Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.09.1966, Blaðsíða 12
* ! ! 3ðja starfsár Tónskóla Sigursveins | hefst ! ! 1. okt. ■ Þriðja starfsár Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar hefst 1. október n.k. og verða þar kenndar sömu námsgreinar og sl. ár. Innritun í skólann fer fram á kvöldin kl. 20 til 21 að Óðinsgötu II eða í síma 19246. Síðastliðinn vetur stðrfuðu við Tónskólann 13 stunda- kennarar auk skólastjórans. Alls stunduðu nám 215 nem- endur, sem skiptust þannig á námsgreinar: píanó 37 har- moníum 13, fiðla 6, hnéfiðla 1, trompet 10, básúna 1, mandolin 2, banjó 3, tónfræði 2, í hópkennslu á melodiku 7 og í hópkennslu á blokk- flautu 54, trommu 3. Tónfræði var kennd í tveim flokkum og áttu allir nem- Sunnudagur 18. september 1966 — 31. árgangur — 212. tölublað. Síldveiðin aftur að glæðast: me5 sam- tals 3615 lestir Sigursveinn Ð. Kristinsson með nemendum sínum í Tónskólanum. endur aðgangsrétt að þeirri kennslu. Auk þess gaf skól- inn út fjölrituð vinnubókar- verkefni í tónfræði. Þessi verkefni unnu nemendur heima undir handleiðslu þeirra kennara, sem kenndu þeim á hljóðfæri í einkatím- um. Gaf þetta góða raun, einkum fyrir eldri nemendur. Æfður var samleikur ein- stakra hljóðfæraflokka. Blás- araflokkur var' æfður reglu- lega allan veturinn, tvisvar í viku, og aðrir hópar, svo sem melodikur, gítarar og mando- lin um skemmri tíma. Vikuna 2.-8. maí fóru fram próf og voru prófdómendur þeir dr. Hallgrímur Helgason Páll Kr. Pálsson organleik- ari og Hallgrímur Jakobsson söngkennari. Nemendur í skólanum voru á aldrinum 5-50 ára. Á starfsárinu voru haldnir tvennir tónleikar. Hinir fyrri sunnudaginn 49. desember, og hinir síðari á skírdag, þann 7. apríl. Báðir þessir tónleik-' ar fóru fram í Hagaskólanum fyrir fullu húsi áheyrenda, foreldra og annarra aðstand- enda. Komu þar fram um 80 nemendur í einleik, samleik og í stærri hópum. Skólanum var slitið sunnu- daginn 8. mai og námsvottorð afhent í Austurbæjarbarna- skólanum. H Kristján Oddsson aðstoðar- bankastj. Verzlunarbankans Á fundi bankaráðs Verzlunar- banka íslands hf., sem haldinn var í gær var samþykkt að skipa Kristján Oddsson aðstoðar- bankastjóra við bankann. Kristján Oddsson hefir undan- íarin ár gegnt störfum skrif- stofustjóra við bankann. •Kristján er fæddur í Reykja- vík 1. september 1927 sonur hjónanna Sigríðar Halldórsdótt- ur og Odds Björnssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1947 og hóf skömmu síðar verzlunar- störf. Hann réðist árið 1960 til starfa við Verzlunarsparisjóð- inn sem fulltrúi en skrifstofu- stjóri Verzlunarbankans hefir hann verið frá því 1962. Kristján Oddsson er kvæntur Kristborgu, Benediktsdóttur og eiga þau hjón 5 böm. (Frá Verzlunarbankanum) I fegurinn um Olafs- Sigurður Dagsson Landsleikur ð dag kl. 4 f dag kl. 4 hefst á Laug- ardalsvelli landsleikur i knattspyrnu milli íslands og Frakklands. Landsliðsnefnd gerði tals- verðar breytingar á ís- lenzka lahdsliðinu frá sið- asta landsleik og hafa orjð- ið nokkrar umræður um skipan liðsins. Þó munu flestir sammála um að staða markvarðar íslenzka landsliðsins sé vel skipuð, þar sem Sigurður Dagsson úr Val fær nú í fyrsta sinn að spreyta sig í landsleik. Ein Mig-17 þofa og tvær bandarískar skotnar niður SAIGON 17/9 — Bandarísk flug- vél skaut í gær niður norður- vietnamska Mig 17 þotu en tvær bandarískar þotur voru á sama tíma skotnar niður með loft- varnarbyssum, að því er formæl- andi Bándaríkjamanna í Saigon sagði í morgun. Hann sagði að Mig-17 þotan hefði verið skot- in niður með flugskeyti sem skotið var frá bandarísku ílug- vélinni. Önnur Ijandaríska þotan sem, skotin var niður féll niður á hlutlausa svæðið milli Norður- og Suður-Vietnam eftir að áhöfn hennar hafði kastað sér út í fall- hlífum. Vindur var hægur á síldar- miðunum fyrri sólarhring en talsverð kvika. Veiðisvæðið er það sama og verið hefur, þ.e. í Reyðarfjarðardýpi. Samtals til- kyimtu 49 skip um afla, alls 3.615 lestir. Dalatangi: Ól. Sigurðsson AK 160 lestir, Hafþór RE 80, Halldór Jónsson SH 40, Skarðsvík SH 110, Helgi Flóventsson ÞH 60, Oddgeir ÞH 100, Barði NK 65, Halkion VE 50, Gullfaxi NK 90, Þorsteinn RE 80, Náttfari ÞH 75, Þráinn NK 75, Ásþór RE 30, Höfrungur III AK 65, Björgvin EA 50, Arn- firðingur RÉ 90, Hafrún IS 110, Ögri RE 65, Guörún Guðleifs- dóttir IS 70, Jörundur' III RE 100, Þórður Jónasson EA 100, Lómur KE . 70, Arnar RE 60, Auðunn GK 50, Freyfaxi KE 45, Gullberg NS 90, Vigri GK 50, Snæféll EA 100, Sigurfari AK 75, Akraborg EA 80, Gísli Árni RE 80, Reykjanes GK 70, Sólrún IS 65, Viðey RÉ 50, Sigurbjörg OF '50, Hugrún IS 55, Sóley IS 70, Helga RE 50, Keflvíkingur KE 120, Framnes IS 50, Björg NK 50, Sigurvon RE 85, Einar Hálfdáns IS 25, Sæhrímnir KE 60, Búðaklettur GK 140, Sig. Jónsson, SU 140, Ól. Magnússon EA 30, Garðar GK 50, Dagfari ÞH 90. Sýningu Ágústs lýkur í dag í dag verður vegurinn yfir Ólafsfjarðarmúla opnaður formlega, en hann er orðinn fær bílum fyrir nokkru. Er hér um afarmikla samgöngubót að ræða fyrir Ólafsfjarðar- búa og styttist leiðin til Akureyrar t.d. um hvorki meira né minna en 149 kílómetra við tilkomu þessa nýja vegar. í sumar hefur verið unnið að því af kappi að fullgera Múla- veginn og tilkynnti Vegagerð ríkisns bæjarstjóra Ólafsfjarðar fyrir helgina að Vegurinn yrði formlega tekinn í notkun í dag en nokkrir dagar eru síðan hann varð fær bílum. Nú, eftir að Múlavegurinn er kominn í samband, verður ekki nema um klukkustundar akstur frá Ólafsfirði til Akirreyrar en sú vegalengd er 63 kílómetrar, hins vegar meðan fara þurfti um Skagafjörð og Öxnadalsheiði til þess að komast til Akureyrar frá Ólafsfirði þá var vegalengd- in 212 kílómetrar og styttist hún því um 149 kílómetra. Þá verð- ur nú ekki nema um 20 min- útna akstur frá Ólafsfirði til 83. Starfighter- flugvélin fcrst BONN, 17/9 — Vesturþýzki flug- herinn hefur nú misst 63. Star- fighter-þotuna, að því er varn- armálaráðuneytið skýrði frá í dag. Flugvélin hrapaði til jarðar í Arizona í Bandaríkjunum rétt eftir að hún hóf sig á loft frá flugvellinum í Luke. Ekki er vit- að um orsakir fyrir slysi þessu. Flugmaður þotunnar kastaði sér út er vélin hrapaði en meiddist mjög mikið. Flugmað- urinn var bandarískur flugkenn- ari. Alls hafa 35 flugmenn íátið lífið í Starfighterslysum síðustu þrjú árin. Sl. þriðjudag hrapaði önnur vesturþýzk Starfighter- þota skammt frá flugvollinum í Luke, en vesturþýzkir flugmenn dveljast þar við æfingar og þjálfun. Bifreiðaþjófur fullur á ferð Klukkan sex á laugardags- morgni var lögreglumaður á ferð í jeppa innarlega á Suður- landsbrautinni. Fram úr honum fór 'þá Saab-bifreið á ofsahraða. Lögreglumaðurinn elti á meir en 100 km hraða og náði ökufant- inum niður á Skúlagötu. Hann reyndist drukkinn og hafði auk þess stolið bílnum fyrr um nótt- ina á Miðtúni og farið á honum austur fyrir fjall og í bæinn aft- ur. Þjófurinn mun hafa reynt við fleiri bíla áður en hann náði í Saab-bílinn. Aðfaranótt laugardags var framið innbrot í Radíóbúðina við Klapparstíg og Hverfisgötu. Það var kl. 4.10 sem tilkynning barst lögreglunni um innbrotið, hún fór á vettvang og fannþjóf- inn innan stundar gangandi á Skúlagötunni með plötuspilara undir hendinpi! Dalvíkur en áður var þar ófært á milli. Sýna þessar tölur glöggt hver samgöngubót er að þessum nýja vegi fyrir Ólafsfirðinga. Breytingar boð- aðar í Júgóslavíu BELGRAD 17/9 Kommúnista- flokkurinn í Júgóslavíu hefur til- kynnt að gerðar verði breýting- ar á stjórn flokksins er miði að því að auka lýðræði í lándinu og aðskilja meir flokkinn og stjórn ríkisins en nú er. Voru tilkynn- ingar um þetta gefnar út opin- berlega í gær. Málverkasýningu Ágústs Pét- urssonar í Bogasal Þjóðminja- safnsins lýkur væntanlega í dag; þó hefur komið til tals að hún verði framlengd ; um einn eðá tvo daga. Sýningin hefur staðið frá 10. þessa mánaðar og aðsókn nokkuð misjöfn, nokkrar mynd- ir selzt. Ágúst sýndi sjálfstætt áður 1958 en hcfur auk þess tek- ið þátt í samsýningum heima og erlendis. — Hér að qfan er sjálfsmynd listamannsins. S»ýzkir kvenskór Ný sending — fallegt úr/al. SKÓYAL Austurstræti' 18 (Eymundssonarkjallara) Karlmannaskór fró Þýzkalandi Ný sending SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.