Þjóðviljinn - 02.12.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1966, Blaðsíða 10
1 i Tillögur fulltrúa Alþýðubanda- lagsins á borgarstjórnarfundi ■ Auk fjárhagsáætlunar borgarsjóðs fyrir árið 1967, sem getið er á forsíðu blaðsins í dag, voru ýmis mál önnur á dagskrá borgarstjórnarfundarins í gærkvöld, m.a. fjórar tillögur borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins. Fara þær hér á eftir: Um borgarsjúkrahósið í Fossvogi. ,,Borgarstjórnin leggur mikla áherzlu á að hraðað verði fullnaðarfrágangi og búnaði þéss hluta Borgarsjúkrahúss- in's í Fossvogi, sem verið hefur í byggingu í meira en hálfan annan áratug, svo að unnt sé að taka sjúk-rahúsið sem fyrst í notkun. Jafnframt ákveður borgar- stjómin að undirbúin .skuli bygging B-álmu sjúkrahúss- ins þannig að framkvæmdir víð hana geti hafizt strax og núverandi framkvæmdurn lýkur. Bendir borgarstjómin á, að bygging B-álmunnar er brýn nauðsyn vegna vöntun- ar á sjúkradeildum og tryggir um leið betri- og hagkvæmari rekstur sjúkrahússins í heild. Borgarstjómin vill leggja áherzlu á, að undirbúningi öllum og f járútvegun til bygg- ingar B-álmu sjúkrahússins verði hraðað þannig að Ijúka megi framkvæmdum á sem skemmstum tíma, og þannig komið i veg fyrir, að þau miklu mistök endurtaki sig, sem orðið hafa við aðalbygg- ingu hússins." Um dagheimili fyrir Ár- bæjarhverfi. „Borgarstjóm ákveður að undirbúin skuli og hafin á næsta ári bygging dagheim- ilis fyrir Árbæjarhverfi og ennfremur að stofnuð verði tvö fjölskylduheimili af svip- aðri gerð og Skáli við Kapla- skjólsveg. Skal staðsetning þeirra ákveðin í samráði við bamaheimila- og leikvalla- nefnd“. Um byggingu skóla fyrir Breiðhoitshverfi. „Borgarstjórnin telur ó- hjákvæmilegt að undirbúin verði og hafin S næsta ári bygging skóla fyrir hið nýja Breiðholtshvejfi, er tekið geti við börnum á skólaskyldu- aldri um leið og hverfiðbygg- bt. Þá telur borgarstjórnin einn- ig nauðsynlegt að hafizt veröi handa á órinu við 2. áfanga Hvassaleitisskóla með tilliti til hinnar nýju byggðar á Foss- vogssvæðinu. Er borgarráöi falið að annast allan nauð- synlegan undirbúning þess- ara framkvæmda við fræðsluráð." í samráöi Um skattlagningu þjónustu- fyrirtækja borgarinnar. „Borgarstjómin ákveður að hætta þeirri skattlagningu Rafmagnsveitu, Hitaveitu og Vatnsveitu til borgarsjóðs, sem k viðgengizt hefur um alllangt " árabil, og felur borgarráði að gera milli umræðna þær breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarsjóðs og þessara borgarstofnana fyrir árið 1967, er af þessari a- kvörðun leiða. Jafnframt er borgarráði falið að taka t!l athugunar, hvort ekki sé rétt að lækka gjaldskrár a.m.k.. Rafmagnsveitu og Hitaveitu sem þessum upphæðum nem- ur“. Umræðna uia tillögumar verður getið síðar hér í blað- kr. rúmmefr- inn í 1. áfanga Árbæjarskélans Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær, að taka tilboði lægstbjóðanda, Böðvars S. Bjarnasonar húsasmíðameistara í byggingu fyrsta áfanga Árbæj- arskóla, en tilboð Böðvars hljóð- aði upp á 17.963.000 kr. Önnur tilboð sem bárust voru frá Önd- vegi hf. 19.350.000 kr„ Halldóri Bachmann 19.416.000 kr„ Brún hf. 20.100.000 kr„ Sveinbirni Sig- urðssyni 21.177.000 kr„ Haraldi Eíharssyni og Jóhannesi Kristins-. syni 22.998.000 kr. Þessi 1. áfangi Árbæjarskóla verður um 6000 rúmmetrar að stærð. þ.e. tilboð lægs'tbjóðanda er um 3000 kr. á rúmmetra. Á- ætlun arkitekta hússins ög bygg- ingadeildar borgarinnar hljóðaði á 20.699.000 kr. Arkitektarnir eru Þorvaldur Kristmundsson og Sigurjón Sveinsson. Föstudagur 2. desember 1966 31. árgangur — 276. tölublað. Deierium bubonis frumsýnt í kvöfd — í samkomuhúsi Borgarness í kvöld kl. 9 verður gaman- leikritið Delerium bubonis, eft- ir Jónas og Jón Múla Árnasyni, frumsýnt í samkomuhúsi Borg- arness. Syningin er haldin á vegum Ungmennafélagsins Skalla- gríms í tilefni af 50 ára af- mæli félagsins. Jónas Árnason stjómar leikn- um og leikur jafnframt ráðherr- ann. Aðrir leikendur em þesair: Hilmar Jóhannssón, sem leikur Ægi Ó„ Freyja Bjamadóttir leik- ur frú Pálínu, Þórhildur Lofts- dóttir leikur Guðrúnu Ægis, Geir Björnsson leikur Leif Róberts, Friðjón Sveinbjömsson leikur skáldið, Þórður Magnússon bíl- stjórann, Sigríður Héðinsdóttir leikur Siggu vinnukonu og Jón Kr. Gjiðmundsson leikur Einar í Einiberjarunni. Uppselt er á frumsýninguna og í gær var laiígt komlð aðselja miða á aðra sýningu sem verð- ur á sunnudaginn. Vegna jóla- anna sem í hönd fara er hæpið að margar sýningar verði fyrir jól og vafasamt þykir að leikritið Jonas Arnason. verði sýnt annarsstaðar en £ Borgarnesi að sinni. Ýmis önnur hátíðahöld verða í tilefni afmælis Ungmennafélags- ins Skallagríms m.a. verður haldin skemmtun á laugardags- kvöldið. Slys í Kóoavogi Um hádegið varð það slys í Kópavogi, að stórum fólksflutn- ingabíl var ekið á fjögurra ára dreng, sem var á þrjhjóli. Dreng- urinn kom hjólandi niður Há- braut, en bíllinn k'orn austur Kársnesbraut og ætlaði að beygja upp Hábrautina. Hann var á mjög lítilli ferð. 1 fyrstu hélt bílstjórinn að drengurinn hefði ekki slasazt alvarlega og bar hann heim til hans. Lög- reglan var ekki látin vita um slysið. Móðir drengsins, sem heitir Þórður Daníelsson Hraun- braut 18. lét síðan flytja hann á Slysavarðstofuna, þar sem í ljós kom að h'i-in var lærbrotinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. Ekki verður nógsamlega brý.nt fyrir mönnum að hrófla ekki við slösuðu fólki, en láta sjúkra- liða um það. Ennfremur á und- antekningarlaust að láta lög- regluna vita í' tilvikum sem þessum. Það er lækna að skera úr um hvort fólk er slasað, eða ekki. Sfldarleitarskip. í smíðum í Bretlandi Á síðasta aðalfundi LÍU var sam- þykkt að séattleggja allan síld- arafla um 0,25% að því tilskildu, að jafnhátt framlag kæmi á móti frá síldarkaupendum. Bkattinum skyldi verja til að láta .smíða síldarleitar- og síldar- Slys í strætisvagni í gær var strætisvagm ekiö aftan á fólksbíl, með þeim af- leiðingum að kona og barn, sem voru í vagninum meiddust nokk- uð, en þó ekki alvarlega. Fólks- bíllinn stóð kyrr á Suðurlands- brautinni og beið eftir aðbeygja til hægri að verzlun (Junnars Ásgeirssonar, begar strætisvagn- inn bar bar að með fvrrgreind- um afleiðingurr. Síðasti fyrirlestur Þórhalls á sunnudaginn Þórhallur Vilmundarson pró- fessor flytur fjórða og síðasta j fyrirlestur sinn um náttúru- nafnakenninguna í hátíðasal Há- skóla íslands sunnudaginn 4. desember kl. 2,30 e.h. Fyrirlest- urinn nefnist,: Bárður minn á Tökli. Öllum fer heimill aðgangur. rannsóknaskip. Samstaða um þetta mál fékkst hjá öllum að- iium og er smíði skipsins hafin í Bretlandi. Vonir standa til að það geti hafið starfsemi síná í júnímánuði nk. Skipið verður 450 tonn a6 stærð og búið öllum beztu tækjum til síldarleitar og síldarrannsókna. Gangandi fólk líka vegfarendur ÁR EFTIR ÁR, alltaí sömu vinnubrögðin viðhöfð þegar ryðja þarf snjó af götum borgarinnar: Götuheflarnir sleikja vandiega snjóinn af ak- brautum og ýta síðan öllum ruðningi upp á gangstéttirn- ar, svo að þar verður illfært gangandi mönnum. ÝMSIR TELJA æskilegt að horfið verði. frá þessum gömlu vinnubrögðum o.g tekið meira tillit til þeirra semekki eru á ökutækjum. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). Kosygin í París Vill „meira" en bætfa sambúð PARÍS 1/12. — Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Kosygin, kom í opinbera heimsókn til Parísar um hádegi í dag og var tekið á móti honum með viðhöfn sem annars er aðeins sýnd þ’jóðhöfðingjum. Kosygin sagði þegar í upphafi heim- sóknarinnar, sem varir í átta daga, að í tilgangi hennar fæl- ist „nokkuð meira“ en að efla vináttu og gagnkvæman skilning milli Frakka og Sovétþjóða. De Gaulle tók sjálfur á móti forsetanum á Orly-flugvelli og lét skjóta 101 fallbjíisuskoti hon- um til heiðurs. í ræðu sem de Gaulle hélt við móttökuna sagði hann, að frönsk-sovézk vinátta væri þýðingarmikill lið- ur £ þv£ að skapa jafnvægi og efla velferð og frið f heiminum. Hann sagði Kosygin velkominn ekki fyrir sakir persónulegra mannkosta heldur og sem leiö- toga Sovétríkjanna, en Frakkar gleymdu ekki frábæru framlagi sovétþjóða til þess sigurs sem tryggði framtíð Frakklands. Kdsygin tók í ræðu sinni mjög í sama streng og mælti meðenn innilegri samvinnu milli land- anna \ beggja. Moskvublaðið Pravda birtir í dag mikla lóf- grein um fransk-sovézka vináttu og segir að fleiri tíðindi af á- nægjulegu samstarfi landanna mætti segja en unnt væri á þeim fimm mánuðum sem liðin eru síðán de Gaulle gisti Sovjtríkin. Mikið stáss er gert með heim- sóknina í Sovétríkjunum og er her sovézkra blaða- og sjónvarps- manna kominn á vettvang. Gátu Sovétmenn fylgzt með móttök- unni beint í dag, Frakkar hins- vegar ekki — fyrir sakir verk- falls franskra sjónvarpsmanns, sem sagt er að kommúnistar stjómi. HARBOR BEACH 1/12 — Bandarískt flutningaskip, Dani- el J. Morrel, fórst í hvassviðri á Huronvatni í gær. Aðeins ein- um manni af 33 manna áhöfn hefur verið bjargað, en sextán er enn saknað. Skipið var sex- tíu ára gamalt. Gerið skif í happdrcetti Þjóðvilians Þeir , sem fengið hafa senda miða í Happdrætti Þjóðviljans eru beðnir að gera skil hið allra fyrsta. Tekið er við skilum á af- greiðslu biaðsins, Skóla- vörðustíg 19, og í Tjarnar- götu' 20. Dregið verður þann 23. des. n.k. Aðalvinn- ingar eru tvær Moskwitch bifreiðar árgerð 1967. Verð miðans er kr. 100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.