazt á síðustu fimm ár- um. Um þessar mundir leggjum við mikla áherzlu á að auka snurpuveiði en hún þekktist alls ekki fyrir svo sem þrem . árum. Nú stunda um 50 bátar þessar veiðar og fer sá floti ört vaxandi; áformað er að snurpuveiðararnir verði orðnir yfir 90 fyrir lok þessa árs. Þetta eru um 100 tonna skip, og reynslan af þeim sýnir að fiskmagnið kringum Filipps- eyjar er mun meira en um- hverfis Ceylon. Þó er það ekki mikið á íslenzkan mælikvarða; meðalsnurpuveiðari fær 6-8 tonn á sólarhring. Að nóttu til er mikið notuð ljósveiði; fisk- urinn leitar í ljósið. Það er eins með ráðamenn á Filippseyjum og á Ceylon að þeir leggja mikla áherzlu á fiskveiðar. Landsmenn eru um 30 miljónir, og þeim fjölgar um eina miljón á ári. Fisk- neyzlan er nú 17-18 kíló á mann á ári, en stjórnarvöldin vilja koma henni upp í 27 kíló og hafa jafnframt undan mann- fjölguninni. Framkvæmdaáætl- un sú sem ég veiti forstöðu er þá einnig næsta umfangsmik- il; að henni munu starfa um 10 erlendir sérfræðingar auk heimamanna: fiskimenn, skipa- verkffæðingur, fiskiðnfræðing- ur, sölu- og markaðssérfræð- ingur, fiskhagfræðingur — að ógleymdum fiskifræðingnum dr. Jakobi Magnússyni. Auk þess koma ýmsir sérfræðingar til skemmri dvalar til þess að undirbúa fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun. Áhættusamar veiðar — Nýjungarnar sem þið er- uð með koma fiskimönnum á Filippseyjum væntanlega ekki eins spánskt fyrir sjónir og þeim á Ceylon? — Ojú, margt skringilegt hefur skeð í samskiptum okk- ar við fiskimenn. Ég hef til dæmis aldrei orðið var við jafn afdráttarlausa andstöðu við nýja veiðitækni og frá fiskimönnum á Sulu-skaga á Filippseyjum. Sá staður er raunar að nokkru utan við lög og rétt og sjóræningjar hafast þar við enn þann dag í dag. Einn af skipstjórunum mínum, norskur maður, Ström að nafni, fór eitt sinn þangað á snurpu- veiðara sem notaði ljós; hann Framhald á 9. síðu. Á bátum af þcssarí gerð eru stundaðar snurpuvciðar við Filipps- eyjar. Þær veiðar voru óþekktar þar fyrir þremur ámm. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.