Þjóðviljinn - 18.12.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.12.1966, Blaðsíða 6
0 StDA — ÞJÓÐVILJTNN — Sunnudagur 18. desember 1966. Mikii þátttaka á Norðurlöndum / mótmælum gegn Vietnam-stríðinu Á laugardaginn í fyrri viku, mannréttindadegi Samein- uðu þjóðanna, voru víða í Evrópu haldnir fundir og fam- ar kröfugöngur til að mótmæla stríði Bandaríkjamanna á hendur vietnömsku þjóðinni. Slíkir fundir voru þann- ig haldnir í öllum höfuðborgum Norðiirlanda — nema Reykjavík. Mikill fjöldi manns notaði tækifærið til að láta í ljós samúð sína með vietnömsku þjóðinni og andúð á hemaði Bandaríkjamanna. f Osló' var farin blysför um götur borgarinnar. „kílómetra- löng“ segir „Dagbladet" í þversíðufyrirsögn á forsíðu. Fyrir göngunni í Osló’og fund- inum sem haldinn var að henni lokinni stóðu flölmörg samtölc og yrði of langt mál að telja þau öll upp, þótt nokkur skuli nefnd: Arbeidernes Ungdoms- fylking, Norges Unge Venstre, Sosialistisk Ungdomsforbund, Det Norske Studentersamfund,. Jem og Metall, Osló, Folke- reisning Mot Krig, En Verden Ungdom, Kristent Fredslag, Norges Student og Elevmállag, Norges Godtemplar Ungdoms- forbund, Norges Kristne Ar- beideres Forbund, Norges Kommunistiske Ungdomsfor- fund, Norges Diberale Stud- -----------------------------:-----<?> Ensku postulínsflísarnar nýkomnar. — Mikið úrval. LITAVER Grensárvegi 22 og 24. Símar 32262 og 30280. enterforbund, Norsk Kvinnefor- bund. Þessi upptalning gefur nokkra hugmynd um hve við- tsek sú hreyfing er sem komin er upp í Noregi gegn stríði Bandaríkjamanna í Vietnam, og sömu sögu er reyndar að segja frá öðrum Norðurlöndum. „Dagbladet“ segir svo frá: Æskulýðssamtökin sem' stóðu fyrir blysförinni og fundinum geta verið harðónaegð. Aldrei hafa svo margir tekið þátt í að- gerðum til að binda endi á stríðið i Vietnam. Talið var að þáttakendur hefðu verið 4000— 5000. Það var furðumikill mannfjöldi sem þrátt fyrir .slæmt veður og illa færð á götunum Hafði varið laugar- dagskvöldi til að láta í Ijós af- stöðu sína til þessa mikla vandamáls- Fundurinn í Al- þýðuhúsinu* þar sem Isaac Deutscher var aðalræðumaður tókst einnig með ágætum. Hvert sæti var setið. Þegar blysförin fór fram hjá bandaríska'sendi- ráðinu var sendiherranum af- hent bréf þar sem látin var í ljós andúð á hernaði Banda- ríkjanna í Vietnam. Ræða Deutschers Pólsk-brezki sagnfræðingur- inn Isaac Deutscher, vopna- bróðir Trotskís á sínum tíma og nafntogaður andstæðingur stalínismans, var sem áður seg- ir aðalræðumaður á fundinum í Osló. Hann sagði þar ma. samkvæmt frásögn „Dagblad- ets“: — Þeir sem ásalca okkur fyr- ir fjandskap í garð Bandaríki- anna, hafa löngu hætt að fylgj- asf með. Þeir vita ekki hve öflug andstaðan er í Baanda- ríkjunum gegn Vietnámstefnu Johnsons. Ég var fyrir skömmu í Berkeley-háskóla í Kalifom- íu og talaði þar á fundi 15.000 stúdenta og kennara þeirra. Vígorð þeirra voru „Johnson sendir napalm, við sendum ull- arvoðir.“ 1 Bandaríkjunum .skiptast menn nú í tvo hópá: annars vegar em þeir sem óðir eru í stríð tiil að afla sér gróða og pólitískra áhrifa um allan heim, hins vegar þeir sem em trúir hinum bandarfska lýðræð- isarfi og telja því að hver þjóð eigi að ráða sér sjálf. Isaac Deutscher gerði síðan nánari grein fyrir þessu, segir „Dagbladet", og er sá kafli frásagnarinnar feitletraður. Hann spurði hver myndi vera ástæðan fyrir því að auðugasta ríki heims hefur hafið grimmi- legt stríð gegn minnsta og fá- tækasta landinu í Asíu. Þeir 20 miljarðar dollara sem varið er til þessa stríðs auka fram- leiðslu hergagna og þá um leið -G> . ELINBORG LÁRUSDÓTTIR. DULRÆNAR Karjor O0 konur, fófk f óUkum stöðum og stóttum vfusvegor að af landinu, tegir hér sögur af draumum P0 dubýnum, svipum 09 vitrunum, dulheym og ýmiss kqptar dulrœnum fyrír- bœrum og sérstosðum ókjgabluttum. BLINBORG Hér er sagt fró draumum og dulsýnum, fjar- hrifum og vitrunum, dulheyrn og ýmiss konar dulrœnum fyrirbœrum. — Þrjótíu karlar og konur víðsvegar að af landinu, eiga sagnir í þessari bók. Flestar eru sagnirnar nýjar og hafo gerst ó okkar dögum og flestir eru sögumenn enn á lífi og hafa sjólfir sagt söguritara sagnirnar. Þetta verSur kjörbók hinna mörgu, sem áhuga hafa á dulrœnum frásögnum. FJÖLBREYTT URVAL af kven- og karlmannsúrum Gott úr er góð jólagjöf. CARL A. BERGMANN, Skólavörðustíg 5. atvinnuna. Þannig fær riðandi efnahagur auðvaldsþjóðfélagsins fjörefnagjöf. En eigum við að eitra heiminn til þess að við- halda velferðarþjóðfélaginu, spurði Deutscher. Hann taldi að stríðið staðfesti meginatriði marxismans, en Marx hefði hins vegar ekki getað órað fyr- ir því að auðvaldsheimurinn yrði svo miklu óhrjálegri en hann lýsti honum fyrir hundr- að árum. — Það er sagt að öll Suðaust- ur-Asíu verði kommúnistísk ef Bandaríkjamenn hverfa þaðan — þá muni Kínverjar koma. En hafi Kína hug á þessu, hvers vegna fréttist þá ekki af kín- verskum sprengjum og kín- verskum sjálfboöaliðum í Viet- nam? Kínverjar eru þar ekki. Og sannast sagna vildi ég að þessi hungraða og hrjáða þjóð þyrfti ekki að berjast nær ein síns liðs. Sovétríkin veita að- stoð, en hún er aðeins fertug- asti hluti þess sem Bandaríkin ausa í leppstjómir sínar í Sai- gon. Það er erfitt að koma auga á að mikil hætta sé á yf- irdrottnun kommúnista í þess- um hluta heims, þegar t.d. er haft í huga hvernig gengið var milli bols óg höfuðs á komm- unistum í Indónesíu,, þar sem 400.000-500.000 kommúnistar vom drepnir — án þess að nokkrir kipptu sér upp við það. Hvar voruð þið þá, þið hinir frjálslyndu, lýðræðissinnar og mannvinir sem jafnan mótmæl- ið þegar menntamaður er fang- elsáður í löndum áustursins? Ég mótmæli líka réttarbrotum sem bar em framin, en það verður sannarlega að vera eitthvað samræmi í hlutunum. Þjóðfrelsisfylkingin í Suður- Vietnam hefur að baki sér 80- 90 prósent blóðarinnar. Annars gæti hún. ekki staðið öflugasta herveldi heims snúning. Þessi stuðningur bjóðarinnar stafar ekki eingöngu af því að hér er um þjóðfrelsisbaráttu að ræða, heldur einnlg vegna þess að fólkið berst fyrir félagslegri byltingu. Bændumir bera ekk- ert traust til herforingjanna í Saigon. Þaðan geta þeir ekki vænzt nauðsynlegra umbóta og bættra lífsskilyrða. 1 Vietnam eiga Bandarikjamenn í höggi við allan sveitaalmúgann og þeir hafa því aldrei logið jafn hroðalega og þegar þeir halda þvf fram að þeir berjist fyrir frelsi þessa fólks. Sjaldan hefur ræðumaður í Alþýðuhúsinu í Osló fengið jafn góðar undirtektir og sagn- fræðingurinn Isaac Deutscher, segir ,,Dagbladet“ og þettá mál- gagn norsku stjómarinnar bæt- ir við að snjöll skilgreining hans og framsetning hafi átt þær fullkomlega skilið. Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 Snorrabraut 38 NÝKOMIÐ Þýzkir morgun- sloppar í glæsilegu úrvali. RAn@MEIIE sjónvarpstaekin .. . norsku em byggð fyrir hin erfiðu- - móttökuskilýrði Noregsj — þvi mjög næm. Tónn og mynd eru áberandi • vel samstillt. Árs ábyrgð. RADIONETTE- verzlunin Aðalstræti 18. Sími 16995 Verkamannafélagið DAGSBRÚN JÓLA TRÉSFA GNAÐUR t'yrir börn féiagsmanna veröur 1 Lmdarbæ ’ þriðju- daginn 27. og miðvikudaginn 28. des. og hefst kl. 3 e.h. báða dagana og lýkur kl. 7. Sala aðgöngumiða hefst miðvikudaginn 21. þ.m. í skrifstojfu Dagsbrúnar. Tekið á móti pöntunum í símum 13724 og 18392. Verð aðgöngumiða er kr. 70. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.