Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 9
Sunnudagur 11. september 1966 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA Q Evrópumeístaramófíð Framhald aí 4. síðu. hafði Norpoth þá ekki meiru við að bæta. Þriðji varð nokk- uð á óvænt ungur A-Þjóðverji Diessner að nafni sem vann þar með sitt be^ta afrek til þessa. □ 8ft0 m hlaupið varð eins og vænta mótti afar tvísýnt. Englendingurinn Carter tók'for- ustuna og hélt henni þar til 300 m' voru eftir, en þá hófst hin æðisgengna barátta ó beinu brautinni milli hans, Kempers, Matuschevskis og Tummlers, sem höfðu skapað sér góða aðstöðu fyrir lokabaráttuna. Matuschevskis kom þeirra síð- astur úr beygjunni, en það er einmitt hans . hlaupataktík að láta hina um hlaupið þar til á síðustu metrunum. Honum tókst svo að vinna á hina skref fyrir Skref og fór síðast fram-- úr Kemper, Evrópumethafan- um, sem einnig er þekktur fyrir að vera illvígur á enda- sprettinum. □ Litlu munaði að pólsku stúlkunum yrðu slæmar skipt- ingar að falli í 4x100 m boð- hlaupinu en þær geta þakkað Klobukovsku sigurinn því hún hljóp lokasprettinn stórglæsi- lega og kom fyrst í mark, þótt Stöckler (V-Þ) og Popková (Sovétr.) fengju 5 metra for- skot á hana. Þar með höfðu þær pólsku unnið öll sprett- hlaupin eins og búizt v.ar reyndar við og Kirstenstein fékk þriðja gullpeninginn hengdan um hálsinn við ó- skiptan fögnuð pólskra áhorf- enda. □ Pólverjar unnu svo einn- ig lengsta boðhlaup karla, en yfirburðir þeirra voru mun minni en 'gera mátti ráð fyrir. Pólverjar tóku forystuna þegar á fyrsta spretti, en Gredzinski tapaði nokkrum metrum í þriðja sprettinum og þegar V- Þjóðverjinn Kinder var búinn að ná Badenski eftir 150 m, þá var útlitið ekki sem bezt fyrir þá pólskú. En Kinder hafði farið of géyst af stað svo Bad- enski átti ekki ýkja erfitt með að verjast sókn Kinders og skila boðinu fyrstur í höfn. □ Þrístökkið varð hinsveg- ar Pólverjum til vonbrigða því hvorki Schmidt né Jaskolski urðu meðal hinna þriggja fyrstu heldur urðu að láta sér lynda 4, og 5. sætið. Á undan þeim urðu Búlgarinn Stoikov- ski sem í öðru stökki stökk 16,67 m er færði honum sigur- inn og A-Þjóðverjinn Ruck- born og Ungverjinn Kalocsai sem einnig í öðru stökki hjuggu nálægt afreki Stoikovskis. All- ar tilraunir Pólverjanna í síð- ustu umferðunum til að hrifsa til sín sigurinn urðu árangurs- lausar. Stutta boðhlaupið unnu Frakk- amir Berger, Delecour, Pique- mal og Bambuck eins örugglega og undanrásir og milliriðill bentu til að þeir myndu gera. Delecour færði Bambúck keflið með nokkru forskoti og var þá sigurinn ekki frá þeim tekinn. Sovétríkin hrepptu annað sætíð eftir harða keppni við V-Þjóð- verðja, en Ivanov sem hljóp síðasta spölinn fyrir Sovétríkin gat rétt með naumindum bjarg- að sér í mark á undan V-Þjóð- verjanum Felsen sem dró mjög á hann á sprettinum, en báðar sveitimar fengu sama tímann. □ í úrslitum 110 m grinda-^ hlaupsins voru þrír ítalir og, þeir bám allir sólgleraugu að hætti Bemttis. Ottoz' gnæfði ýf- ir keppinauta sína — var þegar orðinn fremstur þegar á fyrstu grindina kom og vann á við hverja grind og kom í mark 3/10 á undan þeim næsta sem varð V-Þjóðverjinn John, en Frakkinn Duriez kom þriðji í mark. Gamla kempan Michailov fékk að visu sæmilegán tíma (14.1 sek.) en varð fjórði, en auðséð var að hann hefur misst af skerpu sinni og var hann eins og í undanrásum og milli- riðli seinn: af stað. □ 1 kvennagreinunum var keppnin ekki síður skemmtileg. í 800 m hl. sigraði- júgóslavn- eska stúlkan Vera Nikolic sem er innan við tvítugt. 1 úrslita- hlaupinu hljóp hún eins og í undanrásum og í milliriðli — tók fomstuna þegar í upphafi og hljóp þannig hlaupið út án þess að gæta að hinum. V-þýzka stúlkan Gleichfeld fylgdi. Vem xftir- þaR —til- 500 iin. vom- æftir, en þá tók hún að gefa sig og varð að hleypa Szabóné (Ung- verjaland) fram fyrir sig rétt fyrir hlaupslok. □ Urslitin í 80 m grinda- hlaupi fóm á sömu leið og oft vill verða í þessari grein — þær fjórar fyrstu fengu sama tímann en foto-finish sýndi að Balzer frá A-Þýzkalandi sem sigraði á OL. 1964 varð fyrst til að slíta marksnúmna. □ Án rúmensku konunnar Balas var hástökkskepþnin niun tvísýnni en orðið hefði; ef liún hefði verið með. þvi engri hefði tekizt að veita henni keppni áð ráði, svo miklir hafa yfirburðir hennar verið á síðustu ámm og í sumar hafði hún stokkið yfir 1.80 m. Balas gat hinsvegar ekki komið til Budapest vegna meiðsla. Þannig varð þessi grein tvísýh barátta milli sovézku stúlkn- anna Tsenig og Komlevu, Bieda frá Póllandi og tékknesku stúlk- unnar Faithovu sem fyrir EM hafði stokkið 1.77 m. Faithova hafði fomstuna þeg- ar þær fjórar ásamt Pulic-Gerc frá Júgóslavíu höfðu farið yf- ir 1,71 m. Á næstu hæð féllu Bieda, Faithova og Pulic-Gere úr svo sovézku stúlkurnar áttu í innbyrðis baráttu um sigurinn sem féll svo Tsenik í skaut sem ein stökk 1,75 m. Allsherjar- atkvæðagreiðs/a Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæðagreiðsla skuli viðhöfð um kjör fulltrúa Félags jámiðnaðar- manna í Reykjavík, til 30. þings Alþýðusambands íslands. Tillögum um fimm fulltrúa og fimm til vara, á- samt meðmælum a.m.k. 48 fullgildra félagsmanna, skal skilað til kjörstjórnar í skrifstofu félagsins að Skipholti 19, fyrir kl. 18.00 þriðjudaginn 13. þessa mánaðár. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Eiginmaður minn, faðir. tengdafaðir og afi GÍSLI SKÚLI .TAKOBSSON, iðnaðármaður, Garðsenda 12, verður jarðsunginn mánudaginn 12. september kl. 1.30 síðdegis frá Fríkirkjunni. Guðrún Ólafsdóttir Edda Gísladóttir Guðmundur Eiríkssop Rúuar Gísli Guðmundsson Ásdís Fríða Guðmundsdóttir. Iðnsýningin Framhald af 12. síðu. skylduhús eða raðhús í verk- smiðju, en það kemur til mála ef þessi fyrsta tilraun heppnast vel. — Áhuginn virðist fyrir hendi, sagði Höskuldur, fólki hefur lit- izt vel á tillöguna að húsinu og við höfum fengið geysi mikið af fyrirspurnum. Steinsmíði Eigendur Steinsmiðjunnar1 sf. eru þeir Ársæll og Knútur j Magnússynir, en faðir þeirra j Magnús G. Guðnason stofn- setti fyrirtækið fyrir alda- mót. i Fyrirtækið annast steinsmíði: eins og nafnið bendir til og ! er frægast fyrir legsteina- j smíði. Þegar haft var sam- ! band við fofstjórann Ársæl j Magnússon sagði hann að auk ; legsteinanna framleiddi Stein- j iðjan grásteinshellur í gólfogj stiga, gluggakistur úr grá- i steini og tröppur. — Hellumar framleiðum j við einungis eftir pöntunum | og má sjá grásteinshellur frá okkur í' stigum og á gólfum í Þjóðleikhúsinu og ýmsum byggingum öðrum. Undanfarin ár hefur grá- steinn verið notaður í sól- bekki svokallaða, þ.e.a.s. í gluggakistur og höfum við framleitt töluvert af þeim, en aðalvinna okkar er fólgin í legsteinasmíði. Þá höfum _ við útvegað marmara frá Ítalíu og unnið að nokkru leyti, en marmar- inn er aðallega hafður ágólf í anddyrum. Upp á síðkastið höfum við einnig gert nokkr- ar tilraunir með líparit, ís- lenzkan stein af Austfjörðum, sem við notum við skreyting- ar innanhúss. Geriðskilí happdrætti her- námsandstæðinga SKÖMMtJ fyrir landsfund Sam- taka hernámsandstæðinga fengu stuðningsmenn samtak- anna senda miða í happdrætti þcirra. Vinningar eru mest Iistaverk eftir nokkra þjóð- kunna listamenn, þau Jó- liann Briem, Þorvald Skúla- son, Magnús Á. Árnason,Sig- urð Sigurðsson, Stcinþór Sig- urðsson, Barböru Árnason og Sverri Haraldsson, cn auk þess húsgögn fyrir 20 þús. kr. eftir eigin vali. 5. OKTÓBER n.k. verðurdregið í happdrættinu. Hernámsand- stæðingar um land allt eru hvattir til að gera skil hið fyrsta, Tekið á móti skilum í Mjóstræti 3, 2. hæð. Skrif stofan er opin kl. 10—12 og 1—7 e.h. alla virka dagancma laugardaga, sími 24701. Þýzkar og ítalskar kvenpeysur. Elfur Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13. Snorrabraut 38. FÍFA ALLT á börnin í skólann: Skyrtur — Terylene-buxur. Mjaðmabuxur úr terylene, Flannel og Twill. Gailabuxur. Molskinnsbuxur í 4- litiun. Peysur í miklu úrvali. Ódýrar stretch-buxur, sænskar, bollenzkar og japanskar. Úlpur í úrvali. Verzíunin FÍFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut). ÞU LÆRIR MÁLIÐ * I MlMI Stmi 19443 P úsningarsandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningarsandl heim- íluttum og blásnum km. Þurrkaðár vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog s.f. Ellíðavogi 115. Sími 36120. FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI á allar tegnndir bíla i OTUR Hringbraut 121. Sími 10659. Jón Finnson hæstaréttarlögmaður ^ölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu III. hæð) Símar: 23338 og 12343. Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90. úrogskartgripir KDRNELIUS JÚNSSON skólavöráust ig 8 PÆST i NÆSTU búð Sængurfatnaður — Hvítur og misíitar •— ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER LÖK KODÐAVER HITTO Skófcwörðnstíg 2L JAPðNSKU NinO f flastum stíorðum {yrirliggjandi I Tollvörugeymslu. FUÓT AFGREIOSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 — Sfmi 30 360 BRl DGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannargæðin. B:RI DG ESTONE veitir aukið öryggi í akstri. 0llV£ BRIDGESTONE ávallt fyrirliggiandi. GÖÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgeirðir Gúmmbarðinn b.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 NSÍ/ vmði&ehs srfimntKnmncgon Fást í Bókabúð Máls og menningar Bf L A LÖKK Grunnur FyHir Sparsl Þynnir Bón. ÁSGEIR ÓLAFSSON keildv. Vonarstræti 12. Sími FÖV25. '■JZt K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.