Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÖÐVTWrNN — Sunnwdagar XL september 1366 NESKAUPSTAÐUR Flugstöðvarhúsið og flugvélin „Norðfirðingur" Rœff viS Örn Scheving Starfsemi Flugsýnar á Norð- fírði er í mjög örum vexti Samgöngur eru lífæð hvers byggðarlags. Án þeirra myndi rikja auðn og tóm og eilíft vol- aeði. Nú er eins og allir vita erfitt að leggja vegi á íslandi, því víða þarf að spekja á bratt- ann og vinna bug á skriðurðum og skornum fjallshlíðum. Til Norðfjarðar er sótt um hæsta fjallveg í byggð á íslandi, Oddsskarð. sem er 660 metrar yfir sjávarmáli'. Það lætur að líkum, að pláss, sem þannig pr í sveit sett verður að lifa við einangrun og útúrborun mestan hluta vetrarins, treyst- andí nær eingöngu á stopular skipaferðir. Þetta hefur verið hlutskipti Norðfirðinga um langt árabil, en á síðari helm- ingi tuttugustu aldar er það auðvitað algerlega óþolandi í bæ, sem í æ ríkari mæli er að taka að sér forystuhlutverk á Austfjörðum, bæði hvað mann- fjölda og atvinnulíf snertir. Nú gerist það á árunum 1961—62, að flugmálastjórnin lætur leggja 1000 metra langa flugbraut inni í Norðfjarðar- botni og Neskaupstaður kemst á áætlun hjá FÍ, en eftir að þangað hafði verið flogið nokkrum sinnum, íéll áætlunar- flugið niður af einhverjum á- stæðum. Þá var það sem Bjarni Þórðarson bæjarstjóri hafði samband við forráðamenn Flug- sýnar í Reykjavík og varð að samkomulagi með þeim, að fé- lagið keypti 7. farþega Beech- craft flugvél til að annast dag- legt áætlunarflug til Neskaup- staðar, en bæjarsjóðurinn í Neskaupstað geqgist í ábyrgð fyrir láni til kaupanna á vél- inni. Til þess að fá betri upp- lýsingar um hið merkilega starf sem Flugsýn hefur unnið á Neskaupstað í samvinnu við bæjarfélagið, snúum við okkur til umboðsmanns félagsins, Arn- ar Scheving: — Flugsýn hóf áætlunarflug hingað í marzmánuði árið 1964 á Beechcraft flugvélinni. Það kom fljótlega í ljós, að hún annaði engan vegin þeim verk- efnum sem hér voru fyrir hendi. Sérstaklega fóru vöru- flutningarnir sívaxandi. Þess- vegna réðist félagið í að kaupa 15 farþega vél af gerðinni De Haviland Heron og sumarið 1965 voru báðar ílugvélárnar í áætlunarflugi hingað og einnig um haustið. Oft varð að fara margar ferðir á dag og stund- um aukaferðir með varning eingöngu. Þá verður sá hörmu- legi atburður í vetur, að Beech- craft íkrgvélin ferst hér í Norð- fjarðarflóanum, þegar hún var að koma hingað eftir sjúklingi. Með henni fórust Sverrir Jóns- son ílugstjóri og aðstoðarflug- maður hans, Höskuldur Þor- steinsson, en það var ekki hvað síst Sverri að þakka, áhuga hans og dugnaði, að starfsem- in tókst eins vel og raun varð á. í stað Beechcraft vélarinnar var reynt að útvega aðra Heron vél, en ekki reyndist unnt að fá vél nægilega vel útbúna til að sinna svona erfiðri flug- leið. Sérstaklega stóð á því að hægt væri að fá vél Vneð ís- varnartækjum. Það má skjóta því hér inn í, að þegar Heron flugvélin var tekin í notkun í apríl 1965, kom hingað meðal annarra gesta, Ingólfur Jónsson flug- málaráðherra. í ræðu sem hann hélt við það tækifæri, lo^aði hann að lýsing yrði sett á flugbrautina í síðasta lagi þá um haustið. Nú ári síðar, er lýsingin enn ókomiji og háir það okkur mjög. T.d. er ekki hægt að fljúga hingað nema eina ferð á dag í skammdeginu vegna þess arna. Þegar ekki reyndist unnt að útvega aðra Heron flugvél, komst Flugsýn inn í tilboð hjá British United Airways, sem bauð til sölu tvær DC 3 flug- vélar. Önnur vélin var keypt strax og samið um kaup á hinni síðar, siðan var byrjað að íljúga Douglasinum í maí í vor og um það leyti var Her- on vélin seld. Nokkru síðar var svo hin DC 3 vélin tekin í notkun'. Þannig hefur sæta- fjöldi Norðfjarðarflugs tífald- azt á þessum tveim árum, sem það hefur starfað. Fyrst í stað voru aðstæður hér á staðnum ákaflega frum- stæðar. Við urðum að dæla benzíni á vélarnar með hand- dælu beint úr tunnunum. Siðar var komið fyrir 10.000 lítra benzíngeymi, en við héldum á- fram að dæla öllu benzini með handafli, þangað til nú fyrir skömmu að við fengum sjálf- virka dælu. ’ Afdrep fyrir afgreiðslu og farþega var ekkert, fyrr en bæjarstjórnin lét reisa flug- stöðvarhús við völlinn. Það var tekið í notkun í vetur. Bæjar- sjóður á að fá kostnaðinn við smiði hússins endurgreiddan frá Flugmálastjórninni. Nú stendur til að stækka húsið til að hægt verði að komá þar fýrir nauðsynlegum tækjum, eins og flugradíói, sem nú er staðsett inni í bænum. Stefnu- viti er hinsvegar úti á Bakka- bökkum. Mjög er aðkallandi fyrir okk- ur að fáj flugvélarskýli á völl- inn, en vegna vöntunar á því er ekki hægt að fljúga hingað í tvísýnu útliti. þegar hætta getur verið á að vélin verði Selium allar olíur til húsa oq skspa (umboð fvrir BP) Benzínafgreiðsla opin frá kl. 9 f.h. til 11,30 e.h. á hverjum degi Olíusamlag útvegsmanna Neskaupstað örn Scheving við afgreiðsluna- hér innlyksa. Þá er einnig mjög nauðsynlegt að fá ratsjá, sem er ómissandi öryggistæki við allt flug. Nú þegar ráðgert er að grafa bátakvi inn í landið samsíða flugbrautinni, eru stórar líkur fyrir að efni fáist til að lengja flugbrautina um eina 300 metra. • • ••» : •;■ • /> Ég get ekki stillí mig um að benda á, í sambandi við flug- vélarskýlið, að með því væri hægt að staðsetja hér sjúkra- flugvél allt árið, enda er fjórð- ungssjúkrahúsið einmitt hér. Lausn ,þess máls yrði því í rauninni í þágu allra Austfirð- inga. tt.pc Síldamnnslan hf. Neskaupstað Framleiðendur síldarmjöls og síldarolíu. Rekum síldarverk- smiðju, útgerð, fiskvinnslustöð, síldarsöltun. Símar: 166 — 167 — 279 — 287. Útgerð: 163. Fiskvlnnslustöð: 33 — 182.. Síldarsöltun: 127 — 273. Síldarwinnslan hí Neskaupstað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.