Þjóðviljinn - 03.07.1966, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 03.07.1966, Qupperneq 5
Sunnúdagur 3. júlí 1366 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J iBREF UR i KÓPAVOGI I til Lyndons B. Johnson, | forseta Bandarikjanna \ \ i i * i Herra Bandarikjaíorseti Lyndon B. Johnson. Vér íslendingar höfum lengi verið höfðin-gjadjarfir, svo ég biðst ekki afsökunar á þessu tilskrifi Þó kemur yður kannski spánskt fyrir, að fá sendibréf frá múgamanni norður hér. Líkast til eigum við fátt sameiginlegt, því ég má ekki mannsblóð sjá. Aftur ó móti var ég mikill hesta- og hunda- maður og: það skiljið þér vel, eftir þvi sem faðir vor Bjarni hefur tjáð oss. Ég hef ekki einu sinni getað eignazt pen- inga sem er þó aðal hvers frjálsborins manns — og vegna þess hef ég lítið getað gert fyrir þjóð mína, því hvað má veslingur minn, sagði einn íslenzkur öreigi fyrir mörgum öldum Vig höfum náttúrlega ekki búig í Guðseiginlandi, en margan píuglitinn höfum við fengið þaðan og svo voru marshallkórtöflurnar góðar, að af þeim stafaði beinlínis mannfjölgun þó illa gengi að feðra. Aftur á móti höfum vig verið heppnir með það, að í áratugi hafa stjórnir okk- ar lands farið eftir óskum yð- ar lands í einu og öllu, sagt já og amen með höfuðhneig- ingu hafi he.yrzt hundga í fjarska. Svo höfum við yðv- arn blessaða her sem innsigli eilífrar sáluhjálpar. Þaðan hefur oss mörg kviðfylli bor- izt og ekki síður konum en . körlum. Slikt er líka okkar einasta von. þvi skeð getur að fyrir hann þurfum við heitara að baka, minnsta kosti þeir smærri. Við vonum samt að beir stærri sleppi. þvi ráð- herrar okkar eru orðnir þjálf- aðir flugmenn og ef til elds kemur munu þeir hefja sig til flugs í 'vestur. Þetta gefur von um, að þjóðin muni ekki deyja út og j Banóaríkjunum verði til melagróður, gýlfa- ginning. ingólfsóðöl, emils- •afrek og hafsteinshæfni. 'Þar af muq_og upp renna nýtt.við- reisnarvor í yðvar ríki. Þegar ég var á skólaskyldu- aldri rar mér tjáð að éig væri Evrópumaður. en nú hefur þetta breytzt gins os svo margt. annað os eftir nýjustu heimildum ku ég nú vera Améríkumaður og bar með orðinn vðar undirsáti. Um þetta tjáir ekki að fást. því hafa verður það er sannara reynist, þó svo framarlega að sannleikanum hafi ekki verið logið upp. Þetta hefur nú verið svona rabb um daginn og veginn, líkt og í útvarpinu, en nú skal snúið sér að aða-lverk- efni þessa bréfs. Ég hef alla mina tíð hugs- að mikið um hið svonefnda lýðraeði, en þar virðast nú ekki allir á einu máli um hvert sé þess raunverulega innihald. Nú er það margra mál, að það hafi náð hæstri gráðu í Bandarikjunum og þess vegna vilja aðrar þjóðir lík.ia eftir þessu háþróaða lýð- ræði. Við hér á íslandi (telj- umst búa við lýðræði, en þar ber margt á milli, og kannski erum við bara á villigötum. Ég lenti i harðri sennu við einn vin minn fvrir stuttu, sem gagnrýndi mjög lýðræðið í Bandaríkjunum. Ég var nú að malda í móinn, e^ rök hans virtust mér svo þung að ég vjldi fá úr því skorið, hvort hann hefði rétt fyrir sér. Það er þessvegna að ég sný ,mér til yðar með þetta mál. Fengi ég skýringu, er ég viss um að bandaríska upplýsingaþjónustan kemur þvi á framfæri. Ég er þar að sögn á skrá með smátt og stórt-, svo mín æviatriði verða víst aldrei nánar rituð. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar í samanburði vinar míns á lýðræði íslands og Bandaríkjanna. Hér á íslandi, sagði hann, erum við þó að burðast með margskonar tryggingar fyrir fólkið, elli-, örorku- og sjúkra- tryggingar. Hjá • okkur er aldrei sþurt um það ef ein- hver þarf læknishjálpar, hvort hann geti borgað. Ekkert er sparóð til" að halda í honum lífinu, jafnvél sendur til Banda- ríkjanna, ef þár Hillir undir' von. En hvernig er þét.ta- svo í Bandaríkjunum? Þar verður hver að deyja drottni sínum, sem ekki á peninga fyrir læknishjálp Þar eru engar tryggingar til og læknir lítur ekki á sjúkling nema vissa sé um greiðslu. Lendi maður í bílslysi er honum off blætt út áður en vissa er fyrir þvi að greiðsla sé fýrir hendi. Sem sagt. allir sem ekki eiga peninga eða verðmæti. / verða að deyja drottni sínum, börn. gamalmenni og sjúkling- ar. Hjá okkur er þó rejmt Lyndon B. Johnson að leysa vandamál svona fólks. Kallarðu þetta lýðræði í Bandaríkjunum, að hver megi deyja drottni sínum sem ekki á peninga? Ég sagði nú si svona, að þeim væri' nú kannski ekki eins sárt utn mannslífið, því fólkið væri svo margt og ég bætti þvi við, að ég væri vi-ss um að þér mynduð geta gefið þessu fólki formúlu fyrir þvi hvernig það gæti með léttu móti eignazt nóga peninga. jafnvel hundruð miljóna, en ég er náttúrlega ekki viss um að þér þekkið þessa formúlu. Svo hélt hann áfram: — Finnst þér ekki skrýtið að flestir forsetar Bandarikjanna, sem imprað hafa á almennum mannréttindum. hafa verið myrtir? Slíkt mundi vart heyra undir lýðræði hjá okk- ur. Ég gat lítið við þessu sagt, þó einhver skýring hljóti að vera til á þvi. Spámaður er ég ekki, en hef þó á til- finningunni, að þér munuð ekki verða myrtur, sem bet- ur fer. Hvernig geta hin viðfeðmu glæpafélög Bandaríkjanría heyrt undir lýðræði? Við er um að reyna útrýma glæp- um og finnst það heyra undir lýðræði, en í Bandarikjunum er talið að varla fari fram svo lítilfjörleg kosning, að glæpafélögin leiki þar ekki sinn þátt, þau ráða jafnvel heilum verkamannasambönd- um að sögn Og það er með þessa glæpamenn líkt og helga menn, að þeim snýst a,llt til góðs og þurfa aldrei að standa neinum reikningsskap. Hvað segir þú svo um lýð- ræðið sem þeldökka fólkið býr við? Það mundi lofa guð of það kæmist undir dýravernd- unarlögin hjá okkur. Stund- um kvað þessu fólki velt upp úr tjöru og fiðri og svo kveikt i því. Og eitt er víst, að hver sem tekur svari þessa fólks er annaðhvort drepinn eða er í stöðugum lífsháska, jafnvel þó hann sé hvítur á hörund. Þeir sem fyrir þessu standa virðast alveg frið- helgir. Eitt er enn: Það fer ekki framhjá manni, að sé mynduð frjálslynd stjóm í einhverju riki Bandarikjanna, þé er eins og hún þurrkist burtu á einhvern dularfullan hátt, líkt og þegar fuglar deyja. Kannski gætu auðjöfrarnir gefið skýringu á _ þessu. Og að síðustu segir hann: 'Ætlarðu ekki lika að verja stríðið i Víetnam, sem væri réttara að kalla sláturtið? Skilur þú hversvegna verið er að slátra öllu þessu fólki, brenna það lifandi og eitra gróður jarðarinnar? Því má þetta fólk bara ekki verða sjálfdautt? Nú, ef það vill berjast innbyrðis, þá bara lofa því að drepa hvert ann- að. Það virðist engin ástæða til að hjálpa mönnum við svo- leiðis, nema hér sé um nýja samhjálp að ræða. Eiginlega skildi ég þetta ekki heldur, en sagði þó að ég hefði séð það haft eftir yður að þetta hefði fljó'tt lyft undir framleiðsluna í Bandarí'kjunum og atvinnu- leysingjum fækkað. Það væri, sagði ég, með hergagnafram- leiðslu eins og allt annað, að það þyrfti að prófa þetta og eyða því upp, líkt og bóndinn þarf að hleypa til á vetuma og slátra svo lömbunum á haustin. Svo sagði ég líka að ske kvnni að bandarískur auður væri i gang; austur þar eins og víðar og peninga þyrfti alltaf að verja til síðasta manns, þeir væru afl þess er gera skyldi. En þetta er nú líkast til bara skynvilla hjá mér. Sumt af þessu sem hér hef- ur verið sagt, er nú kannski ýkt, því oft hefur verið log- ið á skemmri leið en frá Nýbýlavegi til New York. Væri þetta hinsvegar rétt, sem vinur minn heldur fram, þá væru mér skýringar kær- komnar. svo ég gæti rétt mig af í lýðræðinu. Til er máltækj á fslandi, sem hljóðar svo: ..Skósmiður, haltu þig yið leistinn þinn‘.‘. Reyndist nú lýðrædið í Bandaríkjunum ekki á rétt- um kili, þá fyndist mér rétt að hér byrjuðuð heima ,hjá yður að kippa i lag, en létuð l fólkið i Vietnam um sín mál. Ég veit að þér munuð vera mjög guðhræddur eins og flestir bjargálna menn og valdsmenn og ég er viss um að guð mundi ekki misvirða það við yður þó ekki væri meira drepig austur þar um sinn, því honum mun ekkert liggja á þessu fólki í ríki sitt. Þegar þér aftur á móti væruð búinn að kippa i lið- inn heima, gætuð þér kannski farið að dunda við drápið austur þar á ný. Með beztu kveðju og óskum fil yðar og bandarísku þjóð- arinnar — Yðar auðmjúkur undirsáti Halldór Pétursson, Snælandi, Nýbýlavegi, íslandi vestra. ! i I Þjóðverjar sig- ursælir í hsnd- knattleik VÍN 1/7 — Vestur-Þýzkaland varð heimsmeistari í handknatt- leik utanhúss en Austur-Þjóð- verjar lentu í öðru sæti. Bronz- verðlaunin tóku Austurríkis- menn heim með sér. í úrslitaleikjum á fimmtudags- kvöld vann Vestur-Þýzkaland Sviss með 8—2, Austur-Þýzka- land vann Holland með 23:9 og Austurríki vann Pólland með 9 :5. Nýjar kertöflur koma á marksðinn Fyrstu nýju kartöflurnar á þessu sumri koma á matkaðinn á næstunni, og eru þær innflutt- ar frá Portúgal, þessa árs upp- skera. Þetta er þriðja kortöflu- tegundin sem Grænmetisverzl- unin flytur inn eftir að íslenzku kartöflurnar voru uppumar, fyrst voru fluttar inn írskar kartöflur stórar sem þóttu hálf- gert óæti og síðan pólskar er reyndust vel þótt þær væru frá í fyrra. Hinsvegar verður bið á bví að grænmeti verði almennt á boð- stólum, því ekki er leyft að flytja inn frá útlöndum á sumr- in, en hætt er við að íslenzka uppskeran verði seint á ferðinni þetta árið. Framleiðsla á pappír eykst hröðum skrefum Framleiðsla pappírs, pappírs- kvoðu og pappa eykst hröðum skrefum, að því er fram kemur í nýgerðri rannsókn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (FAO). Sam- kvæmt útreikninguip mun heimsframleiðslan á pappír og pappa fara upp í 128 miljón tonn, á pappírskvoðu yfir, 108 miljón tonn árið 1968. Framleiðsla pappírs og pappa hefur stigið úr 83 miljón tonn- um 1960 upp í rúm 114 miljón tonn árið 1966. Framleiðsla pappírskvoðu hefur aukizt úr 66 miljón tonnum árið 1960 upp í 91 miljón tonna árið 1966. (S.Þ.). Varaforseti Júgó- slavíu segir af sér BELGRAD 1/7 — Varaforseti Júgóslavíu Aleksander R. Ban- kovic, sem talinn var líklegastur eftirmaður Tito forseta sagði í dag aí sér öllum störfum sínum í kommúnistaflokknum. R aokovic er ritari í flokknum og hefur stjórnað öryggismálum ríkisins í mörg ár. Á fundi í mið- stjóm flokksins i dag var hann harðlega gagnrýndur. HUÖMPLÖTUR SELDAR Eftir síðasta uppgjör voru teklurnar -af hævienvu hlióm- plötunni ,AU Star Festival", sem seld, var til ágóða fyrir flóttamannahmlp S.Þ., komnar upp í 1.481.000 dollara (tæpar 64 miljónir ísl. króna). Síðasta hæggenga hljómplat- an, slm seld er í þágu flótta- mannahjálparinnar, „Internati- onal Piano Féstival", hefur til þessa selzt fyrir 133.820 doll- ara (tæpar 6 miljónir ísk kr.). Hinsvegar hafa ekki enn bor- izt endanlegai tölur um söluna í flugvélum, þar sem farþegum a var gefinn kostur á að senda plötuna sem ..kveðju úr loft- inu“ til hvaða lands sem væri. 45.000 plötur hafa selzt með þessum hætti, og búizt er við að endanlegt upngiör liggi fyr- ir í lok sumarsins. (S.Þ.). Austur-þýzka skemmtiferðaskipið Vöikerfreundschaft væntanlegt i dag í dag kl. 4 síðdegis leggst hér ig er nokkuð af Þjóðverjum. Nær Akureyrar og ekur í bílum til ytri höfnina í Reykjavik a- sex hundruð manns eru með Dalvíkur til þess að horfa á mið- þýzka skemmtiferðaskipið Völ- skipinu og hafa þegar verið kerfreundschaft. Skipið heldur skipulagðar ferðir á vegum svo á brott kl. 4 síðdegis á mánu- ferðaskrifstofunnar Lönd og leið- dag. ir með skemmtiferðafólkið að Sænska ferðaskrifstofan Reso Gullfossi og Geysi og til Krisu- hefur skipið á leigu og er meiri vikur. nætursólina, — einnig fer þetta fólk til Mývatns. Sænska ferðaskrifstofan Reso hefur skipulast ferðir bæði til hluti farþegaana Svíar og einn- fimmtíu manns flýgur til íslands og Grænlands í sumar. Ráðizt gegn kommúnistum BUENOS AIRES 1/7 — Hin nýja ríkisstjórn í Argentínu hóf í dag aðgerðir gegn skrifstofum lytmm- únista um allt landið. Þetta er fyrsta meiriháftar pólitíska aðgerðin sem ríkis- stjórnin framkvæmir síðan hershöfðingjarnir hrifsuðu völd- in fyrir nokkrum dögum. Höfuðstöðvum kommúnista- flokksins í Buenos Aires var lokað og 29 hverfaskrifstofum. Áróðursgögn voru gerð upptæk og sex starfsmenn á skrifstofun- um voru handteknir. Skrifstofum fjögurra annarra félaga, sem kommúnistar eru taldir stjórna var einnig lokað. Lögreglan gerði sams konar út- hlaup í öllum héruðum landsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.