Þjóðviljinn - 05.06.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.06.1966, Qupperneq 4
I 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. iúní 1966. Otgefandi: Sameiningarflokkux alþýöu — Sósíalistaflokk- urtnu. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson. Síguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Fiiðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur Jó’-armesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. Sókn gegn afturhaUi "lyTikilsvert er að menn láti ekki þvargið um kosn- ingaúrslitin dylja fyrir sér þá athyglisverðu s'taðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er nú, sam- kvæmt þeim kosningaúrslitum, minnihlutaflokk- ur í Reykjavík. Áttmenningarnir sem mynda meirihluta í borgarstjóminni geta ekki talað eða starfað í nafni meirihluta borgarbúa. Á þetta var rækilega minnt á fyrsta fundi hinnar nýkjörnu borgarstjómar er Guðmundur Vigfússon borgar- fulltrúi og borgarráðsmaður Alþýðubandalagsins skýrði frá viðleitni í þá átt að fá alla fullfrúa hinna þriggja flokkanna, sem hafa nú meirihluta kjósenda í Reykjavík bak við sig, til þess að hef ja samvinnu í borgarstjóminni með kjör í nefndir. og á öðrum trúnaðarmönnum. Alþýðuflokkurinn skars't þar úr leik, og var nú orðið lítið eftir a’f kokhreysti þess flokks og íhaldsandstöðu sem flaggað var í Alþýðublaðinu nokkrar vikur fyrir kosningamar. Flokkurinn er í Reykjavík undir- lagður vilja þeirra flokksforingja, sem um sjö ára skeið hafa gert flokkinn að íhaldshækju og látið hann bera ábyrgð á afturhaldsstjórn í landinu, og ífulltruar hans í borgarstjórn virðast ekki mega svo mikið sem styggja elsku samstarfsflokkinn með því að taka þátf í samstarfi, sem kjósendur hljóta að telja að væri ekki annað en eðlilegt framhald af kosningabaráttu flokksins. Eða var kjósendum ekki sagt að Alþýðuflokkurinn væri stærsta og heilsfeyptasta stjórnmálaaflið vinstra megin við íhaldið? Og einungis með íhaldsandstöðuáróðri sínum vann Alþýðuflokkurinn hinn margumtal- aða „stórsigur“ í Reykjavík, að fá ekki nema 'fimmtíu atkvæðum færra en við kosningar fyrir þremur árum, þrátf fyrir mikla fjölgun kjósenda. Sá á nóg sér nægja lætur. ★ 17'osningasigur Alþýðubandalagsins í Reykjavík er beizkur biti fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn, eins og enn má sjá á blöðum þeirra. Þar er hafinn sami síbyljusöngurinn og kvað við fyrir kosningarnar um sundrung innan Alþýðu- bandalagsins. Þar er ýmist sagt að sósíalistar í Reykjavík hafi setið hjá við kosningarnar eða að Þjóðvamarmenn 'hafi ekki komið nærri þeim. Kosningaúrslitin sjálf eru bezt svar við slíkum áróðri, um eitt þúsund fleiri kjósendur vottuðu Alþýðubandalaginu fylgi en í kosningunum 1963, og margt af nýju fólki kom til -liðs við Alþýðu- bandalagið og til kosningastarfsins einmitt við þessar borgarstjórnarkosningar. Sóknarmöguleik- ar Alþýðubandalagsins, bæði í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í minnihluta, og um allt land eru ótvíræðir. Óttinn við þá sókn skín þegar út úr blöðum andstæðinganna. Kosn- ingaúrslitin ættu að kenna þeim hvers virði eru vonir afturhaldsins um sundrungu Alþýðubanda- lngsins. Reynslan mun sanna að þaðan er sam- heldni og sóknar að vænta. — s. Klakstöðvar brezku ur. Frjálsleg skipulagning og aðstæður heimavistar leyfa nem- endum að yelja sér aukanáms- greinar eftir sínum smekk: tónlist eða sögu, silfursmíðar, — m.ö.o. hvaða verkefni sem getur vakið áhuga kennara, sem reiðubúinn er að halda sér- stakt námskeið um tiltekið efni. „Public schools“ draga tilsín beztu kennarana, enda erþeim betur borgað en í ríkisskolum og þeir hafa ókeypis húsnæði. Árangurinn er sá, að helm- ingur stúdenta við háskólana í Oxford og Cambridge hafa al- izt upp í „public schools“. Þetta þýðir samt ekki að í þeim sé kennsla jafnan á hærra stigi en í ríkisskólunum, „gramm- ar schools". En „public schools“ ala upp í mönnum venjur og einkenni sem erú óhjákvæmi- leg til þess að geta brölt upp þjóðfélagsstigann. England er að vísu talið sæmilega lýðræðislegt land — en engu siður eru þar enn við lýði menntastofn- anir sem hafa í reynd það hlutverk að efla stéttaskipt- ingu í Iandinu. „Public schoo!s“ opna dyr'sínar fyr- ir asna, klyfjuðum gulli, nám þar opnar mönnum allar götur upp í efstu stigaþrep samfélagsins. . Langafi minn sem var auðug- ur húseigandi í London hafði mikla nautn af því að skrifa á eyðublöð .„séntílmað- ur“ á þeim stað sem spurt var um starf viðkomanda. Sonur hans, Eric, lærði í Eat- on og aðeins í Eaton. Árið 1917 lét hann drepa sig í her- sveit sem bar hið göfuga nafn „konungsvarðliðið". Eins og meirihluti Eatonmanna trúði Eric á guð í mynd Georgs konungs fimmta og á brezka heimsveldiö. Hann trúði einnig á yfirburði Englendinga vfir annað fólk og á yfirburði Eat- onmanna yfir aðra Énglendinga. En þrátt fyrir margra áradvöl á hinum fræga „public school“ í Eaton var Eric fáfróður með öllu. Hann hefði ekki einu sinni getað tekið undir spaug rit- höfundarins Sitwells, semsvar- aði spurningu uppsláttarritsins „Hver er maðurinn“ um mennt- un á þessa leið: „Ég hlaut menntun mína í sumarleyfum langt frá Eaton“. Leiðin til þekkingar hefur núna verið opnuð að nokkm leyti í Eaton og öðrum „public schools“ á Englandi, En samt sem áður em þeir sem fyrr útungunarstofnanir fyrir séntil- menn, þá sem munu sitja í efstu sætum i stiga enskrar stéttaskiptingar. England er land þverstseðna. Að því er varðar félagsiegt frelsi, upplýsingastarfsemi, lög- reglu er það vafalaust íremsta borgaralegt lýðræðisríki í Vest- ur-Evrópu. En að því er varðar almenna menntun er England sem fyrr land lævíslegs léns- veldis. Á tindi hins þjóðfélags- lega og uppeldislega pýramída standa „publich schools“, ein- angraðir í sínum nýgotnesku byggingum. „Public schóols‘‘ þýðir „Al- menningsskólar“ og er sú nafn- gift mesta fjarstæða. Þetta eru algerir einkaskólar annarsstigs, óháðir ríkinu og kennslugjöld í þeim em mjög há. Til dæmis taka sögufrægir skólar eins og Eaton, Harroe, Rugby, Charter- house, Saint Paul, Westminst- er og Winchester um það bil 500 sterlingspund á ári aðeins fyrir kennsluna. Einn kunn- ingja minna, hálaunamaður, sem hefur sett sýni sína þrjá í „public school“, fer ekki í sumarleyfi svo ámm skiptir og nærist aðallega á makkarónum og tómatsósu. Þeim mun verr fyrir hann . . . og aðra milli-ý stéttarmenn, sem leggja nótt við dag til að geta haft börn sín í þessum forréttindaskólum. Um 8,7 miljónir barna og unglinga sækja ýmiskonar und- irbúningsskóla f Bretlandi. Af þeim eru níu af hverjum tíu i ríkisskólum og skólum sem njóta opinbers styrks. Hinum er komið fyrir „fyrir kunn- ingsskap“ í óháðum skólum, allt frá tilraunaskólum eins og t.d. Dartington Hall til „publ- ic schools“. Þetta eru aðallega böm aristókratanna — með og án aðalsnafnbótar — 5% af ensku æskufólki. Þegar fram líða stundir munu þeir koma fyrstir í mark í hinu mikla kaþphlaupi upp tröppustiga þjóðfélagsins. Flemming-nefndin sló því föstu árið 1942, að af830 biskupum, háskólakennurum, hálaui^uðum embættismöpnum, landstjórum samveldislanda, bankastjórum og forstjórum járnbrauta vberu 76% fyrrver- andi nemendur í „public schools“. Þess skal og getið að 48% útvaldra meðal útvaldra komu frá 12 frægustu skólun- um. Síðan brezka heimsveldið tók að leysast í sundur og upp komu svonefndar „nýjar stétt- ir“, þá hefur hlutfallstala fyrr- verandi nemenda „public schools" í stétt valdamanna lækkað, en samt er hún enn mjög há. í viðskiptaheiminum, í utanríkisþjónustunni, allstað- ar „á toppinum“ er haldið á- fram að taka Eatonstúdent, sem hefur. ekki hlotið æðri menntun, fram» yfir. alla há- skólamenntaða menn frá ógöf- ugri próvinsuháskólum lands- ins. „Við þessu verður ekkert gert“, segja- menn hér í hálfum hljóðum „þessir strákar úr „public schools" hafa vissa þjálfun, háttvísi, sambönd“. Við þetta má bæta, að strák- arnir frá „public schools“ bera takamarkalausa virðingu' fyrir ríkjandi skipulagi og hefðum og eru oft ekki sérlega þroskað- ir andlega. Nokki-um þekktum „public schools“ hefur tekizt að skapa sér virðingu og aðdáun í öllu landi vegna aldurs síns, því þeir eiga rætur sínar að rekja til fjórtándu aldar. Samthafa þeir flestir verið stofnaðir á Viktoríutímabilinu, frá 1850 til 1890, á hinu sæla blómaskeiði heimsveldisins og heimsvalda- stefnu. Síðan þá hafa þeirekki breytzt — í þeim ríkir hinn sami andi. Allir þessir skólar reyna að líkja eftir Eaton, munurinn er aðeins fólginn i mismunandi tilhögun kennslu. Til eru jafn- vel skólar sem reyna að fylgj- ast með tímanum. Með því að heimsveldið er glatað er hægt að leggja niður kriket ogskipta um einkennisbúning — í Gor- donstone (Skotlandi) hafa verið teknar upp stuttbuxur, skyrtur og siglingasport. Námsskrár breytast einnig. Um allangt skeið var gríska og latína grundvöllur námsins. 1 dag er farið að sýna raunvís- indum meiri virðingu. Við því verður ekki gert: andblær tím- ans segir til sín. Ensk tunga er orðin náms- grein í Eaton — fram til 1965 var talið að til kenpslu í móð- urmálinu og enskum bókmennc- um væri nóg að hafa einn kenn- ara á 1184 nemendur. Að þvi er landafræði varðar, þá hefur hún enn ekki hlotið þar borg- ararétt. % Ef sleppi er eyðum í fræðsl- unni, þá er hægt að segja með talsverðum rétti að publ- ic-school-kerfið sé þeim út- völdu að mörgu leyti til gagns. Jafnvel. sjálft skipulag heima- vistarlífs, strangt en ekki þæg- indalaust, gerir ákveðið gagn. í „public schools“ eru ófáir spaugilegir siðir, sumsstaðar njóta efribekkingar einir þeirra heilögu réttinda að ganga með í’egnhlíf eða aka á hjóli: áöðr- um stað er busum refsað óf þeir hafa hendur í vösum. Til eru þeir skólar, þar sem þekkja má efribekkinga á því hve margar tölur vantar á vesti þeirra. En það skiptir mestu máli, að nemendur búa með uppalara sínum, sem þekkir vel sína pilta, vinnur með þeim, er þeirra „vemdari“ — oft reyndar í of ríkum mæli. Kostir: hér er oft einn kenn- ari á aðeins fimnatán nemend- Það er varla hægt að búast við snöggum breytingum á þessum aðstæðum. Má yera að reynt verði að breyta smám saman aristókratískum skólum í skóla sem valið er í eftir verð- leikum hvers og eins. Ef menn vilja að réttlætið sigri þá þarf byltingu, en ekki hægfara þró- ■ un, og þessi bylting verður að ógna allri brezkri hátimbrun — allt frá „public schools“ til' lávarðadeildarinnar og ensku krúnunnar sjálfrar. Sérstök nefnd hefur fengið tvö ár til að ganga frá nýjum lögum um „public schools". En ekkert pr líþlegra en að þessir skólar verði áfram ekki aðeins endurspeglun brezkrar stéttar- skiptingar heldur stuðli að þvi að gera hana eilífa, og að pen- ingar muni sem fyrr verða helztur lykill að dyrum þeirra. Starfsstúlknafélagið Sókn: Félagsfundur Starfsstúlknafélagið Sókn heldur félags- fund mánlldaginn 6. júní 1966, kl. 9 e.h. T Aðalstræti 12, uppi. FUNDAEEFNI: Skýrt frá viðræðum við atvinnu- rekendur og rætt um hvað gera skuli til þess að knýja fram samninga. Mætið vel og stundvíslega. Sfcjórnin. Byggjendur! Húsmæður! Önnur bezta eldhúsinnrétting frá Vestur-Þýzka- landi, merki OSTA, verður til sýnis í Málara- glugganum við Bankastræti dagana 1. til 13. júní. Ejpkaumboð á íslandi: S K O R R I H. F. Sölustjóri: Ólafur Gunnarsson Hraunbraut 10, Kópavogi. Sími 41858. ÚTBOÐ Tilboð óskast í gatna- og holræsagerð. í hluta af Kópavogsbraut. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu minni gegn kr. 2.000.00 skilatryggingu. Kópavogi, 3. júní 1966 Bæjarverkfræðingur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.