Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 7
¥ ’*' . v- W$m&. .*-' j i Simsstaðamuia, Fyrir utan stendur Asgeir Long kvik er tckin út um op fíífiíí Hér er verið að reisa eitt hinna sænsku flekahúsa. >"*<• ti'i WJ&: Sunnudagur 1'8. septemtoer 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SfÐA ’J Innan um allt umrótið við Sámsstaðamúla er afgirtur lítill reitur o.g á spjaldinu sem scst hér á myndinni stendur að þarna séu friðlýstar minjar. Þarna eru fornar bæjarrústir af Sámsstöðum sem talinn er hafa farið » eyði laust eftir aldamótin 1100 um líkt leyti og Stöng sem er ofar í dalnum. SUömmu fyrir síðustu aldamót gróf Þorsteinn Erlingsson skáld ofan af rústunum og gerði af þeim uppdrætti. Fer vel á því að várðveitíar eru fornar minjar við hliðina á þeim stórvirkj- um sem þarna er nú verið að vinna. myndatökumaður og bregður ljósm|elinum á loft, en Ásgcir Iiefúr verið ráðinn til þcss af Lands- virkjun að taka kvikmynd af framkvæmdum við Búrfellsvirkjun. 1 baksýn á myndinni er Búr- fell nn hvítu deDlarnir sem siást er vatn sem ýrir niður úr gönirunum. um og dynamíti, og gríðar- stóru tæki sem kallast skreip- er. Er hinn friosæli múli nú •kekinn utan og innan daglangt «vo lengi sem birta endist. Bor- yélarnar hamast 60 metra inni í berginu skreiperarnir skríða upp múlann hverja ferðina eft,- ir aðra og flytja með sérnið- ur I hverri ‘ ferð um 40 tonn a f iarðvegi úr múlanum. Harza Neðan undir múlanum er risin allstór þyrping húsa ug inni í einu þeirra hitti ég að máli Pál Ólafsson verkfræðing, sem fúslega segir mér frá því sem verið er að vinna hér efra. Páll er einn þriggja vera- fræðinga sem vinna þar á veg- um bandaríska verkfræðifyrir- tækisins Harza, en það fyrir- tæki sá um alla undirþúnings- vinnu og útboðslýsingu á verk- inu og hefur nú með höndum eftirlit með verkinu fyrir hönd Landsvii'kjunar. En sem kunn ugt er sér fyrirtækið FosskraP um allar framkvæmdir við virkjunina og allir menn sem hér starfa- utan þrír* fyrrtaldir verkfræðingar og tveir hjálp- armenn þeirra eru í vinnu hiá Fosskraft. Fosskraft Fosskraft er fyrirtæki sem stofnað er eingöngu til að vinna þetta mikla verk hér við Búr- vellsvirkjun og að því standa þrjú stór fyrirtæki, sænslca verkfræðifyrirtækið SENTAB danska fyrirtækið Pihl og Sön og Almenna byggingafélagið hf. en þessi fyrirtæki hafa áður haft samvinnu um stór verk- efni hér á landi. Yfirmaður hér á staðnum er Svíi, Fogelklovað nafni, en hann er nú á förum héðan, og við störfum hanstek- ur I. Hildebrand. 1 km löng göng Virkjunarframkvæmdir' verða í sem stytztu máli þessar: Steypt verður 360 m löng stífla í Þjórsá norðaustan við" Búrfell og hún tengd Sölvahrauni og Skálarfelli með jprðstíflum, sem verða um 4,5 km að lengd og 5—10 m á hæð víðast hvar. Þannig myndast stórt uppistöðu- lón ofan við Sámsstaðamúla, og verður vatnlnu veitt gegnum göng sem grafin eru gegnum endilangan múlann. Verða þau rúmlega 1 km að lengd og 10 metrar í þvermál, ófóðruð en þétt með sementseðju. Síðan liggja lóðrétt göng niður í stöðvarhúsið sem verð- ur neðán við múlann. Á þenn- an hátt verður virkjað 118,5 • metra fall. Úr stöðvarhúsinu • verður vatninu svo veitt út í : Fossá sem rennur í Þjórsá hér > 2 km neðar. Stöðvarhúsið verður 18x88m • og allm'ikið niðurgrafið. í því • verður rúm fyrir sex 51.600 ha : hverfla sem hver um sig snýr | 35 MW rafal, en f fyrsta áfanga • virkjunar Þjórsár er gert ráð ■ fyrir 3 slíkum hverflum. Á : rafmagnið að verða tii afhend- : ingar á miðju ári 1969. Matsalur fyrlr 350 manns ■ , ■ I maí í vor var byrjað að • koma sér’ fyrjr, og hefur verið : unnið að því síðan að reisa : hér kamp fyrir 350 manns. Hús- ; in eru innflutt frá Noregi og • Svíþjóð, timburhús flutt hingað : í flekum og sett saman hér á j staðnum. Hefur þetta gengið j vel, og þegar hafa verið reistar ■ þrjár samstæður af norskum : Moelfen-húsum, 6 skáiar og auk j þess stór skáli þar sem eru eld- • hús og matsalur, hann er um ; 700 fermetrar að stærð og geta : 350 manns matazt þar í einu. j Einnig hafa verið reist hérall- j mörg einbýlishús fyrir fasta ■ starfsmenn, sem verða hér með : fjölskyldum sínum. Hinn 15. júní var svo byrjað : á annarri mannvirkjagerð. I j fyrsta lagi' var byrjað á jarð- j göngunum sem liggja þvert á ■ aðalgöngin í Sámsstaðam ’ía : og er það verk nú um það bil : hálfnað., : ■ Þessi göng verða ekkert not- j uð við sjálfa virkjunina, held- • ur eingöngu hjálpargöng til að • komast inn £ múlann og verða : notuð til að koma ruðningnum j út meðan' verið er að grafa • aðalgöngin. Síðan 'verður þess- ■ um hjálpargöngum lokað aftuv. : 1 öðru lagi hefur verið unn- : ið að því að grafa fyrir stöðv- ■ arhúsinu. Byyjað var á að ryðia ■ niður jarðvegi utan úr múlan- • um, er þetta mikið verk en : notuð eru tjl þess afkastamikii : tæki, svo að allvel hefurgeng- ! ið. Er nú búið að grafa fyrir ■ húsiiju niður á fast og byrjað : að sprengja því að húsið verð- j ur allmikið niðurgrafið. Áætlað j er að-byrja að steypa fyrir ára- j mót. ■ Margt bíður j næsta sumars Að þessu hefur verið unnið í ■ sumar en margir þættir verks- : ins verða að bíða til næsta j sumars. Verður þá byrjað á j efra svæðinu cg þar reistur ■ kampur við Þjórsá fyrir um./; 150 ipanns. Hér vinna nú um 170 manns, : þar af 30—40 útlendingar, - en j næsta sumar verða hér um ■ 500 rnanns. Unnið er frá kl. ■ 7,20 á morgnana og til ki. ; 10—11 á kvöldip., og unniðfimm j daga vikunnar 'og hina til ■ skiptis. Híður nú á að allri undir- ■ , búningsvinnu hér neðra sé lok ■ ■ ið fyrir veturinn, bví að hér er : vetrarríki mikið. en allar horf- j ur era á að þetta takist, segir | Páll að lokum, og kvíði égengu • að hafa hér vetursetu. ■” Þeir stjórna afkastamestu jarðvinnslu- og flutningatækjum sem hér þekkjast. Talið frá vinstri: Sveinn Ármann StgurSsson, Haukur Sigurjónsson og Sigurður Sigurjónsson^ Við framkvasmdirnar við Búrfellsvirkjun eru að sjálf- sögðu notuð hin stórvirkustu tæki eins og hvarvetna get- ur að líba. Þó eru tvö tæki sérstaklega sem draga að sér athygli þegar litazt er um á athafnasvæðinu. ■ Þetta eru gríðarstórir flutningavagnar, sem fylla sig sjálfir þeim jarðvegi sem flytja á, þannig að vagnarnir opnast að neðan og reka niður sköfu meðan þeir aka yfir svæðið, líkt og hefill spænir tré. Síðan er hægt að aka þessu efni hvert sem henta þykir og hleypa því niður úr vögnunum aftur. Enn hefur ekki verið fundið neitt íslenzkt heiti á þessi tæki en menn hér nefna þau skreiper eins og hið enska heiti þeirra hljóðar. Þetta eru afkastamestu tæki sem notuð hafa verið hér á landi við slíka vinnu, segir Sigurbjörn Sigurjónsson, þar sem hann stendur á upp- fyllingunni við íbúðaskáiana og stjórnar með bendingum til ökumanna tækjanna hvar beir skuli losa farminn hverju sinni. Það sér eitthvað eftir dag- inn þegar unnið er meðsvona tækjum, segir Sigurbjörn, þau flytja allt að 40 tonnum i. hverri ferð, um 125 ‘ferðir á dag hvort úr múlanum. Þann. ig að þau flytja um 10 þús. tonn á dag, enda sér orðið á múlanum hér fyrir ofan og hefur efnið verið notað sein uppfylling undir húsin hér. Sigurbjörn segir að hann hafi verið ráðinn til að vinna við mulningsvél sem á að nota hér þegar farið verður að steypa, en þar sem hann hafði unnið við slíka jarð- vegsflutninga í Bandaríkjun- um í mörg ár var hann feng- inn til þessa verks. Hér sr sandrokið versti óvinurinn þegar þurrt er og fyllir þá öll vit, þá er oft erfitt að standa hér úti á berSvæði. • Þrír ökumenn eru með þessi tæki og vinnur hver 1 klst í einu en hvílist í hálf- tíma. Fyrst vorum við aðeins tveir og sátum í tækjunum allan daginn frá kl. ,7.20 á morgnana til kl. 11 á kvöldin, segja ökumennirnir. En þetta eru níðingstæki og enginn maður heldur þetta út til lengdar, en réðamönnum hér hefur gengið illa að skilja þetta, 'en þó fengust þeir loks til að bæta einum manni við. Finnst manni þó ekki muna' mikið um mannskaupið þegar svona stórvirk tæki eru ann- ars vegar. Ekki þarf lengi að ganga um svæðið hér til að sjá að hingað hafa safnazt saman menn víða að af landinu. Hér hittum við bónda af Barða- strönd sem nýlega hefur brugðið búi. hér er málari úr Reykjavík. skósmiður úr Hafnarfirði. bóndaspnur úr Gaulverjabæ og hér hitti ég ékiþstjóra sem maður var hjá á síldveiðum í eina tíð. Ekki fer á milli mála að það sem dregið hefur þessa sundur- leitu menn hingað á þennan eyðilega stað , er fyrst og fremst von um góðar tekjur, en greinilegt er af tali manna að þeir hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Hér vinnum við á lægsta kaupi og aðeins hinn langi vinnu- tími bjargar því, að eitthvað er upp úr þessu að hafa, sagði einn verkamaðurinn. Maður gerði líklega bezt í því. að fara til Svíþjóðar og ráða sig har þá kæmist maður á sæmiíegt kaup. Það er áreið- anlegt að Svíarnir og aðrir útlendingar sem hér eru láta ekki bjóða sér þessi kjör sem við verðum að sætta okkur við. í vor var skipuð nefnd á vegum verkalýðssamtakanna til að semja um kaup og kjör hér á staðnum, en ekkert hef- ur gerzt í þeim málum og er- um við satt að segja orðnir nokkuð langeygir eftir að kjör okkar verði bætt. Sigurbjörn Sigurjónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.