Þjóðviljinn - 03.07.1966, Síða 10

Þjóðviljinn - 03.07.1966, Síða 10
10 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 3. júli Í968 WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL HVERFUR vindjakkanum og fann þar eitt- hvað, eitthvað hart, langa stein- inn, spjótsoddinn sem hann hafði fundið milli strútseggjanna. — Það er of seint að berjast, sagði O'Brien. Grimmelmann kinkaði kolli.Of séint, of seint. Hann tók utanum langa tinnusteininrt; höndin var þung; hann fann hvassan oddinn standa útúr sveittri hendinni eins og hnif. Hann var vopnaður — Taktu skurnimar, sagði O'Brien. Hann gekk skrefi nær bg benti með byssunni á bakk- ann. Grimmelmann kinkaði kolli. Nei. Aldrei. Honum var ljóst að hann stóð einn, eins og nokkur maður getur verið: hereró-pilfrur- inn sem stóð einn þegar liðsfor- inginn steig fram og lyfti byss- unni; rússamir sem krupu í snjónum ........ Hann ætlaði að berjast fram í rauðan dauðann, hann ætlaði að ná í byssuna. berja hana í sund- ur; hann ætlaði að berja þrekna manninn, hræða hann, særa hann. Hann vildi ekki hlýða. Hann dró krepptan hnefann uppúr vasanum. Hann gekk nær. — Stanzaðu, hrópaði O'Brien. Stanzaðu! En gamli maðurinn kbm nær með upprétta hönd, ogútúrhnef- anum stó oddhvass steinn; hann gekk eins og í leiðslu, og augu hans voru starandi. Gamla and- litið var einbeitt og þrungið hatri. — Stanzaðu! hrópaði O'Brien og Hárgreiðslan Hárgreiffslu- og snyrtistofa Steinu osr Dódó Laugávegi 18 III hæð '(IjrftaV SfMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13 — Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. gamli maðurinn var kominn til hans. Hann beið fram á síðustu stundu, svo stei^s hann skref til hliðar og sveiflaði þungri byssunni. Skotið hitti gamla manninn í hægri handlegg. Grimmelmann reikaði við, reyndi að ná jafn- vægi aftur og valt þungiamalega um koll. — Gamla fíflið þitt. sagði 0‘- Brien. — Sérðu ekki, að það er um seinan að berjastj? Hann stóð andartak og leit niður á hann. Hann sneri sér við og gekk leiðar sinnaf upp gilið. 49 Grimmelmann lá á sandinum. Það blæddi úr hendinni á hon- um. Hann hafði tekið of fast um spjótsoddinn. Hann settist upp og lét tinnusteininn falla niður í sandinn. Hann var ham- ingjusamur; ekki vegna þess að hann var á lífi, heldur vegna þess að hann hafði drýgt dáð. Hann hafði barizt gegn hinu illa. Nú var hann góður maður. Góð- ur maður. Hann svimaði. Hann varð að koma sér útúr sólinni, hvíla sig i skugganum, fara aftur heim til stúlkunnar. Kannski beið O'- Brien einhvers staðar eftir þvi að geta skotið hann, en það gerði ekkert til. Hann var gamall og var búinn að reyna svo margt, og nú var hann góður maður.... góður ...... Hann var dofinn í hendinni. Hann neri henni við fótinn. þurrkaði burt blóðugan sandinn og honum varð Ijóst að hann myndi deyja; að það myndi gerast á fáeinum mínútum. Lófinn var blár; dökkar rákir lágu út að fingurgómunum og upp úlnliðinn. Það hafði verið búskmannaeitur í örvaroddinn; hann hafði haldið of fast um hann og skorið sig. Hann hafði sigrað O'Brien, en samt sem áð- ur, myndi hann deyja af gamla eitrinu. Hann sat í sólinni og fann ekki til ótta. Það var betra að deyja hér í sólskininu en í Evr- ópu sgm var svo köld. Sólin var hlý; hann hafði verið ung- ur í þessu landi. Búskmaðurinn hafði fyrir óra- löngu setið með krnsslagða fæt- ur og bjástrað við vopn og eit- ur til að búa sig undir veiðarn- ar og stríðið við hvítu mennina. Hann hgfði smurt hinu hættu- lega eitri á oddinn á nýja spjót- inu. Allt f einu var hann blindur og fékk suðu fyrir eyrun, Hann lagðist útaf og jörðin fór að hringsnúast undir honum, hraðar og hraðar. .Eitrið náði til hjartans, það fór hrollur um hann Pg hann dó. Málmgljáandi vespa flýgur lágt yfir bakkann og svipast um eftir köngulóm. Hún á sér ból í dálítilli skoru í svarta klettinum og þar geymir hún matinn sinn; hún ætlar að fylla það með köngulóm og innsigla það. Stór, brún fluga kemur auga á hana og eltir hana með hægð. Henni liggur ekkert á. Vespan kemur auga á net sem stirnir á í sólinni. Hún nálgast, svífur í loftinu næstum án þess að hreyfa sig. Allt í einu heldur brúna flug- ann vespunni milli langra lapp- anna. Hún berst um, en flugan lyftir henni æ hærra upp í loft- ið. Vespan reynir að snúa sér við og stinga fluguna með hin- um hættulega broddi til að lama hana. Flugan veit það og heldur vespunni langt frá kúlulaga mag- anum. Vespan reynir í örvænt- ingu að losa sig. En hún ræður ekkert við þessa sterku fætur. Flugan rekur út úr sér lang- an, hvassan broddinn og stingur vespuna í bakið. Hún sleppir takinu, vespan fellur til jarðar, golan tekur hana og feykir henni til. Hún er hol að innan. Flugan hefur þurrsogið hana. O'Brien kom aftur í hellinn síðla dags. Grace beið við inn- ganginn og hélt á nokkrum við- arbútum. Hann var einn. — Hvar er gamli maðurinn? — Hann er dauður, sagði O'- Brien. —. Ég hafði eitthvert hugboð um það þegar ég sá þig, sagði hún. Nú voru þau ein, tvö ein. Hún fúrðaði sig á því að dauði Grimmelmanns skyldi ekki hafa meiri áhgif á hana, og einhvem veginn fannst henni sem hún hefði búizt við þessu. Það var önnur hugsun sem hún reyndi að bægja frá sér og olli henni skelfingu: Nú yrði meira handa þeim að borða, O'Brien og henni, hún hefði harin álveg fyrir sig. — Hann skar sig á búskmanna- spjótsoddinum, sagði 0*Brien. — Það var eitur á honum og hann dó af því. Við vorum að leita að býflugum og hann dróst afturúr. Þegar ég leit við, reikaði hann í spori og slagaði eins og hann væri veikur. Það blæddi úr smásári á hendinni á honum. Hann settist og handleggurinn fór að verða svartur.; Eftir fimm mínútur var hann dáinn. Ég gat ekkert gert. Það var skelfilegt, óhugnanlegt. Hann fann spjótsoddinn hjá strútseggj- unum og gekk með hann í vas- anum. Hann gekk framhjá henni inn í hellinn og setti byssuna á sinn stað. Grace bar inn glóðina rig lét hana þar sem bálið hafði verið nóttina á undan. 0‘Brien var með fjórar eðlur og skorpið gras- ker í pokanum. Það var búið að hreinsa eðlumar og hún steikti þær í skyndi á ristinni, sem Smith hafði búið til úr stálvír. Þau borðuðu kjötið og höfðu hunang með og svo skiptu þau graskerinu á milli sín. Nóttin kom og það varð kalt. Þau bættu viði á bálið, flýttu sér í svefnpokarin og þrýstu sér bétt saman í leit að hlýju og öryggi. — Hvernig stóð á því að hann skar sig? spurði hún. Hún tók um axlirnar á honum og fann hve feykilega sterkur og aflmik- ill hann var. Það var eitthvað í sambandi við dauða Grimmel- manns sem hann hafði ekki sagt henni, eitthvað óljóst og ugg- vænlegt, sem hún gat ekki áttað sig á. — Það er ekki meira að segja, sagði hann. Hendur hans þreif- uðu eftir andliti henriar, hann sneri því til; hann kyssti munn- inn. kinnarnar, hálsinn. Hún hugsaði um fyrrverandi eigin- mann sinn og hann virtist svo fjarlaagur ......... Andrew Mon- ckton, mildur, elskuhugi, vin- gjamlegur og tillitssamur. Það hafði hann verið og ekkert ann- að, vingjarnlegur og tillitssam- ur. — Nú getum við komizt af, sagði O'Bfien. — Þú og ég getum sigrað þennan stað. Lifað. Við tvö. En nú var hún' ekki óróleg lengur. Hún vafði örmunum um hálsinn á honum og hún hafði ekki áhyggjur af björguninni, Grimmelmann eða neinu öðru en honum. Það var ekkert annað í þessum dimma, kalda heimi {gntinenial Útvegum eftir beiðni fiestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 þórður sjóari 4790 — Vindinn hefur lægt. Sjórinn er spegilsléttur og haldist þetta svona munu vinimir fá gott tækifæri til að sýna hvað þeir geta. — Á ákveðnum tíma kemur talstöðvarsambandið við Nor- og þá á að geía skýrslu frá báðum skipunum. Skýrslurnar eru heldur eínislitlar, ekkert markvert hefur skeð ennþá. — Þeir em rétt að hefja keþpnina. Leiðin frá Norfolk til Nassau er um 800 mílur. Við góðar aðstaéður er hægt að komast þetta á átta til tíu dögum og á þeim tíma getur margt komið fyrir. SKOTTA — Þú skrifar eina línu um forsetann en þrjár blaðsíður um klæðaskáp forsetafrúarinnar! FERÐIST MEÐ LANDSÝN. Landsýn býður upp á álla hugsanlega ferða- þjónustu innan lands og utan, með flugvélum, skipum, járnbrautum og bifreiðum smáum sem stórum, — sér um útvegun hótela og leigubif- reiða hvort heldur er með eða án bílstjóra, —■ útvegar leiðsögumenn fil lengri eða skemmri ferða-, útvegar vegabréfsáritun og sækir um gjaldeyri svo nokkuð sé nefnt. Landsýn býður Upp á lægra verðlag méð.hverju ári og hagkvæm kjör, svo sem lánakjör Loftleiða — „Flogið strax — fargjald greitt síðar". Takið ekki ákvörðun um ferðina án þess að leita upplýsinga fyrst hjá Landsýn. 1 Codok i fíElSEBURO Intourist LANDSyN ^ FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEG 54 - SÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465 LCDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir dömur fyrir telpur Verð frá kr. 1690,00 VIÐGERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678. \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.