Þjóðviljinn - 10.05.1966, Page 12

Þjóðviljinn - 10.05.1966, Page 12
fyrir austan í gær 1 gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá Haf- rannsóknarstofrLuninni: E3ns og sagt hefur verið frá í fréttum hóf v7s Hafþór síldar- leit ifit af Austuriandi sl. fimmtu- dag. Þœr fréttir bárust frá skip- inu í morgun, að góðar síldar- torfur hefðu fundizt um 240 sjm. réttvísandi austur af Kambanesi eða nánar tiltekið á svæðinu frá 64°42’N.BR. að 64°52’NBR, milli 5°V.L,. og 4°15’V.L. Torfumar voru á 10—20 faðma dýpi í nótt, en dýpbuðu á sér með morgn- inum, og voru um kl. 7 í morg- un á 80—100 faðma dýpi. V/s Hafþór mun fylgjast nánar með síldargöngu þessari næstu dægur. Skipstjóri á v/s Hafþóri er Bene- dikrt Guðmundsson. Guörún Helgadóttir Fundur Kvenfélags sósíalista á morgun Kvenfélag sósíalista efnir til almerms fundar í Tjamar- göta 20 annað kvöld, miðviku- dag. klukkan 8.30. , Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Guðrún Helgadóttir, 5. maður á lísta Alþýðu- bandalagsins við borgar- stjómarkosningarnar í Reykjavík, flytur erindi. I 3. Upplestur úr Reykjavík- urbók Klemenzar Jóns- sonar. 4. Kaffidrykkja og umræð- | ur- ' Allar konur eru velkomnar * á fundinn meðan þúsrúm leyfir. iKommúnistar eru á fundi í Vín VÍN 9/4 — Fulltrúar frá ýms- um flokkum kommúnista í Vest- ur-Evrópu eru nú á fundi í Vín- arborg og mun hann standa í þrjá daga. Ekki hefur verið lát- ið uppi hvaða flokkar eiga þar fulltrúa eða hvað sé til umræðu. Frá þvi verður skýrt á miðviku- dag. Átök sögð í SED út.af viðræðu- fundnm meðSPD HAMBORG o/5 — Hamborgar- blaðið „Die Welt am Sonntag“ fullyrti í gær að mikill ágrein- ingur væri kominn upp í stjórn Sameiningarflokks sósíalista í Austur-Þýzkalandi (SED) vegna þeirra viðræðna sem flokkurinn hefur hafið við vesturþýzka sósíaldemókrata. Blaðið hélt því fram að Erich Honesker, einn af helztu leiðtog- um SED sem talinn hefur verið líklegur til mannaforráða í flokknum, hafi beitt sér mjög ein- dregið gegn þessuijn viðræðum sem hófust fyrir skömmu í því skyni að greiða fyrir sameigin- legum fundahöldum flokkanna í báðum þýzku ríkjunum. Afdnar sjókempur Eins og sagt var frá í frétt í Þjóðviljanum á sunnudaginn var Stýrimannaskólanum í Rvík sagt upp í 75. sinn sl. laugardag. Fjöldi eldri nemenda skólans var viðstaddur skólauppsögnina, m.a. þessir tveir öldnu sjómenn á myndinni, Bernharður Guð- mundsson (til vinstri) og Guð- mundur Guðmundsson, sem brautskráðust fyrir 60 árum. Talaði Bernharður fyrir þeirra hönd og rifjaði upp gamlar minningar. Þeir Bernharður og Guðmundur búa nú báðir á Hrafnistu, dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. Einn úr elzta árgangi skól- ans er enn á lífi, Ottó N. Þor- láksson, landskunnur baráttu- maöur í verklýðsmálum, en hann Iiggur nú rúmfastur og gat ekki verið við uppsögn skólans á þessum merku tíma- mótum. Auk 60 ára prófsvcina voru mættir 50 ára, 45 ára, 25 ára og 20 ára árgangar. Fluttu full- trúar þeirra kveðjur og færðu skólanum gjafir. — Myndina tók Ijósm, Þjóðv. A.K. af Bernharði og Guðmundi vig skólauppsögn Alþjóðat>ing sósíaldemokrata í Stokkhólmi Uppnám vegna átaka á milli fulltrúa Evrópu og Afríku Afrísku fulltrúarnir fengu ekki að taka til máls'af því óttazt var þeir myndu gagnrýna stefnu Breta STOKKHÓLMI 9/5 — Uppnám varð á alþjóðaþingi sósí- aldemókrata sem lauk í Stokkhólmi í gær vegna átaka á milli fulltrúanna frá Evrópu og Afríku. Þau stöfuðu af því að afrísku fulltrúamír fengu ekki áð taka til máls á þingfundum og er talið að ástæðan hafi verið ótti við að þeir myndu gagnrýna stefnu vesturveldanna, og þá einkum Breta, gagnvart nýlendunum og hinum nýfrjálsu þjóðum. Þessi ágreiningur var þeim mun bagalegri fyrir forystumenn al- þjóðasamtaka sósíaldemókrata sem einn megintilgangur þingsins átti að vera aS sýna leiðtogum sjálfstæðishreyfinganna í þróun- arlöndunum að þeir gætu bæði lært af reynslu sósíaldemókrata og reitt sig á stuðning þeirra. Fréttaritari NTB segir að afr- ísku fulltrúamir hafi orðið fyrir vonbrigðum á þinginu. Þeir hafi sagt að fulltrúarnir frá Evrópu hafi aðeins haft áhuga á að ræða sín eigin vandamál og hafi ver- ið ósvífnir og hrokafullir í garð Afríkumanna. Átök urðu strax í upphafi þingsins. I hinum almennu um- ræðum sem þá fóru fram um alþjóðamál báðu fulltrúar frá Afríku, meðal þeirra fulltrúar þjóðfrelsihreyfinganna í pódesíu og Mosambik, um orðið, en var neitað um það á þeirri forsendu að samtök þeirra væru ekki full- gildir aðilar að alþjóðasamband- inu og samkvæmt lögum þess hefðu þeir því ekki málfrelsi á þinginu. Það var fyrst og fremst brezka sendinefndin á þinginu, undir forystu George Brown varafor- sætisráðherra, sem lagðist gegn því að Afríkumenn fengju að taka til máls. Bretarnir óttuðust að afrísku fulltrúamir myndu nota tækifærið til að gagnrýna stefnu brezku stjórnarinnar í Ródesíumálinu, ekki sízt þá á- kvörðun hennar að hefja nú samningaviðræður við stjórn Ians Smiths, en þær viðræður eiga að hefjast í London í dag. Stjórn þingsins ákvað þá að halda aukafund utan vébanda þingsins, þar sem Afríkumenn gætu fengið að láta í Ijós álit sitt á vandamálum þróunarland- anna, en afrísku fulltrúarnir mættu ekki á þeim fundi í mót- mælaskyni við afstöðu þing- stjórnarinnar. Þá var ákveðið að halda annan aukafund á laugar- daginn, en Afríkumenn virtu hann líka að vettugi. Ýmsir full- trúar, þ.á.m. Golda Meir, fyrrv. utanríkisráðherra ísraels, kváð- ust harma hvemig hefði verið komið fram við Afríkumennina. Þeir kölluðu biaðamenn á sinn fund, kvörtuðu undan þeim fjandskap sem þeim hefði verið sýndur á þinginu, og afhentu þeim ræður þær sem þeir höfðu ekki fengið að flytja. Ályktanir Ýmsar ályktanir vom gerðar á þinginu. Þannig var samþykkt að krefjast þass að Kína fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum, lýst var áhyggjum út af stríð- inu í Vietnam og farið hörðum orðum um kynþáttakúgunina í Suður-Afríku. Ein af niðurstöðum þingsins er að búast má við að flokkar sósial- demókrata í Vestur-Evrópu 'skipi nefnd til að fjalla um öngþveitið í Atlanzhafsbandalaginu og gera tillögur til lausnar því. Það var Brandt, borgarstjóri í Vestur- Berlín, sem lagði þetta til, en engin formleg samþykkt var gerð um það. Falsaðar ávísanir komnar í umferð Fyrir nokkru síðan var þrem- ur áVísanaheftum Stoljð úr heildsölufyrirtæki í Reykjavík. Ennþá er óupplýst hver hefur verið þama að verki, en smátt og smátt hafa fundizt ávísanir úr heftunum og eru 4 þeirra komnar í hendur rannsóknarlög- reglunnar en vitað er um fleiri í bönkum. Hafnarfjörður ★ Kosningaskrifstofa Alþýðu- ★ bandalagsinis i Hafnarfirði ★ er í Góðtemplarahúsinu uppi, ★ opin daglega kl. 5—7 og ★ 8—10 e.h., sími 52370. Þriðjudagur 10. maí 1966 103. tölublað. Ný spariskírteini ríkissjóðs: 50 milj. kr. verð- bréfalán boðið út ■ í fréttatilkynnngu sem Þjóðviljanum barst í gær fró Seðlabanka íslands segir að fjármálaráðherra hafi á- kveðið að bjóða út 50 milj. kr. verðbréfalán í formi spari- skírteina samkvæmt heimild í lögum frá 6. maí sl. Hefst sala skírteinanna á morgun, miðvikudag. í fréttatilkynningunni segir m.a. svo: « „Hinn 6. maí sl. voru staðfest lög, sem heimiluðu ríkisstjórn- inni að taka innlent lán allt að 100 milj. kr. Fjármálaráðherra hefur nú á- kveðið að nota nefnda heimild með útgáfu verðbréfaláns að fjárhæð 50 milj. kr. Heitir lánið „Innlent lán Ríkissjóðs Islands 1966, 1. fl.“. Verða skuldabréf lánsins í formi spariskírteina með sama sniði og spariskírteini ríkissjóðs, sem gefin voru út á árunum 1964 og 1965. Sala skír- teinanna hefst miðvikudaginn 11. þ.m. Seðlabankinn hefur umsjón með sölu og dreifingu skírtein- anna, en þau verða fáanleg hjá bönkum, bankaútibúum, spari- sjóðum svo og nokkrum verð- bréfasölum í Reykjavík. Skilmálar hinna nýju skírteina eru alveg þeir sömu og spari- skírteina, sem gefin voru út á sl. éri“. Helztu atriði skilmálanna eru í stuttu máli þessi: Skírteinin eru verðtryggð þannig að við ,inn- lausn endurgreiðist höfuðstóll þeirra og vextir með fullri vísi- töluuppbót miðað við hækkun byggingarvfsitölu frá útgáfudegi til. innlausnargjalddaga. Hægt er að innleysa skírteinin eftir 3 ár með áföllnum vöxtum og verð- uppbót en einnig geta menn lát- ið þau standa út allan lánstím- ann sem er 12 ár. Leggjast vext- ir og vaxtavextir við höfuðstól- inn og tvöfaldast hann á þessum 12 árum. Þá eru skírteinin und- anþegin skatti og framtalsskyldu. Eru skírteinin í tveim stærðum, 1000 króna bréfum og 10 þús. króna bréfum. I lok fréttatilkynningar Seðla- bankans er vakin athygli á að bankar og stærri sparisjóðir taki að sér geymslu verðbréfa fyrir almenning gegn sanngjörnu gjaldi, ennfremur að. spariskírteini verði líka til sölu í afgreiðslu Seðla- bankans, Ingólfshvoli, Hafnar- stræti 14. Kosningahandbók Fjölvíss um bæjarstjórnarkosningarnar Út er komin Kosningahand- bók Fjölvíss fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar 22. maí næstkomandi. í bókinni er að finna upplýs- ingar um alla frambjóðendur í þeim sveitarfélögum, þar sem kosið er eftir listum, svo og nið- urstöður nokkurra síðustu alþing- is- og sveitarstjórnarkosninga. í bókinni eru einnig töflur um mannfjölda og tölu kjósenda á kjörskrá, yfirlit um listabók- stafi, eyðublöð til að færa inn kosningatölur er talning hefst, útdráttur úr kosningalögunum og síðast en ekki sízt verðlaunaget- raun um úrslit kosninganna í Reykjavík. Bókaútgáfan Fjölvís hefur um margar undanfarnar kosningar gefið út kosningahandbók og bókin notið mikilla og vaxandi vinsælda. í áf- mun Kosningahandbók Fjölvíss véra eina kosningahand- bókin, sem út kemur, og upplag takmarkað. Bókin er seld í bókabúðum og á blaðsölustöðum um allt land. Sú villa hefur slæðst inn í kosningahiandbókina að ljsti F r am s ókna rflokksin s í Borgar- nesi er sagður vera F. en á að vera B. Notendur bókarinnar eru vin- samlega beðnir að leiðrétta þessa villu. Kosygin kemur til Kaíró í dag KAÍRÓ 9/5 — Kosygin, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, er væntanlegur til Kaíró á morgun, þriðjudag, í opinbera heimsókn. Hann mun dveljast vikutíma í Egyptalandi og ræða við Nasser forseta og aðra egypzka ráða- menn. Þetta er fyrsta ferð Kosy- gjns utan sósíaljstísku ríkjanna síðan hann varð forsætisráðherra í október 1964. Frá kosningastjóm Alþýðubandalagsins □ TJTANKJÖRFUNDAR- KOSNING stendur yfir. 1 Reykjavík er kosið í gamla Búnaðarfélagshúsinu við Lækj- argötu, opið alla vírka daga kl. 10—12 f.h., 2—6 c.h., en á sunnudögum kl. 2—6 e.h. Úti á landi er kosið hjá öllum bæjarfógetum og hrepp- stjórum. Skrá yfir kjörstaði erlendis og EISTABÖKSTAFI Alþýðubandalagsins er birt á öðrum stað í blaðinu. Þeir, sem dvelja fjarri heimilum sínum á kjördag þurfa að kjósa strax, og eru allir stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins beðnir að gefa kosn- skrifstofum okkar allar nauð- synlegar upplýsingar um þá, sem fjarverandi eru. □ KOSNIN GSKRIFSTOF- UR Alþýðubandalagsins i Rcykjavík sem þegar hafa verið opnaðar, eru í Tjarnar- götu 20, opið kl. 9 f.h. til 22 e.h. alla daga, símar 17512, 17511 og 24357 og að Laufás- vegí 12 opið kl. 9—19, símar 21127 og 21128. Báðar skrif- stofurnar veita allar almenn- ar upplýsingar varðandi kosningarnar. Ag Laufásvegi 12 er einnig hverfisskrifstofa fyrir Vesturbæ innan Hring- brautar og Þingholt. , □ HAPPDRÆTTI og KÖNNUNARLISTAR. Allir þeir, sem fengið hafa senda könnunarlista eða miða í kosningahappdrætti Alþýðu- bandalagsins eru beðnir að gera skil nú þegar. Á kosn- ingaskrifstofunum er einnig tekið við framlögum í kosn- ingasjóð og seldir miðar í kosningahappdrættinu, en í því verður dregið daginn eft- ir kjördag. □ sjAlfboðaliðar, sem starfa vilja fyrir Alþýðu- bandalagið fyrir kjördag og á kjördag eru beðnir að láta skrá sig á kosningaskrifstof- unum. ALPÝÐU BANBAIAGIÐ □ BlLAR. A kjördag þarf Alþýðubandalagið á að halda öllum þeim bílakosti, sem stuðningsmenn þess hafa yfir að ráða. Eru bíleigendur sérstaklega beðnir að vera viðbúnir og láta skrá sig nú þegar til starfs á kjördag. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.