Þjóðviljinn - 02.12.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1966, Blaðsíða 3
\ Föstudagur 2L desember 1966 — ÞJÓÐVHJINN — SÍÐA 3 Vestur-þýzk stjórn undir forsæti Kiesingers var mvndui í gær BONN 1/12. — Kristilegir demókratar (CDU) og sósíal- demókratar (SDP) hafa myndað stjórn í Vestur-Þýzka- landi. Þingið í Bonn kaus í dag Kurt Georg Kiesinger í embætti forsætisráðherra með 340 atkvæðum gegn 109 en 23 sátu hjá, og er það meiri stuðningur en búizt hafði verið við.'I gærkvöld urðu heitar umræður um stjórnarsamstarf á fundi þingflokks Sósíaldemókrata, sem lauk með því að meir en þriðjungur þingmanna greiddi atkvæði gegn slíkri stjórnarmyndun eða sat hjá. Níu ráðherrar af 20 eru úr SDP og er foringi þeirra, Brandt, utanríkisráðherra. Á þingflokksfundi SDP greiddu 126 atkvæði með stjórnarsam- starfi við CDU, 53 gegn, átta sátu hjá og um 15 hafa ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Það kom því á óvart að ekki skyldu nema 109 vera beinlínis andvigir Kiesinger í embætti forsætisráð- herra, því að öllum líkindum hafa allir 49 þingmenn Frjálsra démókrata, sem nú eru í stjórn- arandstöðu einir flokka, 'greitt atkvæði gegn honum. Leiðtogi sósíaldemókrata, Willy Brandt, verður varafórsætisráð- herra og utanríkisráðherra og Herbert Wehner fer með mál er varða báða hluta Þýzkalands og v • sjö aðrir ráðherrar frá SDP eru í stjórninni. En sósíaldemókrat- ar verða að bíta í það súra epli ag Franz Josef Strauss verður fjármálaráðherra, Schröder, fyrr- um utanríkisráðherra, verður varnarmálaráðherra. Kiesinger og Strauss Kiesinger, sem CDU valdi sem forsætisráðherraefni . sitt fyrir skömmu, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir fortíð sína í nazistaflokknum, en hann vill nú láta telja sig frjálslyndan kaþól- ika. Hann hefur nú um skeið verið talinn einhver helzta stjarna flokks síns í ræðustól. Síðan 1958 hefur hann verið for- sætisráðherra í fylkinu Baden- Wúrttemberg. Franz Jose( Strauss, sem nú verður fjármálaráðherra, hefur Wilson étur ofan í sig stóryrðin verið einhver umdeildasti maður á vettvangi vesturþýzkra stjórn- mála. Hann hrökklaðist úr emb- ætti varnarmálaráðherra árið 1962, er vikuritið Spiegel hafði birt greinar, sem færðu líkur að því að hann hefði misnotað að- stöðu sína í auðgunarskyni. Héldu þá margir að pólitískum ferli hans væri lokið, en Strauss hefur verið í sterkri aðstöðu í Bæjaralandi en þar er hann formaður kristilegra demókrata (CDÚ). Strauss varð fyrst ráð- herra árið 1953 þá 38 ára gam- all. Willy Brandt, sem nú tekur við embætti varaforsætisráðherra og utanrikisráðherra er fæddur 1917." Han gekk snemma í æskulýðp- samtök sósíaldemókrata, en flúði lagði stund á blaðamennsku. í land eftir valdatöku Hitlers, Noregi og síðar í Svíþjóð, eftir að Noregur var hernuminn. Hann hefur átt sæti í borgarstjórn Vestur-Berlínar síðan 1957. Árið 1964 tók hann við formennsku í SDP eftir fráfall Kurts Schu- machers. Herbert Wehner, ráðherra sem fer með mál beggja hluta Þýzka- lands. er fæddur 1906. Hann varð þingmaður fyrir kommúnista 1929. var kjörinn í miðstjórn út- lægra þýzkra kommúnista i Moskvu eftir valdatöku Hitlers. en fór siðan til Svíþjóðar og sneri þar baki við kommúnisma. Hann hefur setið á þingi siðan Bonnþingið varð til og verið varaformaður flokksins síðan 1957. Hann hefur haft forgöngu í því að flokkurinn fórnaði hin- um róttækari stefnumiðum sin- um til að breyta honum úr verka- lýðsflokki í flokk „allra stétta“ — óg þar með rutt brautina að því stjórnarsamstarfi sem nú hefur teklzt. Leit að verkum Marx og Leníns DJAKARTA 1/12 — Stórir hópar vopnaðra hermanna og lögreglu- manna gerðu nákvæmar húsrann- sóknir í úthverfum Djakarta í dag að leit að kommúnistum og stuðningsmönnum þeirra. Voru úthverfin rækilega umkringd áð- ur en leitað var í hverju húsi. Leitin hófst nokkrum stunduiú eftir að bann við að eiga rit eftir Karl Marx, Lenín, Maó Tse-tung og aðra marxíska höf- unda gekk í gildi. STOKKHÖLMI 1/12 — Fjórir vópnaðir ræningjar rændu í dag 300 þús. kr. sænskum í Sænska verzlunarbankanum í Stokk- hólmi. Einn þeirra hefur þegar náðst. Fór í gær til Seynif uncfar við lan Smith um Ródesíumálin LONDON 1/12 — Wilson, forsaetisráðherra Bretlands, og Iart Smith, forsætisráðherra minnihlutastjómar hvítra manna 1 Ródesíu, flugú í dag til fundar, þar sem gera á úrslitatilraun til að leysa þær deilur sem risið hafa milli þessara aðila um réttindi þeldökkra manna í Ródesíu. Um þessar mundir er runn- inn út sá frestur er stjórn Wil- sons hafði gefið stjórn Smiths, sem hún hefur talið ólöglega, um að taka upp breytta stefnu í þá átt að blökkumönnum verði tryggð jöfn réttindi á við hvíta menn í landinu. Á þá að koma til strangra refsiaðgerða gagn- vart Ródesíu, og SÞ hefur, að frumkvæði Afríkuríkja, lagt að Bretum að beita valdi til að steypa stjórn Smiths ef ekki vill betur. Wilson gaf þá skýringu á ó- væntu ferðlalgi sínu í brezka þinginu í dag, að hann hefði á- stæðu thil að ætla að lausn væri nú*möguleg, og að ekki yrði vik- ið frá þeim grundvallaratriðum sem Bretar hefðu sett að skil- yrði fyrir samkomulagi. Var hann þá minntur á það, að fyrir að- éins viku hefði hann lýst því yfir að hann myndi aldrei tala við Smith nema sem fulltrú^ lög- legrar stjórnar. Smith lagði af ^tað frá Salis- bury strax í morgun en Wilson flaug af stað í kvöld oe stefndi til Gíbraltar. Ekki hefur verið gefin út opinber tilkynning um það, hvar fundum þeirra beri saman, en álitið er að það verði um borð í beitiskipinu „Tiger“, sem hefur verið stefnt til Gíbralt- ar frá Casmblanca. Brezkum blaðamönnum. sem ætluðu til Gibrailar helur verið meinað að fylgja Wilson eftir. Frá Zambíu, nágrannaríki Ród- esíu, berast þær fréttir, að stjórn landsins telji þennan fund svik við málstað blökkumanna í Ród- esíu, og álíti að Wilson tryggi hinum hvíta minnihluta áfram- haldandi forréttindi. Afrískir stjórnarfulltrúar í London létu og í ljós ótta um, að Wilson myndi lýsa stjórn Smiths dög- mæta í einhverju formi og þar með koma í veg fyrir allar refsi- aðgerðir. Ritdómar um „Æskufjör og ferðagaman" „Það getur nærri að maður, sem svo langa sögu hefur lifað sem Björgúlfur læknir hafi frá ýmsu að segja, ekki sízt höfundur með jafn ótviræða ritgáfu og ritgleði og hann“..Gamansejni af þessu tagi er annað stíleinkenni Björgúlfá sem hvarvetna yljar frásögn hans, og gerir þætti hans skemmtilegri en hliðstæð efni yrðu í höndum ólagnari höfunda" Ó. J. Alþ.bl. 23. 11. 1966. „ . . . . Þessar æviminningar hans eru mjög frábrugðnar öðrum þeim gragrúa slikra bóka. sem út hafa komið á íslenzku og rekja oft og tíðum ýmis smáatvik. sem fáa skipti nema höf- undinn sjálfan". „Það sem gefur henni þó mest gildi er það, að hún er ekki aðeins skemmtilestur heldur skil- merkileg þjóðlífslýsing frá þeim tíma sem nú er að verða jafnfjarlægur og miðaldirnar. Mun því oft á komandi árum og öldum verða til hennar vitnað, sem merkilegrar heimildar um aldamótaskeiðið" P.V.G. Kolka, Mbl. 25. 11 1966. VIBIIAFPDIIEITI S.I.B.S. Dregið verður á mánudag um 2.000 vinn- inga að fjárhæð krónur 5.000.000,00. Hæsti vinningur: kr. 1.500.000,00. UMBOÐIN OPIN TIL KL. 10 í KVÖLD BDIHM ITmH UlICI IIIIIUIIK HUSGAGNAMARKAÐUR Svefnsófar 2gja manna Svefnsófasett Eins manns svefnsófar Svefnbekkir Kassabekkir Svefnherbergissett Sófasett Sófaborð Stillanlegir hvíldarstólar með skemli. MUNIÐ 20% AFSLÁTTINN GEGN STAÐGREIÐSL ÍSLENIK HÚSGÖGN H.F. AuBbrekku 63, Kópavogl. — Simi 41690

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.