Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. september 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA g NESKAUPSTAÐUR Bær mikilla framkvæmda sóttur heim Myndir og texti Grétár Oddsson , ITið komuna til Norðfjarðar verður manni fyrst " fyrir að undrast þennan ógnar bratta og enda- lausu brekkur niður í fjörðinn. Einkum á þetta við þegar férðamann ber að í myrkri og þoku, eins og oft hlýtur að vera þegar komið er fram á háust. Geri maður sér hinsvegar grein fyrir því að maður er að renna sér niður af hæsta fjallvegi 1 byggð á íslandi, Oddsskarði, liggur málið ljóst fyrir. 'C’kki líður þó á löngu, þangað til fyrir manni verða nokkur hús á strjálingi, skilti, sem tilkynnir há- markshraða 45 km. og skömmu síðar annað sem lækkar hámarkshraðann um 10 km. á klukkustund. Þá er ekið gegnum kafþykkan mökkinn frá bræðslunni, þar sem hún stendur við aðalgötu bæjarins og aurinn af blautum göt- unum slettist upp á húsveggina til beggja hliða, en allt í einu er ekið á glampandi steinsteypu. Þá verður bíll- inn, ferðlúinn af endalausum hrjóstrum þeim, sem kennd eru við vegagerð á íslandi, kátur og hress. TVTeskaupstaður skartar einustu steinsteyptu göt- ^ ’ unum á öllu Austurlandi en Eskfirðingar eru um þessar mundir að feta í fótspor þeirra, með því að steypa hluta af aðalumferðaræðinni hjá sér. Nú er líka svo kom- ið með hinu mikla atvinnulífi bæjanna fyrir austan, að það er hreint lífsnautnaratriði íbúanna, að ráðast í var- anlega gatnagerð. Yfirleitt eru vegirnir eins og kviksyndi í rigningum, en í þurrkum hylur rykskýið af þeim allan gróður og er hinn versti vágestur í hibýlum manna. Og ekki þarf að fjölyrða hér um frá sjónarmiði bílstjóranna. l/'ið steypta götuepottann standa tvö stórhýsi, ann- * arsvegar hús kaupfélagsins Fram, en það rekur margháttaða verzlun og er eiginlega eitt um hituna þar í plássi og hinsvegar félagsheimilið Egilsbúð, þar sem fjölbreytt starfsemi er til húsa. T.d. hótel í smáum stíl, salur sem hýsir ýmist dans, kvikmyndir eða matargesti og svo eru bæjarskrifstofurnar þar á einni hæðinni. Mað- ur heyrir gjarnan á bæjarbúum að þeim finnst félags- heimilið ekki gegna sínu rétta hlutverki sem skyldi, þ.e. að vera skjól yfir ýmiskonar félagsstarfsemi. Rétt er að þar eru einhverjir misbrestir á, en forsvarsmenn segja hinsvegar að þetta standi til bóta, þegar lokið hefur verið við húsið að fullu og bæjarskrifstofurnar fengið inni í viðunandi húsnæði. jVffikið er um byggingarframkvæmdir. Stórfalleg 1,1 íbúðarhús eru að spretta upp í hlíðinni fyrir ofan bæinn og munu þau ýmist taka við fjölguninni eða leysa gömlu húsin af hólmi. í þessu er bæjarfélagið eng- inn eftirbátur. Það á hálfsmíðað stórt og myndarlegt dag- heimili fyrir börn en sú starfsemi hefur hingað til haft inni í barnaskólanum, en það húsnæði verið fremur ó- henfbgt. Þá er að rísa af grunni íþróttahús fyrir báða skólana og einhverntíma á næstunni verður hafizt handa um að koma upp heimavistarhúsi fyrir gagnfræðaskólann. Ástand í þeim málum er heldur bágt á Austf jörðum., Einasti heimavistarskólinn er alþýðuskólinn á Eiðum. Þá verður og hafizt handa um að endurnýja vatnslögnina. Frá hafnarframkvæmdum og framkvæmdum í útgerðar- og aijvinnumálum hefur þegar vérið skýrt á öðrum vett- vangi, en ^því mætti bæta við að bæjarbúar hafa fullan hug á að koma sér upp niðursuðuiðnaði til atvinnujöfn- unar milli árstíða. r' T vegamálum beinist hugurinn helzt að því að bora •*- gat undir Oddsskarðið. Göngin kæmu nokkuð of- arlega í fjallið, en myndu að sjálfsögðu laékka veginn til muna, þannig að miklu auðveldara yrði að halda honum opnum á vetrum. Þegar hafa farið fram rannsóknin á- jarðlögum í fjallinu og benda þær til að auðvelt yrði að grafa göngin. — f fljótu bragði kemur ekki fleira fram í hugann af því sém maðué öá og heyrði í Neskaupsia^ enda hefur því mikilvægasta verið gérð skil í viðtölum og er líkast til rétt að yfirgefa Neskaupstað um sinn. MIKIL UMSVIF ERU HJÁ SÍLDARVINNSLUNNI í NESKAUPSTAÐ Jóhannes Stefánsson. Ætli maður að fá greinar- góðar fréttir af útgerð í Nes- kaupstað og umsvif í sambandi við sjávarafla, er réttast að snúa sér til Jóhannesar Stef- ánssonar framkvæmdastjóra frystihúss og söltunarstöðvar Síldarvinnslunnar h.f. og jafn- framt stjórnarfórmanns fyrir- tækisins. Síldarvinnslan er í rauninni afsprengi -Samvinnu- félags útgerðarmanna á Nes- kaupstað. skammstafað: SÚN, en það fyrirtæki lagði fram þrjá fimmtu hluta hlutafjárins í Síldarvinnslunni þegar hún var stofnuð. Nú gefum við Jó- hannesi orðið' SÚN stofnað '32 SÚN var upphaflega stofnað árið 1932 og hefur starfað all- ar götur síðan. Á þess vegum var svo stofnað oliusamlag og verzlun með útgerðarvörur 01íusamlag:ið varð fljótlega einn stærsti umboðsmaður Ol- íuverzlunar íslands h.f. (BP) úti á landi. Árið 1949 kom SÚN upp frystihúsi qg rak það lil ársins 1965, að Síldarvinnslan tók við rekstri þess. I Síidarvinnslan hóf starfsemi '58 Síldarvinnslan h.f. tók til starfa árið 1958 og rekur nú sildarverksmiðju, gerir út tvo stóra báta á síldveiðar, rekur frystihúsið og söltunarstöð. Út- gerð bátanna hefur gengið mjög vel og von er á þriðja bátnum í nóvember. Hann er smíðaður í Noregi" og verður 330—340 tonn. Hann heitir Börkur, en hinir bátarnir sem íyrir eru hgita Bjartur og Barði. Þeir eru 264 tonn hvor og voru smíðaðir í Austur-Þýzkalandi. Bjarlur og Barði hafa báðir verið með hæstu bátum á síld- arvertíð og auk þess gekk þeim ágætlega á loðnuveiðunum i vetur og einnig á þorskanót- inni. Síldarverksmiðjan tók í fyrra á móti 515.000 málum af síld. sem jafngildir um 70.000 tonn- um. en það sém af er þessari vertíð, hefur hún fengið um 40.000 tonn til ivinnslu. Ný- búið er að stækka verksmiðj- una verulega og hefur afkasta- geta hennar aukizt úr 600 tonnum á sólarhring upp í 1000 tonn. Þróarrými hefur verksmiðjan fyrir 550 tonn. lýsisgeymar eru fyrir 5000 tonn og geymslurými fyrir 6— 700fl tonn af mjöli. í fyrra frysti frystihúsið á þriðja þúsund tonn af síld. í þessu sambandi er rétt að getá þess, að Kaupfélagið Fram rek- ur lítið frystihús, sem einkum tekur við afla smærri bátanna. Og svo er Jón Karlssoh og fleiri aðilar að láta reisa nýja síldarbræðslu rétt fyrir innan verksmiðju Síldarvinnslunnar. Bátaútgerð Héðan hafa róið í sumar nokkrir smærri bátar og trill- ur, einn af þeim með dragnót og hinir með handfæri. Þeir hafa aflað þokkalega. Til viðbótar við hinn vænt- anlega bát Síldarvinnslunnar Börk, eru útgerðarmennirnir Ölver Guðmundsson og Svein- björn Sveinsson að láta smíða sinn hvorn bátinn í Noregi. Þeir verða báðir um 300 tonn að stærð og kemur annar þeirra í haust' og hinn í vet- ur. Þá verða hér 10—12 stórir bátar gangandi. Síld hefur verið söltuð hér í 26.000 tunnur í sumar á sex söltunarstöðvum, sem heita Drífa, Sæsilfur, Söltunarstöð SVN. Máni, Nípa og Nausta- ver. Söltunin byggist hér eins og víða annarsstaðar á aðkomu- fólki og nú er Söltunarstöð SVN að láta reisa 400 fermetra hús fyrir starfsfólk. í þvi verð- ur matsalur fyrir 80 manns og herbergi fyrir 30—40. Húsið ér keypt tilbúið frá Danmörku. Engir togarar Nú eru hér engir togarar, en sú var þó tíðin að þeir voru tveir í einu, Egill rarfði og Goðanes. Báðir voru þeir af gerð hinna svokölluðu nýsjcöp- unartogara og eign bæjarins. Þeir fórust báðir. annar við Færeyjar og hinn undir Grænu- Rœtt v73 Jóhannes Stefánsson fram- lcvœmda- st]óra hlíð í Djúpi. Síðan var keypt- ur hingað togarinn Gerpir og gerður út um skeið. Hann var seldur til Reykjavíkur og heit- ir núna Júpíter. Á árunum fyrir stríð var hér og einn togari. Sá hét Brimir, en var seldur. Framkvæmdastjórar SVN eru þrír: Hermann Lórusson eí fyrir síldarverksmiðjunni. Jó- hann K. Sigurðsson fjrrir út- gerðinni og Jóhannes Stefáns- son fyrir frystihúsinu og sölt- unarstöðinni. Lúðvík Jósepsson alþingismaður er hinsvegar formaður stjórnar SÚN og hef- ur verið það um fjölda ára. í stjórn SVN eru þessir menn: Jóhannes Stefánsson stjórnarformaður. Bjarni Þórð- arson. Stefán Þórsteinsson, Garðar Úárusson og Óskar Tónspon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.