Þjóðviljinn - 18.12.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.12.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJTNN — Sunnudagur 1-3. desember 1966. Otgeíandi: Samein) ngarf lokkur alþýðu — SósiaiistaflokJt- urinn. Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson. Siguróur Suðmundseon. Préttaritstjóri: Sigui'óur V Frlðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur lóhannesson. Sfmi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105 00 á mánuði Lausa- söluverð kr. 7.00. Samnmgsbundnar kjarabætur (^tjórnarfrumvarpinu um heimild til verðstöðv- unar fylgdu þegar í greinargerð þær hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar að ríkisstjórnin myndi ekki nota heimildirnar ef breytingar yrðu á kjarasamningum, sem gerðu verðstöðvun ófram- kvæmanlega að mati ráðherranna. Við umræðu málsins í efri deild svaraði Björn Jónsson þeim hótunum m.a. á þessa leið: „því fer fjarri að vterkalýðshreyfingin telji nú efni til að falla að meira eða minna leyti frá kröfum sínum um samningsbundnar kjarabætur. Þvert á móti eru nú flestar aðstæður þannig vaxn- ar að brýnni þörf en oftast áður er á því að breyta kjarasamningunum og reyna með því að tryggja hagsmuni vinnustéttanna, ekki sízt vegna þeirrar óyissu og öngþveitis sem nú ríkir í efnahagsmál- um. Enginn efi er á því að í þeim samningum sem nú standa fyrir dyrum hlýtur það að verða ein méginkrafa verkalýðssamtakanna að brúa að veru- legu leyti það bil sem orðið er milli samningsbund- inna launa og þeirra tekna sem verulegur hluti vgrkálýðsstéttarihnar getur i núverandi ástandi aflað sér með óhæfilegum Arinnutíma og ósamn- ingsbundnum yfirborgunum) En. til þess að þetta táldst þarf margt að koma til. Og þá ekkfsízt auk- ið samstarf ríkisstjórnar, atvinnurekenda og verka- lýðssamtaka um stórfellda styttingu vinnutímans án kjaraskerðingar“. En Björn lagði áherzlu á að loki ríkisstjórn og atvinnurekendur samningaleið- um hljótj verkalýðshreyfingin að beita afli sam- takanna til að knýja fram þær breytingar samn- inga sem brýnust nauðsyn er til. Samninga við póstmenn Qngþveitið i póstmálunum i Reykjavík er óþol- andi og virðist póstmeistari hafa misst allt úr böndum með framkomu sinni í garð póstmanna og því tiltæki að ætla að leysa vanda póstmál- anna þessar vikur og daga, þegar óhemjumagn jólapóstsins dynur yfir, með því að ráða til starfa unglinga sem aldrei hafa nálægt þeim störfum kómið. Kjaradeila póstmanna og viðbrögð þlutað- eigandi embættismanna er orðin sterk röksemd fýrir því að afnema hið fáránlega lagabann við verkföllum opinberra starfsmanna. / póstinum heíur sannarlega ekki gengið of vel undanfarin ár að fá nasgilegt starfs- lið og halda því og ætti sízt allra stofnana að standa í bjánalegu stríði við starfsmennina sem unnið hafa og vilja vinna áfram að hinu mikilvæga póst- mánnastarfi, verði þeim ekki gert það svo óljúft með framkomu skilningslausra yfirvalda að þeir leiti heldur annarrar atvinnu. Sæmileg fram- kvæmd póstmála er brýn nauðsyn í nútímaþjóðfé- lagi. Margir eiga mikið undir því að póstþjónust- an sé greið og henni sé treystandi. Það hlýtur því að vera krafa alls almennings að hlutaðeigandi yf- irvöld semji tafarlaust við póstmennina og taki til greina sanngjarnar kröfur þeirra um lagfæringu i kjaramálum. — s. Ný bók frá Ægisútgáfunni Togararnir koma til sögunnar Ásgeir Jakobsson: Kastað í Flóanum. Ægisútgáfan. Reykjavík 1966. Hér hefur verið skrifuð sam- an fróðleg bók og vel læsileg um fyrstu tilburði og tilraunir með togveiði á Islandsmiðum, að því leyti sem beint snertir landsmenn sjálfa og viðbrögð þeirra. Höfundur er Ásgeir Jakobsson, en hann sendi frá sér bók í fyrra sem mörgum þótti forvitnileg, Sigling fyrir Núpa hét hún og var aðallega um vestfirzka bátaútgerð og sjósóknara; þar var líka smá- saga úr sjómannalfi. Um nýju bókina, Kastáð í Flóanum, segir höfundur að hún sé að meginefni unnin eft- ir blöðunum frá þeim tíma sem hún fjallar um, en heimilda- skrá og bókin sjálf ber þess merki að hann hefur leitað miklu víðar fanga svo sem eðlilegt er, ekki sízt í Ailþing- istíðindi og minnisbaekur manna frá þessum tímum. Einnig hefur hnnn haft með^ höndum óprentaðar heijbildir, svo sem ævisögu Þorvaldar á Þorvaldseyri og minniskompur Indriða Gottsveinssonar, fyrsta íslenzka togaraskipstjórans, og notar drjúgt undir bókarlokin. Um uppistöðuna verða blöðia Ásgeiri drýgst eins og hann sjálfur segir; blöð geta verið ó- trygg sagnfræðiheimild, en hitt er rétt að leggja áherzlu á hversu mikið heimildargildi blaða er sagnfraeðingum 'sem með þnu kunna að fara; og þau eru ótæmandi náma rithöfund- um, sem vilja kynna sér Uf og svip liðins tma; margir samtímahöfundar standa þannig í stórri þakkarskuld við blöðog blaðamenn og hafa furðu margt af þeim lært og frá þeim feng- ið. Ásgeir Jakobsson ver . ,all- miklu rúmi bókar sinnar til áð_ kynna sjálft veiðarfærið sem orðið hefur svo afdrifaríkt fyrir fiskveiðar tslendinga og flestra annarra fiskveiðiþjóða á tuttugustu öld. í bókarlok er botnvörpu ýtarlega lýst með teikningum og Ijósmyndum og í fyrstu köflunum er minnt á nokkur atriði um sögu botn- vörpunnar erlcndis fram iil þess tíma að Islendingar fara að kvnnast henni. Og þeim leizt fæstum á grip- inn! Fordómarnir og fordærn- ingin sem virðulegir alþingis- menn og greinahöfundar hella yfir botnvörpuna og botnvörpu- veiðar gæti verið skoplegur lestur ef ekki væri að baki hörmulegar staðreyndir um staðnað þjóðfélag, mergsogið af margra alda nýlendustjórn, sem tekur það úrræði í sjávarút- vegsmálum að kaupa á annað hundrað af gömlum segltogur- um af Bretum, þegar þeir voru að koma sér upp vélknúnum togurum. Höfundi tekst vel að bregða upp myndum afsinnu- leysi, úrræðaleysi og fordóm- um með þvf að vitna í sam- tíma-heimildir. Raddir fram- sýnna manna og stórhuga rödd Einars Benediktssonar, Bjarna Sæmundssonar og einstakra framtaksrrfanna kveða þó snemma við og fá smám saman meiri hljómgrunn, erlendir menn fara af stað með togara- útgerð f samvinnu við íslend- inga, en flest gengur þar á tré- >■ /' Ásgeir Jakobsson fótum þar til fyrsti íslenzki togarinn Coot, kemur til sög- unnar með fslenzkan skipstjóra og brátt alfslenzka áhöfn, sumt sjómenn er unnið höfðu á brezkum togurum og lært af Bretanum listirnar. Kringum aldamótin og fram á miðjan fyrsta tug aildarinnar eru marg- ar tílraunir gerðar ,með tog- araútgerð, meira og minna á vegum erlendra manna, sem mistakast allar eða standa skamman tíma, enda erfitt um vik, j>eim tilraunum er lýstall- rækilega í bók Ásgeirs. En úr því verður þróunin hröð og Is- lendingar eignast á skömmum tíma togaraflota, sem átti eftir að valda gerbreytingu í sjó- sókn og aflamagni íslendinga. og víðtækum þjóðfélagsbreyt- ingum. Saga þessa tíma og ekki sfzt atvinnusaga er furðu óaðgengi- leg, svo lítið hefur verið úr henni unnið. Einmitt þessvegna er gott að fá bók Ásgeirs Jak- obssonar; þó höfundur hafi sjálfsagt ekki hugsað sér að semja viðamikið sagnfræðirit heldur létt rit og auðlesið um mikilvægt efni í gtvinnusögu tuttugustu aldarinnar á Islandi, hefur honum tekizt að ritastór- fróðlega bók; þar er ymprað á viðfangsefnum sem þyrftu nán- ari sagnfræðilegrar" könnunar og rannsókna við. Menn hafa t.d. lftið haldið á lofti' frásögnum um „tröllafiskinn". Það virðist um skeið hafa verið hinn arð- vænlegasti starfi, íslehzkra manna að elta brézku togar- ána, jafnvel inni íi íslenzkri landhelginni, og þiggja hjá þeim fisk sem þeir kærðu sig ekki um Landhelgisnjósnir Islend- inga fyrir erlenda veiðiþjófa voru orðaðar í sambandi við varðskipin. Fróðlegt væri að fá sagn- fræðilega könnun á fjármagns- öflun, gróða og umsvifum tog- arafélaganna, ekki- sízt sam- böndum þeirra ýmislegum við erlenda auðmenn og auðfélög. Enn hljóta að vera tiltækar heimildir, svo að segja innan frá, úr útgerðarfélögunum og hjá einstökum mönnum sem veitt gætu mikilvægar upplýs- ingar um togaraútgerðina á fs- landi og þátt hennar í þjóðlíf- inu. Sá þáttur hefur alltof lít- ið verið kannaður og um hann ritað. Mætti i framhjáhlaupi spyrja hvar togarasaga Gils Framhald á 8. síðu- Kjólar, stór númer Pils Prjónakjólar á börn Prjónaföt á böm Peysur á böm Töflur Náttkjólar Fóðurpils Fóðurundirkjólar Húfur, Treflar Peysur á konur og karla Handklæði Adam Hoffritz á Selfossi er fœdcíur og uppalinn í Danmörky, en kom hingað rúmlega tvítugur, sem órsmaður á búi Dags Brynjúlfssonar í Gaulverjabœ. Hann gerir hér grein fyrir því, hvernig honum kom ísland og Islendingar fyrir sjónir og hverníg það mótti verðá, að landið og fólkið tók hann þeim tökum, að hann ókvað að setjast her að. Adam er gœddur einstœðri herkju og seiglu og hónum var það íþrótt og jafnframt lífsnautn að etja kapp við hörkufrostbylji og ncéstum ofurmannlegt erfiði^ og hann vildi sjó og reyna flest á sjó og landi. Hann er gœddur glaðri og karlmonnlegri lund og hefur skopskyn í svo ríkum mceli, að óvenjulegt er, enda hefur hann aflað sér mikilla og almennra vinsœlda þeirra, sem honum hafa kjfnnst. • ’ * ' j < ' ' Sprelllifandi og sérsfœS bók um skemmtilegan húmorista og óvenju- legan persónuleika. SKUGGSJÁ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.