Þjóðviljinn - 08.05.1966, Síða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1966, Síða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTUINN Sunnudagur 8. maí 1966 s \ _ _ ' ' w : tff wijjpWWW BILL ARSINS - RENAULT 16 VERÐ ca. 247.000.00 FYRSTA SENDING R 16 KEMUR TIL AFGREIÐSLU UM MIÐJAN MAÍ BÍLLINN GERÐUR FYRIR AUKIÐ RÝMI — aukna hæfni. R-16 er fjölskyldubíll, en hægt er að breyta honum í station- bíl án þess að það sjáist. Með nokkrum handtökum hafið þér þann bíl er þér þarfnizt, með fimm stórum dyrum. — Sætin má færa hvert sem er, eða því sem næst. Það lítur út fyrir að vera auðvelt og það ER auðvelt. R-16 er ekki bara bíll. Hann er allt sem þér þarfnizt f'einum bíl. Hann er góður bíll, bíllinn í útileguna, í sveitina, í innkaupin, í langferðina, svefnbíll og fjöls-kyldubíll, og það er ekki allt því þar sem hann er með framhjóladrifi komizt þér þægilega og örugglega leiðar yðar á 145 km. hraða ef þér viljið. DISKAHEMLAR AÐ FRAMAN. — R-16 gengur eins og á sporbraut, í öllum veðrum og á öllum vegum. R-16 þarf ekki að smyrja og þar með er einni áhyggjunni færra. Kælikerfið er úr sögunni. Engin vatnsáfylling, enginn frostlögur. Þar losnið þér við enn eitt áhyggjuefnið. — Vélin: 1500 cc. Há- markshraði 148 km/st. Viðbragð: 100 km. á 16,8 sek. Eyðsla: 9,7 1. á 100 km. á góðum vegi. Engum í bílnum þarf að vera kalt, því upphitað hreint loft streymir um allan bílinn án súgs og fer út að aftan. — Þótt R-16 sé einn hagkvæmasti bíllinn, er hann fallegur. I SKOÐANAKÖNNUN, meðal blaðamanna bifreiðatímarita víðs vegar að úr heiminum hlaut Renault 16 flest stig eða 98 stig en næstir voru Rolls Royce „Silver Shadow“ með 81 stig og Oldsmobile „Tomado“ með 58 stig. — Einn blaða- mannanna sagði: „Ég vel Renault 16 því.hann sameinar það að vera hentugur fjölskyldubíll og hraðfara og þægilegur ferðabíH". Annar sagði: R-16 hefur alla þá kosti, sem gera verður til nútíma farartækis. RENAULT 16 BILL ARSINS RENAULT R-10 KOSTAR ÞÓ AÐEINS ca. 177.311.00 ALBERT GUÐMUNDSSON SMIÐJUSTÍG 4 — SÍMI 20-222 NÝI RENAULT R-10 ER: LENGRI. GLÆSILEGRI OG FALLEGRI Nýr framhluti, nýr afturhluti, vandaðri að innan, mæla- borðið úr hnotu, mun stærra farangursrými (315 lítra) — sem sagt GLÆSILEGUR BÍLL En hann hefur MEIRA, því að undir hinu glæsta yfir- borði er hann samt sem áður sami, sterki bíllinh RENAULT R-10 Hámarkshraði. 135 km. Diskahemlar á öllum hjólum (Lock- heed) R-10 þolir vonda vegi, því hann er byggður fyrir þá. 5 höfuðlegur gefa vélinni meira slitþol. Lokað kælikerfi. ís- hafsmiðstöð. Sætin eru svo falleg og vönduð að þeirra líka finnið þér ekki nema í miklu dýrari bílum. Hægt er að leggja sætabökin aftuij og sofa í bílnum. NÝR RENAULT R-10 NY HUGKVÆMNI I BIFREIÐAFRAMLEIÐSLU GLÆSILEGASTI LITLI BÍLLINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.