Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.09.1966, Blaðsíða 10
JQ SfÐA' — ÞJÓÐVItJINN — Sunnudagur II. september 1966 í H Ú S I MÓÐUR MINNAR Eftir JUL.IAN GLOAG ert eins spennandi í garðinum mínum og litla húsið sem þið h&fið byggt í ykkar garði. Húbert varð þurr í hálsinum. Halbert grunaði þá eitthvað þrátt fjrrir allt. Hann beið eftir hinni næstu, óumflýjanlegu snumingu. En hún kom bkki. Halbert var ósköp lengi að bórða, eins og honum þætti samlokan ekki sér- lega góð, og svo sagði hann: Segðu mér hvað þér finnst gam- an að hafa í röð og reglu? — Hluti, sagði Húbert og tók við tebolla 'af Díönu sem sat vinstra megin við hann. Ég á við — hluti eins og útvarp og þess háttar- Ég ,-gerði við útvarpið þegar það bilaði, og mig langaði til að reyna við úrið hennar mömmu, þegar það bilaði, en .. En? — Tja, ég .... Halbert dreypti á teinu sínu. Það hefur auðvitað verið of erf- itt. Það er aðeins á faferi sér- fræðinga að gera við úr. ‘Þeir verða að læra í mörg ár. Við hinn borðsendamn þurftu Elsa og Willy að umbera mal- andann í frú Halbert. Húbert sá, að Willy hlustaði alls ekki á hana. Hann borðaði bara. Þetta hefði verið nokkuð fyrir Gerty. Sjö mismunandi samloktrtegund- ir og auk þess brauðkollur. -Herra Halbert sneri sér að Jiminee. — Jiminee, sagði hann- Það var kyndugt nafn — hvernig • hefurðu fengið það? Jiminee eldroðnaði- — Það var þegar hann var lítíll, sagði Húbert. Hann gat ekki sagt nafnið sitt almenni- lega — mamma kallaði hann Jimmí. Hann sagði bara Jim-im-imí, og þess vegna fórum við að kalla hann Jiminee. Jim- inee stamar, skiljið þér.' — Það er lakara- Halbert Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-968 DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. strauk sér um gláfægt ennið- En þú mátt ekki hætta alveg að tala þess vegna, eins og þú veizt. Hann brosti til Jiminee — og yfir andlitið á Jiminee liðu krampaikgnnd bros. — Nei, nei, flýtti 'Húbert sér að segja. Hann talar heilmikið — er það ekki, Jiminee? Jiminee kinkaði kolli. Hann opnaði munninn til að segja ^itt- hvað. Lengi vel var eins og orð- in vildu alls ekki koma út, en svo komu þau allt í einu í gusu: Heima, sagði hann — heima drekkum við te úr kr-krúsum! Halbert var alvarlegur á svip. Það er, margt sem mælir með því- Sjálfur hef ég oft verið að velta fyrir mér, hvað við eigum að gera við undirskálar. Þegar allt kemur til alls, drekkum við ekki vín úr glösum með skálum undir — og reyndar ekki öl 22 heldur. Og satt að segja held ég að miklu auðveldara sé að sulla niður víni en tei. Þetta er ann- ars skrýtið — en það er sjálf- sagt ein fordildin, *hugsa ég. Hann horfði hugsandi á teboll- ann sinn. — Mér finnst ákaflega hátíð- legt að drekka úr bolla með undirskál, sagði Húbert- Svona til tilbreytingar. Halbert kinkaði kolli. Hann var að horfa á konuna sína við hinn borðsendann. Hann er alltaf að horfa á hana, hugsaði Húbert, og þó er hún ekki mikið fyrir augað. Það var seinna, þegar herra Halbert hafði gert margar mis- heppnaðar tiH-aunir til að fá Díönu til að segja eitthvað, að Húbert tók í sig kjark og spurði um bílinn. — Þú hefur kannski áhuga á bílum? sagði herra Halbert. Ef ég á að segja eins og er, þá nota ég hann ekki mikið- Reyni að aka svolítið út um helgar, en það er lítið varið í að eiga bíl í stórborg, sjáðu til- — Hafið þér ekið 'í bílnum yð- ar um þessa helgi? spurði Hú- bert. — Nei. Halbert neri skallann hugsandi á svip. Heyrðu mig, þú hefðir kannski ekkert á móti því að koma í dálítinn bíltúr eftir te? Húbert brosti út að eyrum. Nei, kærar þiakkir. — Og þú ekki heldur? sagði Halbert og sneri sér að Jiminee sem kinkaði kolli með ákefð- — Jæja, þá förum við öll- Halbert reis upp frá borðum. — Hvert ertu að fara, góði minn? hrópaðl frú Halbert frá hinum borðsendanum. — Mér datt í hug að við gæt- um öll komið í ökuferð eftir te. Ég þarf bara að láta koma með bílinn. — En er nokkur £ bílageymsl- unni á sunnudegi? — George er þar sjálfsagt. Þú kemur líka, er það ekki vina mín? Húbert vonaði að hún segði nei- Hún saup á bollanum sínum- ökuferð á sunnudegi? Það er svo mikil umferð, Sammi. Ég hafði hugsað mér, að við spjölluðum notalega saman eftir te. Langar ykkur, hún brosti til þeirra, breitt og tómlega, langar ykkur til þess, böm? Húbert gaf Halbert gætur og tók eftir óánægjusvipnum, sem brá fyrir sem snöggvast á sléttu, gljáandi höfði hans. Ég held þau langi meira í bílferð — bara smáferð kringum skemmtigarð- inn. — Jæja, umlaði frú Halbert- Ég held ég fari ekki með, góði minn, ef þér er sama. — Jæja, jæja. Halbert sneri sér við og gekk upp að húsinu. Ég kem aftur eftir andartak, hrópaði hann til þeirra. Frú Halbert brosti. Viltu ekki fá þér eina samloku í viðbót, Willy? Willy hristi höfuðið. Ég er al- veg stútfullur, sagði hann- Hún fór að hlæja, Mikið er lavigt síðan ég hef heyrt nokkum segja þetta. Veiztu það — þetta sagði ég víst líka þegar ég var lítil. Mikið ertu indæll lítill snáði. Hún andvarpaði. Ég man eftir lítilli velsiðaðri telpu, sem kom í te til okkar, þegar ég var lítil. Já,- hún var mjög vel upp alin- Þegar mamma spurði, hvort hún vildi fá meira að borða, sagði hún: Nei, kærar þakkir, ó- mögulega meira — heima segist ég vera pakksödd! Bömin brostu kurteislega- Elsa sagði: Það segir yngsta systirin okkar, hún Gerty líka — pakksödd. — Gerir hún það? En indælt — segir hún það? Brosið á frú Halbert kom og fór eins og ljós á biluðu .vasaljósi. Alve'g eins og á Jiminee, hugsaði Húbert. Já, ef þið eruð öll búin að fá nóg, langar ykkur sjálfsagt til að standa upp frá borðum og hlaupa um garðinn. Þau stóðu kyrr á dreif um graseyjarnar og biðu þess að beyra herra Halbert koma aftur- Joan var að taka af borðinu — hún gaut augunum til bamanna- Frú Halbert talaði. Allt í einu -.lagðist Willy útaf á grasflötina og lokaði augun- um. Willy, hvíslaði Húbert- Rístu upp und.ir eins- En frú Halbert var búin að taka eftir því. — Hamingjan góða, hamingjan góða, þér er þó ekki illt, Wiliy? F.r hann veikur — ó, það vona ég ekki. Kannski var það kakan, Willy? Hún laut niður að hon- um. — Ég er tígrisdýr og ég er srfandi, sagði Willy. '— En hvað þetta er skemmti- 'egur snáði. Frú Halbert ljómaði- — Willy, upp með þig, sagði Elsa. — Ég er tígrisdýr og ég er sofamdi, sagði Willy festulega. — Ja, hérna, en sú hugmynd! sagði frú Halbert. Húbert sagði: Hann þykist vera í frumskógarleik. — Ég er tígrisdýr, tígrisdýr, tígrisdýr. söng Willy- — Upp með þig Wiily, sagði Elsa aftur. — Frumskógarleikur! Frú Hal- bert flissaði inn í eig. En hér er enginn frumskógur! — Jú, víst. Willy bpnaði aug- un andartak. Þetta er allt saman frumskógur- Húbert komst að þeirri niður- stöðu að frú Halbert væri fífl- — Willy, ef þú stendur ekki strax upp, verðurðu að fara í rúinið strax'og við komum heim. — Tígrisdýr fara ekki í rúm- ið. Willy urraði lágt. — Tígrisdýr fara ekki heldur í ökuferðir, sagði herra Halbert bakvið þau. Hann brosti. Komið þá, börn, bíllinn stendur fyrir utan- Willy spratt samstundis á fæbur. Þau gengu á eftir herra Hal- bert gegnum húsið. Húbert reyndi að halda sig sem næst honum. — Börn! sagði Elsa í áminn- ingartón um teið og Halbert opn- aði útidymar. Húbert sneri spr við um leið og Elsa gekk til frú Halbert. Kærar þakkir fyrir teið og allt, sagði hún, Þetta var mjög skemmtilegt fyrir okkur öll. Frú Halbert bar aðra höndina upp að munninum. En þið komið aftur, er það ekki? Þið verðið að koma aftur eftir ökuferðina! — Þökk fyrir, en þá verður ?FALT5S!r*fíÞANE falt falt einQngrunargler soenslc 9œdayara EINKAUMBOD Imars tradiimg 4844 — Fred verður fyrir miklum vonbrigðum þegar hann kem- ur til Nassau, höfuðborgar Éahama-eyja, daginn eftir: „Ethel II." liggur þegar við bryggjuna. — Hann er mjög reiður- Að vísu er keppnin aðeins hálfnuð, en þetta er nú einu sinni keppni milli vina þar sem ekki var nákvætxlega samið um smáatriði, einmitt af því að maður var viss um að geta treyst hvor öörum. Stanley skal nú aldeilis fá að heyra álit hans á þessari óheiðarlegu fram- komu- — Grunlaus kemur nú „þorparinn‘‘ á móti honum til þess að segja honum frá öllum ógöngunum sem hanr hefuv lent í. SKOTTA — Ef ég væri ekki orðin svona gömul hefði pabbi áreiðanlega flengt mig fyrir þessar einkunnir. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða Aðstoðarstúlku eða aðstoðarmann til starfa á rannsóknastofu. — Stúdentsmenntun æskileg. — Upplýsingar í stofnuninni næstu daga. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Skúlagötu 4 — Sími 20-240. Sendisveinar óskast Nokkrir sendisveinar óskas't nú þegar, hálf- an eða allan daginn. Þurfa að hafa hjól. f > Upplýsingar hjá Ragnari Ágústssyni í síma 17-500. Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. r jr Verzlunin O. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). TRYGSINGAFELAGIÐ HEIMIR" IINÐAROATA 9 REYKJAVlK SlMI 21360 SlMNEFNI ■ SURETY

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.