Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. september 1966 — ÞJÖBVIL.JINN —. SÍÐA g Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: ÚTVARPIÐ í SUMAR Það var i morgun, hinn 6. september, að Jón Múli- var að minna okkur á, að sumri væri tekið að halla og senn 20 vikur af því liðnar. Þessu tll árétt- ingar lét hann svo syngja vís- una um hallandi sumar og fjallahnúkana með mjallahvítu húfurnar. Þar með hafði honum tekizt að ýta svolítið við minni sof- andi samvizku. Ég fór að hugsa um útvarpið mitt og reyna að rifja u'pp, hvað það hefði nú unnið drottni til dýrðar og and- skotanum til niðurdreps á líð- andi sumri. Mogginn og þjóðin Það er með mig og útvarpið, eins og Morgunblaðið og þjóð-" ina. Þegar útvarpið flytur mér fræðslu bg skemmtan, skýrt og skilmerkilega á góðu íslenzku máli, og' þegar það skýrir frá viðburðum og viðfangsefnum líðandi stundar af nokkrum manndómi og sæmilega ” hlut- drægnislaust, þá finnst mér sem ég eigi nokkur ítök í þviv En þegar yfirborðshættinum og meðalmennskunni er lyft í söð- ul og teymt un'dir, finnst mér það ósköp leiðinlegt líkt og telpunni, sem einn ágætur prestur hafði kennt kristin fræði með þeim árangri, að hún hélt. að það hlyti að vera dálítið leiðinlegt að vera allt- af hjá guði. Svipað er því farið með Morgunblaðið. Það bögglast stundum svo furðulega fyrir brjóstinu á því að gera grein- armun á sér og þjóðinni, eftir morgunleiðurum þess að dæma. Þegar ríkisstjórn þess getur hindrunarlítið komið áhuga- málum þess í framkvæmd, seg- ir Morgunblaðið hróðugt: Þjóð- in vill hafa þetta svona. Þjóð- in vill hafa fullt verzlunar- frelsi og efla frjálst framtak einstaklingsins. Þjóðin vill hafa herstöðvar, þjóðin vill erlenda stóriðju og erlent fjármagn. Og margt fleira mælir Morgun- blaðið fyrir munn þjóðarinnar. Þeir, sem eru á öndverðum meiði við Morgunblaðið eru ekki þjóð, aðeins ábyrgðarlaus- ir menn, svo sem eins og fram- sóknarmenn og kommúnistar. En stundum kemur það þó fyr- ir, að dómi. blaðsins, eins og t.d. í verðbólgustríðinu, að þessir ábyrgðarlausu menn ger- ast svo umsvifamiklir, að þeir draga annan taum stjórnar- fáksins úr höndum knapanna en þeir sitja eftir, ríðandi við einteyming og fá ekki við neitt ráðið. Því hinir ábyrgðarlausu eru svo miklu sterkari en stjórnarherrarnir, að þeir geta teymt fákinn þvert af þeirri leið, er honum var ætluð eftir fyrirframgerðum hagfræðileg- um mælingum og útreikningum og gera sig meira að segja lík- lega til að teyma hann fyrir björg, eða út í foræði. III, léleg, viðr unandi, mjög góð Svo að aftur sé vikið áð upp- hafi þessa máls, held ég, að við, ég og Morgunblaðið, gæt- um sætzt á það, að eignarrétt- ur minn á útvarpinu og þess á þjóðinni, sé álíka mikill og ærið vafasamur. Þá er bezt að lita á dag- skrána, eins og Jón Múli segir á morgnanna. Dagskrá þessa sumars hefur verið: fyrir neðan allar heílur, léleg, viðunandi, góð og jafn- vel afbragðs góð. Sem heild, myndi ég þó vilja telja hana ofan við meðallag, af sumardagskrá að vera. Hér kemur þó það til, að hið leið- inlega gleymist, nema það hafi angráð mann alveg sérstaklega. Sem dæmi upp á útvarpsefni fyrir neðan allar hellur skulu nefndar tvær kvöldsögur: Dul- arfailtir mhður Dimitrios og Spánska kistan. Ég hef reynd- ar aldrei skilið, hvaða erindi glæpasögur eiga ’í útvarpið. Sagan af Dimitriosi, er raunar eitthvert andstyggilegasta út- varpsefni, sem ég hef komizt í kynni við. Fór þar allt sam- an, er sögu mátti lýta, ógeð- fellt söguefni, langdregin frá- sögn, lélegt mál og leiðinlegur flutningur. Svipað má raunar segja um Spönsku kistuna, nema hvað hún er snöggt um skemmri. Amerískur hreimur í sumar hefur verið á ferð í útvarpinu þáttur fyrir ungt fólk, stjórnað af einhverjum ungum manni, en nafni þáttar- ins og' mannsins hef ég gleymt. Ég hef hlustað á einn þessara þátta. Mig minnir, að það hafi verið snemma í ágúst. Mér þótti þetta mjög lélegt og hef ekki lagt í að hlusta á fleiri. Ef til vill hef ég verið óhepp- inn og að þetta hafi allt færzt til betri vegar síðan. Séra Jakob Jónsson \ Séra Jón Xhórarensen. í þessum þætli var. meðal annars viðtal við pilt, sem var nýkominn frá Bandaríkjunum. Þetta var ekki ógreindur pilt- ur, en það var dálítill vindur í honum, en ‘verra var þó hitt, að hann hafði glatað íslenzku- hreimnum úr rödd sinni Cn fengið hinn ameríska í stað- inn. * Það gerist nú raunar æ tíð- ara í útvarpinu að heyra má á mæli fólks, að það hefur dvalið vestanhafs. En hvað segja hinir vísu landsfeður, sem enn þver- skallast við að viðurkenna hin véstrænu áhrif á tungu okkar og menningu um þessa ’ óun? Annað í fýrrnefndum ung- lingaþætti var einhver reiður ungur maður, sem eitthvað var að ergja sig yfir einhverri gagn- rýni. er fram hafði komið um hegðan unga fólksins um verzl- unarmannahelgina. Ef til vill hefur þetta verið réttlát reiði. en einhvern veg- inn fannst mér' sem hún væri átakanlega fátæk í anda. Þá voru í þessum þætti næstum hryllilega afkáralegar eftir- hermur og fylgdi með einhver fyndni. sem algerlega missti marks. Þessu. sem nú hefur verið unp talið. fylgdi áð sjálf- sögðu hljómlist. En þar má um segja. að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Séra Jakob og Jón Leikritin í sumar hafa verið fremur þunn í roði, jafnvel af sumarleikritum að vera. Helzt hefur verið fengur í að fá eldri leikrit endurtekin, eins og t. d. Óli plokkari. # Tvær messur hef ég heyrt á þessu sumii. Önnur var flutt af séra Jakobi. Hann ræ’ddi um hina veizluþreyttu þjóð, ís- lendirigá^. Sjálfsagt má til sanns vegar færa, að fyrirmenn og höfðingjar ofþreyti sig á veizlu- höldum. En sem betur fer mun meginhluti þjóðarinnar ekki svo'langt leiddur enn sem kom- ið er, að hann éti og drekki sér til dómsáfellis. Þá heyrði ég séra Jón Thor- arensen tala um rangláta ráðs- manninn. Það var furðuleg ræða. Fyrst flutti hann snar- borulega ádrepu á rangláta ráðsmennsku, um ranglæti þeirra er stóðu í veraldar- vafstrinu. Svo tók hann að skyggnast um á akri kirkjunn- ar, og þar birtist ranglætið aðallega á tvennan hátt. Sumir vildu færa messuformið aftur í eitthvert miðaldaform. Aðrir notuðu eitthvert gerfivín, senni- lega frá Náttúrulækningafélag- inu. í stað ekta messuvíns, er þeir útdeildu heilögu sakra- menti. Þetta fannst presti Ijótt og ■ókristilegt athæfi. Gátum við reyndar ekki skilið hví gerfivínið getur ekki gert al- veg sama gagn og hitt. En í þessum töluðum orðum, var sem móðurinn rynni af presti. Allt datt í dúnalogm Hann sagðist ekki vera vanur að<S>- prédika svona, og manni skild- ist að guðspjallið um rangláta ráðsmanninn, hefði einhvern- veginn leltt hann út á þessar villigötur. Ef til vill hefur ný- afstaðin vígslubiskupskosning átt einhvern þátt í að koma af stað þessu róti í sál prests- ins. ■ ■ ’< : - .y.-C' .- Þakkarvert að efna loforð sín Víkjum svo frá hinu and- lega og inn á hin veraldlegu svið á nýjan leik. Fyrri part sumarsins tók Stefán Jónsson að sér að hafa ofari af fyrir hlustendum á sunnudagskvöldum, en svo dó þessi þáttur hans ganske pænt og allt í einu og enginn vissi banameinið hans. Þó að dauða þáttarins bæri nð skömmu eftir að Einar í Hvalnesi hafði látið ljós sitt skína yfir hagfræðinga rikisstjórnarinnar, : þarf það ekki að standa í sambandi hvað við anna'S. Þætti þessum hefði gjarna mátt verða lengri lífdaga auðið, þó ekki hefði verið nema vcgna þess, að Stefán efndi trúlega það, er hann lofaði í öndverðu, að leggja fávíslegar spurning- ar fyrir fjóra viðmælendur sína. Það er ávallt þakkarvert, þegar menn efna loforð sín. Það . er einnig þakkarvert, þegar menn fara vel með vizku sína, en spila henni ekki út í tíma og ótíma. Þeir Hjörtur Pálsson oft Vé- Steinn Ólason leystu Stefán af hólmi með nýjum þætti, er nefnist Að náttmálum. Þetta er ýmiskonar fróðleikur, þýdd- ur eða endursagður. og yfirleitt notalegt áheyrnar, og næstum óaðfinnanlegt, þó það marki ekki nein eftirminnileg spor í meðvitund okkar. Tvær konur Enn skal einn þáttur til- nefndur, í umsjá tveggja Til míns gamla vinar og góða nágranna Karlsins í Tunglinu Tunglbúi góður. Láttu föðurleifð þína ekki fala. Fyrr en þig varir koma þeir æðandi að westan með dollara úr pappír og vilja kaupa af þér kotið, kaupa allt sem er falt, og þp meirá væri. Þetta steindauða ryk, þetta steingerða líf. Já stattu þig nú, því fast verður sótt. Ég get sagt þér það vinur, á hofuðbólinu hér er hörmulegt ástand — og me$t fyrir ógætni vora. Við buðum þeim inn í bæinn — og þegar þeir fóru þá báru þeir með sér allt sem hægt var að kaupa, allt laust og fast. Og að lokum sögðu þeir: Well! svo læturðu býlið fylgja, því þetta á saman. Ég reyndi að malda ‘í móinn og sagði: Ne, mínir áar bjuggu hér allar tíðir og mér var falið að fara með þetta úm stund. Þá skelltu þeir hælum og hurðum og sögðu: Jú-sí. sonur þinn hefur það dárra með öðrum þjóðum. og dóttir þín líka löngu komin westur. Halldóra B. Björnsson, (7 sept. 1966). Kristinn E. Andrésson. kvenna, þeirra Hólmfríðar Gunnarsdóttur og Brynju Benediktsdóttur. Þáttur þessi, er nefnist í kvöld, er samsettur af viðtöl- um og ýmiskonar sundurlaus- um vangaveltum, og frekar laus í reipum. Konur þessar eru mjög ólíkar. Brynja er létt á sér og reynir að vera skemmti- leg, en hlustandinn hefur þó á tilfinningunni, að skemmtileg- heitin séu ekki eðlislægur eig- inleiki heldur áunninrf. Hólm- friður er hinsvegar ekki öll þar sem hún er séð. Hún getur komið hlustandanum á óvart með meinlegu tilsvari. Raunar fannst mér, þegar hún ræddi við séra Árelíus um hans fræga erindi, að presturinn færi frek- ar halloka og drægi í land, og skal ég þó játa, að ég stóð við hlið séra Árelíusar í þeirri við- ureign. Hinsvegar getur það dottið í Hólmfríði að leggja vanhugs- aðar spurningar fyrir viðmæl- endur sína eins og þegar hún spurði Harald Björnsson leik- ara að því, hvaða dag hann kysi að endurlifa, ætti hann þess kost. Enginn kýs að lifa að nýju liðna tíð, þó ekki kæmi annað til en sú einfalda ástæða, að slíkt er ekki hugsanlegt. AUar spurningar þar að lútandi eVu því fáránlegar og tilgangslaus leikur með -orð. Annars finnst mér, að Hólm- fríður hafi notið sin betur í fréttapistlum þeim frá Stokk- hólmi, er hún flutti í fyrra- vetur. Þeir voru yfirleitt veru- lega vel sagðir. Land og saga Og enn, á þessu sumri, hef- ur verið haldið þeirp hætti að fræða hlustendur um land og sögu. Að þessu sinni hafa höf- uðbólin verið tekin til meðferð- ar. Þau erindi, sem ég hef hlýtt á, hafa yfirleitt verið góð en misjöfn þó. Þegar við erum að rifja upp hinar þjóð- legu hliðar sumardagskrárinn- ar minnumst við skálda nítj- ándu aldar. Þeir standa nú fyrir sínu þessir karlar, sem kváðu á öldinni sem leið. Ýmsir ágætir menn kynns. skáldin með nokkrum vel völd- um orðum, en Jóhannes úr Kötlum les ljóðin og ferst það sköruglega, sem hans er von og vísa. Eftir að andlegrar stéttar menn höfðu ekið að Kirkju- bæjarklaustri með biskup í fararbroddi og látið ljós sitt skína yfir minningu Jóns Stein- grímssonar pg bændur austur Framhald á 9. síðu. Vantar námskeið í hjálp í viðlögum Það mun hafa verið kringum 1954 að ég lærði „hjálp í við- lögum“ hjá Rauða krossi ís- lands, og var Jón Oddgeir Jóns- son þar kennari; síðan hef ég ekki lært neitt í þeim efnum, þótt skömm sé frá að segjá. Það gerðist nú í sumar, er ég var á ferðalagi upp til fjalla, að ung stúlka sem með mér var daft og meiddist á handlegg — en hvað átti að gera, það viss- um við ekki. Þegar við vor- um að ræða um það hvort stúlkan hefði meiðzt mikið kom jeppabíll, og nam hann staðar hjá okkur. Það varð heldur þung brúnin á einum farþeg- anna er hann írétti um slysið hjá okkur, en hann skoðaði handlegg stúlkunnar og brá svo skjótt við.' bjó til spelkur úr dagblöðum og pappakassa og setti þær utan um handlegg stúlkunnar, setti síðan hand- legginn í íetil, eða hvað það nú heitir, og sagði okKur að fara strax til byggða og til læknis, því stúlkan væri brák- uð á handlegg. Ég dáðist að handbragði þessa góða' manns, en hann mun hafa lagt stund á „hjálp í viðlögum“ í mörg ár. Þessi ágæti maður var hjá okkur dálítinn tíma og sýndi okkur ýmsar bindingar og með- ferð slasaðra. og höfðum við mjög gott af kennslu hans þótt' stutt.r væri, en það sá óg að1 margt hafði breytzt. frá 1954. og væri ekki vanþörf á að fara > í eitt gott námskeið hjá R.K.Í. Ég var í Þórsmörk í sumar um verzlunarmannahelgina, og sá ég þá að skátarnir voru þar með hjálparsveit sína. og unnu þeir þar mjög gott verk sem vert er að þakka. Einnig las ég það einhvern tíma í sumar að bl ástursaðferðin 6vokallaða hefði bjargað um eða yfir 16 manns síðari farið var að kenna þá lífgunaraðferð. Eitt sinn var kerint að þegar koma þyrfti manni í axlarlið þá ætti að spyrna í holhönd hins sjúka og toga í handlegginn, en nú mun vera komin éinhver . önnur að- fei’ð sem ég hef aldrei séð eða lært Væri nú ekki einhver veg- ur að R.K.Í. gæti komið ^f stað góðu námskeiði í hjálp í viðlögum? Það er tillaga mín að R.K.f. stofnsetji hjálparsveit með sér- Jijálfuðum mönnum í meðferð sárra og slapaðra og sendi þá bjálparsveit til aðstoðar skát- uin þar sem stór mannamót eru haldin. Það hlýtur að vera mik- ið öryggi að hafa slíkar sveit- ir tiltækar. Ég vona að stjórn R.K.Í. sjái þörfina á því að halda nám- skeið fyrir almenning í hjálp í viðlögum og það námskeið veiði haldið þegar í þessum mánuði, og svo annað fyrir blessaðar húsmæðurnar áður en jólaannirnar hefjast. Og ég vona að stjórn R.K.f. stofni hjálparsveit sem hægt væri að giíipa til við mikil mannamót og ör.nur atvik ef á þyrfti, að halda. ’Tvað megum v: ’ gera og hvað megum við rkki gera, ef slys ber að höndum? Ég veit það varla. eri það væri hægt að kenna mér og öðrum þetta. ef stjórn R.K.Í. *héldi námskeið í hjálp i viðlögum Virðingarfyllst. Gamall ferðalangur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.