Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 18. september 1966.
Otgefandi: Sameiningarflofckur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftairverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa-
söluverð kr. 7.00.
Vernd
Ifyrradag réðust morðdrekasveitir Bandaríkj-
anna á tvö lítil sveitaþorp í Suður-Víetnam og
létu rigna yfir þau sprengjum og bensínhlaupi,
unz þess sáust engin merki að þar hefði nokkru
sinni verið lifað mannlífi. Ekki herma fréttir
hversu mörgum mannslífum hinum vestrænu hetj-
um hafi tekizt að tortíma, en fátæklegar eignir
sveitafólksins hafa verið að engu gerðar; þeir sem
kunna að hafa haldið lífinu standa uppi slyppir
og snauðir. Ástæðan fyrir þessum hermdarverk-
um er að sögn bandarísku herstjómarinnar sú að
menn úr þjóðfrelsishernum kunni að hafa leynzt
í þessum þorpum; tvær bandarískar þyrlur hafi
verið skotnar niður í grennd við þau. Bandaríkin
bregðas't' þannig við á sama hátt og þýzku nazist-
amir í seinustu heimsstyrjöld er þeir jöfnuðu við
jörðu Lidice og fleiri staði í hefndarskyni fyrir
baráttu ættjarðarvina; fyrir þau illvirki voru þýzk-
ir nazistar dæmdir í Núrnberg sem stríðsglæpa-
menn, meðal annars fyrir tilstilli bandarískra
stjómarvalda.
l^orpin tvö voru jöfnuð við jörðu vegna þess að
* Bamdaríkin hafa tekið að sér að vernda Suður-
Víetnam. Sú staðreynd mætti vera mönnum minn-
isstæð í öðru vernduðu landi, þar sem íbúunum
er í dag boðið að skoða morðtól sér til skemmtunar.
Verkin tala
¥ skýrslu Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs um
ástand og horfur í efnahagsmálum er meðal
annars að finna einkar athyglisverða töflu um
meðalárshækkun - smásöluverðs á árabilinu 1960
til 1965. Er annarsvegar tekin þróunin 1 13 löndum
í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu og hins vegar
ísland. Meðalárshækkunin í Bandaríkjunum og
Kanada hefur orðið 1,4%, en í 11 EVrópulöndum
3,8%. Minnst er hækkunin í Bandaríkjunum eða
1,3%, en mest í Danmörku eða 5,5%.
/¥g hver er svo hlutur íslands í þessum saman-
^ burði? Miðað við vísitölu neyzluvöruverðlags
hefur smásöluverð hækkað hér árlega að meðal-
tali um hvorki meira né minna en 12,4%. Það er
næstum því tífalt örari verðbólga en í Bandaríkj-
unum, meira en þrefalt örari en í Evrópuríkjun-
um í heild; Danir, sem hæstir eru á meginlandinu,
eru ekki hálfdrættingar á við okkur.
f^egar viðreisnarstjómin var mynduð lýsti hún
því sem aðalverkefni sínu að binda endi á verð-
bþlguna; ráðherrarnir þykjast hafa haft þá stefnu
alla tíð síðan og tönnlast á henni enn þann dag í
dag. En hver tekur lengur mark á orðum manna
sem í verki hafa gert tsland að einhverju mesta
verðbólguríki hnattarins? — m. |
Skákþáttur TR
Frá Heimsmeistaramóti stiídenta
jón Þór teflir við R. Jeannet frá Sviss.
Fyrri hluta ágústmónaðar var
XIII. heimsTneistaramót stúd-
enta í skák haldið í örebro í
Svíþjóð. Islendingar tóku þátt
í mótinu og urðu sjöttu í B-
úrslitunum. Þar eð undanfarið
hafa birzt hér í blaöinu frétta-
bréf frá mótinu, skal ekki f jöl-
yrt um það, en tekin til at-
hugunar ein skák frá keppn-
inni Island — Sviss, sem lauk
með sigri Svisslendinga 2,5:1,5.
Hvitt: Jón Þór,
Svart: R. Jeannet.
CARO-KANN.
1. e4 c6
2. d3
Leikið til að komast hjá hin-
um vel þekktu afbrigðum Caro-
Kann-vamarinnar.
2. d5
3. Rd2 e5
Einnig/ kemur til greina að
skipta á e4: 3. —, dxe4 4. dxe4
e5, 5. Rgf3, Bc5, 6. Bc4 Rf6,
7. De2 Dc7 með nokkuð jafnri
stöðu.
4. g3
1 skákinni Tal-Smyslov, Kand-
ídatamótinu 1959, varð fram-
haldið 4. Rgf3'Rd7 5. d4! dxe4,
6. Rxe4 exd4,, 7. Dxd4 Rgf6,
8. Bg5, Be7 9. O—O—O O—O,
10. Rd6 og hvítur stendur betur.
4. Rf6
5. Bg2 Bc5
6. Rgf3 dxe4
7. dxe4 0-0 ,
8. O—O Bg4?
Betra hefði verið að leika 8. —
Dc7, ásamt Rbd7, Hd8, Rf8 og
þá fyrst að leika Bc8 út á
borðið.
9. h3 Bxf3
10. Dxf3 Rbd7
11. Hdl Dc7
12. Rfl 13. h4! Hfe8
Nú kemur sér illa fyrir svart að hafa ekki biskupinn áhvítu
reitunum.
13. Had8
14. h5 Bf8
15. h6 Rc5
Að taka peðið væri aðeins
tímasóun, og 15. ■ — g6 dugar
ekki heldur vegna 16. Bh3 og
svartur á enga vörn gegn hót- uninni 17. Bxd7 Rxd7, 18. Bxe7 Hxe7 19. Hxd7! ásamt Df6 og
mátar.
16. fxg7 Bxg7
17. Hel Hd6
18. b4 Re6
19. c3 Dd7
20. Be3 Hd3
21. Bh3 Rg5
Eftir 21. — Hxc3, 22. Bf5 á-
samt Dhl virðist hvítur hafa
góða sóknarmöguleika fyrir
peðið.
I
22. Bxg5 Hxf3
23. Bxd7 Rxd7
24. Be3!
Hvítur hefði getað unnið skipta-
mun með 24. Re3, en hinn gerði
leikur er einnig mjög sterkur.
24. Bf8
25. Hedl Rb6
26. Rd2 Hf6 x
27. a4 Hd6
28. a5 Rc8
29. Rc4 Hxdlt
30. Hxdl b5
Svartur á ekki margra kosta
völ, þvi hvítur hótar 31. Hd7.
31. axb6 axb6
32. Rxb6 Rd6
33. f3 Rb5
34. Hd3 He6
35. Rc4 Be7
36. Kf2 Kf8
37. Ke2 Bd6?
Tapar strax, en eftir K-d2-c2
og síðan H-dl-al virðist erfitt
fyrir svartan að verjast til
lengdar.
38. Rxd6 Rxd6
39. Bc5 Kc7
40. f4! exf4
40. — f6 dugar ekki yegna
41. f5
41. Hxd6! fxg3
42. Hxc6f og svarturgafst
upp.
Bragi Kristjánsson.
„Hver stund með Camel
léttir lundí“
Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar
af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN
. Ein mest selda sígarettan í heiminum,
MADE IN U.S.A.
/
f