Þjóðviljinn - 17.09.1966, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.09.1966, Síða 1
Laugardagur 17. september 1%6 — 31. árgangur — 211. tölublað. Bandaríkjamenn jafna við jörðu tvö sveitaþorp nyrzt í Suðar- Vietnam Síða Q ■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■> Langir fundir í sex manna nefnd Þessa dagana heldur sáttasemjarí, Torfi Hjartar- son, fundi meö sex manna nefndinni til þess að á- kveða verðlag á landbúnað- arafurðum í liaust- Stóðu fundir yfir allan daginn í gær og átti fundur að hefj- ast í gærkvðld kl. 8-30. Ná- ist ekki samkomulag fyrir helgi verður málinu vísað til yfirnefndar sem þá á- kveður vcrðið. í sex manna nefnd eiga sæti af hálfu bænda Gunn- ar Guðbjartsson, Vilhjálm- ur Hjálmarsson og Einar Ólafsson og af hálfu neyt- enda Ottó Schopka, Sæ- mundur Ólafsson og Torfi Ásgeirsson. Ritari nefndar- innar er Sveinn Tryggva- son. Fyrir mánaðamót hélt nefndin marga fundi en 1- september var málinu vís- að til sáttasemjara og hefur hann haldið fjölmarga fundi með nefndinni síðan. ALLT MÁ HÆKKA - NEMA KAUPIÐ: FramfœrsluvÍJitalan hefur senn tvöfaldazt □ Himnaflug óðaverðbólgunnar hélt áfram í ágústmánuði, og hækkaði þá vísitala framfærslu- kostnaðar um þrjú stig. Er hún nú 198 stig, og van’tar aðeins tvö stig upp á að hún hafi tvöfald- azt síðan viðreisn hófst fyrir sex árum. Vísitala vöru og þjónustu er fyrir löngu komin yfir það mark; hún er nú 230 stig, og hækkaði um tvö stig í ágústmánuði. Vanskil borgarsjóðs Reykjavíkur ATTI AÐ FA 2 'ilLJONIR FÉKK 150.000 KRÓNUR! ■ Eins og vikið var að í forustugrein Þjóðviljans í fyrradag hefur borgarsjóður Reykjavíkur verið mikil van- skilastofnun í allt sumar. Hafa viðskiptavinir borgarinnar átt í mjög miklum örðugleikum með að fá umsamdar greiðslur, og einatt verið biðraðir af innheimtumönnum á borgarskrifstofunum. Ástæðan er sú að ráðamenn Reykja- víkur sóuðu ó'hemjulegum fjármunum ív sýndarmennsku fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Sem dæmi um ástandið getur I verktaki einn hefur í sumar unn- Þjóðviljinn greint frá því að I ið að framkvæmdum á vegum Óvissa um úrslit í bæjar- stjérnarkosningum í Svíþjóð STOKKHÓLMI 16/9 — Varla nokkru sinni hefur ríkt jafn mikil óvissa um úrslit bæjar- stjórnakosninganna í Svíþjóð cg nú, en kosningarnar fara fram á sunnudag. Enginn fæst til að fullyrða neitt um úrslitin. Sænskir kjósendur eru yfir- leitt vanáfastir og óvenjulegt að miklar breytingar verði á fylgi flokkanna, en ýmsar ástæður eru til þess að á annan veg kann að fara nú. Ein þeirra, er Framhald á 7. síðu. borgarinnar- Átti hann að fá greiðslur á vissum gjalddögum, samtals 12 miljónir króna. Ný- lega átti hann samkvæmt samn- ingum að fá 2 miljónir af þessari upphæð — en borgarsjóður greiddi honum aðeins 150.000 krónur! Af þessum ástæðum lenti verktakinn að sjálfsögðu í vanskilum við sína viðskipta- menn, og er ekki að vita hversu víðtæk þau keðjuáhrif hafa orð- ið áður en lauk. Þetta er aðeins eitt dæmið af fjölmörgum. Hins vegar mun það einnig hafa gerzt í sumar að ijorgarsjóður hafi látið innheimta með lögtpkum útsvör hjá fyrir- tækjum sem lenthöfðu í greiðslu- vandræðum vegna skulda borg- arsjóðs! i Þetta ástand er dæmi um af- leita og mjög óráðvawda fjár- málastjórn- Mun trúlega leitun á annarri höfuðborg í víðri veröld þar sem ráðamenn teldu vanskil af þessu taigi samrýmast sóma sínum. Hækkanirnar í ágnst eru þessar: • Vísitalan fyrir matvörn hækkaði nm tvö stig og er nú 252 stig. • Vísitalan fyrir fatnað og álnavöru hækkaði nm tvö stig og er nú 183 stig. • Vísitalan fyrir ýmsa vöru og þjónustu hækkaði nm tvö stig og er nú 236 stig. • Meðalvísitalan fyrir vörur og þjónustu hækkaði eins og áður er sagt einnig um tvö stig upp í 230 stig. • Vísitalan fyrir húsnæði (sem er raiinar tilbúinn liður langt á eftir raunveruleikanum) hækkaði um sjö stig og er nú 140 stig. • Vísitalan fyrir tekjuskatt, útsvar og ýms gjöld til op- inberra aðila hækkaði um átta stig og er nú 145 stig. • Vísitalan fyrir fjölskyldubætur (sem er frádráttarliður) hækkaði um sjö stig og er nú 443 stig. □ Morgunblaðið hefur að undanfömu lýst því með miklum áherzluþunga að kaup megi ekki hækka. Hins vegar hefur blaðið engar áhyggjur af því þótt allt verðlag hækki jafnt og þétt. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum hætti Kol og salt í Reykjavík fyrir nokkru kolainn- flutningi og sölu og er nú hvergi hægt að fá keypt kol í höfuð- berginni. Kemur þettá illa niður á þeim scm enn búa við kola- kyndingu, eins er þetta bagalcgt fyrir þá sem ciga kolakynta sumarbústaði eða garðskúra- Verst hafa þeir oröið úti sem búa i kolakyntu húsnæði í eigu borgarinnar, en fá önnur ibúð- arhús í bænum munu enn kynt með kolum. Meðal kolakyntra húsa borgarinnar eru t.d. öll hús- in í Höfðaborgairhverfinu og hef- ur horft til vandræða í því hverfi I I Kviknar i gömlum glœSum h]á AlþýSublaÖinu: n Rétt að þjóðnýta alla olíusölu " Alþýðublaðið gerir í gær að umtalsefni nýjustu kröfur olíu- félaganna til. viðskiptavina sinna um sérstakt innheimtugjald sem jafngildir lélegri þjónustu og talsverðri hækkun á vöru- verði. Gagnrýnir blaðið þessar aðgerðir harðlega og kemst m.a. svo að orði: „Þessar síðustu aðgerðir olíufélaganna hljóta að endur- vekja þá hugmynd hvort ekki sé rétt að þjóðnýta alla olíu- sölu og dreifingu í landinu og fá dugmikinn kaupsýslumann til að stjórna einu öflugu olíufélagi, sem að verulegu eða öllu leyti yrði eign ríkisins. Mætti þá án efa spara stórfé í manna- lialdi og skrifstofukostnaði, að ekki sé minnzt á dreifingar- kerfið — og veita þó ekki síðri þjónustu en nú er veitt“. Tillögur um þjóðnýtingu olíufélaganna og eitt dreifingar- kerfi — í stað þriggja hlið við hlið — hafa verið fluttar af Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu árum og áratugum saman en ekki fengið undirtektir. Því hljóta það að teljast mikil tíðindi þegar Alþýðublaðið, málgagn viðskiptamálaráð- herrans, lýsir nú stuðningi við þær tillögur. Verður þetta mál vafalaust tekið upp á nýjum grundvelli þegar þing kemur sam- an í haust. Reykvikingar kaupa kol hjá kaupfélaginu í Borgarnesi m mmm Kjartan Guðjónsson MFÍK hefur lisfaverka- kynningú á sunnudag ilc Menningar- og friðarsam- : tök íslenzkra kvenna efna { til listaverkakynningar og • kaffisölu á morgun, sunnu- | dag, í Breiðfirðingabúð og verður hún opnuð kl. 14.30. ★ Listayerkakynning sem þessi er nýr liður í starfi samtakanna og ef hún tekst vel er áætlað að hún verði fastur liður i starf- inu á hverju hausti, i ein- hverri mynd. Þeir lista- menn sem sýna verk sín á þessari fyrstu lista- verkakyrmingu eru þess- -T ir: ★ Sverrir Haraldsson hst- niálari, sem jafnframt sér um sýninguna, Hörðúr Á- ; gústsson listmálari, Kjart- : an Guðjónsson listmálari, j Barbara Ámason listmál- j ari, Guðmunda Andrés- dóttir listmálari, Eyborg j Guðmundsdóttir listmál- ; ari, Ólöf Pálsdótfir mynd- { höggvari og Sigrún Jóns- ;» dóttir kennari, sem sýnir : batik. Eitthvað af lista- verkunum verður til sölu. • Þá verður sú nýbreytni að ‘ kaffigestir geta feng- j ið teiknaðar af sér and- { litsmyndir á staðnum. : ★ Sýningin er aðeins opin þennan eina dag. að undanförnu eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu- Hafa nú loks verið gerðar ráð- stafanir til að sjá íbúum þessa hverfis og * annarra kolakyntra húsa' í eigu borgarmnar fyrir kolum, að því er Sveinn Ragn- arsson framfærslufulltrúi skýrði Þjóðviljanum frá í gær og verða fyrstu kolin 'keypt frá Borgar- nesi en síðan verður fenginn hluti af innflutningi Kaupfélags Árnesinga- Sagði Sveinn að ekki tæki því að breyta kyndikerfi þessara húsa og táka upp oHuhitun, þar sem til stæði að rífa þau á næstu árum. önnur hús kolakynt í eigu borgarinnar eru einnig niðurrifs- hús, sagði Sveinn. Hefúr Þjóðviljinn frétt að aðrir | borgarbúar sem af einhverjum ■ ástæðum þurfa á kolum að halda, ; niuni einnig beina viðskiptum { sínum til Kaupfélags Borgfirð- { inga og staðfestl fulltrúi þess í ■ saimtali við blaðið I gær að nokk- : uð hefði verið um pantanir frá { Reykjavík, mest virtist þó vera { sótzt eftir koksi, ekki bara til ; Reykjavíkur, heldur bærust : kaupfélaginu mikið að pöntun- i um úr Kjós, af Snæfellsnesi og { frá Vestfjörðum og hefðu þessir ■ aðilar líklega fengið þetta frá ■ Reykjavík áður. *' Sverrir Haraldsson Hernámsandstceðíngar Gerið skil í happdrættinu. Dregið 5. október. Skrifstofan í Mjóstræti 3, 2. hæð, tekiir á móti skilum, sími 24701.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.