Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 1
- Sunnudagur 18. september 1966 — 31. árgangur — 212. tölublað. Hernámsandstæðingar ■ Gerið skil í happdrættinu sem allra fyrst. Dregið verður 5. okt. nk. ■ Skrifstofan í Mjóstrætj 3, 2. hæð, tekur á móti skilum, en hún er ■ opin daglega kl. 10—12 og 13—19, sími 24701. Ryfur 40 tonn í einni ferð 30. þing ASI verSur haldiS I nóvetmber: Kosning fulltrúa á 30. þing Alþýðusambands ís- lands hefst um þessa helgi. Þingið verður hald- ið í Reykjavík um miðjan nóvember n.k. Ekki er'enn vitað hve margir fulltrúar verða kosnir til þingsins. Síðasta þing ASÍ sátu 369 fulltrúar frá 126 sambandsfélögum, og er búizt við að þeir verði heldur fleiri nú. Itosning til þingsins stendur yfir til 9. okt. n.k., en í flestum félögum mun verða kosið um næstu helgi. Eyborg Guðmundsdóttír Hér á myndinni sést eitt storvirkasta tækið sem notað er við framkvæmdir þær sem hafnar eru við Búrfellsvirkjun, stærstu mannvirkjagerð á íslandi. Myndir og frásögn á opnu bSaðsins Listaverka- kynning M F r K hefst í dag Samkomulag i sex manna nefnd um verS landbúnaSarvara: Þrjú félög hafa þegar valið fulltrúa og var sjálfkjörið í þeim öllum, það eru 18 fulltrúar feá Iðju, félagi verksmið j uf ólks í Reykjavík, 5 fulltrúar frá Félagi járniðnaðarmanna og 5 fulltrúar frá Félagi íslenzkra rafvirkja. Fulltrúar félaganna þriggja sem sjálfkjörið varð í eru þess- ir: 2 íslendingzrá förum til Kína ★ í dag kl. 14.30 efna Menningar- og friðarsam- tök íslenzkra kvenna til listaverkakynningar og kaffisölu í Breiðfirðinga- búð. ★ Listaverkakynning er nýr liður' í starfsemi sam- takanna en ætlunin er ef vel tekst til að þessu sinni að gera hana að föstum lið í starfinu á hverju hausti. ★ Eftirtaldir listamenn sýna verk eftir sig á þess- ari fyrstu listaverkakynn- ingu MFÍK: Sverrir Har- aldsson listmálari, sem jafnframt sér um sýning- una, Hörður Ágústsson list- málari, Kjartan Guðjóns- son listmálari, Barbara Árnason listmálari, Guð- munda Andrésdóttir list- málari, Eyborg Guðmunds- dóttir málari, Ólöf Páls- dóttir myndhöggvari, Jó- hannes Jóhannesson list- málari*er sýnir silfurmuni og Sigrún Jónsdóttir, kenn- ari, er sýnir batik. Verða sum listaverkanna á sýn- ingunni til sölu. ★ Þá verður sú nýbreytni, að kaffigestir geta fengið teiknaðar af sér andlits- myndir á staðnum. ★ Sýningin er áðeins opin í dag, sunnudag. Hörður ústsson ■ Eins og frá ,var skýrt hér í blaðinu í gær hélt sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, fund með sex manna nefndinni í fyrrakvöld til þess að á- Strákagöngin eru kveða verð á landbúnaðarvörum fyrir næsta verð- lagsár. Fundurinn hófst kl. 8,30 og stóð til um kl. 10 í gærmorgun og náðist á honum samkomulag í nefndinni bæði um verðlagsgrundvöllinn og dreifingarkostnað. Grundvöllurinn hækkar 10.6% i gegn • í gærmorgun gerðist sá merki atburður í samgöngu- málum Siglfirðinga að jarðgöngin gegnum Stráka opnuð- ust, en eins og kunnugt er hefur verið unnið að spreng- ingu jarðganganna í allt sumar en verkið tafðizt nokkuð vegna þess hve bergið hefur verið laust á köflum. Tyrklandssöfnun er nú RKI í fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanúm barst í gær frá Rauða krossi íslands segir að fjársöfn- un RKÍ vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi sé nú lokið og eru deildir félagsins beðnar að gera skil á söfnu|iarfénu sem allra fyrst. Verður fé því, sem hér hefur safnazt varið til greiðslu á bóluefni og lyfjum. Þá segir í fréttatilkynning- unni áð Rauða krossi íslands hafi borizt skeyti frá Rauða hálfmánanum í Tyrklandi þar sem því og ríkisstjórninni eru færðar hjartanlegustu þakkir fyrir aðstoð þá sem þau hafa veitt Rauða hálfmánanum með fjárframlögum sínum. Er skeyt- ið undirritað af Mehmet Nomer varaformanni Rauða hálfmánans í Tyrklandi. 'Verktaki við jarðgöngin er Efra-Fall og höfðu verkfræðing- ar þess reiknað új; að göngin myndu opnast með sprengingu sem gera átti á fimmtudaginn en svo varð þó ekki og mun út- reikningunum hafa skeikað smá- vegis og varð það ekki fyrr en við sprengingu í gærmorgun sem göngin opnuðust. Unnið hefur yerið að lagningu vegar beggja vegna að göngun- um og voru vegagérðarmennirn- ir farnir að heyra hvorir til annarra í gegnum haftið sem eftir var á fimmtudaginn. Þótt göngin séu nú komin í gegrium Stráka er að sjálfsögðu enn allmikið verk eftir við að ganga endanlega frá þeim og veginum svo hægt verði að taka hann í notkun, en þrátt fyrir það fer nú að styttast í það að Siglfirðingar þurfi ekki lengur að treysta á vegasamgöngur ein- ar um Siglufjarðarskarð. ■ Að því er Sæmundur Ólafsson, fulltrúi Sjó- mannafélags Reykjavíkur í sex manna nefndinni, sagði Þjóðviljanum í gær hækkar verðlagsgrund- völlurinn um 10,6% frá því í fyria, þ.e. frá verð- lagsgrundvellinum sem ákveðinn var í september 1,965. Hins vegar sagði Sæmundur að nálega helm- ingur af þessari hækkun væri þegar komin inn í verðlagið á landbúnaðarvörum, þannig að þær hækkuðu ekki svona mikið frá núgildandi verði. Verðið birt í þessari viku ® í gær var enn eftir að ganga fr| ýmsum útreikn- ingumH sambandi við nýja verðið á landbúnaðar- vörunum svo að það verður ekki birt fyrr en eftir þessa helgi. Gildir nýi verðlagsgrundvöllurinn frá 1. september sl. að telja til 31. ágúst 1967. Tveir íslendingar eru nú á förum til Kína á vegum Kín- versk-íslenzka menningarfélags- ins, þeir Sigurður Róbertsson rithöfundur og Stefán Jónsson starfsmaður ríkisútvarpsins. Þeir munu dveljast í Kína um eins mánaðar skeið á vegum sam- taka þeirra kínverskra sem ann- ast menningartengsl við aðrar þjóðir, ferðast um landið og væntanlega kynna (sér þá at- burði' sem mest hefur verið rætt um ag undanförnu. Sigurður Róbertsson * hefur \ heitið því að skýra lesendum Þjóðviljans frá ýmsu því sem fyrir augu ber, og væntanlega mun ríl isútvarpið njóta góðs af frásögnum Stefáns Jónssonar. Frá Iðju: Guðjón Sigurðsson, Ingimundur Erlendsson, Jón Björnsson, Runólfur Pétursson, Klara Georgsdóttir, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður Sigurðar- dóttir, Rafn Teitsson, Guðmund- ur Ingvarsson, Ingólfur Jónsson, María Vilhjálmsdóttir, Bjarni Jakobsson, Guðríður Guðmunds. dóttir, Ólafur Pálmason, Guð- mundur G. Guðmundsson, Dag- mar Karlsdóttir, Kristín Hjörv- ar og Steinn í. Jóhannesson. Frá Félagi járniðnaðarmanna: Guðjón Jónsson, Snorri Jónsson, Kristinn Ág. Eiriksson, Tryggvi Benediktsson og Guðmundur Rósenkarsson. Frá Félagi íslenzkra rafvirkja: Óskar Hallgrímsson, M *^nús Geirsson, Sveinn V. Lýðsspn, Kristján Benediktsson og Sig- j urður Sigurjónsson, Sjálfkjörið varð líka í Bjarma Er blaðið var að fara í prent- un í gær bárust þær fregnir að j sjálfkjörið hefði einnig orðið í Verkalýðs- og sjómannafélaginu j Bjarma á Stokkseyri en þar átti I að fara fram allsherjaratkvæða- j greiðsla um fulltrúakjör um I helgina. Aðeins einn listi barst og varð hann því sjálfkjörinn. Aðalfull- trúar félagsins á Alþýðusam- ! bandsþipg voru kjörnir Björg^ vin Sigurðsson og Helgi Sig- urðsson og varafulltrúar Frí- ! mann Sigurðsson og Gísli Magn- ússon; I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.