Þjóðviljinn - 14.08.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 14.08.1966, Page 1
/ Sunnudagur 14. ágúst 1966 — 31. árgangur — 180/tölublað. 13. þing norrænu málnefndanna haldið í Reykjavík Aukning orðaforða og sam- ræming orða til umræðu Fulltrúafundinum lýkur væntanlega í dag ■ Undanfarið hefur staðið yfir í Reykjavík þretfcánda þing norrænu málnefndanna. Slíkar nefndir hafa verið starfandi á Norðurlöndum um alllangt skeið, og er verk- efni þeirra allskonar málsamræming og málvöndun, auk útgáfustárfsemi. Nefndirnar eru nokkuð mis Frá Húsavík- Séð yfir nokkurn hluta kaupstaðarins og höfnina. Hcfdinn í baksýn til vinstri. Húsavík verður útfiutningshöfn kísiigúrsins: Miklar hafnarframkvœmdir í því sambandi að hefjast □ í gær stóð til að undirrita samninga hér í Reykjavík milli íslenzku ríkisstjórnarinnar ann- ars vegar og bandaríska kísiliðjufyrirtækisins Johns-Manville hins vegar ,um stofnun kísilgúr- verksmiðju í Mývatnssveit. Þá hefur og verið end- onlega gengið frá samningum við Húsavíkurbæ og Húsavíkurhöfn um hafnarframkvæmdir þar og leigu á hafnaraðstöðu fyrir kísilgúrútflutning en Húsavík verður útflutningshöfn fyrir kísilgúrinn og sölufélagið mun hafa aðsetur þar en fram- leiðslufélagið í Mývatnssveit. Fyrsfa Iðngarða- húsið tekið í not Á föstudag var tckið í notkun fyrsta húsið í iðnaðarhverfi því, er" hlutafélagið Iðngarður hefur Iátið reisa við Grensásveg í K- vík. Það var á árinu 1958 sem Félag ísl. iðnrekenda lcitaði sam- starfs við Landssamband iðnaðar- manna um að beita sér fyrir stofnun félags, er hcfði það að markmiði að vinna að nokkurri lausn húsnæðisvandamála iðnað- arins með byggingu # f jöliðjuvers. Ulutafélagið Iðngarður var svo stofnað í árslok 1964 og öllum meðlimum Fél. ísl-. iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna boðin þátttaka. Er Ijóst var orð- ið hve margir yrðu .þátttakend- ur fyrsta byggingaráfanga var hafinn frekari undirbúningur, gerðar tcikningar, áætlanir um framkvæmdir, fjármagnsþörf ofl. Þátttakendur í 1. byggingar- flokki eru 14 iðnfyrirtæki úr hin- um ýmsu greinum iðnaðarins og er fyrsti „innflytjandinn“ Sveinn Egilsson og Co. sem flytur verk- stæði sitt í þetta fullkomna hús- Það hús er 1200 fermetrar að stærð og allt hið vandaðasta. Áskell Éinarsson sem enn gengir störfum bæjarstjóra á Húsa- vík skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að búið væri aö ganga f'rá samningunum en þeir hefðu enn ekki verið undirritaðir. Aðalatriði samninganna eru þau, að sölufélagið sem mun hafa heimilisfang á Húsavík, leigir hafnaraðstöðu þar til útflutnings á kísilgúmum. Gilda samningarnir um hafnaraðstöðuna í tuttugu ár og á félagið að greiða 200 þúsund krónur í' leigu á ári- Þá hefur og verið samið 'um greiðslu hafnargjalda. Á félagið að greiða ■lægsta flokk hafnargjalda, kr. 25 fyrir tonnið og fær auk þess 20% afslátt af gjöldunum fyrstu fimm árin. Hafnarsjóður Húsavíkur tekur að sér að láta gera mikla hafnar- uppfyllingu undir Húsavíkurhöfða og fær sölufélagið á leigu 11500 fermetra lóð á þessari nýju uppfyllingu. Ætlar það að reisa þar tvær gríðarstórar vöruskemmur, þá fyrri á næsta ári og hina 1971. Aætlað er að kostnaður við hafnafframkvæmdimar verði um 4,5 miljónir króna og á ríkið að leggja fram 40% af þeim kostnaði en Seðfcabankinn hefur tekið að sér að útvega lánsfé til framkvæmda. Verður hafizt handa um þær einhvern næstu daga, sagði Áskell að lokum. 1 Þá frétti Þjóðviljinn það eftir öðrum heimildum á Húsavík í gær, að fulltrúar frá Johns-Manvi'lle-félaginu hefðu komið til Húsavíkur i síðustu viku í sambandi við þessa samninga m. a. Vakti það sérstaka athygli að þeir óskuðu eftir að tala við þrjá aðila: kaup- félagisstjórann, formann verkalýðsfélagsins — og bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins! Er bæjarfulltrúinn að undirbú^? mi'kla húsbygg- ingu á staðnum og er sagt að sölufélagið eigi að fá þar inni með starfsemi sína- stórar eftir löndum, sú íslenzka er skipuð þrem mönnum. þeim dr. Jakoþ Benediktssvni, sem er formaður hennar, Þórhalli Vil- mundarsyni, prófesRor, og cand. mag. Bjarna Vilhiálmssyni. Helga Kress, stud. mag., er rit- ari nefndarinnar. Islenzka mál- nefndin var sett á fót 1964 og er sprottin að nokkru upp úr Nv'rrðanefndinni rrömlu. Fulltrúaþing sem þetta eru árlega haldin. Á þinginu nú var margt til umræðu. 1 gær hafði þegar verið rætt um samræm- ingu á oí-ðum úr ferðamálum Norðurlandanna. aukningu orðaforðans og samræmingu stöðuheita á Norðurlöndum. Þarft verk er það, að á vegum málnefndanna er nú unnið að bví að samræma bað, hverriig leysa skuli kýrillska stafrófið. en eins og blgðalesendum má! vera fullkunnugt, hefur á því j sviði ríkt glundroði einn, sam- I anber útgáfurnar allar af nafni ! félaga Krústjoffs. Fulltrúafundinum lýkur svo í dag og hefur hér fátt eitt verið talið af verkefnum hans. Fréttamenn áttu í gær tal við málvísindamennina og bar margt á góma. Prófessor Matti Sadeniemi frá Finnlandi skýrði m.a. frá ýmsu athvglisverðu í sambandi við . finns'ka málþró- un. Á síðastliðirini öld var uppi mikil málhr^jnsunarhrevfing með Finnum. og enn kiósa þeir úr Eiffelturninum. fremur að gera ný orð af göml- um stofnum en taka upp ó- breytt hin alþjóðlegu orðin. Sími er bannig lijá þeim ekki telefon heldur puhelin. sem þýðir tæki til þess að talast við, eða eitthýað í há áttina. Prófessor Sadeniemi segir Finna óttast. nokkuð bá öldu engilsaxneskra orða, sem nú flæðir yfir hvert tungumálið eftir annað. Hinsvegar sé sú þróun hvergi nærri eins langt á óheillaveginn komin eins og t.d. með Svíum. Iþróttamál er þar líkt og með Dönum og Norðmönnum útbíað ensku. en finnskan hefur sloppið að mestu við slíkt. Óður maður drap tvo í Helsinki HELSINKI 13/8 — Tveir menn biðu bana og einn særðist alvar- lega, er brjálaður maður hóf míkla skothríð á brautarstöð einni vestan við Helsinki á föstu- dagskvöldið. Er talið að maður- inn hafi skyndilega brjálazt, þar sem hann var að eðlisfari talinn mjög xólyndur- PARIS 13/8 — Þritugur maður stökk af efshl hæð Eiffeltums- ins í ■ París í gær óg var þetta 347 sjálfsmorðið sem framið er 1800Ó lögreglumenn leituðu morðingja LONDON 13/8 — Allt tiltækt lög- reglulið Lundúnaborgar, um 18.000 lögreglumenn, tóku í nótt þátt í leitinni að morðingjum þcim, sem urðu hinum þrem ó- einkennisklæddu lögregluþjónum að bana við Wormwood-fangelsið í cinu úthverfi Lundúna á föstu- daginn. Lögregluþjónarnir þrír, sem féllu fyrir byssukúlum morðingj- nnna, voru að skyldustörfum og allir óvopnaðir, enda ganga 1 brezkir lögreglumenn að jafnaði ekki vopnaðir. Vegna morðsins hafa allir lögreglumenn í Lcm- don og víðar á Bretlandi fengið skotvopn í hendur og táragas- sprengjur. Vegna morðsins hefur samband brezkra lögreglumanna krafizt þess að menn, sem sekir verða fundnir um morð lögregluþjóna verði dæmdir til dauða. Sam- bandið krafðist þess einnig að brezkir lögreglumenn verði framvegis yopnaðir við skyldu- störf sín. Yandamálin eru mismunandi 9P Þessa dagana fer fram í Reykjavík þing Alþjóðasam- taka b^skólakvenna og eru mættar til þingsins um 70 konur erlendar og 35 íslenzk- ar. 1 þessum alþjóðasamtökum eru félög háskólakvenna i rúmlega fimmtíu löndum og þótt flestum félögunum sé það sameiginlegt að beita sér fyr- ir aukinni menntun kvenna, eru vandamálin sem glíma þarf við í þessum efnum mjög mismunandi eftir löndum. Viðhorfin hljóta að verða önnur í landi þar sem meira en helmingur íbúanna er ó- læs og óskrifandi en í landi þar sem verið hefur almenn 8—10 ára skólaskylda áratug- um saman. ★> Þetta kom ljóst fram í við- ræðum sem ÞJÓÐVILJINN átti við þrjá fulltrúa á jiing- inu, þær ungfrú B. ROY FRÁ INDLANDI, 2. váraforseta samtakanna, frú L. PIHA frá FINNLANDI, formann fjár- hagsnefndar og nngfrú A. M. ALMOND FRA BRETLANDI. formann menningarskipta- ncfndar. — Viðtölin eru birt á baksíðunni. ÁTTA HÉRAÐSHÁTÍÐIR HERNÁMS- ANDSTÆÐIHCA UM NÆSTU HELGI □ Um næstu helgi munu Samtök hemáms- andstæðínga gangast fyrir 8 héraðshátíðum víðsvegar um landið. Á ráðstefnum þessum verður fjallað um hernámsmálin og skýrt frá undirhúningi fyrir landsfund samtakanna. Þar verða og kjörnir fulltrúar á landsfundinn fyr- ir viðkomandi héruð. VESTURLAND. — Þá verða haldnir fundir í Vesturlandskjördæmi á 2 eða 3 stöðum. NORÐURLAND. — Á Norðurlandi verða haldnir fundir á Sauðárkróki föstudaginn 19, ágúst kl. 9 um kvöldið, að Laugum í Reykja- dal í Suður-Þingeyjarsýslu kl. 9 á laugardags- kvöldið og síðdegis á sunnudag verður hald- inn fundur á Akureyri. Á þessum fundum á Norðurlandi verður flutt samfelld dagskrá úr stjórnmálasögu síðustu ára sem Þorsteinn frá Hamri tók saman 'og nefnist hún: ,,í sölumannsins klær“. 'Gísli Hall- dórsson leikari stjórnar flutningi dagskrárinn- ar og les jafnframt upp. AUSTURLAND og SUÐURLAND. — Sunnu- dagskvöldið 21. ágúst kl. 9 verður haldinn fundur í bamaskólanum á Egilsstöðum og kl. 8.30 sama kvöld hefst héraðaráðstefna í iðn- skólanum á Selfossi. Nánar verður skýrt frá tilhögun fundanna síðar. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.