Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 6
g SÍÐA —' ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 18. september 1966. Myndir og texti; Iljörtur Gunnarsson Myndin er tekin ofan úr Sámsstaðamúlanum og sér yfir hús sem reist hafa verið yfir þá sem vinna við Búr- fellsvirkjun. Fremst eru norsku húsasamstæðurnar, þá sænsku skálarnir og einbýl- ishúsin fjær og til hægri sér í i matskálann þar sem 350 manns geta matazt i einu. Bragginn lengst tij hægri er lagergeymsla. Fossá sést lið- ast áfram neðan við húsa- stæðin en fjær er Þjórsá. llljpjjÍÍPÍ ÍftSSÍHfiflHjiiiii ■*I<íiíi“| i, iíi!ÍÍÍÍ!j{!H"!!Í!!tl!iíSiÍ«!Íi!!!}!í!lHj!pHi}tíu»«!Hj«jHjHH ‘nswkk, :!HllluiiWiMu!Í!!it i(iitii(i!{f i ÍiíÍímÍHjÍnÍÍi i j;.. ■■ ' ■■ ■■ §1 !&=» ■ ■■ iSw), PjS§ * ? □ Þjórsá er orkumesta fallvatn á íslandi og í sumar hófust framkvæftid- ir við Búrfell, en þar er talin hagkvæmasta virkjun sem völ er á. □ Gert er ráð fyrir að virkjun þessi fullgerð muni verða 210 þús. kíló- vött, en þar af mun alúmínverksmiðjan við Straumsvík fá 126 þús. kW á föstu verði 10,75 aurar kílóvattst. □ Sá áfangi sem nú er byrjað á við Búrfell verður 105 þús. kW og heild- arkostnaður við hann um 1400 miij. kr. Hér á opnunni er stuttlega sagt frá þeim framkvæmdum sem hafnar eru. Páll Ölafsson verkfræðingur Þegar nokkuð hefur veriö ekið upp Skeið fer maður að taka eftir því að vegurinn er orðinn breiðari og beinni en almennt gerist um íslenzka sveitavegi. Þegar ofar dregur i Hreppa fer vegurinn jafnvel að sneiða sundur tún bændanna og nýjar og strengdar girðingar eru á báðar hendur, brýr eru nýjar og traustlegar og jafn- breiðar veginum. Þannig eru vegir ekki lagðir fyrir venju- legan búandlýð í sveit á Suður- landi. Nei, þannig er vegur lagður til þess að hægt sé að flytja allt sem til þarf þar sem verið er að ráðast í stærstu framkvæmdir á fslandi tilþessa — Búrfellsvirkjun við Þjórsá. Þangað er ferðinni heitið til að kynna •lesendum Þjóðviljans að nokkru það sem þar er að ger- ast. Réðust að múlanum Sámsstaðamúli í Þjórsár- dal fékk heldur betur heim- sóknina i sumar snemma. Þar settu sig niður menn af ýmsu' þjóðerni og réðust að múlanum vopnaðir gríðarstórum jarðýt- um og vélskóflum, bormaskín- .. ar. Johansson bormelstari hefur unnið víð borun sprengingar í jarðgröngum MeS f]óra bora og dynamit o3 vopni fikr- jjj ast þeir 3 m innar i múlann á Þesslr knálegu piliar vinna við borun í jarðgöngunum í Sámsslaðamúla. Talið frá vinstri: Kjartan Kjartansson, Gijðmundur Jónatansson, Georg Sigurvaldason og Magnús Helgason. Utan i Sámsstaðamúla að sunnanverðu er sneiðingsveg- ur upp þangað sem jarðgöng- in eru þvert inn í múlann. Innan úr göngunum berst ær- andi hávaði, og er ég hætti mér inn í göngin , sést að menn eru við vinnu við daufa Ijósglætu innst í göngunum. Það er ekki fýsilegt að dvelj- ast lengi þar inni, en eftir skamma stund koma menn- irnir út. Þeir hafa lokið við að bora og hlaða í holurnar og nú á að fara að sprengja. Eftir nokkurn undirbúning kveður sprengingin við og reyk leggur innan úr göngun- um. Mönnunum er ekki fært inn í göngin aftur fyrr en loftið hefur hreinsazt og með- an þeir bíða tökum við þ? tali. Við erum sex sem vinnum við borunina, fjórir íslending- ar með sinn borinn hver og tveir Svíar sem stjórna verk- inu. Göngin eru rúmlega 5 m á hæð og 6—7 m á breidd, fyrir hverja sprengingu eru boraðar um 50 holur um 3 m á dýpt og tekur það verk um 4 klst. Síöan tekur 4—5 klst. að moka út úr göngun- um þgð sem losnað hefur við sprenginguna. Auk þess fer talsverður tími í að flytja tækin út úr göngunum meðan sprengt er og koma þeim fyr- ir aftur svo að venjulega tr sprengt einu sinni á dag, þótl unnið sé langt fram á kvöld. Þannig lengjast göngin um 3 metra á dag og erum við um það bil hálfnaðir með þessi hliðargöhg sem eiga að verða um 130 m á lengd, þau eru rúmir 5 m á hæð og 6—7 m á breidd en aðalgöngin verða um lft m í þvermál. Heppnir með yfirmann Er ég spyr piltana hvernig þeim líki að vinna þamá inni í dimmum göngunum, 6egja þeir að þetta sé nokkuð ólíkt annarri vinnu sem þeir hafa unnið. Við finnum að vísu ekki til innilokunarkenndar. en bráðum verða göngin orð- ín svo djúp að við hættum að sjá út og þá er ekki að vifa hvernig fer. Þetta er erfið vinna, og hávaðinn fer óskap- lega með mann, verst er þó að við erum á skítakaupi, að- / eins rúmar 50 kr. á tímann. Einhvers staðar væri líklega borguð áhættuþóknun við slíka vinnu, segir einn pilt- anna og tpkur ofan hjálminn og sýnir okkur. \Félagi minn einn sem nú er hættur hér var með þennan hjálm er hann fékk stein í höfuðið. og stór sprunga í hjálminum sýnir, að hér hefur ekki mátt miklu muna að illa færi. Ekki höfum við orðið varir við að öryggiseftirlitið hafi gefið aé- . < \ tíma til að koma og líta á aðstæður við vinnu hér. En við höfum verið heppn- ir með yfirmann hér í göng- unum, hann er mikill ágæt- ismaður hann Johansson. enda þekkir hann orðið Is- lendinga vel, hann hefur ver- ,ið tvívegis áður við slíka vinnu hér í sambandi við virkjun Sogsins, hann hefur víst unnið við þetta í 43 ár víða um heim. Ef allir Svíar væru eins og hann Johansson. þá væri ekkert að því að vinna undir þeirra stjórn. ' Piltunum er ,nú farin að leiðast biðin og öðru hverju bregða þeir sér inn í göngin. en verða að hörfa til baka aftur fyrir reykjarstybbunni frá sprengingunni sem enn leynist i göngunum. Annars er þetta sprengiloft víst hollt fyrir suma. segja piltarnir það víkkar út æðarnar, og Væri því tilvalið fyrir þá sem eru með kransæðastíflu — og þeir eru víst ekki svo fá- ir — að koma hingað og fá bót á krankleikanum. Er þessu ágæta tilboði hér með komið til skila til þeirra sem bví vilja hlýða. Vélskófla og flutningabílar eru nú komin að göngunum. Johansson fer inn í göngin og gefur merki um að óhætt sé að hefjast handa. Mennirn- 'r og vélskóflan hverfa inn i iimm prVrrin I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.