Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.02.1966, Blaðsíða 7
Ef telja mætti nokkurt land öðrum fremur harmkvælanna land, þá er víst líti'' "i 5 því, að Vietnam yrði :al- inu. Þetta land, dálíi ölán- legt í laginu, staðsett á skaga suður úr Asíu austanverðri milli Indlandshafs og Suður- kínverska hafs, hefur ekki far- ið úr fréttum útvarps og blaða einn einasta dag hin síðari ár* Svo fjarlægt er þetta land að- albólum svokallaðrar vestrænn- ar menningar, að leiðin frá París til Vietnam er 6000 km, en frá Washington 9000 km, og þó hafa bæði þessi setur stór- velda talið. sér skylt að ráða landinu örlög. Svo annarleg eru nöfn á mönnum og stöðum í þessu landi, að þulum útvarps- ins okkar vefst tunga um tönn þegar þeir segja frá leiðtogum síðustu stjórnarbyltingarinnar í Saigon eða nefna þau þorp, sem bandarískar háloftahetjur brenna til kola, oftar en ekki af misgáningi, eins og það er svo fagurlega orðað í hernað- artilkynningum Bandaríkja- stjórnar — það kom nefnilega í ljós við nánari athugun að þessi þorp voru „vinveitt" Bandaríkjunum. Nýlendupólitík Vietnam er hluti af hinu gamla franska nýlendusvæði Suðausturasíu, sem Frakkar kölluðu einu nafni Indó-Kína, unnið á síðara hluta 19. aldar. þeim glöðu gömlu dögum, er hvítir menn og kristnir sendu trúboða sína, kaupahéðna og fá- liðaða herflokka um allan hnöttinn og lögðu miljónir manna í fjórum heimsálfum undir veldissprota sinn. Þetta voru áhyggjulitlir tímar i sögu vestrænnar menningar þegar Asía og Afríka voru einskonar dánarbú, ekki til annars hœf en skiptanna, en þeir sem köll- uðu til arfs höfðu ekki annan erfðarétt en þann, sem fom- astur er með mönnum — hnefa- réttinn. Á þeim réttargrundveili hvíldi- borgaraleg heimsmenn- ing enn um langa stund f við- skiptum sínum við þær þjóðir, sem höfðu orðið aftur úr f efnahagslegri þróun. En ekk- ert elur eins á sjálfsblekking- um manna og áhyggjuleysið. Þegar stórveldi borgaralegrar menningar gátu leyst sögulega vandamál sfn á kostnað frum- s*æðra þióða lifðu menn í þeirri tálsýn, að þeir byrftu ekki að óttast önnur stríð en smávægi- levar skærur f nýlendunum, líkastar ævintýmm, er vel væm við hæfi tíhraustra ungra manna. En blekkingin hmndi yfir höfðum þeirra. Borgaraleg heimsmenning reif sjálfa sig á hol í tveimur heimsstyrjöldum. T hinni fvrri heimsstyrjöld hringdi 'Líkaböng rússnesku bvltingarinnar inn nýja öld f söeunn' og enn f dag hevrist ómur þeirrar klukku um víða vegu. Áhvggjulevsi hinna steig- urlætislegu nýlenduvelda er liðinn tfmi og alia stund síðan hafa bau orðið að glíma við nýlendubvltingu 20. aldar. Sú glíma er nú háð í Vietnam af meiri heift en dæmi era til á bessari öid. Þegar stjórnmálamenn hinna gömhi nýlenduvelda hrósa sér af þvf og telja til vestrænna dvegða. að beir hafi gefið ný- lendunum frelsi. þá er hað hálf- ur sannleikur. sem jaðrar við heila Ivgi Hitt er nær sanni að segja. að nýlendurnar hafi siálfar unnið frelsi sitt. ýmist með friðsamlegum .hætti eða með valdi vonna. Nýlenduveld- in hafa hvergi slakað 4 klónni nema hegar bau máttu - til- huvuð frammi fvrir vfirbyrm- andi mætti staðreyndanna. Hverai er betta eins glöggt og í evrópskum nýlendum í Asíu. Þenar Jananar f h’nni sfðari heimsstvriöld hrundu veldi hinna hvít.u höfðingja í bess- um nýlendum svo áreynslulítið. að furðu eegnir. bá hurfu síð- ustu ieifar beirrar virðingar er innfæddir menn höfðu borið fvrir hfnum fvrri húsbændum sínum. Þessar bióðir losuðu óníumsvefn aldanna, albýðan greip til bess vopns. sem er svo gamalt, að því var beitt á Sunnudagur 20. febrúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Ung stúlka á verði — fylgist með ferðum bandarísku árásarflugsvcitanna. Ræða Sverris Kristjánssonar flutt á fundi Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenna í Lindarbæ 12. febrúar dögum Bómaveldis — skæru- liðahernaðarins. Það vom inn- bornir skæruliðar er lömuðu mátt Japana í þeim nýlendum, er fallið höfðu úr afllausum höndum hinna hvítu yfirboð- ara. Einu ári áður en Japanar gáfust upp höfðu skæruliðar þjóðfrelsisflokksins Viet Minh öll ráð í helztu héruðum lands- ins og 17 dögum eftir uppgjöf Japana lýsti Hó Chi Min yfir sjálfstæðu Vietnam 2. sept. 1945 og landið allt í borgum og þorpum laut veldi Þjóðfrelsis- flokksins. En Frakkar vildu ekki sætta sig við þessa stað- reynd. I októbermánuði 1946 rufu þeir gerða samninga við Hó Chi Minh og hertóku borgir í norðurhéruðum landsins. Þá skall á sú blóðuga styrjöld í Vietnam, sem lauk ekki fyrr en nálega átta árum síðar, er meginher Frakka varð að gef- ast' upp hjá Dien Bien Phu fyrir innlendum skæruliðasveit- um. Tékkhefta- styrja|dir En það voru ekki Frakkar einir. sem háðu bessa styrjöld við Vietnam. Hinn 15. júlí 1950 sendi Bandaríkjastjóm hernað- arsendinefnd til Saigon og frá beirri stundu flæddu hergögn frá Ameríku til landsins. Bandaríkin. sem virðast ekki vita aura sinna tal, kostuðu nýlenduslyrjold Frakka i Viet- nam allt til loka, en öllum er kunnugt, að Bandaríkjunum er bað sérstaklega kært að heyja styrjaldir með tékkheftinu, þ.að er ekki fvrr en þau eiga ekki annarra kosta völ, að þau fást til að fórna blóði hinna banda rísku .,drengja“. Ráðstefna sú, sem kvödd var til fundar i Genf i maímán- uði 1954, fékk komizt að bráða- birgðalausn á Vietnammálinu En meðan á þessari ráðstefnu stóð tókst Bandaríkjastjórn aö koma til valda i suðurhlutum landsins * Díem nokkmm, ka- hólskum manni af aðalsættum er hlotið hafði ameríska mennt- un. Áður en Genfarráðst.efnunni lauk hafði I-.ann skipað sjálfan sig forseta, forsætisráðherra og varnarmálaráðherra „Vietnam- ríkis“, svo sem það var kallað. Eisenhower Bandaríkjaforseti lofaði hinuyn nýja valdhafa hernaðarlegum og efnahagsleg- um stuðningi, og það loforð hafa Bandaríkin efnt svika- laust. í samkomulagi þvi, sem gert var í Genf 20. júlí 1954 var svo fyrirmælt, að ekki mætti hafa i Vietnam erlenda heri né hernaðarsérfræðinga, né flytja þangað erlend vopn og hergögn. Ekki mátti heldur staðsetja þar neina herstöð er- lends ríkis. Þá var gert ráð fyrir • því að markalínan milli lands- hlutanna skyldi aðeins vera. til bráðabirgða, og ekki gilda sem ríkjalandamæri, en allsherjar- kosningar fara fram í landinu öllu í júlímánuði 1956. Rúmur áratugur er liðinn síð- an þetta samkomulag var gert, en varla mun vera til sú grein þessa sáttmála, að Bandaríkin hafi ekki brotið hana. I skálka- skjóli suðurvíetnamstjómarinn- ar hafa þau afstýrt þeim alls- herjarkosningum, sem ráð var fyrir gert í Gcnfarsamkomulag-®" inu, og það hefur aldrei verið farið í launkofa með það í bandarískum blöðum, sem bezt i mega vitá, að ástæðan var ótt- inn við að flokkur Hó Chi Minhs mundi sigra í slíkum kosning- um. Eisenhower forseti játar þetta í endurminningum sínum. Hann kemst þar svo að orði: Ég hef aldrei talað við neinn fréttamann eða menn sem kunnugir em málefnum Indó- Kína, að þeir hafi ekki verið á einu máli um, að ef kosn- ingar væra haldnar mundu ef til vill 80% þjóðarinnar greiða kommúnistanum Hó Chi Minh atkvæði. Allt frá því að Bandaríkin sendu hernaðarsendinefnd til Saigon árið 1950 til aðstoðar Frökkum hafa þau treyst að- stöðu sína í landinu, aukið hlutun sína, unz nú er svo kom- 'ð, að þau hafa bar 200.000 manna her, og þessum her fjölgar æ meir, fjárveitingam- ar hækka fil þessarar styrjald- ar, sem nú er orðin einkastyrj- nld Bandaríkjanna og meiri- hluta allra Vietnambúa. f upp- hafi náði þessi styrjöld aðeins til Viet Cong-manna í Suður- vietnam, en í heilt ár hefur styrjöldin einnig tekið til Norð- urvietnam. Án stríðsyfirlýsing- ar hafa Bandaríkin varpað eldi og sprengjum yfir fullvalda ríki, sem hefur ekki gert annað á hlut þeirra en að vera til. Milli þess sem sprengjum er varpað flytur forseti Banda- ríkjanna heiminum endalausar ræður og tilkynnimgar um frið- arvilja sinn, að hann vilji ekk- ert annað fremur en frið, vilji hvergi fremur sitja en við samningaborðið, þótt hann raunar hafni þeim samningsað-, ílanum, sem hann á í stríði við: Víet Cong. Bilið milli orða Bandaríkjastjórnar og athafna hennar er með þeim hætti, að stefna hennar virðist fremur heyra undir sjúkdómafræði en stjómmál. Plebejinn og faríseinn I hinu pólitíska dýraríki ver- aldarinnar em fjölbreyttar teg- undir allrar mannlegrar skap- aðrar skepnu. 1 Bandaríkjun- um hefur ein tegund stjórn- málamanna ve -'ð tamin og kyn- bætt öðrum fremur, og í hvert skipti sem ég leiði hugann að þessari pólitísku dýrategund dettur mér í hug núverandi for- seti Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson. Þessi tegund er furðu- legt sambland af plebeia og farísea. Skortur á pólitískri háttvísi, sem einkennir hinn ameríska plebeja, hefur oft farið í hinar fí-nni taugar evr- ópskra bandamanna, og þótt þeir raunar líti mildum augum á faríseann af skiljanlegum ástæðum, þá finnst þeim hið bandaríska gerfi hans æði klúrt: Hemaður Bandaríkjanna íViet- nam er markaður því miskunn- arleysi, að jafnvel beirri kyn- slóð, sem lifði síðustu heims- styrjöld, finnst nóg um. Einn af hershöfðingjum Bandaríki- anna lét þau orð falla fyrir nokkra, að herinn skyldi leika landið svo, að það hyrfi aftur á stig steinaldar. Þegar banda- ríski herinn £ Vietnam nær ekki færi á mönnum eða mannvirki- um ræðst hann á gróðurhelti landsins, eyðir hrísgrjónaakra, brennir skóga. Sú steinaldar- þjóð, sem ’ á að hef ja nýja för að stríði Bandaríkjanna loknu. á ekki að hafa gróðurmold til að ganga á, heldur eyðimörk, allt líf skal sviðið til kola. En þegar vel liggur á bandaríska hernum sendir hann flugvélar sínar upp í háloftin og varpar niður gjafapökkum og leikföng- um yfir bmnnin þorpin til að gleðja litlu smælingjana, sem enn kunna að vera á Iífi. Þegar Lyndon B. Johnson hélt fund með leppum sínum frá Saigon fyrir nokkmm dög- um var því lýst yfir, að Banda- ríkjaher mundi ekki hverfa úr landinu fyrr en fullur sigur væri unninn. En í sama mund kvaðst forsetinn vilja berjast gegn fátækt, sjúkdómum og fá- fræði í Vietnam. Mörgum mun virðast sú barátta furðu ein- kennileg. Hér er um að ræða eitt fátækasta land jarðarinn- ar og hver hnefafylli hrís- grjóna er dýrt metin. En þarna brenna akramir glatt beggja megin 17. breiddarbaugsins í logum benzínhlaupsins. Þetta er barátta Johnsons forseta gegn fátækt Asíu. I Norður- vietnam hafði verið reistur stærsti og bezt útbúni holds- veikraspítali, sem til var í allri Asíu. í n£u daga samfleytt vörpuðu bandarískir flugmenn niður sprengjum á þennan spítala og linntu ekki látum fyrr en hann var rústimar ein- ar. Þetta er barátta Johnsons forseta gegn sjúkdómum £ Viet- nam. Skólabörnin liggja bmnn- in og lemstruð í grunni skóla sinna. Það er framlag Lyndon B. Johnsons Bandarík.iaforseta til að útrýma fáfræðinni f Vietnam. Slík em afrek hins ameríska plebeja og farisea f baráttunni gegn fátækt, sjúk- dómum og fáfræði. Fyrir nokkrum dögum gaus upp sé kvittur, að Hó Chi Minh hefði farið fram á það við stjóm eins Asíuríkis, að leitað yrði sátta i Vietnam- styrjöldinni. Þetta var víst flugufregn úr. lausu lcfti grip- in, en fregnin varð ekki áhrifa- laus: verðbréfin á kauphöllum Bandaríkjanna hmndu eins og lauf af tré á haustdegi, hjarta hins ameríska auðvalds fékk aðkenningu af kransæðastíflu á þeirri stundu er friður var nefndur á nafn. Raunar er það athyglisvert, að kauphallimar fara ekki úr jafnvægi þrátt fyrir friðarræður Bandarikja- forseta. Þær þekkja sinn mann. En fregnin um verðbréfahmnið varpar ským Ijósi á þjóðfélags- legt eðli hins bandaríska stór- veldis. 1 sama mund og Banda- ríkin imnleiða steinöld i Viet- nam fær efnahagslíf þeirra roða í kinnar, atvinnuleysið minnkar og opinberar hagtölur herma frá þvi, að fátæktin á heimavígstöðvum Bandaríkj- anna sé i rénun. Aldrei hefur ömurleiki bandarískrar menn- ingar komið skýrar í ljós en í verðfallinu á kauphöllunum, þegar horfur virtust á friði í Vietnam. Síðan á dögum Búastríðsins hefur engin styrjöld þessarar aldar rótað eins við samvizku manna víða um heim og sú, sem nú er háð í Vietnam. Raun- ar skal það, ekki dulið, að sam- vizka heimsins hefur oft ver- ið þungsvæf á siðustu áratug- um, en aðfarir Bandarikjanna gegn þessari óhamingjusömu Asíuþjóð hafa vakið skelfingu margra. Menntamenn Banda- ríkjanna á háskólunum hafa loks eftir langan svefn risið upp gegn stefnu stjómar sinn- ar. Þvi miður hefur verkalýð- ur Bandaríkjanna ekki enn hrært á sér, foringjar samtaka hans hafa jafnvel mælt aðför- um Bandaríkjastjómar bót. Við skulum vona, að bandariskir verkamenn búi ekki lengur við þá skömm að þegja þegar sam- vizka heimsíns er vöknuð og það er skylda hvers heiðar- legs manns að rísa upp og mótmæla þvi ódæði, sem fram- ið er austur í Vietnam. íslendingar hafa fyrir ekki löngu lagt fram drjúgan skerf í herferðina gegn hungri. En þeir hafa verið furðu hljóðir í þeim atburðum, sem nú ger- ast í einhverju fátækasta landi heims. Þeir menn sem oft hafa verið æði gleiðmynntir við önnur tækifæri hafa þagað og beir þegja enn. Því er það ,mik- ið fagnaðarefni, að friðarsam- tök telenzkra kvenna hafa biargað æm okkar með því að gangast fyrir söfnun handa hinni þjáðu Asíuþjóð. Þótt ekki muni kannski mikið um skerf okkar, þá er það þó til nokk- urs að hafa bjargað sjálfsvirð- ingunni, og ef til vill getur framlag okkar orðið til að þerra nokkur tár á vanga lítils mun- aðarleysingja austur í Vietnam. Sverrir Kristjánsson. Mikill útflutningur Vestur- Evrópu til þróunarlandanna □ Þótt undarlegt megi virðast, jókst útflutningur Vest- ur-Evrópu til vanþróaðra landa enn um 12 af hundraði árið 1965, en árið áður nam aukningin 7 af hundraði. Virðist sem Vestur-Evrópa hafi mjög styrkt aðstöðu sína á þessum vettvangi í samkeppninni við Bandaríkin. Út- flutningur þeirra til vanþróaðra landa nam á liðnu ári einungis 3 af hundraði, en árið 1964 nam aukningin 13 af hundraði. Þessir útreikningar hafa ver- ið gerðir af Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evr- ópu (ECE), sem jafnframt komst að þeirri niðurstöðu, að sú mjög útbreidda skoðun, að vanþróuðu löndin mundu neyð- ast til að haga innflutnings- aukningu sinni eftir útflutn- ingsaukningunni á árinu 1965, hefði ekki reynzt rétt enn sem komið er. Þetta stafar af því að innflutningur Vestur-Evr- ópu, Bandaríkjanna og Japans til vanþróuðu landanna jókst að verðmæti um ca. 6 prósent á fyrstu þremur ársfjórðung- um 1965, miðað við sama tíma- skeið 1964. Verzlunin á hinn bóginn jókst um 12 prósent. Aukning Japana á útflutn- ingi til vanþróuðu landsinna var veruleg, eða samtals um 40 af hundraði. Mismunurinn á innflutnings- aukningu Efnahagsbandalags- landanna og EFTA-landanna var ekki mikill árið 1965, þrátt fyrir samdráttinn í brezkum innflutningi og verulega aukn- ingu þýzks innflutnings. Inn- flutningur Frakka og Sviss- lendinga var óbreyttur, en inn- flutningur ítala dróst saman. Á Spáni og í Grikklandi várð veruleg aukning á innflutningi, en í Júgóslavíu minnkaðihann. Breytingar á útflutningi voru áþekkar. í öllum iðnaðarlönd- um Vestur-Evrópu jókst hann Framhald á 9. sfðu. i k í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.