Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 4
4 SIÐA— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. september 1966 Otgefandi: Sameiningarilokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðnmndsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sfmi 17-500 (5 línur)- Áskriftaírverð kr. 105.00 á mánuði. Lausu- söluverð kr. 7.00. Svikin loforð—svo hótanir f»að litið sem íhaldsblöðin hafa rætt um væn'tan- lega samninga við verkalýðshreyfinguna nú í haust hefur einkennzt af þeirri stefnu forystu- manna Sjálfstæðisflokksins að allt megi hækka — nema kaup verkamanna og annarra launþega, og svo öðrum þræði hótunum um þvingunarlög, ef verkalýðshreyfingin vilji ekki fallast á þessa stefnu. Verkamönnum kemur það ekki á óvart, að í samningum sínum einnig nú í haust eigi þeir að mæta tvíhöfða afturhaldi, íhaldsríkisstjóm og íhaldsklíku Vinnuveitendasambandsins. Ferill þbssarar ríkisstjómar hófst með beinni árás á lífs- kjörin og með því ofbeldisverki að banna með lög- um að verkamenn og aðrir launþegar skyldu fá nokkrar uppbætur fyrir verðhækkanir samkvæmt vísitölu. Ríkisstjórnin fylgdi síðan trúlega þeirri stefnu að allt mætti hækka nema kaupið og þegar verkalýðshreyfingin snerist seint og um síðir til varnar og knúði fram nokkra kauphækkun með afli samtaka sinna framkvæmdi ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins tilefnislausa og ábyrgðarlausa gengislækkun, hefndarráðstöfun gegn verkalýðshreyfingunni; sem beinlmis 'var gerð til að ræna ávinningi verkamanna af kaup- hækkuninni, enda þót.t. afleiðingarnar yrðu að sjálf- sögðu miklu víðtækari og skaðsamlegar. Hæst reiddi þó þessi ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins til höggs haustið 1963, þegar hún reyndi að hespa gegnum Alþingi þvingunarlög gegn verkalýðshreyfingunni. Þegar vitað var að þau lög yrðu að engu höfð, heyktist ríkisstjórnin á því að láta samþykkja þvingunarlögin þó ekki væri eftir nema ein umræða málsins í þinginu. Frá þeim tíma hefur þó virzt að ríkisstjórnin við- urkenndi að minnsta kosti í orði að verkalýðs- hreyfing starfar í landinu. Síðast í gær flytur Morgunblaðið loðnar hótanir um þvingunarlög gegn verkalýðshreyfingunni, vilji hún ekki fallast á stefnu ríkisstjórnarinnar að allt megi hækka nema kaupið. Jafnframt er full- yrt að stjórnin hafi „marglýst yfir vilja sínum til þess að hafa góða samvinnu við verkalýðshreyf- inguna og atvinnurekendur um takmörkun verð- bólgunnar“. Yfirlýsingar hefur ekki vantað og há- tíðleg loforð. Én það hefur allt reynzt tóm svika- loforð, verðlagið hefur verið látið æða áfram án nokkurs skynsamlegs samhengis við kauphækkan- ir, ríkisstjórnin hefur í reynd verið verkfæri brask- ara og bróðabrallsmanna, fyrir þá hefur hún stjórn- að, Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn meira að segja hvað eftir annað haft beina foiystu um til- finnanlegar verðhækkanir á þjónustu við almenn- ing. Þess vegna duga nú skammt .ný loforð og nýj- ar yfirlýsingar, og því síður hótanir um þvingun- arlög gegn verkalýðshreyfingunni. Sá straumur þyngist nú með hverjum degi sem væntanlega verður á næstu mánuðum nógu þungur til að skola burt hinni lítilsigldu, úrræðalausu ríkisstjórn Bjama Benediktssonar og Alþýðuflokksins, svo breytt verði um stjórnarstefnu, ekki sízt gagnvart 'Vql-eyfjngu.nni og áhrifum hennar á þjóð- 'álin. — s. ...... . -....... -............ ... 1 - 1 INGÍMAR JÓNSSON SKRIFAR FRÁ B0DAPEST Varju vann fyrsta aullið fyrir llngv. □ Á þriðja degi Evr- ópumeistaramótsins í frjálsum íþróttum komst heimsmet fyrst í hættu, er Kudinski náði af- bragðsgóðum tíma í 3000 m hindrunarhl. og sigraði m.a. Koelants sem talinn var líklegur að vinna tvenn gull- verðlaun á mótinu. Budapest 3. sept. — □ Ungverjanum Vilmus Varju var að vonum fagnað gífurlega af löndum sínum í dag, þegar hann hafði unnið kúluvarpið og þar með fyrstu gullverðlaunin fyrir Ungverja- land á þessu Evrópumeistara- móti og kannski þau einu, ef Zsivotsky tekst ekki að vinna sleggjukastið á morgun. □ Varju náði lengsta kasti sínu þegar í fyrs.tu umferð, og sigri hans var aldrei ógnað, því Pólverjinn Komar, sem tal- inn var helzti andstæðingur háns, en báðir hafa kastað yf- ir 19,60 m í sumar, náði sér ekki á strik og hafnaði að lok- um í þriðja sæti. Grushin frá Sovétr. var ekki heldur upp- lagður og komst meira að segja ekki í 8 manna úrslitjn, en hann hefur kastáð 19,46 m í sumar og mátti því búast við ýmsu af honum. Landi hans Karasov var eiginlega sá eini sem komst nálægt Varju, en í þriðja kastinu tognaði hann og var þar með úr leik. □ Kúluvárpið, varð því ekki eins spennandi og gert hafði verið ráð fyrir eftir afrekum keppenda í sumar. En Varju er vafalaust þeirra langörugg- astur og var því vel að sigr- inum kominn. Varju sigraði á síðasta Evrópumeistaramóti, varð fjórði á OL í Tokíó og • í vetur vann hann beztu kúlu- varpara Evrópu á Hallarleikj- unum í V-Þýzkalandi. □ Belgíumaðurinn Gaston Roelants hafði sagt fyrir EM að 3000 m hindrunarhlaupið myndi vinnast á nýju heims- meti, og gaf þá um leið í skyn að hann hyggðist bæta sitt eig- ið heimsmet. Þessi spádómur Roelants reyndist ekki fráleit- ur, því sigurvegarann Kudinskí frá Sovétr. skorti aðeins 3/10 úr sek. til að setja nýtt heims- met og hefði Roelants veitt svolitla mótspyrnu í lokhlaups- ins þá hefði meti hans verið hnekkt. □ Roelants ætlaði að þvinga fram úrslit, þegar rúm- ir þrír hringir voru eftir, með því að taka rykk mikinn, og tókst honum þá að ná nokkru forskoti á Kudinski og Kurjan (Sovétr.), sem fylgdu honum eftir, en aðrir höfðu dregizt aftur úr og komu ekki til * greina í úrslitabaráttunni. Ro- elants jók svo forskot sitt jafnt og þétt og hafði lengt það upp í 20 metra, þegar bjallan hringdi til merkis um að síðasti hringurinn væri haf- inn. En þá var Roelants þrot- inn kröftum og sovézku hlaup- ararnir tóku að draga mjög á hann, þegar 300 m voru eft- ir. Þegar að síðustu gryfjunni kom. var Kudinski á hælum Roelants, og þegar á beinu brautina kom fór hann framúr og mætti engri mótspyrnu frá hendi Roelants. Kurjan sem elt hafði landa sinn fór svo líka fram úr Roelants þegar um 40 m voru eftir af hlaupinu. □ Timi Kudinskis er af- bragðsgóður en litlu munaði að heimsmetið félli og hefur ekkert heimsmet komizt í því- líka hættu á þessu móti eins og í þessu hlaupi. Kúluvarparinn Vilmus Varju. □ Roelants sem fyrir EM var álitinn líklegastur til að Vinna tvenn gullverðlaun á mótinu, í 10.000 m og í þessu hlaupi, enda hefur hann að undanförnu verið meðal beztu langhlaupara í heimi, fer því heim af þessu móti með aðeins éin bronsverðlaun í vasanum. □ A-Þjóðverjar unnu enn ein gullverðlaun i dag, en í spjótk. kvenna sigraði Liittge með ágætu kasti 58,74 m, sem er bezti árangur í heimi á þessu ári. Þessu kasti náði Liittge í þriðja kasti, ep nokkrum mín. áður hafði rúm- enska stúlkan Penes náð for- ystunni af henni með því að kasta 56,94 m. í næstu sætum urðu sovézku stúlkurnar Pop- o^b., Gorsakóva (heimsmethaf- inn 62,Í0 m) og Ozolina sem sigraði á EM 1962. □ Frábærasta íþróttakona þessa EM, Irena Kirszenstein frá Póllandi, sigraði i dag í langstökkinu og hlaut þar með önnur gullverðlaunin á mót- inu en að líkindum ekki þau síðustu, því 4x100 m boðhlaup- ið er eftir ög það vinna þær pólsku.'ef ekkert óvænt kemur fyrir. í undanrásunum í dag höfðu þær yfirburði Iíkt og Frakkarnir hjá körlum. Lang- stökkskeppnin var afar tvísýn svo áhorfendur biðu síðasta stökksins með eftirvæntingu þótt ekkert annað væri um að vera á vellinum. □ í tveim síðustu umf'erð- unum breytti svo að ségja hvert stökk röð hinna fremstu, og sannaðist hér seni oft áður að stutt er bilið milli gleði-eg sorgar í íþróttum. Til dæmis hugðist holl. stúlkan Bakker hafa með síðasta stokki sínu unnið baráttuna um þriðja sæt- ið við Hoffmann (V-Þýzkal.) og Viscópoleanu (Rúmeníu) en Hoffmann átti þá eftir eitt eitt stökk og Bakker mátti láta henni eftir gleðina. □ Athygli vakti léleg frammistaða ensku stúlkunripr Mary Rand sem ekki komst í a§alúrslitin en hún þótti hafa sigurlíkur í þessari grein og einnig í fimmtarþrautinni. í hvorugri komst hún á verð- launapallinn og fer því þessi fræga íþróttakona sem fyrir tveim árum vann frækileg af- rek í Tokíó, heim frá Buda- pest án þess að hafa til vegs- auka unnið. Stjórn mótsins Ungverjum til sóma □ Evrópumeistara- mótinu lauk í kvöld með' hátíðlegri athöfn þar sem íþróttafólkið kom fram allt saman eins og í upphafi. Þjóð- dansar voru sýndir og flugeldum skotið og margt fleira *var til haft. f □ Á þessu móti voru mörg met sett, lands- met, Evrópumeistara- mótsmet og vallarmet fyrir utan öll persónu- legu metin. En hvað af' rek snertir mun mótið þó tæplega hafa full- nægt vou' anna og fullyrða má að búizt hafi verið við betri af- rekum a.m.k. í mörgum greinum. □ Ungverjum fórst mótið vel úr hendi og má segja að röðin hafi verið komin að þeim, en það var einmitt Ungverji sem fyrstur stakk upp á því fyrir um 40 árum, að haldin yrðu Evrópumeistara- mót, þar sem beztu frjálsíþróttamennirnir í Evrópu kæmu saman. til keppni. Budapest 4. september. — □ Síðasti mótsdagur EM hafði að sjálfsögðu upp á nokkra hápunkta að bjóða eins og úrslit í 5000 m, 800 m og boðhlaupunum. □ Fyrir Ungverjana var sleggjukastið auðvitað grein dagsins en þar gátu þeir með réttu gert sér miklar vonir um sigur þar sem Zsivotský var. En úrslitin urðu ekki á þá leið. því Zsivotský, heimsmethafinn í greininni, náði sér aldrei á strik og varð að lokum að láta í minni pokann fyrir Klim (Sovétr), sem í þessari keppni sýndi mikið öryggi, og var lé- legasta kastið hans litlu styttra en bezta kast Zsivotskýs. Það var auðsjáanlegt að Zsivotský var óánægður með sjálfan sig og átti bágt með að skilja ófarjr sínar. □ Örlög hins sigurstrang- lega Zsivotskýs sem fyrirfram var talinn í hópi þeirra, sem örugglega yrðu Evrópumeist- arar að þessu sinni. létu þann grun^koma upp að einnig þann- ig færi fyrir fleirum „örugg- um“ sigurvegurum á þessum degi og tala hinna óvæntu úr- slita þessa móls vrði hærri pn orðið var. Var 1 nrr-st að ætls að Jazy myndi bíða lægri hl’.i' í 5000 m eins og í 1500 m, en í þeirri grein var hánn talihn allra líklegastur til sigurs, '■ □ En sigurinn í 5000 tn varð ekki tekinn af Jazy, sem sigraði auðveldlega skáeðasta keppinautinn sinn, V-Þjóðverj- ann Norpoth, á löngum enda- spretti. Jazy hélt sig lengi vel um miðju í hlaupihu og fylgd- ist vel með Norpoth ög Haase, en sá síðarnefndi lét fljótlega í Ijós lítinn áhuga á því að berjast ,um álgur i þessu hlaupi. Ungverjirin Mecser leiddi hlaupið þar til 3 hringir voru eftir en þá tók landi haris Kiss við og datt þá Mecser aftur úr. Norpoth og Jazy fylgdu Mecser og síðar Kiss eftir sem skuggar, og auðséð var að baráttan yrði á milii þeirra. □ Rétt áður en síðagti hringur hófst tók Norpoth for- ystuna með Jazy á hælum sér og hófst þá eiginleéa einvíg- ið á milli þeirra. Hlupu þeir samhliða næstu 30fi metra eða har ti] Jazy skellti sér fram •ti 100 m voru eftir, og Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.