Þjóðviljinn - 05.06.1966, Síða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1966, Síða 6
V y \ g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. júní 1966. Litið á hernámsframkvæmdir i Hér er nærmynd af flotprammanum og- má sjá hluta af áhöfn hans aff störfum. Kannski vcrður þessi Ilotprammi notaður við að steypa múrninguna eða legufærin fyrir kafbáta á botni fjarðarins. VIÐ ókum í hlaS um miðbik dagsins og litum yfir at- hafnavæðið. Upp eftir allri hlíðinni stóðu langarma mokstursvélar og skófluðu jarðveginum og þungir og silalegir vörubílar skriðu upp og niður vegatroðninga hlaðnir grjóti og mold og jarðýtur bröltu um hlíðarstalla og viku til haugunum og andrúmsloftið var hlaðið spennu og átökum véla og manna. Niður við ströndina siluðust áfram stórir flutningavagnar með langa stálbita og' þeir hlóðust upp með aðstoð lyftukrana og úti á sjónum flaut mikill flotprammi með stórum krana og stál- bitarnir sveifluðust til áður en þeir runnu lóðréttir niður í djúpan mar. , Hvarvetna söng vélarhljóðið fyrir eyrum og mennirnir hlupu til eins og maurar við framkvæmd verksins og upp á hálsadragi blakti bandaríski fáninn á stöng yfir þessum hernaðarmann- virkjum. Við útjaðar þessa athafnasvæðis stendur veitingaskáli, og út um opnar dyrnar berst þessi syngjandi hreimur frá bandarísk- um útvarpsþul og er hann að lesa fréttir, og siðan heldur músik- in áfram. -v Við tökum okkur sæti við bardiskinn inn í skálanum og pönt- um okkur kaffi og meðlæti og virðum fyrir okkur gesti dagsins. Þarna standa tveir hermenn við diskinn og velta uppi í sér jórturtuggunni og þolinmæðin ríkir ein í svipnum eins og á kindum rétt fyrir burð á þessu vori. Þrír strákar úr hvalstoðinni sötra kók og gantast við tvær elskulegar stúlkur innan við bardiskinn og ekki leynir sér skagasvipurinn á annarri þeirra. Brezk hjón sitja virðuleg við borð úti í horni og borða pylsur með þessari ensku háttvisi og manninum liggur nokkuð hátt rómur, og þau eru að ræða um fuglaskoðun dagsins. Þau eru víst að bíða eftir áætlunarbílnum til Reykjavíkur. tár Munurinn er tvö hundruð krónur Við tókum ekki strax eftir honum og hann hallaði sér heldur hljóðlátur upp að diskinum og drakk kók. Það var yfir hon- Úm húnvetnskur karlmennskusvipur, og fas hans var rólegt. Hann sýndi okkur síðasta vikuumslagið sitt, og voru þar stjórnaði hann lyftukrananum á móti bandarískum verka- manni frá New York. Hann sýnd.i okkur síðasta vikuumslagið sitt, og voru þar skráðar ríflega fi'mm þúsund og sjö hundruð krónur, — opinber gjöld kr. þrjú þúsund höfðu verið dregin af honum þessa vik- una, og sagðist hann hafa borgað þetta frá tvö þúsund til þrjú þúsund frá áramótum. Hvað hafði hann unnið langan vinnutíma yfir vikuna? Þarna Voru skráðir 44 tímar í dagvinnu, — 8 tímar í eftir- vinnu og 28 tímar 1 næturvinnu. Þá sagðist hann hafa frítt fæði vinnudagana, frían vinnugalla, frítt húsnæði og fríar ferðir í bæinn í vikulok. Hann sagðist vera Reykvíkingur og hefði unnið áður hjá tog- Þeir heita Ólaíur og Sigurður og eru að hagræða stálbitum á ströndinni. araafgreislunni á lyftukrana og 'þar áður hjá Vita- og hafnar- málastjórn víða um landið á lyftukrana við staurafestingar og hefði hann nær átta ára starfsreynslu í þessum efnum. — En 'hvað heldurðu bandaríski verkamaðurinn háfi í kaup? _ Hann fær sex doliara á tímann og vinnur tíu tíma á dag fimm daga^ vikunnar og er það ríflega kr. 250.00 á klukkutím- ann borið saman við kr. 56.00 á klukkutímann hjá mér eftir Dagsbrúnartaxta. Mér er ekki kunnugt urn annað en þeir fái ölf hlunnindi til jafns við okkur þar að auki og ekki sýnir hann meiri fagreynslu en ég er mér óhætt að fullyrða. Þeir eru fimm frá New York þarna úti á flekánum á móti sjö íslendingum, — íslenzka verkamannakaupið er orðið hlægi- lega lágt og mikil raunasaga síðustu árin. * Vokí tokí tæki í fjallshlíð í útjaðri þessa athafnasvæðis hafa risið sjö skálar fyrir starfs- fólk íslenzkra aðalverktaka, og inni í einum af þessum skálum eru skrifstofur fyrirtækisins. Við gengum inn á fremri skrifstofu og þar sat hvíthærður og léttklæddur maður yfir sendistöð og grínaðist við ungan kokk. Á hverjum vinóustað uppi í fjallinu eru menn með voki tokí tæki, og einnig eru slíkir menn með tæki niður ó ströndinni og út á prammanum og virðist vera liðugt samband þarna á milli. Þá eru einnig uppi í fjallinu mælingamenn með vokí tokí tæki og miða út stálbitana fyrir prammamenn úti á sjónum. — Þetta er bará eins og vígstöðvunum í seinni heimsstyrjöld- inni sögðum við við framkvæmdastjórann Guðmund Einarsson, verkfræðing. Hann hló við athugasemdinni og sagðist einmitt hafa svona tæki í bílnum sínum og gæti hann alltaf fylgzt með fram- kvæmdurn undir akstri og komið á framfæri leiðbeiningum við verkið. — Mér þykir hvergi eins gott að hugsa eins og undir stýri á bíl og ef mér dettur eitthvað í hug, þá get ég þegar komið því á framfæri við menn mína. Hann hafði boðið mér inn á ínnri skrifstofuna og sat þar við mikið skrifborð með tvo eða þrjá síma fyrir framán sig. Nú hringdi einn síminn og mér skildist eftir samtalinu hann vera að ræða við hestakonu í bænum. Þá rauk hann í annan síma og pantaði símtal við Stokkhólm og kvaðst bíða þarna á meðan. . ' t < — Jæja, — hvað hefur þú marga menn við störf hér? — í dag eru hundrað og þrjátíu menn að vinna hér við þess- ar framkvæmdir, sagði Guðmundur. Fimmtiu menn eru á bið- lista og komast hingað og raunar höfum við skrifað niður um- sóknir í ^ex vikur.' Fjórði hluti þessa starfsfólks eru gamlir starfsmenn hjá fyrir- tækinu og ég myndi segja að sextíu nýir menn væru úr Reykja- vik. — Hvaða framkvæmdir eru á döfinni hérna? — Við höfum það verkefni að smíða fjóra olíutanka hér uppi í hlíðinni og tekur hver tólf þúsund tonn af svartolíu upp- komnjr. Þá er ætlunin að smíða tvö hundruð og fimmtíu metra öryggju hér út í fjörðinn og með uppfyllingum verður hún þrjú hundruð metrar og verður T-laga, og þar eiga að geta lagzt að stór olíuflutningaskip með birgðir í geymana. Mér skilst að þær séu hugsaðar sem birgðastöðvar í framtíðinni fyrir skip, sem nota eingöngu svartolíu. Það getur verið bæði kaupskipafloti og herskipaflotL Bandaríkjamenn reiknuðu vitlaust — Á hvaða stigi eru þessár frainkvæmdir? — Uppi i hliðinni erum við 1 dag að grafa fyrir undirstöðum fyrir tankana og notum uppgröftinn í uppfyllingu fyrir bryggj- una. ' / Þá erum við að reka niður þrítugasta stélbitastaurinn í dag af fjögur hundruð og fimmtíu í fyrirhugaða bryggju. Hér er um að ræða gríðarlanga stálbita og eru þeir lengstu svipaðir Hallgrímskirkju með turni að hæð, — þeir eru þetta frá hundrað og sextíu fetum til tvö hundruð fet á lengd og eru allir reknir niður á klöpp. Þessir stálbitar eru H-laga og fluttir inn frá Vestur-Þýzkalandi og Englandi. Bandarískir mælingamenn voru búnir að mæla fyrir þessum stálbitum fyrir nokkrum árum og búnir að gera athuganir á jarðlögum á sjávarbotni og samkvæmt þeim athugunum áttu stálbitarnir aðeins að vera fimmtíu og fimm fet á lengd, — hér var reiknað með mótstöðu í leirnum eða viðloðun fyrir burðarþol bryggjunnar og er þetta ákaflega skemmtilegt úr- lausnarefni á verkfræðivisu. Allir þessir útreikningar hjá bandarísku mælingamönnunum reyndust út í hött og höfðum við gert áætlanir um verkið á þessum útreikningum, — kemur þetta til með að tefja verkið og seinkar líklega framkvæmdum um hálft ár. Annar þáttur hefur líka valdið töfum á verkinu. Það hefur vorað mánuði seinna hér á landi en venjulega og klakinn þiðnar seinna úr jörðu þar með. Nú stóð verkfræðingurinn upp og gekk út að glugganum með kíki til þess að athuga flotprammann út á firðinum. Hraðbátur dólaði kringum prammann, og uppi i fjallinu var verið að miða út stöðuna fyrir næsta stálbita. — Þessi flotprammi er hollenzkur að gerð og var fluttur híngað til lands í fjórum hlutum og settur hér saman, sagði verkfræðingurinn. + Pramminn hefur fjögur hundruð og fimmtíu tonna flotmagn og bóman á lyftikrananum er hundrað og fjörutíu fet á hæð ýfir sjávarmáli og getur lyft fimmtíu tonna þunga. Hann er bara lipur í meðförum. Hvað er C.P.M.? — Ég veit ekki hvort ég á að segja þér frá C.P.M. Það er eins og íslðnzkir blaðamenn fói gæsahúð, ef ég fer að tala um C.P.M. Hversvegna vilja þeir ekki skrifa um C.P.M.? hefur þú heyrt um C.P.M.? spurði hann mig. og ég stóð fullkomlega á gati. —' Við notum hér C.P.M. við þetta verk, og þetta er ein merkilegagta nýskipun í íslenzku atvinnulífi frá upphafi. Myndir og texti g.m.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.