Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 10
Jg HIÐA — ÞJÖÐVIIJINN — WP^trlfcaaaa®1 % LEONARD GRIBBLE 22 — Allt saman rannsóknir? — Já, að mestu leyti. Setchley leit skyndilega upp — honum var ljóst að spurningar leynilög- reglumannsins voru bornar fram í ákveðnum tilgangi. — Við ger- um tilraunir . . baetti hann við varfærnislega. — Það hlýtur að vera mjög spennandi, sagði lögreglufulltrú- inn hugsi. Eigið þið eitthvert Aconitin á lager? — Já, auðvitað. Við eigum — Rauðhærði knattspyrnumaðurinn þagnaði allt í einu og það brá fýrir leiftri i blágrænum aug’um hans. — Jæja, var það svo — Aconitin .... lútur — það skýrir ýmislegt. — Ég vona að það skýri allt, sagði Slade þurrlega. — f fyll- ingu' tímans. Setchley §trauk sér um hárið. — Það er vel gert að einangra það svona fljótt, sagði hann' með viðurkenningarhreim í röddinni. — Það er oft erfitt að eiga við lút. Það fer oft mikill tími í að — Aftur þagnaði hann snögglega. Ahyggjusvip brá fyrir á andliti hans. — _ f>egar ég hugsa mig betur um," þá lítur þetta ekki sér- lega vel út fyrir mig, eða hvað? — Einstök hending ræður sjaldan úrslitum, sagði Slade brosandi. Efnafræðingurinn kink- aði kolli. — Það er gott að þér skuluð segja þetta, fulltrúi. En eins og KP m* URA- OG SKARTGRIPAVERZL. KORNELlUS JÓNSSON SKOLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI: 18588 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð flyfta > SÍMl 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 stendur.........Það fór hrollur um hann. — Þér ætluðuð að fara að segja eitthvað um aconitin rétt áðán, sagði Slade. — Þér sögð- uð „Við eigum“ og svo þögnuð- uð þér. Munið þér það? Slade bar höndina upp að nef- inu. — Já, það er rétt. Þegar þér minntuzt á efnið. Ég ætlaði að segja að við hefðum notað aconitin mikið á rannsóknarstof- unni fyrir svo sem hálfu ári. Við vorum að gera tilraunir með hjartalyf. Aconitin og mótefnið Digitalis. Það er mjög athygl- isvert — á pappírnum. Hann gaut augunum til Slade. — Ég þarf víst ekki að segja yður, að þetta er býsna sterkt. — Það hef ég heyrt, sagði Slade og kinkaði kolli. — Hversu slæmt er það í rauninni? Hann horfði beint á manninn, en nú sýndist- Setchley alveg ró- legur, að hugsa um vísindaleg málefni. — Örlítill skammtur hefur reynzt banvænn, sagði Setchley. — Vitað er um tilfelli þar sem maður dó átta mínútum eftir að hann hafði fengið það í blóð- ið. Én það er auðvitað undir líka,msástandi mannsins komið. — Doyce var í beztu þjálfun. Setchley kipraði 'Samán munn- inn. — Já, þá hefur mótstöðu- aflið að sjálfsögðu verið meira. En hann var á hraðri hreyfingu. Blóðrás hans var langtum ör- ari en eðlilegt er. Það myndi flýta áhrifunum. — Og áhrifin myndu þá vera býsna snögg? — Já. Setchley dró djúpt and- ann. — Ef þér hafið ekkert á móti því, þá langar mig að kom- ast í bað. — Auðvitað — þökk fyrir upplýsingarnar., Slade fór út úr búningsher- berginu með Whittaker og Clint- on á hælunum. — Þetta hlýtur að vera til- viljun, sagði Whittaker og hringlaði lyklum sínum í buxna- vasanum. — Við sjáum til, sagði Slade rólega. — Ég vil gjarnan að inn- siglin á dyrunum að lækninga- stofunni verði óhreyfð um stund, herra Whittaker. — Menn yðar hafa trúléga ekki fundið neitt Aconitin á nálunum og teiknibólunum sem 1*5 tðkoð héðan’? sagði Whíttsk- er og brosti vtð. — Nei — ég ea: búinn að skila Sftn saman . Saonferi þeirxa beindist síðan að hversdagslegri hlutum og skömmu síðar fóru lögreglu- mennimir tveir burt úr iþrótta- höllinni. Þegar þeir voru aftur á leið til Scotland Yard, sagði Clinton: — Nú erum við kcmnii svolítið áleiðis. Setchley héfur efnið í hillunum hjá sér og Morrcrw hef- ur haft tækifæri til að nálgast það. Ég hélt satt að segja ekki að þetta myndi ganga svona auðveldlega. Siade hristi höfuðið. — Clint- on, þetta fer að virðast of gott ta að geta verið satt. — Hvers vegna þá? Þetta er þó varla neitt snilldarmorð! — Það veit ég svei mér ekki. Við eurm ekki ennþá búnir að finna vopnið, sagði Slade. — • Ég átti líka aðeins við það, að þetta kæmi næstum of vei berm við málið gegn Morrow. — Við höfum þrennt sem bend- ir á sekt hans, rumdi í Clinton. — Það eru peningarnir, stúlkan — sem lýgur eftir nótum — og nú eftrið. Það ætti að duga. — Við skuluni samt líta á skýrsluna um þessa blaðaúr- klippu. Þeir hringdu í morgun og sögðu að hún væri á leiðinni. Skýrslan lá á skrifborðinu hjá Slade, þegar þeir komu inn. Hún var frá lögreglunni í Ryechester. Úrklippan hafði verið rákin til eintaks af Ryechester Cronicle, fjögra ára gamals. Með fylgdi af- rit af likskoðunarskýrslu: — Sem ég er lifandi! hrópaði Clinton, sem las yfir öxlina á Slade. — Dóttir Kindiletts! Fund- in drukknuð eftir dansleik. Úr- skurðuð látin af afleiðingum slyss. Slade lét skýrsluna síga niður á skrifborðið. — Já, þetta ger- ir dáiítið ■ sttik í reikninginn, sagði hann alvarlegur. — Ég get ekki séð að það breyti einu eða neinu, stað- hæfði Clinton. — Ryechester-P Kindelett-Saxon Rovers. Þetta er allt í tengslum! Morrow er þarna enn — hann lék með Sax- on Rovers fyrir fjórum árum. Hann hlýtur að hafa vitað allt um þéttá mál í Ryechester. Þetta er einmitt það sem okkur vant- ar til að reka smiðshöggið á allt saman. Þótt Slade viðurkenndi það ekki fyrir starfsbróður sínum, var hann hálf niðurdreginn. Hon- um þótti böndin berast grunsam- lega mikið að Morrow. Líkurn- ar gegn honum hefðu naumast verið meiri, þótt allt hefði verið skipulagt viljandi til að grun- ttr féffí á meðeiganda hins Mtnaf Þetta hafði komið á daginn smám saman eftir því sem ran?>- sókninni nrwf.aðl áfram. Auk þess höfðu athafnir Morrows sjá’rfs ekki orðið til að draga m þessum 'grun. Að vísu hafði hann sjálfur komið með skýringu, en hún var ekki fullnægjandt. Hann hafði hag- að sér grunsamlega á sunnudag- inn, þegar hann hafði allt í einu þotið burt af golfvellinum og ekið til London. Þegar Slade fylgdi honum eftir, kynntist hann reiði mannsins i garð stúlku, sem fullyrti að hún væri ekki trúlof- uð honum. f dag hafði Morrow forðazt ■ lögregluna. Slade hafði séð hann á æfingavellinum. En hann hafði ekki komið hlaupandi til gamla félagans úr Saxon Rov- ers, þegar hann féll til jarð- ar. Morrow hafði sannariega ekki bætt aðstöðu sína með eigin framferði. . Hann var eðlilega hinn fyrsti sem grunurinn beind- ist að, og sannanirnar gegn hon- um hópuðust upp á álíka eðli- legan hátt. > — Og það er enn eitt, hélt Clint- on áfram og truflaði Slade í vangaveltum sínum. — Hann er sá eini sem fellur alls staðar inn í. Þú hefur hingað til alltaf haldið því fram, að það sé ágæt prófraun á hvern þanh sem grpn- aður er. — Áttu við að við höfum nóg í höndunum til að taka hann fastan? — Ég á við það, að við ættum að taka hann betur til athugun- ar. Við gætum kannski þjarmað að honum með því sem við höf- um í höndunum, svo að málinu Ijúki með játningu hans, Það myndi ekki koma mér á óvart! Slade kveikti í pípu sinni, með- an hann velti röksemdum félaga síns fyrir sér. — Þú hefur margt til þíns máls, Clinton, en ■— hann hristi höfuðið — hvernig sem á því stendur er ég ekki sannfærður. Ekki fullkomlega .... Mér finnst einhvern veginn sem þetta af- brot hafi verið nákvæmlega und- irbúið. Allt virðist benda til þess — blaðaúrklippan, pakkinn, stundin, allar- kringumstæðurn- ar. Ég er viss um að þetta hefur allt ákveðna þýðingu, ef við gæt- um aðeins komizt að því hver hún er. Ég held ennþá að morð- inginn hafi búið þetta allt í hag- inn fyrirfram af miklum klók- indum. Auk þess held ég líka, að hann sé of snjall til að láta svo einfalda hluti koma sér á kné. — Einfalda! hvæsti Clinton. *— Já, í rauninni er málið gegn Morrow ákaflega einfalt. SKOTTA BTfiSTiTSSkl I Isabella-Stereo Jólasaga barnanna Eftir Walt Disney Engin furða að hún kemur méi kunnuglega tynr sjomr; þetta er mín peysa, mitt pils og minn kærasti! 1. Apinn fer á antilópu yfir f jöllin . . 2- fugl flýgur með hann að norð- urheimskautsbaugnum . . . 3- en þei-. lenda í snjóstormi og alls kyns hrakningum. TRABANT EIGÉNDUR V iðgerðarverkstæði Smurstöð Y'firförum bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði Dugguvogi 7. Sími 30154. Frá Raznoexport, U.S.S.R. 2'3'í'5 °A9 ® T1- MarsTradingCompanyhf AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 3 SJ 17373 SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. • GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 —- Sími 3-10-55.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.