Þjóðviljinn - 18.12.1966, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.12.1966, Blaðsíða 14
24*SlÐA — ÞJÖÐVIEJINN — Sunnudagur 18. de&ember 1966. 32 hægt að astlast 'fil að ég svari henni. — Þama sjáið þér! Kindilett var nú beinlínis orðinn stríðnis- legur- — Jæja, þá skal ég svara spumingu yðar afdráttariaust, SJade fulltrúi, — nei! Slade reis á fætur. — Ég hef víst tafið yður lengur_ en til stóð, herrd Kindilett. Ég verð að biðja yður afsökunar á því. — Verið ekki að afsaka það, Slade fulltrúL Ég skil mæta vel aðstöðu yðar og þér eruð vissu- lega ekki öfundsverður. Má bjóða yður drykk áður en þér farið? Slade horfði inn í bláu aug- un, sem enn voru dálítið stríðn- isleg. Hann skipti um skoðun. — Þökk fyrir, það vil ég gjarnan. Kindilett sótti whisky og glas. Þeir skáluðu hátíðlega og drukku úr glösum sínum og síð- an fór Slade. Hann hafði ein-( hverja hugmynd um að samtal- ið hefði ekki eingönpu snúizt honum í hag. Hann ók yfir á Yard til að afhenda ljósmyndina og blaða- greinarnar og honum til undr- unar biðu Jill Howard og Philip Morrow þar eftir honum. Hann leit í skyndi á úrið. — Ég veit vel, að það er orð- ið hræðilega framorðið, herra Slade, flýtti stúlkan sér að segja, en þetta er mjög áríðandi. Leynilögreglumaðurinn leit á Morrow. Dökku fötin hans fóru mjög vel og hann var verðugur fylginautur stúlkunnar, sem virtist bera ábyrgð á heimsókn- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Stejnu og Dódó Laugav. 18 ni hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 inni. Það þurfti engan leynilög- reglumann til að sjá, að þau höfðu verið úti saman að ræða málin og hún hafði talið hann á að snúa sér tafarlaust til Scot- land Yard. — Jæja, má ég þá heyra hvað er á seyði. Þau settust og dauðþreyttur fulltrúinn reyndi að átta sig á þessum nýju viðhorfum. Þetta var í annað sinn, hugsaði hann, sem Morrow hafði komið sjálf- viljugur. — 1 fyrsta lagi, sagði stúlkan, er það mér að kenna að við komum hingað svona seint. Slade brosti að játningu hcnn- ar. — Já, ég hafði reyndar ó- ljósan grun um það, ungfrú Howard. Hún roðnaði, en hélt áfram: — Ungfrú Laruce hótaði*að farai til yðar og sverta herra Morr- ow í yðar augum. — Heyrðu mig nú, Jill! and- mælti Morrow, sýnilega vand- ræðalegur yfir augljósum til- raunum hennar til að bera blak af honum. — Hví í ósköpunum ætti hún að gera það? spurði Slade án þeag að bregða svip. -4 Vegna þess. — Hún þagn- aði allt í einu og rannsóknar- augnaráð fulltrúans gerði hana vandræðalega. — Phil, þú verður að segja honum það — en segðu honum allt af létta, bætti hún við í skyndi. Morrow fór hjá sér, en tók samt til máls. /• — Ég er hræddur um að ung- frú Laruce hafi ekki verið alveg hreinskilin við yður, fulltrúi? — Hvenær? spurði Slade og honum var skemmt. — í gær — eða þegar hún kom hingað í dag. Gestir hans góndu agndofa á hann. — Ég var búin að segja þér — byrjaði stúlkan, en þagnaði aftur. En athugasemd Sladcs hafði sín áhrif á framkomu Morrows. Knattspyrnumaðurinn skildi hvað í henni gat íalizt og var á verði. — Jæja — hún hefur þá leið- rétt eitt og annað sem hún fór með á sunnudaginn. — Það var víst tilgangur hennar, skildist méí, sagði Slade. — Jæja, þá get ég snúið mér beint að efninu, sagði' Morrow. — Ég lenti í orðasennu við Doyce út af Pat. Ég áleit fram- komu hans ótilhlýðilega og það sagði ég honum — hm — svo að ekki var misskilið .... — Ég get gert mér í hugar- lund, að þér hafið ráðlagt hon- um að fara varlega, því að í næsta skipti myndi hann fá — hm — aðrar ástæður til að iðr- ast framkomu sinnar? Karlmennimir tveir horfðu hvor á annan og brostu en stúlkan leit á þá á víxl og skildi ekki hvaða spaug fór þeirra á milli. — Ég sagði honum, að ég myndi berja hann sundur ’ og saman — eða það sem verra var. Ég hefði staðið við það, ef ég hefði haft hugmynd um'það sem gerðist á föstudag og í hin skiptin. En ég vissi ekki neitt. Á sunnudaginn sleit ég trúlof- minni við ungfrú Laruce. Við vörum trúlofuð. þótt þér fengj- uð aðra „hugmynd“ uppi í íbúð- inni. Og nú skulum við ekki tefja yður lengur, fulltrýi. Þctta hlýtur að hafa vcrið erfiður dagur mcð ferðalagið til Rye- chester og — — Já, en Phil! andmælti stúlkan. — Þú hefur ekki sagt fulltrúanum þegar þú fórst út á rannsóknarstofuna til Setch- leys og — Hún þagnaði. Svipur Morrows var orðinn þungbúinn. — Ég held hann viti allt um það, Jill, sagði hann rólega. — Það er líka fullseint að fara að koma mcð þess háttar útskýr- ingar. Sladé virti þau fyrir sér. Hon- um skildist að þessi dökkhærða stúlka væri á verði gagnvart hverri hættu sem ógnaði mann- inum og vildi fyrir hvern mun vernda hann, ef hún gæti. Það var auðvelt fyrir Slade að geta sér til um tilfinningar hennar í garö mannsins. — Ég held samt að þér gætuð hjálpað mér við eitt, sagði full- trúinn og breytti um umtalsefni. — Ég hef verið að reyna að komast að því hverjum Mary Kindilett hafði verið trúlofuð. Getið þér upplýst nokkuð um það Morrow? Morrow hristi höfuðið. Nei, ég veit ekki hver það var. — Þetta segið þið allir. Morrow gretti sig. — Það gæti líka verið að við segðum sannleikann. Slade viðurkenndi réttmæti orða hans og brosti. — Já, það er það versta við þetta allt sam- an, en bíðið annars hægur. Ég er með dálítið annað — viljið þér líta á þetta hér. Hann sýndi Morrow myndina. — Er þetta Mary Kindilett? — Já. — Og maðurinn þarna við hliðina á knattspyrnuleikurun- um? Þessi í jakkafötunum — þekkið þér hann? — Nci, sagði Morrow eftir stundarkorn, þegar hann varbú- inn að hugsa sig um. — Þér komið honum alls ekki fyrir yður? hélt Slade ófram. — Nei. Ég vil ekki segja, að/ ég hafi ekki séð hann áður. En það eru fjögur ár síðan og kannski hef ég ekki séð hann nema einu sinni — þér vitið hvernig það er. Slade kinkaði kolli. — Ég veit hvernig það er, endurtók hann og raddblær hans varð til þess að knattspymuleikarinn roðnaði lítið eitt. — Hvaða þýðingu hefur þessi mynd? spurði stúlkan, staðráð- in í að fylgjast með öllu sem kom Morrow við í augum lög- reglunnar. — Ég veit það ekki, Jill. — Ég skal segja yður það, ungfrú Howard, sagði Slade og sneri sér að henni. — Fyrir fjórum árum fannst Mary Kindilett drukknuð. Hún hafði verið trúlofuð og leit allt í einu trúlofuninni án nokkurra skýr- inga. Kvöldið áður en líkið af henni fannst fór hún á dansleik' með John Doyce. Meðsm hann var að tala gaf hann andliti Morrows gætur. Knattspymuleikarinn sat með hnyklaðar brúnir, en hann sýndi þó engin merki cjjúprar geðs- hræringar, sem SlaÖe hafði hálft í hvoru gert sér vonir um. — Þetta er hræðilegt! hróp- aði stúlkan. — Þér haldið þá að unnusti Mary Kindiletts — hver svo sem hann hefur verið — — Hann hefur kannski verið dáinn árum saman, sagði Morr- ow þurrlega. — Það held ég varla, sagði Slade. Þannig lauk samtalinu. Hann hafði ekki meira uppúr þcim og þau fundu að hann hafði engan áhuga að tala við þau um rétt- arrannsóknina daginn eftir. Slade ílýtti sér heim og stakk sér beint í hlýtt rúmið. Hann svaf ekki sériega vel. * 13 Réttarsalurinn var troðfullur, þegar líkskoðunaryfirheyrslurn- ar hófust. Blöðin höfðu ekki svikizt um að senda fulltrúa og þegar Slade leit yfir mannhaf- ið, kom hann auga á alla leik- mennina úr Arsenal og Tróju, Patriciu Laruce og lengra burtu Jill Howard og alveg úti í horni sat ritstjóri Ryechester Cronicle- Bill Milne og Ruille sátu þarna og ræddust við í lágum hljóðum. Meðal áheyr- enda var talsvert af kvenfólki. Hann beindi athygli sinni að kviðdómendum. Þeir sýndust allir býsna sjálfumglaðir. For- maðurinn sat allan tímann og gaut augunum til Toms Whitt- ager, sem sat hjá Francis Kindi- lett. Slade skildi vel hvað hon- um bjó í brjósti: hér gafst til- valið tækifæri til að snuðra dá- lítið í málin hjá Arsenal undir því yfirskini, að spumingamar væru nauðsynlegar málsins vegna. Slade hafði hugboð um að býsna rríargir viðstaddir yrðu fyrir yoVibrigðum og meðal þeirra formaður kviðdómsins. Líkskoðunardómarinn, sköllóttur fyrrvcrandi herlæknir, sem kunni tökin á þrjózkum kvið- dómcndum, kom inn og tók sér sæti og síðan hófst rannsóknin. Formsatriðin voru fljótlega af- greidd. Kviðdómendur gengu út og litu á líkið. Francis Kindi- lett gaf yfirlýsingu um að líkið væri af Doyce og Meadows læknir fór upp í vitnastúkuna og gaf skýrslu sína. Morrow var kallaður fyrir og gaf stuttar skýringar. Formaður kviðdómsins hafði allan hug á því að tefja Morrow dálítið, en dómarinn tók af skarið og Morr- ow íékk aftur að setjast. Um leið tók Clinton til starfa, nákvæmur eips og sigurverk — Jólasaga barnanna Eftir Walt Disney 1. Mjallhvít og dvergarnir sjö keppast 2. — Haldið' þið áfram að vinna — og 3. Á meðan vinnur galdranornin f við aið ná í steinana. flautaj leynihcrbergi sínu- Ég ætla að ’olanda eiturdrykk handa dvergun- um! Frá Raznoexport, U.S.S.R. a"3" r"5 °A9 ff m!11' MarsTr ading Company hf AOgBgæðaflOkkar Laugaveg 103 3 sími 1 73 73 Munið Jólamarkaðinn í BÍómaskálanum við Nýbýlaveg og Blómabúðinni, Laugavegi 63. MIKIÐ ÚRVAL. Blómaskálinn. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRr LINDARGAT A 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI . ttJRETY Kuldajakkar og úlpur í öllum stærðum. Góðar Vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.