Þjóðviljinn - 02.12.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 02.12.1966, Page 4
I 4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. desember 1966. Otgetandi; áameinlngarfloltkui nlþýðu — Sósíalistaflolds- uriim. Bltstjórar: Ivar H. Jónssori (áb>. Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigui'ður V. Friöþjófsson Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 Unur). Askriftaarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð Æ. 7.00. Ofseintað iðrast..: ^nnað aðalblað ríkisstjórnarinnar segir umbúða- laust í forystugrein í fyrradag: „ . . . stöðvun verðlagsins er einmitt ein þeirra ráðstafana, sem samið var um í júnísamkomulaginu. Enda þótt nokkur tími hafi liðið síðan, er það takmark jafn- naíiðsynlegt fyrir- verkalýðinn og það hefur ver- ið“. Hér er það afdráttarlaust játað að eitt atriði júnísámkomulagsins svonefnda var fyrirheit rík- isstjórnarinnar um stöðvun verðlagsins, enda þótt það loforð muni ekki hafa. verið fest á blað og und- irritað. sem samningsatriði. Undanfarið. hefur Bjarni Benediktsson og Morgunblaðið margsinnis fullyrt að ekkert slíkt loforð hafi verið géfið í sambandi við júnísamkomulagið, enda þótt for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík hafi hvað eftir annað deilt fast á vanefndir ríkis- stjórnarinnar á þessu sviði, og þau mótmæli m.a. verið skjalfest með undirritun verkalýðsfélags- manna jafnt úr stjórnarflokkunum sem öðrum. vegar er mönnum vorkunn þó þeir líti með nokkurri tortryggni á háttstemmdar yfirlýsing- ar þessarar sömu ríkisstjómar um verðstöðvunar- ahuga nu, þegar ekki er nema hálft ár til kosn- inga. Alþýðublaðið gefur enga skýringu á því hvers vegna Ioforð ríkisstjórnarinnar í sambandi við. júnísamkomulagið hafi verið svikin jafnherfilega og' raun ber vitni, og ríkisstjórnin beinlínis kynt verðhækkanabálið fram á þetta ár með beinum hækkunarráðstöf unum. Þess er heldur ekki minnzt hvers vegna ekkert varð úr því sem viðskiptamála- ráðherra Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason, lýsti hátíðlega. yfir eftir kjarasamninga verkamanna- og verkakvennafélaganna sumarið 1965, að beita yrði verðlagseftirliti og öllum hugsanlegum ráð- um-til þess að nýjar verðhækkanir yrðu ekki til þéss. að ræna ávinningi verkamanna og vérka- kvenna af samningagerðinni. Stjórnarflokkarnir reyna ekki að gefa neina skýringu á því hvers ypgha látið var líða ár eftir ár án þe:ss að ráðstafan- ir væru gerðar til verðstöðvunar, heldur beinlínis fylgt verðhækkunarstefnu, bæð; með beinum ráð- stöfunum ríkisvalds og bæjaryfirvalda og með því að afhenda kaupmönnum í sívaxandi mæli vald til að skammta sér álagningu og verð. Fagnaðarboð- skapur Morgunblaðsins og ríkisstjórnarinnar um „frelsið“ í verzluninni sem átti að tryggja sann- gjarnt verð og jafnvel lækkað verð, er orðið að fá- ránlegri skrítlu gagnvart staðreyndum um gífur- legar hækkanir á álagningu og vetðlagi, staðreynd- um um einokun kaupmanna og leyrrisamtök til að halda uppi verði og refsiaðge-rðum gegn þeim sem vildu lækka verð J>að er of seint að iðrast eftir dauðann og það er fullseint fyrir ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðu- flokksins að fara að iðrast nokkrum mánuðum fyr- ir kosningar Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason hafa sýnt hvað þeir vilja og hvað þeir geta Þeir hafa haft til þess nægan tíma. Og.þeir verða dæmdir eftir verkurn' sínum í átta ár, ekki sparisvinnum síðustu mánuði valdatíma síns. — s. Fiskastellinu fylgja aðeins grunnir diskar því að eins og nafnið bendir til er það aðeins ætlað til fiskáts- Jólagjafirnar fyrir konur og börn má fá í HAMB0RG Flestlr hljóta að geta fundið jólagjafir handa konum og börnum í Hamborg, Laugavegi 22. Þar óir og grúir af alls konar leikföngum og margur hluturinn þar kæmi sér vel fyrir húsmæður, enda þótt ekki sé reiknað með því að ræst- ingaráhöld vektu afskaplega kátinu þeirra á aðfangadag. 1 Hamborg fæst einnig margt til jólahaldsins t.d- gervijóla- tré- , 1 viðtali við verzlunarstjór- ann, Sjgurð Sigurðsson kom fratm að einna vinsselasta var- an f Hamborg er keramik- Fyrir nokkru hóf verzlunin sölu. á þýzku keramiki, matar- og kaffistellum, og fást nokkr- ar gerðir og litir. Einnig hafa hollenzk keramik-matarsteU verið á boðstólum alllengi. Japönsk og pólsk maitar-. og kaffistell eru ódýrari; 12 manna matar.steil kostar kr. 2.950— óg kaffistell er til með sama mynstri- Svokallað fiskasteli kostar kr. 1.350—, það eru sex grunnir diskar, fat og kanna með fiskamynstri og er ein- göngu ætlað til fiskáts. Koparvörur geta verið bæði nytsamar og skemmtilegar gjafavörur. I verzluninni má finna vestur-býzka bakka og könnur úr kopar og sömuleið- is bakka, föt o- fl. úr stáli. Sigurður sagði að mikið væri af óbrothættu gleri t- d- skál- um sem kosta frá 15 krónum upp í 58, bollum á 45 krónur parið, vatnsglösum á 11 krónur stykkið- Af einstökum hlutum sem henta vel til jólagjafa nefndi Sigurður hitakönnur, þær ó- dýrustu eru japanskar og kosta 495,— krónur en líka eru til hitakön.nur sem prýddar eru með tágum. „Sjónvarpssettið“ er dæmi- gerð amerísk uppfinning, en bað er bolli með kökudiski og undirskál í heilu lagi og er meiningin að fólk sitji með bollaparið á hnjánum þegar horft er á sjónvarp. Hér hefur aðeins verið bent á lítinn hluta af þeim vörum sem borð og hillur svigna und- an í verzluninni Hamborg. — RH. TIMARIT MALS OG MENNINGAR 3. hefti 1966 EFNI Jakob Benediktsson: Sigurður Nordal áttræður — ★ — Halldór Laxness: íslenzk kona i Kaupmannahöfn — ★ — Jónas Árnason: Bandaríkin eða Evrópa — ★ — Hörður Bergmann: Fjöldamenning og áhrif fjölmiðlunartækja — ★ — Gunnar Benediktsson: Helgisagnir eða staðreyndir Tómas Sæmundsson og Finnur Magnússon: Bréf — ★ — LJÓÐ eftir Jóhannes úr Kötlum, Stefán Hörð Grímsson, Kristinn Reyr, Neruda, Majakovski. Blaise Cendrars — ★ — Sögur eftir Nataliu Ginzburg, Jóhannes Straumland — ★ — Mál og menning Laugavegi 18. Myndin er af þýzku keramik-matarstelIi. Sextugur í dag Oskar Pétursson BRIDGETOWN 30/11 — Á mið- nætti í nótt var lýst yfir full- veldi eylandsins Barbados sem verið hefur brezk nýlenda í nær hálfa fjórðu öld. Barbados er austust Vestur-Xndía, íbúar um 250-000. I dag a Úskai Peturssun, einn kunnasti æskulýðsleiðtogi landsins, sextugsafmæli, Ungur að árum gerðist han.n félagi í skátahreyfingunni og kom fljótt fram að hann var vel til fórystu fadlinn- Kom þar margt til, hann var glæsi- legur á velli, geðþekkur í allri framkomu, og átti þvi auðvelt með að umgangast ungt fólk Það leit upp til hans, hins góða foringja og félaga. Hanr hefur alltaf tekið þau málefni sem hann hefur beitt sér fyrir með mikilli alvöru. Þó er hann glaður og léttur í glöðum hópi Hann varð því og er ákafleg?' vinsæll maður og virtur af ö1’ um sem hamn umgangast En Óskar hefur komið víðai við en í skátahreyfingun.ni Hann hefur verið, ef svo mætti segja, með annan fótinn í í- þróttahreyfingunni. Harm var um langt skeið virkur félagi í Ármanni og lét þar róður mikið til sín taka. og sem ræð- ari komst hann í fremstu röð, og heíur í þeirri grein keppt erlendis- Hin síðari árin hefur hann verið mikið starfandi í knatt- spymufélaginu Þrótti, var um skeið fbrmaður þess félags, og hefur síðan stutt það félag með ráðum og dáð og tekið virkri hendi á þeim málum sem þar ber hæst. Er það mikið lán fyrir Þrótt að hafa éignazt svo traustan mann til þess að taka bátt í uppbyggingu félagsins, sem segja má að sé enn < deiglu- Fyrir ungt félag a unglings- ■Srum er það mikilvægt að hafa til ráðuneytis og starfa slíkan öeiðursmann sem Óskar er Óskar Pétursson hefur með nskulýðsstarfi sínu ritað merk- sn kafla í sögu æskulýðsmála á IsJandi, í bráðum hálfa öld Sú saga verður ekki rakin hér," en með þessum fáu orð- um er aðeins minnzt við Ósk ar í þessum merku tímamótum í ævi hans, honum þakkað 4- nægjulegt samstarf, og árnað heilla. Frímann. B/að- dreifing Blaðburðarbörn óskast í eftirtalin hverfi. Langholt Skipasund Sólheima Tjamargötu Laufásveg Leifsgötu Lönguhlíð. Sími 17-500. KÓPAVOGUR Blaðburðarbörn óskast í vestur- bæinn. 3ími 40-753. ' ÞJÓÐVILJINN B I L A Ö K K (irunnur Fyllir Sparsl ••ynnir Bón. EINKAUMBOÐ ASGEIIt OLAFSSON öeildv Vonarstræti 12 Sími IU175

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.