Þjóðviljinn - 02.12.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagur 2. desember 1966. Yfirlýst stefna rí kisstjórnarinnar í verðlagsmálum fær ekki staðizt ■ Hér fer á eftir kafli úr ræðu Lúðvíks Jósepssonar við 1. umræðu frumvarps ríkisstjórnarinnai- um heimild til verðstöðvunar. Svarar Lúðvík fyrst Gylfa Þ. Gíslasyni sem reynt hafði að gera sem allra mest úr erfiðleikunum vegna verðfalls á sjávarafurðum erlendis og ræðir síðan stefnu ríkisstjórnarinnar í verðlagsmálum sem beðið hef- ur eftirminnilegt skipbrot. Herra forseti. Ég tel að þær upplýsingar sem viðskiptamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason var að gefa hér úr þessum raeðu- stóli um áhrif verðlagsbreyt- inga, séu vægast sagt mjög hæpnar, ég minnist þess sérstak; lega að hann gaf nokkuð svip- aðar upplýsingar þessu haustið 1961, það var rétt um miðjan nóvembermánuð, og þá kom hann með áþekka útreikninga þessum, um það, hvernig fara mundi á því ári með þjóðar- framleiðsluna og þjóðartekjurn- ar og það fór heldur illa fyrir þeim útreikningi Ég held iíka að þessir útreikningar sem við- skiptamálaráðherrá kom hér fram með, séu mjög villandi og lítið á þeim byggjandi. Ég V’l þó ekkí draga úr þvi á neinn hátt, sem vakti fyrir honurn eflaust, að undirstrika að við höfum orðið £yrir allmiklu á- falli nú á síðari hluta ársins, með verðfalli á okkar útflutn- ingsafurðum; það er rétt, en enn sem komið er vitum við harla lítið um það, hvað þetta áfall er mikið. ★ Sannleikur málsins er sá, að verðið á útflutningsvörum okk- ar yfirleitt hækkaði mjög veru- lega á fyrri hluta þessa' árs, en hins vegar lækkaði verðið nokkuð á seinni hluta ársins. Mjög mikið af þeim afurðum, sem framleiddar hafa verið n j á seinni hluta ársins, hafa ekki verið seldar ennþá, vegna þess að þeir, sem framleitt hafa þessar vörur, hafa ekki viljað sætta sig við það verðlag sem hefur verið skráð á vörunum nú í bili, enda er þegar komið í Ijós, að þasj vörur sem eink- ,um hafa lækkað í verði, eins og síldarlýsi, eru þegar famar að hækka aftur. Það er um talsverða hækkun að ræða nú einmitt síðustu dagana, og margt bendir til þess, að það reynist rétt, sem hinir stóru framleiðendur í Noregi, og víða . hér í kringum okkur hafa hald- ið fram, að það ætti enginn vafi að leika á því, að verð á þess- um vörum myndi fara hækk- andi nú á næstunni. En Norð- menn höfðu einmitt valið þá leið, að Selja lítið sem ekkert af framleiðsluvöru sinni, en stafla henni hins vegar upp. Slíkir útreikningar sem við- skiptamálaráðherra gaf hér eru mjög villandi, og segja harla Lúðvík Jósepsson. lítið urn það hvemig staðan sé í raun og veru, að ég tali nú ekki um þá meðferð, að reikna út alla framleiðslu ársins 1966 á því verðlagi, sem menn hafa vitað Iægst að varð á því ári, og finna út að þannig sé áfall- ið allmikið! Slíkt segir vitan- lega ekki nokkum skapaðan hlut og getur ekki haft aðra þýðingu en þá, að hjálpa til aó draga upp einhverja hryllings- mynd,‘. sem á raunverulega ejigan siafl.l veruleikanum... Jarn- tjaldið Engum íslendingi þarf að dyljast hvar járntjaldið er statt um þessár mundir, eftir að bandarísk stjórnarvöld hafa reynzt ófáanleg til að leyfa einum blaðamanni Þjóð- viljans að kynna ' sér starf- semi Loftleiða vestanhafs í eina viku- Er neitunin rök- studd með lögum sem tryggja eiga öryggi Bandaríkjanna, og mun naumast nokkur ön.n- ur ríkisstjórn i veröldinni telja si.g standa jafn ótraust- um fótum — færi betur að það mat væri rétt- Til sam- anburðar má minna á að Sovétríkin hafa um langt skeið kappkostað að fá til sín erlenda blaðamenn sem sízt verða grunaðir um tilhneig- ingar til kommúnisma; á þessu ári ferðuðust til dæmis tveir blaðamenn frá Morgun- blaðínu og einn frá Tíman- um um hið austræna stór- veldi vikunum saman og hafa síðan sagt frá för sinni af fullri hreinskilni, án þess að vitað sé að þeir Kosygin og Bresnéf telji öryggi sitt í hættu- Einnig1 Kína hefur opnað erlendum blaðamönn- um allar dyr árum saman, án tiliits til stjómmálaskoðana þeirra. þar á meðal frétta- manni frá íslenzka ríkisút- varpinu sem segir frá ferð- um sínum í dálitið annarri tóntegund en rauðir varðlið- ar ástunda, og er þó ekki vit- að að Maó hafi látið sér bregða. En bandarískir valda- menn hafa lengi haft skiljan- lega meinsemd í sálinni; fyr- ir nþkkrum ánrm framdi bandarískur hermálaráðherra sjálfsmorð með bví að kasta sér út um glugga efst á ekýjakljúfi og heyrðist hrópa á leiðinni til jarðar: „Rússar eru að koma“; ef til vill hafa menn óttazt að arftaki hans nú myndi velja sér sömu ör- lög með hrópunum: „Vilborg er að koma“. öll dagblöðin og ríkisút- varpið hafa skýrt frá þessum bandarísku hömlum á frétta- frelsi ■ íslenzkra blaðamanna, og gagnrýnin hefur ekki leyntsér. Hins vegar hefur.ekki heyrzt að hérlend stjórn- arvöld ætli að láta málið til sín taka, og er þó ærin á- stæðá til- Þvi er nefnilega þannig háttað að ekki er neitt .jafnræði í samskiptum tslánds og Bandaríkjanna á sviði ferðamála. tslendingar sem vilja fara vestur um haf verða að fá leyfi og sæta nið- urlægjandi spurningum og njósnum-' Bandaríkjamenn sem vilja koma til tslands þurfa ekki að sætta sig við neinar þvílíkar hömlur, þeir þurfa enga vegabréfsáritun, engin leyfi- Ég hygg að mis- ræmi af þessu tagi sé eins- dæmi í samskiptum sjálf- stæðra ríkja, þótt slíkt fyrir- komulag tíðkist að vísu í ný- lendum og hálfnýlendum- Væri ærin ástæða til að ís- lenzk stjómarvöld breyttu þessu ósæmilega ástandi og létu bandaríska ferðamenn hér sæta sömu kostum og ís- Iendingum bjóðast vestan- hafs. Vilji ríkisstjómin ekki ganga svo langt í einu vet- fangi gæti hún til bráða- birgða tekið upp þá reglu að gera einn starfsmann banda- ríska sendiráðsins hér land- rækati fyrir hvem þann ís- lending sem neitað er um fararleyfi tll hins vestræna stórveldis; þegar starfsfólk sendiráðsins þryti væri svo hægt að taka til við vemd- arana. — Austri. Bent hefur verið á f þess- ,.,úm, ixrjiræðum afl þafl,frumvarp sem hér liggur fyrir frá ríkis- stjóminni um heimild til stöðv- unar á verðlagi, sé í rauninni ekki um það sem hefur verið Iátið f veðri vaka að frum- varpið fjallaði tun, stöðvun á verðlagi. Heldur sé miklu lík- legra, að á bak við flutning þess liggi tilhneiging ríkis- stjórnarinnar að skjóta sér und- an ákveðnum vanda nú, og láta sem að hún vilji stefna að verðstöðvun. Ég v«:t að þingmenn hafa tekið '*'ir því, að frumvarpið er þannig uppbyggt, að það mælir ekki fyrir um verðstöðv- un, það eru engin lagafyrirmæli f þessu frumvarpi sem segja til um það að verðlagið skuli stöðvast. Heldur er hér á ferð- inni frumvarp sem leitar eftir heimild handa ríkisstjóminni til þess að mega grípa til slíkra ákvarðana, ef henni sýnist svo vera þörf. Ef ríkisstjórnin hefði virki- lega stefnt -að því að ætla sér að stöðva verðlagið, eins og það er nú komið, hefði auðvit- að hin leiðin verið miklu eðli- legri, að sett hefði verið lög- gjöf um það að stöðva verðlag- ið þar sem það er komið, og síðan hefði þá verið að finna í frumvarpinu ákvæði um und- antekningu frá þessu, í þeim tilfellum sem þótt hefði alveg sérstök ástæða til að víkja frá þeim. En sem sagt, ríkisstjóm- in fer ekki þessa leið, af þvi að hún virðist enn hikandi, hvort hún eigi að stöðva verð- lagið. Þess vegna biður hún að- eins um að fá heimild sér t’l handa, til þéss að geta fjallað um þessi mál á þann hátt sem hún telur sér henta. Enda gat ég ekki betur ann- að heyrt, á ræðu forsætisráð- herra, en að það væri megintil- gangurinn með því að flytja þetta frumvarp og óska eftir þessum heimildum, að ríkis- stjómin teldi nauðsynlegt að hafa þessar heimildir í höndun- um í þeim samningum sem hún ætti fyrir dyrum við launþega- samtökin í landinu, um ákvörð- un á kaupgjaldi. og svo þykir ríkisstjórninni eflaust gott að láta svo líta út í leáflirtni, að það sé hún sem vilji fara verð- stöðvunarleið, en það standi jafnvel á öðrum að fara þessa leið. Það hefur verið stefna núver- andi ríkisstjómar að láta fram- boð og eftirspurn í landinu ráða verðlaginu. Það hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar, að ekki ætti að hafa nema sem allra- minnst opinber afskipti af verð- lagsmálum og því er það að hún hefur haldið þannig á þeim málum, að jafnt og þétt hefur stefnt í þá átt að afnema reglur um eftirlit með verðlagi; sem í gildi hafa verið, eða gera þær á annan hátt óvirkar með miklu eftirlitsleysi, eða með því að leyfa svo ríflega álagningar- hækkun á þeim vömm sem enn era undir verðlagsá- kvæðum, að segja má að verð- lagseftirlitið sé í rauninni að mestu orðið óvirkt. Þetta hefur verið stefna ríkisstjómarinnar, svona hefur verið haldið á þess- um málum allar götur þangað til nú. Ég held það efist eng- inn um það, sem lesið hefur t.d. Morgunblaðið á undanförnum ámm, að þar hefur þessari kenningu verið haldið fram í sífellu allan tímann, að hin op- inberu afskipti af verðlagsmál- um ættu að vera sem minnst það ætti að ríkja fullkomið frelsi hjá þeim sem hafa m-ð sölu á vörum að gera að ákveða verðlag vömnnar og svo ætti frjálst framboð og eftirspurn að ráða verðlaginu. Nú hefur reynslan alveg skor- ið ótvírætt úr um það að þessi stefna hefur leitt til stórhækk- aðs verðlags í landinu. Svo virðist að með flutningi þessa fmmvarps sé ríkisstjómin nð viðurkenna það að nokkru leyt.i, að þessi stefna fái ekki staðizt, það þurfi að vfkja frá henni, þó að stjómin hiki ennþá í bví Framhald á 7. síflu. K örfukn aftl eikur: Landsleikur við Skota í janúarlok Ákveðið hefur , verlð, að Skotar og Islendingar leiki Iandsleik í körfuknattlcik hér á fslandi í lok janúarmánaðar Undirbúningur þessa leiks er þegar hafinn og hefur lands- liðisnefnd Körfuknattleikssam- bands Islands valið eftirtalda leikmenn til að æfa undir handleiðslu landsliðsþjálfarams Helga Jóhannssonar, og úr þessum hópi verflur síðan val- inn tólf manna hópur til að keppa fyrir hönd Islands í fyrrgreindum landsleik. Leikmennimir eru þessir: Frá Ármanni: Birgir Birgis, Hallgrímur Gunnarsson, frá IR: Birgir Jakobsson, Hólm- steinn Sigurðsson, Agnar Frið- riksson, Jón Jónasson, Pétur Böðvarsson, Skúli Jóhaínsson og Tómas Zoéga. Frá KFR: Einár Matthíasson, Marinó SveinssDn og Þórir Magnússon- Frá KR: Ágúst Svavarsson,, Einar Bollason, Gunnar Gunn- arsson, Guttormur Ólafsson, Kolbeinn Pálsson, Kristinn Stefánsson og Hjörtur Hansson- Frá Iþróttafélagi stúdenta: Bjöm Ástmundsson og Hjörtur Hannesson. (Fréttatilkynning frá KKÍ). Körfuknattleiksmót íslands hefst um miðjan janúar Þátttökutilkynningar fyrir fslandsmótið f körfuknattleik árið 1967 þurfa að hafa borizt Körfuknattleikssambandi fs- lands fyrir 15. desember n- k- Ráðgert er að mótið hefjist um mfðjan janúar mánuð- Tekið skal fram að hverju félagi er einungis heimilt að senda eitt lið til þátttöku í i hverjum flokki. Þátttökugjald, eins og það var ákveðið á nýafstöðnu þingi KKÍ, skal greiða um leið og þátttökutilkynning er lögð fram eða send. Þátttökugjald er sem hér segir: Mfl. karla kr. 1000,—, 1., 2■ fl- karla og Mfl. kvenna kr. 250,—, é., 4. fl- karla og 2. ffl. kvenna 100,—. ÞátttökutiJkynninigar. .. skail senda til: Körfuknattleikssambands ís- lands, íþróttahöllinni, Laugardal Reykjavík- Heimilisrafstððvar framleiða rafmagn fyrir hundruð sveifaheimila hér á landi Fjarstýrð stöðvun fró íbúð Við afgreiðum vélarnar með rafmagnsrœsi öryggisstöðvunarbúnaði hljóðd’eyfiþófum —■ ása.mt öðrum nauðsynlegum búnaSi eins og mœlatöflum höfuðrofa, eldsneytisgeymum, og fjarstýrðri stöðvun frá íbúð. Við getum afgreitt 6 kw stöðvar sfrax upp úr áramófum Verð þéirra er um kr. 56.200.00 tán raforkumálastjórnar er kr. 52.000.00 til tíu ára — afborgunarlaust fyrstu 2 árin S. STEFANSSON & CO. HF, GARÐASTRÆTI 6 - SÍMI 15579 - PÓSTHÓLF 1006

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.