Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. september 1966 — ÞJÖÐVTLJTNN — SÍÐA 'J ikiSl myndarbrsgur er á öllum rekstri Sjómannastof- unnar í Neskaupstað félaginu. Húsið er að vísu gam- alt, en reynt var að gera það eins vel úr garði og unnt var Og ég held að okkur sé óhsett að segja að það hafi tekizt vel. Tæki öll, sem þú sérð hér i eldhúsinu, voru keypt sérstak- lega til hússins. Svo viljum við að endingu leggja enn einu sinni áherzlu á, að hér er engin sjopps eða hótel, heldur griðastaður fyrir sjómenn og aðkomufólk, sem hefur ekki annað athvarf hér í bænum. kaupir fisk til frystingar, í salt óg til herzlu. Selium beitusíld, ís, salt og fleira tii skipa. Fiskvinnslustöð SÚN Neskaupstað Sjómann astofíui. ÚTSÝSSi H.F. Reykjavíkurflugvelli, símar: 18823 og 18410. Kristrún og Ragnhciður við kaffikönnuna. Rœtt um starfsemina við Kristrúnu Helgadóttur og Ragnheiði Sverrisdóttur □ Bráðum hefur bæjarfélagið í Neskaupstað rekið sjómannastofu í tvö sumur. Eftir að hafa haft lítilleg kynni af svonefndri „Sjómanna- stofu“ á Seyðisfirði, sem er rekin af all-þekktum athafnamanni úr Reykjavík, vaknaði hjá mér nokkur löngrun til að sjá hvernig samnefnt fyrir- tæki væri rekið í Neskaupstað. Við fyrsta innlit kom í ljós að þar kemur enginn samanburður til greina. Húsakynni sjómannastofunn- ar í Neskaupstað eru björt og hreinleg og auðséð að um- gengni er þar til stórrar fyr- irmyndar. Frammi við anddyr- ið hanga reglur stofnunarinnar og er meginandi þeirra sá að þar skuli ekki haft áfengi um hönd og einnig er þar tiltekið hve lengi í einu sömu menn megi nota knáttborð stofnunar- innar, en þau tímamörk gilda því aðeins að fleiri bíði eftir að komast að. Þannig eru regl- urnar einnig í anda friðsam- legrar sambúðar. Forstöðukonur Sjómannastof- unnar eru þær Kristrún Helga- dóttir og Ragnheiður Sverris- dóttir. Þær leysa greiðlega úr spurningum um íyrirkomulag á rekstri stoínunarinnar: — Sjómannastofan var fyrst opnuð þann 19. júlí • í fyrra- sumar og starfaði fram í end- aðan nóvember. í sumar var svo opnað þann 15. júní og verður opið eftir þörfum fram á haustið. Það kom strax í ljós að mikil þörf var fyrir stofn- un þessa þvi að aðsóknin hef- ur verið prýðileg. Hingað koma sjómennirnir til að sitja eins og heima hjá sér við tafl, spil eða yfir kaffibolla og blöðun-V um. Bréfsefni ligur hér frammi' ókeypis og ritföng eru lánuð. Þá höfum við séð um að koma pósti frá þeim og jafnvel í til- vikum látið senda póst til þeirra hingað, þar sem þeir hafa getað gengið að honum. Þá höfum við líka annazt geymslu á dóti þeirra, ef þeir hafa þurft að bregða sér frá í frí, eða í öðrum erindagerð- um. Við höfum tekið eftir því að sjómennirnir líta á Sjómanna- stofuna sem heimili sitt í vax- andi mæli. Fyrst í stað var eins og þeir áttuðu sig ekki fylli- lega á því, að hingað var þeim frjálst að koma og sitja meðan opið er frá klukkan 10 ó morgnanna til hálf tólf á kvöld- in og það alveg eins, þó þeir kaupi engar veitingar. En þetta hefur fljótt breytzt og í fyrra- haust barst okkur áþreifanleg- ur vottur þess hve mikils þeir meta starfsemina. Skipshöfnin á vélbátnum Lómi frá Kefla- vík sendi okkur að gjöf for- láta Stereo-útvarpstæki ásamt plötuspilara. Við seljum allar veitingár á vægu verði, enda fráleitt að þessi starfsemi sé rekin með gróðasjónarmiðum. Veitingarn- ar eru: Kaffi, te og mjólk á- samt rjómapönnukökum, heima- bökuðu brauði með áleggi og kökum. Ö1 eða gosdrykki selj- um við ekki, en hinsvegar tóbak og litilsháttar af sælgæti. Framkoma sjómanna hér inn- an veggja er á allan hátt til sóma og fyrirmyndar. Þeir reyna ekki að komast hingað inn með vin, eða ölvaðir. Vita sem er að það er vita tilgangs- laust. Reynsla okkar af við- skiptum við þá er sú, að þeir séu upp til hópa prúðir og um- gengnisgóðir menn. Samkomu- lagið um knattborðið er til mestu fyrirmyndar, því ekki hefur nema einu sinrii eða tvisvar komið fyrir að við höf- um verið beðnar að stöðva spil, sem staði’ð haíði of lengi. Sérstaklega höfum við tekið eftir hvað sjómennirnir una sér vel við taflið, þó að auðvitað sé knattborðið mjög vinsælt og það er ánægjulegt að sjá hér sömu andlitin aftur og aftur og ber vott um að það sem við erum að reyna að gera hér, fellur í góðan jarðveg. i Stofnunin er ekki einkafyr- \ irtæki, heldur rekin af bæjar- ÁÆTLUNARFLUG Reykjavík - Neskaupstaður - Reykjavfk Frá Reykjavík kl. 10.00. — Frá Neskaupstað kl. 13.00. Nema sunnudaga: Frá Reykjavík kl. 15.00. — Frá Neskaupstað kl. 17.30. Akureyri - Neskaupstaður - Akureyri Miðvikudaga og föstudaga: Frá Akureyri kl. 11.30. — Frá Neskaupstað kl. 13.00. AFGREIÐSLA Á AKUREYRI : Ferðaskrifstofan S A G A Sími 12950. AFGREIÐSLA NESKAUPSTAÐ: Öm Scheving, símar 263 og 114. Fiskvinnslustöð SÚN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.